Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 18
18
c
Föstudagur 26. ágúst 1977 VISIR
j
° ★ ★★ ^ + ^ ★★★★
afleit slöpp la-la ágæt framúrskarandi
Ef mynd er talin heldur betri en stjörnur segja til um fær hún +
að auki,-
Stjörnubíó: Ofsinn við hvítu linuna ★ ★
Háskólabíó: Leigjandinn ★ ★ ★ +
Tónabíó: Roller&aH ★ ★ ★
Nýja bíó: Lucky Lady ★ ★ ★
Austurbæjarbió: Fanginn á 14. hæð ★ ★ ★
Gamlabió: ELVIS ★ ★ ★
Bæjarbíó: Framtíðarheimur + +
Laugarásbíó: Gable og Lombard ★ +
TOMABIO
Simi 31182
Höfðingi eyjanna
Master of the islands
Spennandi bandarisk mynd,
sem gerist á Hawaii eyjum.
Leikstjóri: Tom Gries.
Aðalhlutverk: Charlton
Heston, Geraldine Chaplin,
John Philip Law.
Bönnuö börnum innan 12
ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
flllSTURBtJAKKHÍ
tSLENZKUR TEXTI
Alveg ný Jack Lemmon
mynd
Fanginn á 14. hæð
The Prisonerof Second
Avenue
Bráöskemmtileg ný, banda-
risk kvikmynd i litum og
Panavision.
Aöalhlutverk:
Jack Lemmon
Anne Bancroft
Sýnd kl. 5, 7 og 9
íæjakbIP
—w=a“==-Sími 50184
Ekki núna félagi
Sprenghlægileg ensk gaman-
mynd, sem kemur öllum i
gott skap.
Aðalhlutverk : Leslie
Phillips.Roy Kinnair, Carol
Howkins
Isl. texti
sýnd kl. 9
Leigjandinn
Hrollvekja frá snillingnum
Itoman Polanski, sem bæði
er leikstjóri og leikur aðal-
hlutverkið og hefur samið
handritið ásamt Gerard
Brach.
ISLENSKUR TEXTl.
Aöalhlutverk : Roman
Polanski, Isabelle Adjani,
Shelly Winters.
Bönnuð börnum
Ilækkað verð.
Sýnd kl. 5 og 9.
tslenskur texti
Bráðskemmtileg, ný banda-
risk ævintýra- og gaman-
mynd, sem gerist á bannár-
unum i Bandarikjunum og
segir frá þrem léttlyndum
smyglurum.
Hækkað verð.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
Stimplagerð
Félagsprentsmiðjunnar hf.
Spítalastíg 10 - Sími 11640
hafnorbíó
16-444
Maður til taks
Bráöskemmtileg og fjörug
ný ensk gamanmynd i litum,
meö Richard 0 Sullivan
Paula Wilcox, Sally
Thomsett.
Sýnd kl. 3-5-7-9 og 11
SIMI
18936
Ofsinn við hvítu línuna
Islenskur texti
Hörkuspennandi og viðburða-
rik ný amerisk sakamála-
mynd i litum.
Leikstjóri: Jonathan Kaplan
Aöalhlutverk: Jan-Michael
Vincent, Kay Lenz, Siim
Pickens
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð börnum
VISIR
lauqabAi
Simi 32075
Gable og Lombard
They had more
fhan love -
they had fun.
Ný bandarisk mynd, er segir
frá lifi og starfi einhverra vin-
sælustu kvikmyndaleikara
fyrr og siðar — þeirra Clark
Gable og Carole Lombard.
Islenskur texti.
Leikstjóri: Sidney J. Furie.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Jill Clayburgh, Allen Garfield
oe Red Buttons.
Sýnd kl. 10.
Hækkað verð.
Siðasta sýningarhelgi
Sting.
Endursýnum i nokkra daga
þessa frábæru mynd, með
Paul Newman og Robert
Redford i aðalhlutverkum.
Sýnd kl. 5 og 7.30.
Bönnuð börnum innan 12
ára.
Umsjón: Arni Þórarinsson og Guöjón Arngrímsson. 1 —^ 7 J
Auslurbœjarbíó: Fanginn ó 14. hœð ★ ★ ★
Fanginn á 14. hæð —
Prisoner of Second
Avenue
Austurbæjarbió.
Bandarisk. Árgerð
1975. Aðalhlutverk:
Jack Lemmon, Anne
Bancroft, Gene Saks.
Handrit: Neil Simon.
Leikstjóri: Melvin
Frank.
Mel Edison (Jack Lemmon)
er alls ekki sáttur við umhverfi
sitt, — stórborgina New York.
Þessi kvikmynd er reyndar eins
konar einvigi milli litla manns-
ins Mel og hins risastóra borg-
arbákns.
Mel er „fanginn á 14. hæð”,
kviksettur i skýjakljúfsíbúö
sinni og Ednu konu sinnar, meö
rúmglaðar þýskar flugfreyjur i
næstu ibúð og hjón á efri hæð-
inni sem eru svo dónaleg að
hella úr vatnsfötu yfir Mel
þegar reiðihans gagnvart borg-
inni sýöur upp úr. Mel er reynd-
arfyrstogfremst fangi eigin ör-
væntingar. Skyndilega er stoð-
um kippt undan lifi hans. Hann
missir vinnuna, hitabylgja
þrúgar hann, sorpdaunninn er
kæfandi o.s.frv. Allt leggst á eitt
til aö raska sálarró Mels. Hann
fer sem sagt yfirum, eins og
sagt er. Seinni hluti mynd-
arinnar lýsir upprisu Mels,
gagnárásar hans á umhverfið.
Megin vandi fangans á 14. hæð
er sá efnislegi tvistringur sem
upp kemur þegar liða tekur á
myndina. I upphafi viröist þetta
ætla að verða stilfærö gaman-
mynd af þvi tagi sem Neil
Simon, gamanleikjakóngur
Broadway og Jack Lemmon eru
kunnastir fyrir. En eftir þvi sem
Mel brotnar saman og missir
FANGAUPPREISN
f NEW YORK
tökin á lífi sinu, fer myndin að
nálgast persónulegt drama, —
sögu af sálrænum átökum ein-
staklings.sem geta tæpast talist
fyndin. Stundum veit maður
sumsé ekki hvort á að hlægja
eða gráta.
Þaö verður afturámóti að
segja Lemmon til hróss að það
er hann i hlutverki Mels sem
leysir þessa efnislegu togstreitu
upp, að svo miklu leyti sem það
er unnt. Lemmon er sérkenni-
legur leikari. I flestum mynda
hans hefur mér þótt hann 85-
90% sveittur en aðeins 10-15%
sniðugur. Leikur hans er
gjarnan svo yfirgengilega
taugaspenntur og hamagangur-
inn og lætin svo óhófleg að mað-
ur hefur hálfvirkennt mannin-
um. En vissulega getur
Lemmon leikið, og hann getur
leikiö vel. Það kom ekki sist.
fram i öðru tragikómisku hiut-
verki I myndinni Save the Tiger
sem Háskólabió sýndi fyrir einu '
eða tveimur árum. Honum virð-
ist þvi henta vel að hafa alvar-
legri grunntón i hlutverkum sin-
um svo farsasprellið skeri ekki
á öll tengsl hans við sannferðí'
uga persónusköpun.
1 mörgum leikritum Simons
er einmitt óræð blanda gamans
ogalvöru af þessu tagi. Þau eru
drama ogfarsi i nokkurn veginn
jöfnum hlutföllum, og það
veldur þvi að þau eru flest frá
listrænum sjónarhóli ekki heil-
steypt verk. En um leið eru þau
mun ánægjulegri á aö horfa en
hreinir og beinir farsar. Simon
erkómiskur húmanisti, glöggur
athugandi á mannlegt, og þá
einkanlega bandariskt, samfé-
lag.
Melvin Frank, leikstjóri er
þaulreyndur I gamanleikjagerð,
bæði sem handritahlöfundur og
stjórnandi og honum tekst bæri-
lega upp hér. Myndin er hvergi
mjög leiksviðsleg og tilfinn-
ingunni fyrir skit og svita og
þrúgandi bákni New York er
allvel komið til skila. Gene
Saks, sem sjálfurhefur leikstýrt
fjölda gamanleikja, þ.á.m. eftir
Simon, er lunkinn i hlutverki
Harry, stóra bróður Mels en
Anne Bancroft-- á misgóða
spretti semeiginkona Mels, stoð
hans og stytta. Og gaman er aö
sjá Sylvester Stallone, sem á
þessu ári náði heimsfrægö meö
Rocky i örsmáu en þýðingar-
miklu hlutverki.
— AÞ.