Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 23
Páll Bergþórsson veðurfræðingur Þakkar Páli vinda- frœðslu og veð- urbók B.S. Sauðárkróki hringdi: I Mig langar að koma á framfæri þakklæti til sjónvarpsins og Páls Bergþórssonar fyrir myndina um vindana sem sýnd var i sjónvarp- inu á miðvikudagskvöldið. Hún var sérlega fróðleg og margt þar að sjá og heyra, sem fólk hefur ef- laust ekki almennt vitað fjrr. Um leið og ég þakka Páli fyrir skýran og greinargóðan texta með myndinni og góðar veður- lýsingar i sjónvarpinu vil ég nota tækifærið til þessaðþakka honum fyrir þá skemmtilegu þætti sem hann hefur skrifað i Vísi í sumar. Þessir þættir „Úr veðurbók vik- unnar” hafa verið mjög skemmtilegir aflestrar, lipurlega skrifaðir og fullir af glettni og skemmtilegum hugmyndum, eins og hans Páls er von og visa. Vona ég, að Páll Bergþórsson haldi áfram að skrifa veðurbók- ina fyrir Visi sem lengst. V ' VÍSIR vísar á Yidskíplin i—. .... Hvers vegna ekki sýningar sem fjökli fölks vill sjó? Kjarvalsstaðir G.M. Reykjavik hringdi: Mér fannst mjög sérstæðar umræður fara fram i útvarps- þættinum Viðsjá á miðviku- dagskvöld. Þar lýsti formaður Félags islenskra myndlistar- manna yfir þvi, að varlega yrði að fara i það að fjölga viðburð- um á Kjarvalsstöðum, þar sem ekki mætti ofbjóða fólki. Þetta finnst mér furðuleg skoðun. Að sjálfsögðu á að reyna að auka fjölbreytni þess, sem er á boðstólnum fyrir borgarbúa, eftir þvf sem unnt er. Það kom vel fram, að það, sem boðið hef- ur verið upp á, hefur verið held- ur einhæft þann starfstima, sem núverandi listráð hefur set- ið. Mér finnst. lika óeðlilegt að fulltrúar myndlistarmanna einna eigi þarna sæti i stjórn, frekar en einhverjir aðrir lista- menn. Hvers vegna er ekki samið við Bandalag islenskra listamanna i þessu sambandi? Væri ekki eðlilegra að fulltrúar sliks bandalags listamanna ættu þarsæti, þannig að meiri breidd yrði i þeirri liststarfsemi, sem þarna fer fram? Það er kannski ekki „lýð- ræðislegt” i hugum mynd- listarmanna, enda á vist að hafa vit fyrir fólkinu. Það var minnsta kosti sjónarmið tals- manns þess listamannahóps i nefndum útvarpsþætti. Hann taldi ekki rétt að reyna að koma þarna upp sýningum sem al- menningur yfirleitt hefði áhuga á, eða likur væru til að fjöldi fólks sækti. Eitthvað menningarlegra og merkilegra ætti að vera þarna á boðstóln- um. Ég skii ekkert i borgaryfir- völdum að láta myndlistarmenn stjórna þessari menningar- stofnun okkar Reykvikinga með sérvisku og þröngsýni og vænti þess, að annar háttur verði hafður á nú, þegar nýtt listráð hússins verður kosið. HVER EU LAUN KENNARA? Arni S. á Akureyri simar: Nú er mikið rætt og ritað um kennaraskortinn i landinu og að ráða þurfi marga kennara sem ekki hafa réttindi. Sagt er að þeir sem kennaramenntun hafi vilji margir hverjir ekki stunda kennslu vegna þess hve launin eru lág. Ég hef áhuga á að fá upp- lýsingar um hver kennaralaun eru og samanburð til dæmis á launum kennara i barnaskólum og menntaskólum, svo ekki sé nú talað um þá sem kenna við Háskólann. Það þýðir ekki að vera alltaf að fárast yfir lágum launum án þess að nefna neinar tölur. Birt- ið launastiga kennara og þá fyrst getur fólk áttað sig á þvi hvort kennarar eru eins lágt launaðir og af er látið. ■-Hótel Borgarnes Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30. V.ið minnum á okkar rúmgóðu og snyrtilegu hótelherbergi. Pantanir teknar i sima 93-7119-7219 ui Smurbrauðstofan BJORfSJIIMrSI Njólsgötu 49 - Simi 15105 PASSAMYNDIR * teknar i litum tilbúfriar strax 1 barna æ. ffölskyld LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 HUSBYGGJENDUR-Einangrunarpiast Afgreiöum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viöskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiösluskilmálar við flestra hæfi BorqarpiasTllr Borqttrnc*! | ttiml 93-7370 hvöld og belgsrsiml 93-7355 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkröfu. Altíkabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 Ég óska að gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.