Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 09.09.1977, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 9. september 1977 11 Ferðamálaráðs að hafa forystu um mannsœmandi úrbœtur Greinar, sem Vlsir birti dagana 31. f.m. og 5. þ.m. um þá þjón- ustu, sem ferðamálavfirvöld hafa nú á boðstólum við Gullfoss valda þvi, að ég tel tfmabært að fá birt bréf, sem ég ritaði Ferðamála- ráði fyrir 5 árum, hinn 1. ágúst 1972. Með tillögunum, sem bornar eru fram i bréfinu er reynt aö leysa hvort tveggja, nauðsyn þess að búa ferðafólki afdrep i ná- grenni við fossinn, og einnig að tryggja að Það land, sem nú er ekið yfir og traðkaö á verði friðað og grætt. Eins og fram kemur i Vlsisgreinunum eru skoðanir um þetta enn skiptar og þess vegna er rétt aö þessar gömlu tillögur komi nú fram tii ihugunar áöur en lokaákvaröanir verða teknar. Fyrrihluti bréfsins varðar sam- skipti hins opinbera við frú Sigríði Björnsdóttur, sem lengi hélt uppi veitingarekstri i skúrunum viö Guilfoss. Sá kafli bréfsins skiptir nú ekki máii, og er hann þess vegna felldur niður. Vísað er l upphafi bréfkaflans, sem birtur er, til samtals um málið, sem ég áttiviðhr. ólaf St. Valdimarsson, skrifstofustjóra samgönguráðu- neytisins, en það fer með yfir- stjórn ferðamála. I samtalinu I dag skýrði Ólafur Steinar Valdimarsson mér frá þvi, að nú væri ákveðið, að Ferða- skrifstofa rikisins nyti aðstoðar embættis húsameistara ríkisins viö byggingu nýs söluskála við Gullfoss, og væru um það skiptar skoðanir hvar sú bygging ætti að risa, þar sem margir teldu, að hún ætti að vera einhvers staðar i námunda við svæðið, þar sem skúraræksnin eru nú. Mér þykja þessar upplýsingar svo geigvæn- f----------*-----------\ Siguröur Magnússon fyrrum blaöafulltrúi skrifar um aöstöðu ferðamanna við Gull- foss og minnir á fimm ára gamlar tillögur sinar um að fjarlægja skúrana af miðhjallan- um við fossinn og reisa sómasamleg hús á efsta hjallanum. ^..........V-----------J legar, að ég þori nú ekki annað en að rita strax það, sem ég tel alveg bráðnauðsynlegt að eiga einhvers staðar fest á blað, ef til þess skyldi siðar koma að ég neyddist til aö vekja athygli almennings á Gullfossmálinu í heild til þess að forða fossinum frá þvi aö ásýnd hans verði spillt með byggingum á miöhjallanum, þar sem kofarn- ir standa nú. Framan fossins á ekkert það að vera, sem rjúfi samræmi hans og óspilltrar náttúru. Þetta upp- runalega samspil náttúrunnar er i dag eitt hið eftirsóknarverðasta þvi mannkyni, sem horfir nú ör- væntingarfullt til þeirra hryggi- legu örlaga, sem biða þess ef náttúruspjöllin, sem þaö hefir valdið, verða ekki stöðvuð. Langt fram eftir öldum Islandsbyggðar hefir miðhjallinn framan fossins allur verið vafinn grasi og öðrum gróðri, og i þetta upprunalega horf á að færa yfirborð hans sem allra fyrst. Þess vegna á að loka honum fyrir allri umferð bifreiöa, fjarlægja þaðan öll mannvirki og fylla allar ójöfnur vegalagningar. Þar sem jarðveg kann aö skorta á að fá hann, og sá svo yfir grasfræi að lokinni áburðardreifingu. Þá mun náttúran verða fljótt að græða þau sár, sem hin skamm- sýni maður hefir af fávizku sinni veitt henni. Þá mun hinn kyrrláti og prúði pallur njóta sin vel and- spænis ægileik vatnsfallsins, og tign fossins drottna yfir ósnort- inni lægð sléttunnar. Bifreiðastæði er ágætt á efsta hjallanum, og þar eiga þau mannvirki að risa, sem byggja þarf. Þar sem lægst er niður á miðpallinn á að byggja göngustig, sem vel má auðvelda fólki að fara um með þvi aö strengja við hann kaðla milli stólpa. Þess konar kaðla þarf einnig að setja meö göngubraut aö sjálfum fossinum til þess aö foröa slysum. Kaðlana má mála eða fá litaða til þess að þeirfalli inn i umhverfið, án þess að rjúfa samræmi þess. Engin ástæða er til mikillar og dýrrar mannvirkjagerðar þarna uppi á efsta hjallanum. Þar á ein- ungis að vera svo mikið af salern- um, að allstór hópur fólks geti gengið þar samtimis örna sinna. Þar á einnig að vera sala brýn- asta nauösynjavarnings til ferða- manna, eldsneytisafgreiösla, og sæmileg sumaribúð fyrir öldruð hjón, sem auðvelt hlýtur að vera að fá til vörzlu og fyrirgreiðslu á staðnum. Auðvitað verður strax að tryggja hinu opinbera full umráð þess landsvæðis, sem nauösynlegt er að fá til friðunar og mann- virkjageröa á þessu svæði, og vitanlega verður strax að fá þangað vatn og rafmagn. Fram- kvæmdir þarf að hefja hið allra fyrsta til þess að þeim verði lokið fyrir næsta vor, en meö þvi móti má ætla að yfirborð miðhjallsins verði orðið sæmilega gróið sumariö 1974. Ég ræddi þessar tillögur I dag við dr. Sigurð Þórarinsson, sem kvaðst vera þeim fyllilega sam- þykkur, og lofaði að reyna að afla þeim stuðnings I Náttúruverndar- ráði. Ég er sannfærður um, að fleiri góðir menn en dr. Siguröur muni veröa sömu skoðunar og hann um þetta mál, og sjálfur tel ég þessa lausn svo augljósa, að önnur komi ekki til greina. Þess getur ekki orðið langt aö biöa að i námunda við Geysi risi veitingahús, þar sem a.m.k. 7-8 hundruð manns geti samtimis fengiðhádegis- eða kvöldverði, og vegna nálægðarinnar við Gullfoss þurfi af þeim sökum ekki annað að gera en að fullnægja sóma- samlega brýnustu þörfum þeirra, sem þar vilja eiga stundardvöl. Þess vegna eru allar bollalegg- ingar um stóran veitingastaö þar út i bláinn. Sú töf, sem þegar er orðinn á lausn þessa máls af hálfu hins opinbera er litt verjanleg. Skúra- ræksnin og salernisaðstaðan við Gulifoss hefir lengi verið, og er enn, þjóðarsmán. Hér þarf strax úr að bæta, og til þess þarf til- tölulega litið fé. Þetta veröur m.a. að gera svo fljótt sem verða má til þess að við eigum ekki perlu i svinstrýni á þvi ári, sem víð ættum að minnast ellefu alda búsetu þjóðarinnar. Ég tel það hlutverk Ferðamálaráðs aö hafa hér forystu um mannsæmandi úr- bætur, en af þeim sökum er ráð- inu ritað þetta bréf i dag. Löglegt en siðlaust eins og vinur minn segir Félag eitt i Keykjavik heitir Miðgarður hf. Það var stofnað á veltutimum striðsgróðans árið 1942 til þess að eiga og reka fast- eignir. Ekki er vitað til þess að félagið hafi annast aðra starf- semi á ferli sinum, og hlutafé félagsins hefur aldrei verið auk- ið. Það var i upphafi ákveðið fimmtán þúsund krónur, sem skiptist i 75 hluti á kr 200 hvern. A starfstima slnum hefur félagið safnað miklum eignum og voru i ár lagðir á það kr. 124.294 i eignaskatt, en sá skattur er skv. upplýsingum Skattstofunnar i Reykjavik ca 0.808% af stofninum, sem þannig er ca 15,4 milljónir i skattskylda eign. Miðgarður hf. á Skólavörðu- stig 19, þar sem Þjóðviljinn var prentaður, og félagiö á lika Siðumúla 6, þar sem ritstjórn Þjóðviljans er nú til húsa. 1 stjórn félagsins eiga sæti skv. tilkynn. ársettri 1975 Har- aldur Steinþórsson formaður, Ölafur H. Guðmundsson, sem nú er látinn og Arnmundur Bachman, en til vara er Ragnar Arnalds. I dag eru eignir félagsins mik- ils virði. Skólavörðustigurinn er að brunabótamati ca 48 milljón- ir króna en Siðumúlinn er að brunabótamati á 58,9 milljónir króna. Þvi verður þess vegna ekki neitað, að fimmtán þúsund krónurnar hafa verið ávaxtaðar á öruggan og vinsælan hátt á þessu timabili, og er hvert tvö hundruð króna bréf þvi mikils virði. Enginn tekjuskattur Eins og að framan greinir eru eignir félagsins að brunabóta- mati rúmar hundraö milljónir króna. Veöskuldir á eignunum eru hins vegar rétt rúmar þrjá- tiu milljónir og á Siðumúlanum hvila ekki nema sex milljónir króna. 1 fljótu bragði er ekki að sjá að húsaleigan af Skólavörðustig 19 hafi gefiö svo mikið af sér miöað við fjárhagsgetu leigj- andans, að mikið sé afgangs til aö greiða skatta af. Þó hefur eigendum Miðgarðs tekist að byggja Siðumúla 6, og eiga hann nær skuldlausan. 40 milljóna króna fjársöfnun Skýringin á velgengni Mið- garðs hf. undanfarin ár er hins vegar auöfundin á siðum Þjóö- viljans. Það blað hóf fyrir miss- erum fjársöfnun til styrktar hlutafélaginu undir vigoröinu Þjóðviljasöfnunin. t Þjóðviljan- um, sem kom út daginn, sem hlutafélagið afhenti Þjóðviljan- um húsið til leigu, segir ritstjóri blaðsins, að menn hafi skotiö saman i þetta hús handa Mið- garði og færir gefendum bestu þakkir eigenda bréfanna sjötiu og fimm. Af orðum ritstjórans má ráða, að safnast hafi saman um 40 milljónir króna, sem renna til hlutafélags Haralds Steinþórssonar og félaga hans. Engin skattlagning. Nú er það vitanlega ljóst, að Haraldur Blöndal lögfrœðingur skrifar um starfsemi Miðgarðs hf., sem séð hefur Þjóðviljanum fyrir húsnœði ^........ v" y gjafafé er skattskylt, Sam- kvæmt þvi hefði Miðgarður hf. átt að borga einhverja tekju- skatta af söfnunarfénu i Þjóö- viljahúsið, eign Miðgarðs hf. Eins hafa menn unnið ókeypis fyrir þetta félag án athuga- semda frá Dagsbrún, sem þann- ig hefur gefið hlutafélögum for- dæmi til þess að óska eftir ókeypis vinnu, þegar litið er um hana. Ég fæ ekki séð, að ef Ingi- mundur i Heklu gefur Reykja- prenti eina milljón, að það verði ekki talið til tekna hjá Reykja- prenti og borgaður skattur sam- kvæmt þvi. Og ég fæ heldur ekki séð, að Dagblaðið hf. gæti komiö sér upp húsnæöi án þess að gefa skattyfirvöldum einhverja skýringu á þvi, hvaðan fjár- magnið er komið. Ég vona að sama gildi um Miðgarð hf. og húsbyggingar þess. 24.000 kr. í aðstöðugjald. Aðstöðugjaldið er ekki hátt, og heildargjöld félagsins eru innan viö 200.000 krónur. Samt sem áður hefur félagið láns- traust og hefur a.m.k. tekið 20 milljón króna lán, sem þinglýst er, þar af eitthvað af af vaxta- aukalánum, sem eru þó skráð á handhafa, þrátt fyrir bann Seðlabankans við þvi. Þessi lán borgast ekki af sjálfu sér, og félagið hlýtur að þurfa talsverðar tekjur til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum af lánunum. Þær tekjur eru vitanlega skattskyld- ar. Vilmundur vinur minn er áreiðanlega þeirrar skoöunar, að athæfiö sé „siðlaust en lög- legt”, — ég skil hins vegar betur en áður, af hverju Þjóðvilja- menn telja aðalhlutverk hluta- félaga að hjálpa bröskurum að safna vafasömum ágóöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.