Vísir - 09.09.1977, Síða 24

Vísir - 09.09.1977, Síða 24
SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS VINNINGURINN ER PHILIPS 26"LITSJÓNVARPSTÆKl ERT ÞÚ MEÐ? SÍMI 86611 Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 <t Svona leit gos- svœðið út um húdegið í dag Þessa mynd tók Loftur As- geirsson, Ijósmyndari Vfs- is. laust fyrir hádegi i dag af svæöinu i nánd við Leir- hnúk, þar sem eldgosið stóð sem hæst í gærkveldi. Kyrrt var við gígaröðina, sem myndaðist í gosinu og nýja hraunið byrjað að kólna, en svolitil gufa steig upp af jöðrum þess. Gufumökkur byltist aftur á móti upp úr stærsta gígn- um, eins og vel sést á þess- ari fréttamynd dagsins. 1150 nýir áskrifendur að Vísi Mikiö hefur veriö aö gera i Vísisbásnum á heimilissýn- ingunni i Laugardalshöilinni aö undanförnu. 1 þriöjudags- kvöld sföastliöiö höföu 937 manns notfært sér hina friu kynningaráskrift Visis, sem gildir til 1. október. Sföan hafa um 100 manns á degi hverjum gerst áskrifend- ur, þannig aö nú er talan oröin um 1150. Ileimilissýningunni lýkur um helgina. Hrœringar komnar í bundið mál Enn finnast hér á landi hagyrðingar, sem sett geta fam skoðanir sinar i bundnu máli. Prófarkalesararnir okk- ar hér á Visi, þeir Sigvaldi Hjálmarsson og Orn Snorra- son, voru að minnsta kosti ekki lengi að setja saman þessa ferskeytlu núna i morg- un, á meðan þeir lásu yfir nýj- ustu fréttir af eldgosinu fyrir norðan: Frýs á vörum feikna bros, fækkar jarðhræringum. Horfið yndi, ekkert gos upp úr Þingeyingum. Frá fréttamönnum Vísis á umbrotasvæðinu nyrðra í morgun: Skömmu eftir að veginum yfir Námaskarð var lokað í gærkvöld vegna sprungumyndana, komu blaðamenn Vísis þar að. Friðrik Steingrímsson, lögregluþjónn var á verði hjá stærstu sprungunni og gætti þess að enginn færi þar fram hjá. Hann haföi rétt látiö þau orð falla, að ógerlegt væri að vita hvað gerðist næst, þegar gifur- legar dunur kváðu viö og mikil eldsúla steig upp nokkru noröan við veginn. Þeir sem þarna voru höfðu sig þá tafarlaust i burtu, enda var útlit fyrir að þarna væri eldgos byrjað. Fólk i Reykjahliðar- hverfinu var beðið að vera viö- búiö brottflutningi og varað við að yfirgefa svæðið án þess að láta stjórnstöð almannavarna vita. Tvær fjölskyldur með ung börn yfirgáfu svæðiö strax þegar til- kynningin kom. Greip nokkur órói um sig meðal fólks, en fljót- lega upp úr miðnætti varð ljóst að þarna var um að ræöa sprengingu i gasi sem safnast hafði fyrir i einni borholunni i Bjarnarflagi. Sigurður Þórarinsson, jarðfrœðingur, um eldsumbrotin á Leirhnúkssvœðinu: j „UÐUR í ÞRÓUN? SEM GETUR ENDAÐ MED STÓRGOSr Frá Sæmundi Guðvins- syni, fréttamanni Vísis í Mývatnssveit í morgun: „Þetta var miklu meira hraungos en áður og mun minna um leirslettur. Þetta er liður i þroun sem getur endað með stórgosi," sagði Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur þegar Vísir ræddi við hann i Mý- vatnssveit í morgun. Sigurður sagði að gosið hefði hagað sér öfugt viö t.d. gos i öskju, þar sem það hefði fjaraö út með leirslettum. Hann sagði að aðalgigurinn væri á sama stað og i april i vor, þegar leirgosið varð. Sprungurnar i Bjarnarflagi væru einnig á sömu stöðum og sprung- ur mynduðust i þeim hræringum. Sigurður sagöist álita að ef eitt- hvað meira ætti eftir aö gerast i þessari lotu, þá yrði það fljótt. Tók hann fram að jafnar likur væru á aö þessi þróun stöðvaðist og að hún endaði með stórgosi. Hraunstrauminn taldi hann hafa orðið um 1800metrar á lengd og um ferkilómetri að flatarmáli. Hefði það skipt nokkrum milljón- um teningsmetra. —SJ/SG Siguröur Þórarinsson jaröfræö- ingur nyröra I morgun. Visismynd-.JA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.