Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 4
c Föstudagur 26. ágúst 1977 VISIR Indiánar leggja kvörtun fyrir fund Sameinuðu þjóðanna: VILJA ALÞJOÐLEGAR REFSIAÐGERÐIR GEGN BANDARÍKJAMÖNNUM Hópur ameriskra indiána tilkynnti i dag, að hann ætlaði að bera fram kvartanir sinar vegna framkomu Bandarikjamanna i þeirra garð upp á fundi Sameinuðu þjóðanna i næsta mánuði. Samningsráð ameriskra indi- ána.sem er til húsa i San Fran- cisco, ætlar að fara fram á al- þjóðlegar refsiaðgerðir gegn Bandarikjamönnum vegna þess sem indiánarnir kalla nýlendu- stjórn þeirra i vesturhluta Bandarikjanna, og viröingar- leysis rikisstjórnarinnar fyrir samningum þeim sem gerðir voru við indiána seint á nitjándu öld. Samningsráðið mun bera mál sitt upp á ráðstefnu um stöðu ameriskra indiána sem haldin verður i Genf á vegum Efna- hags- og félagsmálaráðs Sam- einuðu þjóðanna. Veröur það i Samningsráð ameriskra indiána ætlar að bera upp kvartanir vegna framkomu Bandarikjamanna við þá á ráðstefnu Sameinuöu þjóö- anna um stöðu ameriskra indiána I Genf. fyrsta sinn sem ameriskir vangi siðan Iroquoarnir leituðu indiánar greina frá vandamál- án árangurs til Þjóðabanda- um sinum á alþjóðlegum' vett- lagsins árið 1923. lrankeisari kemur I opinbera heimsókn til Tékkóslóvakiu I dag. íranskeisari fer til Prag transkeisari og kona hans, Farahkeisaraynjakoma idag til Tékkóslóvakiu i fimm daga heimsókn i boöi forseta lands- ins, Gustav Husak. Búist er við að keisarinn ræði við Husak um ollulindir trans. Sovétrikin hafa tilkynnt viöskiptavinum sinum i Aust- ur-Evrópu að þau geti ekki lengur annað eftirspurn þeirra eftir hráoliu. Tékkóslóvaki'a hefur þvi snúið sér til trans um hjálp til aö fullnægja orku- þörf sinni, og hefur veriö und- irritað samkomulag til 20 ára milli landanna, um sölu á hrá- oliu til Tékkóslóvakiu sem hefjist árið 1981. Samkomu- lagiö er liður i samningi sem undirritaður var i fyrra um efnahagslegt, visindalegt og tæknilegt samstarf milli trans og Tékkóslóvakiu. Flug til og fró Bretlandi lamast: Og nú er líka öng- þveiti í Frakklandi Verkfall aðstoðar- manna flugumferðar- stjóra á Bretlandi hófst á miðnætti í nótt. Aðstoðarmennirnirsem eru 850 talsins, kröfðust 14-20% launa- hækkunar en rikisstjórnin taldi aö hún gæti ekki veitt hana, þar sem þaö bryti i bága við stefnu hennar um takmörkun á launa- hækkunum. Ljóst er aö verkfallið mun hafa mjög lamandi áhrif á allt flug til og frá Bretlandi i aö minnsta kosti fjóra daga og sem dæmi má taka, að flugfélagið British Airways aflýsti i gær sjö- tiu og fimm af tvö hundruð brott- ferðum á vélum sinum. Aðstoðarmenn flugumferðar- stjóra i Frakklandi hófu i dag tiu daga hægagangs aðgerðir til að leggja áherslu á kröfur sinar um hærri laun og betri vinnuaðstöðu, og hefur ástandiö i samgöngum ekkert batnað við það. Talsmenn franskra flugfélaga segjast að visu ekki búast við að flugferöum verði aflýst, en hinsvegar séu lik- ur á margra klukkustunda töfum. Hefur þetta valdið miklum vand- ræðum á alþjóðlegu flugvöllun um i Paris enda er ferðamanna- straumurinn nú I hámarki. Alvarleg stjórnarkreppa í Hollandi: Fóstureyðingar hindra fœðingu nýrrar stjórnar Hollendingar standa nú and- spænis alvarlegri stjórnar- kreppu eftir að tilraunir Joop den Uyl forsætisráðherra landsins, til að mynda sam- steypustjórn mið- og vinstri flokka mistókust. Búist er við, að Júliana drottning ræði við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ráðgjafa siha i dag um samn- ingaviðræöur sósialista og kristilegra demókrata um iaga- frumvarp til lögleiðingar fóstureyðinga, en þær fóru út um þúfur I gær. Forsætisráöherrann tjáði drottningu, að hann gæti ekki myndað rikisstjórn vegna þess, aðhann væri sannfærður um, aö kristilegir demókratar mundu ekki fást til samvinnu um laga- frumvarpið i næstu stjórnartið. Den Uyl hefur gert itrekaöar tilraunir til að mynda rikis- stjórn siðan almennu kosning- unum lauk 25. mai siðastliöinn. Hann sagði i gær aö hann væri sannfærður um aö stjórn, sem gæti ekki komið sér saman um að lögleiða fóstureyðingar I Hol- landi, myndi einnig eiga I erfið- leikum með stefnu sina i félags- málum og dómsmálum. Soares reynir að bjarga byltingunni KOMU I VEG FYRIR SPRENGJUTILRÆÐI Lögreglan f Karlsruhe I Vest- ur-Þýskalandi kom seint i gær- kvöld i veg fyrir árás á skrif- stofu aðalsaksóknarans þar Kurt Redmann. Nú eru liðnir fimm mánuðir siðan fyrirrenn- ari aöalsaksóknarans Siegfried Buback var skotinn til bana á ieið til vinnu. Enn hafa aöeins borist óljósar fergnir af atburðinum, en blaðafulltrúi saksóknarans seg- ir, að mörgum sprengjum hafi verið komið fyrir við vegg skrif- stofubyggingarinnar. Sprengju- sérfræðingum lögreglunnar tókst hins vegar að taka sprengjurnar úr sambandi, og ullu þær þviengu tjóni. Lögregl- an hefur afgirt svæðiö i kringum bygginguna og vinnur nú aö rannsókn málsins. Meira en þrjátiu vinstrisinn- aðir öfgasinnar, margir þeirra sakfelldir borgarskæruliöar, eru nú i hungurverkfalli i fang- elsum í Vestur-Þýskalandi, til þess að leggja áherslu á kröfur sinar um betri aðbúnað I fang- elsunum. Hefur lögreglan verið mjög á varðbergi undanfarið gegn árásum stuðningsmanna þeirra utan fangelsanna. // Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals hefur skýrt frá þvi aö fyrirhugað sé að hefja mikiar endurbætur I efnahagsmáium til þess aö reisa við fjárhag rikisins og styrkja lýðræðið I sessi. 1 ræðu sem útvarpaö var i gær, sagði Soares, að gengi portú- galska gjaldmiðilsins verði látið fljóta en gengið var fellt um 15% I febrúar siðastliðinn. Soares sagði að gengisfellingin heföi haft of al- varlegar afleiðingar til þess að ráðlegt væri að gripa til hennar aftur, en hins vegar yrði gengið lagfært litillega af og til. Þá tilkynnti Soares, að verð á bensini verði hækkað um 25%, vextir af fjárfestingarfé hækkaðir og útgjöld rikisins skorin niður um 10-20%. Fyrirtækjum, sem standa illa fjárhagslega verður leyft að lækka laun starfsfólks sins og rikisstjórnin mun leggja aukna áherslu á þá stefnu sina að hvetja til meiri umsvifa á hinum frjálsa markaði og aukinnar er- lendrar fjárfestingar. Soares sagði að rikisstjórnin gerði sér alveg ljóst aö hin nýja stefna mundi vekja gremju margra landsmanna en hún væri samt sem áður nauðsynlegur þáttur I að koma Portúgal á rétt- an kjöl. Búast má við, aö viðbrögð kommúnista i Portúgal við þess- um aðgerðum verði mjög harka- leg og byrjaði Soares þegar aö vernda sig gegn þeim. Hann sagöi, að minnihlutastjórnin ætlaði ekki að sviKja sósialism- ann, heldur bjarga byltingunni. Sósialisma yrði ekki unnt að koma á fyrr en fjárhagurinn hefði verið bættur og lýðræðið tryggt. Kommúnistar sökuðu Soares nýlega um að láta Alþjóöagjald- eyrissjóðinn ráða stefnu stjórnar- innar i efnahagsmálum, en þvi svaraði Soares svo i útvarpsræð- unni, að án erlendra lána, heföu Portúgalar staðið andspænis hungursneyð. Hann bætti viö að engin hætta væri á að tekin yröi upp matvælaskömmtun, en hins vegar yrði farið að skammta ben- sin ef ekki yrði farið að bera á verulegum orkusparnaði fyrir árslok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.