Vísir - 13.09.1977, Blaðsíða 4
ÞriOjudagur 13. september 1977. VISIR
ÓVÍST UM AF-
DRIF SCHLEYERS
Ekkert var í morgun vit-
að um afdrif Hans-Martin
Schleyer sem nú hef ur ver-
ið í höndum mannræningj-
anna í rúma viku. Vestur-
þýsk stjórnvöld virðast
ekki hafa orðið við kröfum
ræningjanna um að láta
lausa ellefu hryðjuverka-
menn fyrir miðnætti
síðastliðna nótt. Að öðrum
kosti hótuðu þeir að myrða
Schleyer.
Vestur-þýska lögreglan veitir
nánast engar upplýsingar um
þetta mál. Talsmaður hennar
sagði aðeins við fréttamenn að
þeir heföu sent orðsendingu til
svissneska lögfræðingsins, Denis
Payot, sem er milligöngumaður
miíli yfirvalda og ræningjanna.
Orðsendingin hefur væntanlega
verið i sambandi við úrslitakost-
ina sem settir voru i gær, en ekki
var skýrt frá innihaldi hennar.
Hinsvegar hafa fjölmiðlar skýrt
frá þvi að geysi-umfangsmikil
rannsókn og leit að Schleyer
standi nú yfir, þrátt fyrir kröfu
ræningjanna um að lögreglan
haldi að sér höndunum.
Hollenska lögreglan hefur mikinn viðbúnað vegna réttarhalda yfir
Mólúkkunum sem hertóku lest og skóla fyrr á árinu. Hér er verið að gera
vopnaleit hjá Mólúkkafjölskyldu.
Eins sœtis
meiríhluti
i Noregi
— en Verkamannaflokkurinn vann stórsigur
Norska stjórnin vann
naumasta sigur sem
mögulegt var i kosn-
ingunum um helgina. Hún
hefur eins sætis meiri-
hluta á þingi.
tJrslitin eru engu að sið-
ur stórsigur fyrir Verka-
mannaflokkinn, aðal
stjórnarflokkinn, sem
bætti við sig fimmtán
þingsætum.
Bæði Verkamannaflokkurinn
og þriggja flokka samsteypan
sem var sett til höfuðs honum,
fengu 77 þingsæti. Það eina sem
eftir var (i norska þinginu eru 155
þingsæti) fékk vinstri sóslalista-
flokkurinn, sem var hinn flokkur-
inn i gömlu rikisstjórninni.
Sá flokkur beið ógurlegt afhroð
þvi hann hafði sextán þingsæti
fyrir kosningarnar. Annar sigur-
vegari i þessum kosningum var
Ihaldsflokkurinn sem fór úr 29
þingsætum upp i 42.
Risakönguló ó
vakki um bœinn
Lögregla og ibúar i
bænum Pitsea, i Eng-
landi, gera nú mikla
leit að risastórri,
eitraðri, könguló sem
talið er að hafi komið
til bæjarins i kassa með
innfiuttum banönum.
Könguló þessi er hið mesta
skrimsl. Hún er átján senti-
metra löng og lifirmeðal annars
á smáfuglum. Hún gengur undir
nafninu „Hoppandi-Köngulóin”
vegna þess að hún getur stokkið
allt að metra i loft upp.
Það var kennari i bænum sem
fyrstsá kvikindið, á gluggasyllu
hjá sér, og brá heldur betur i
brún. Köngulóin hvarf áður en
hann gæti drepið hana.
Lögregla og íbúar hafa
undanfarna daga gengið um
vopnaðir kylfum eða löngum
prikum, og leitaö að henni. Ibú-
ar bæjarins eru aö vonum ótta-
slegnir þvi bit köngulóarinnar
er banvænt.
Hoppandi köngulóin lifir ann-
ars í Mexikó og er taliö aö hún
hafi komið f bananakassa það-
an.
Fengsœlar moldvörpur
Bíræfnir bankaþjófar
gróf u sig inn í banka í Róm
um helgina og stálu um
sexhundruð þúsund
sterlingspunda virði af
skartgripum og öðrum
verðmætum úr geymslu-
boxum viðski ptavina
bankans.
Þjófarnir höfðu tekið á leigu
fatahreinsun sem var i næsta húsi
og grófu svo sjö metra löng göng
yfir i bankann. Taliö er að þeir
hafi komiðupp um gólfiö fljótlega
eftir lokun á föstudaginn, en inn-
brotiö uppgötvaðist ekki fyrr en i
gærmorgun þegar starfsmenn
bankans komu til vinnu.
BOSS-
INN
SÝKN-
AÐUR
Ber bossi getur verið
móðgandi en ekki dónalegur,
að sögn hæstaréttarins i
Sviss. Þar var um helgina
ógiltur dómur yfir konu sem
hafði snúiö berum bak-
hlutanum I nágrannakonu
sina eftir mikiö rifrildi.
Rétturinn komst að þeirri
niðurstöðu aö vissulega hefði
þetta verið mjög móögandi
framkoma og ámælisverð
sem slík. Hinsvegar voru
þessi frumlegu ,,rök" i deil-
unni ekki talin svo alvarleg
að refsa bæri konunni.
Ýmsir óttast að
Carter hljóti sömu
örlög og Bert Lance,
ef hann heldur ófram
að styðja við bakið
ó honum.
„Marsbúarnir
eru komnir"
œpti bóndinn
Albert Barber var
viss um að mars-
búarnir væru komnir,
þegar hann rölti út úr
bóndabænum sinum i
Yorkshire, i Eng-
landi, og út á kartöflu-
akur.
Þar blasti viö honum disk-
laga hlutur með skinandi
kúpul. Diskurinn gaf frá sér
hátiðnihljóð og jöröin i
kringum hann var svört og
brennd.
Albert geystist inn til að
hringja á lögregluna sem
kom, með vælandi sirenur.
Eftir að hafa skoðaö hlutinn
nokkra stund (afskaplega
varlega og úr hæfilegri f jar-
lægð) var gátan leyst.
Þetta var gamall breskur
hermannahjálmur sem hafði
verið festur á hverfisteins-
hjólsem lá áhliöinni. Jörðin
I kring hafði verið sviðin meö
blossalampa.
Tónarnir sem Barber
heyrði komu frá útvarps-
sendi, af þeirri tegund sem
jarðarbúar nota.