Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 5
5 VISIR Föstudagur 26. ágúst 1977 Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir. — Barist með sovéskum vopnum boðum megin víglínunnar Stjórnmála- og hern- aðarsérfræðingar Vesturlanda henda um þessar mundir gaman að þeirri klemmu, sem Sovétmenn hafa komið sér i á Horninu i Afriku, það er i Sómaliu og Eþíópiu. Þar berjast nú Sómaliumenn og Eþiópiumenn um yfirráö yfir Ogaden-héraði, en það sem sér- fræðingunum á Vesturiöndum þykir kaidhæðnislegt er, að báð- um megin viglinunnar er barist með vopnum frá Sovétrikjunum. Þeir virðast ekki enn hafa komið auga á mikilvægi þeirrar ákvörð- unar, sem Sovétmenn tóku fyrir skömmu, að halda áfram að senda vopn tii Sómaiiu. Stefna Sovétmanna I Afriku miðast við framtiðina. Þó að menn hlakki yfir núverandi ástandi á þessu svæði, er engin vissa fyrir þvi, að Sovétmenn hafi tekið ranga stefnu, enda þótt þeir kunni að hafa lent i ógöngum i bili. Ekki bólar á neinum virkum aðgerðum af hálfu Vesturlanda til þess að hafa áhrif á þróun mála á svæðinu, og ekki er loku fyrir það skotið, að Sovétmenn hafi erindi sem erfiði, ef Vesturveldin láta athafnir þeirra afskiptalausar. Að snúa naut niður á hornunum svæðum i Eþiópiu, sem byggð eru Sómaliumönnum. Siðan hefur sól Sómaliumanna farið sihækkandi. Enda þótt framkoma Castros i þessu máli hafi ef til vill ekki vakið mikla hrifningu i Sovétrikj- unum, er hugmyndin um sam- band Sómaliu og Eþiópiu upphaf- lega komin frá Moskvu. Hún hafði verið að þróast I höndum sovéskra hernaðarsérfræðinga árum saman — þar eru hug- myndir hvorki fljótar að fæðast né deyja. Full ástæða er til að ætla að handan vopna- glæringanna i Ogaden-héraði sjái Sovétmenn fyrir sér „dramatisk- ar” sættir milli Sómaliu og Eþió- piu fyrir tilstuðlan sina. Eþiópiumönnum berst æ meira magn vopna frá Sovétmönnum Sem stendur hafa Sómaliu- menn betur i átökunum um Ogaden-hérað. Á hinn bóginn berst Eþiópiumönnum æ meira magn af vopnum frá Sovétrikjun- um og liðsafli streymir inn i landiðfrá Kúbu. Enn erekki ljóst, hversu margir kúbanskir her- menn berjast nú með Eþiópiu- mönnum, eða nákvæmlega hversu mikið magn vopna kemur frá Sovétrikjunum. Þó bendir allt til þess, að Eþiópiu- mönnum berist meiri liðsafli og vopn en MPLA-hreyfingunni I Angóla á sinum tima. Þessi að- flutningur hefur enn litil áhrif á gang striðsins frá degi til dags, en hamingjuhjólið gæti farið að snú- ast aftur með Eþiópiumönnum, og þá er ekki að vita nema þeim tækist að ná Ogaden-héraðinu aftur á sitt vald. Ef svo færi yrði timabært fyrir Sovétmenn að gripa inn i atburðarásina, leggja til að friður verði saminn og siðan að sambandi yrði komið á milli landanna tveggja. Mistök eða ekki Margir hafa álitið það mistök af hálfu sovéskra hernaðarsérfræð- inga að hlutast til um mál Eþió- piu. Sé svo, hafa Sovétmenn sjálfir ekki viljað viðurkenna það. Þess sjást alls engin merki, að þeir ætli að gefa stjórn Mengistus ofursta örlögunum á vald. Við höfum séð það áður, að evrópsk þjóð, sem styður Amin i Uganda, vilar ekki fyrir sér að styðja hvaða harðstjóra sem er, hvað sem liður öllum siðgæðiskröfum. „Byltingin” í Eþiópiu t Eþiópiu hafa Sovétrikin hins vegar gengið miklu lengra en i Uganda. thlutun Sovétrikjanna er réttlætt hugmyndafræðilega I höfuðborgum Afriku með öllum þeim áróðurshita, sem Sovét- menn eru þekktir fyrir. Boðorðið, sem nú berst frá sendiráðum Sovétrikjanna, erm að „bylting- in” i Eþiópiu verði að takast, hvaðsem það kosti. I þessum orð- um er engin uppgjafartónn. Sovétmenn segja, að rikisstjórn Haile Selassies, fyrrum Eþiópiu- keisara, hafi komist næst þvi, i Afriku, að likjast keisarastjórn- inni i Rússlandi, Og nú, þegar sagan hafi ýtt keisaranum til hliðar, sé verið að gera stórátak til þess að losa landið við léns- skipulagið. Hinu mikla róti, sem orðið hefur i Eþiópiu er likt við það, sem gerist i Rússlandi i upphafi byltingarskeiðsins. Sovétrikin hafi i bernsku einnig verið umsetin óvinum, sem nutu stuðnings erlendis frá. En þau hafi lifað það af, enda þótt þau fengju enga erlenda aðstoð. Kenning Sovétmanna er, að eþiópiska byltingin eigi það skilið að heppnast, og þurfi til þess er- lenda aðstoð, verði Sovétmenn að láta hana i té. Sovétmenn hugsa bæði inn og út fyrir Hornið Að sjálfsögðu má lita á það, sem er að gerast i Eþiópiu frá sjónarhóli þessarar byltingar- kenningar. En þar koma lika önn- ur sjónarmið til greina. Haile Selassie kunni að stjórna Eþiópiu. Hann er sagður hafa tjáð eftir- mönnum sinum, eftir að honum var steypt af stóli, að hugmyndir þeirra um nútima miðstýringu myndu aldrei reynast fram- kvæmanlegar. Og þar hafði hann rétt fyrir sér, hafi hann á annað borðsagt þetta. Rikið er samsuða mismunandi þjóða, sem aðeins gátu búið saman vegna losara- legrar stjórnar keisarans. Þó ein- hvers konar bylting hafi átt sér staði miðhluta landsins hefur hún ekki breiðst út til landamæra- svæðanna, og litlar likur eru til þess að hún geri það. Héruðin Eritrea og Ogaden væru búin að slita sig úr viðjum Eþiópiurikis, ef stjórn þess hefði ekki notið er- lendrar aðstoðar til að koma i veg fyrir það, og i öðrum hlutum landsins eru öflugar frelsis- hreyfingar. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði má lita svoá, að rikið sé að riðlast i sundur i þær einingar, sem það varð til úr i stjórnartið Meneliks, keisara, á s'Iðustu öld. Hvað sem liður skýringum á þvi, sem er að gerast i Eþiópiu er ljóst, að stjórn Mengistus fær ekki staðist án rif- legrar aðstoðar erlendis frá, og hana eru Sovétmenn reiðubúnir að veita: ekki vegna hagsmuna Eþiópiu, heldur vegna eigin framtiðarhagsmuna á Afriku- horninu og þár i grennd. Þvi þeir hugsa bæði inn og út fyrir Hornið Með aðstoð Libýu og rikjasam bands Sómaliu og Eþiópiu væri hægt að þrengja að hinum and-kommúnisku nágrannarikj um, Súdan og Egyptaiandi og þaðan mætti ráðast gegn léns skipulaginu handan Rauða hafsins, i Saudi-Arabiu, landi svarta gullsins. (Þýtt og endur sagt úr SPR&NR). Brezhnev: Hvor skyidi nú vera betri, sá brúni eða sá rauði — eða eru þeir báðir jafngóðir? Markmið Sovétmanna kom mjög 'vel i ljós, þegar Podgorny fyrrverandi forseti Sovétrikj- anna, og Castro, forsætisráðherra Kibu, komu báðir til Afriku fyrr á þessu ári. Castro reyndi þá að telja leiðtoga Sómaliu og Eþiópiu á að samþykkja, að koma á marxisk-leninísku sambandsriki og hélt hann þvi fram, að i krafti þess sambarids yrði unnt að finna friðsamlega lausn á deilumálum landanna. En Castro, sem hefur gaman af að snúa naut niður á hornunum, mun hafa farið heldur klaufalega að i þetta sinn. Leiðtogi Sómaliu leit á tillögu Castros sem móðgun við Sómalíumenn og hafnaði henni afdráttarlaust, enda ákveðinn i að ná aftur með hervaldi þeim Mengistu, ofursti i Eþiópiu. Her hans berst nú æ meira magn af vopnum frá Sovétrikjunum, og liðsafli streymir inn i landið frá Kúbu. Þabeimsem þœr %jildu... ■©I Verðlaunagripur umvíðaveröld. heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.