Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 9
,Þetta eru mín dagbókarblöð' Tvœr danskar listakonur sýna verk sín í Norrœna húsinu „Dreymir um að fara lil Parísar fil frekara nóms" „Þetta eru mín dag- bókarblöö”, sagði Lone Plaetner, dönsk lista- kona sem opnaði í gær sýningu á verkum sfnum i kjailara Norræna húss- ins ásamt samlanda sinuin, Mable Rose. Þær stöllurnar sýna vatnslitamyndir, teikn- ingar, oliupastelmyndir og grafikmyndir og eru myndirnar allar til sölu. Myndir Mable Rose eru 21 talsins og Lone Plaetner sýnir 33 myndir, flestar frá Is- landi. Kom hún hingað með myndirnar, en Mable Rose átti ekki heimangengt frá ungum börnum sinum. Lone hefur áður dvalið þrlvegis á Islandi siðan 1972. Sagðist hún hafa eignast marga góða vini hér sem hefðu gert henni Myndir Lone Plaetner eru flestar frá tsiandi, en hún hefur dvalið hér I sam- tals 7 mánuði á síðustu 5 árum. Visismynd:EGE Mable Rose með nokkur verka sinna. kleyft að vinna að mynd- um sinum viðs vegar um land. „Mér fellur svo vel að vera hér, að ég þar ekki meira en tvo tíma til að finnast ég vera heima hjá mér”, sagöi hún. „Mér finnst loftið ferskara hér og andstæður i litum eru hvergi meiri. Ahrifin sem ég verð fyrir hér eru svo sterk að þær hugmyndir sem ég fæ meðan ég dvelst hér á landi endast mér i mörg ár. Ég get verið að vinna með þær löngu eftir að ég kem heim”. Lone vinnur sem póst- maður iheimalandi sinu, en vinnudagar hennar eru aðeins tveir i viku. Segir hún þau laun sem hún fái fyrir það nægja sér fyrir brýnustu li'fs- nauðsynjum. Allt sem hún veiti sér þar fyrir utan kveðst hún fjár- magna með list sinni. Canon !lrLR ra!!'nndls,j;,ð /ZTTE3 TI SLR myndavel, jcr\ U En°J L sem svo sannar- lega gerir ÖLLUM kleift að taka frábærar myndir. Canon /5TS oJqT| meðfærilegri cí-STJiiLS] dJi aftrar mvnH: er 30% ódýrari, 30% léttari og 30% en aðrar myndavélar BUSINESS WEEK kallar hana timamótasprengju og valda gjaldþroti fjölda keppinauta. NEWSWEEK kallar hana stór- kostlegasta tækniundur í sögu myndavélarinnar. Canon býður upp áótal ÆÍbÚ MÖGULEIKA: • 25 gerðir linsa. • Mótor, sem knýr áfram filmuna. • Ifvirkt flash. • Dagsetningarstimpil á filmuna. Verð aðeins kr. 104.330.- AUSTURSTRÆTI 7 Simi 10966. Aldrei áður hefur ný myndavélartegund valdið slíku fjaðrafoki sem Canon ílandi tœkninnar, Þýskalandhvar hún valin MYNDAVÉL ÁRSINS A Star is Born....Æl „Ég býst við að ég dveljist á ís- landi um það bil eitt ár, en siðan dreymir mig um aö fara til Parisarog haida áfram námi hjá franska f i ðl u 1 e i k a r a n u m Christian Ferras” sagði Anna Rögnvaldsdóttir fiðluleikari, er Visir ræddi við hana, en Anna er nýkomin til Islands frá námi er- lendis. Þær Anna Rögnvaldsdóttir og Agnes Löve efna til tónleika I Norræna húsinu I kvöld klukkan 20.30, og verða það fyrstu tón- leikar önnu. A efnisskránni verða verk eftir Corelli, Johann Sebastian Bach, Mozart og César Franck. Anna hóf nám i fiðluleik niu ára gömul, árið 1958, í Tónskóla Siglufjarðar. Siðan stundaði hún nám við Tónlistarskólann i Reykjavik hjá Ingvari Jónassyni og Birni Ölafssyni og lauk þaðan fiðlukennaraprófi vorið 1971. Eftir það kenndi hún við ýmsa skóla, lék i Sinfóniuhljómsveit Is- lands og fór á hennar vegum á ár- legt mót sinfóniuhljómsveita i Orkney Springs i Bandarikjunum sumarið 1972. Hefur stundað nám hjá Ungverjanum Béla Katona Anna fór til framhaldsnáms i London fyrir fjórum árum siðan. Þar stundaði hún fyrst nám við Guildhall School of Music and Drama hjá Yfrah Neaman og að tilhlutan hans sótti hún sumar- námskeið i Nizza i Frakklandi. Fékk hún til þess styrk frá franska sendifáðinu á tslandi. Undanfarin þrjú ár hefur Anna stundað nám við Trinity College of Music hjá ungverska próf- essornum Béla Kantona, sem er að sögn önnu mjög virtur kennari i London. Agnesi Löve þarf tæplega að kynna. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika og sem einleikari með Sinfóniuhljómsveit Islands, Anna Rögnvaldsdóttir og Agnes Löve á æfingu i Norræna húsinu. Vlsismynd: EGE og er þvi orðinn þekktur pianó- leikari hérlendis. Þær Anna og Agnes sögðust hafa leikið saman áður i útvarps- upptöku og þær búa i sömu götu, svo að samstarf þeirra ætti að vera mjög hentugt. AHO HER ER DROTTNING DRAUMA ÞINNA — segir Anna Rögnvalds- dóttir, fiðluleikari, sem nú heldur sína fyrstu tónleika

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.