Vísir - 13.09.1977, Síða 10

Vísir - 13.09.1977, Síða 10
10 VÍSIR X’tgefanHíT Ueykjaprentfhf' Framkvænidastjóri: DaviA (íuAmHindsson Kitstjórar: Porsteinn l’; Isson ábm. Dlafur Kagnarsson. Kitstjórnarfulltrúi: Bragi GuBmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. l'msjón meö llelgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Hallgrlmur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson. óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guöjónsson, Sæmundur Guövinsson. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson C tlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson. Magnús ólaísson I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loftur íísgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Þorsteinn P’r. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur K Pétursson. Auglýsingar: Siöumúla H. Simar H22(í(), HBfill. Askriflargjald kr. i:t()0 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi Hfifill VerÖ i lausasölu kr. 70 eintakiö. Kitstjórn: Slöumúla II. Sími Hfifill. 7 llnur. I'renlun: Blaöaprent hf. Hagkerfíð og hagnoðurinn Dr. Þráinn Eggertsson, lektor, ræddi i grein I Vísi I gær um íslenska hagkerfið og það feimnismál, sem hagnaður I rekstri fyrirtækja virðist orðinn hér á landi. Sagði hann, að skollaleikurinn með hagnaðinn væri nú kominn á það stig að senn gæti íslenska hagkerfið hvorki talist markaðskerfi né miðstjórnarkerfi, heldur einhver óskapnaður búinn göllum beggja en kostum hvorugs. Ein afleiðing þessarar framvindu væri minni hagvöxtur en í nálægum löndum, enda þótt munstærri hiuta þjóðartekna sévariðtil f járfestingar hérlendis. Þráinn sagði í grein sinni, að velmegun okkar Islendinga væri að stórum hluta byggð á erlendri tækni og rentunni af auðugum fiski- miðum við strendur landsins. Við hefðum ekki skapað f jölbreytt atvinnulíf, og skilningur manna á atvinnu- rekstri og framleiðslustarfsemi væri minni hérlendis en hjá öðrum þjóðum á svipuðu tekjustigi. Að þessu leyti svipi okkur til þróunarlandanna. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður hjá lektornum og ættu þær að verða mönnum íhugunarefni. Almennt skilningsleysi er á atvinnurekstri og þýðingu hans hér á landi og má eflaust kenna fræðsluyfirvöldum og skólakerfinu þar um að nokkru leyti. Lítið sem ekkert er um kynningu á slíkri starfsemi í almennri grunn- menntun landsmanna. Varðandi verslunina til dæmis mun algengt að börnum sé á fyrstu skólaárunum bent á þann þátt atvinnustarfseminnar í einföldum skóla- dæmum í reikningstímum, þar sem lögð eru fyrir ein- föld reikningsdæmi um vörur, sem kaupmaður kaupi á ákveðni verði og selji á öðru og hærra og mismunur- inn heiti svo gróði eða kannski á vandaðra máli hagn- aður. Um árabil hefur enginn hagfræði- eða viðskipta- menntaður maður verið við stjórnvöl þjóðarskútunnar og er þvi vart við því að búast að stjórnvöld sýni verslun og framleiðslustarfsemi skilning, og þegar börnum er á unga aldri innrætt, að allur mismunur innkaupsverðs og útsöluverðs vöru renni í vasa kaupmannsins og heiti gróði er ekki von á góðu. Dr. Þráinn Eggertsson kvað mjög sterkt að orði varðandi skilningsleysi ráðamanna landsins á þessum sviðum i áðurnefndri grein í Visi og sagðist vita, að jafnvel í Ráðstjórnarríkjunum hefðu framámenn ekki eins fáránlegar hugmyndir um hlutverk banka og verslunar í þjóðarbúskapnum og ýmsir af leiðtogum okkar. Enda hefðu Rússar lærtþaðaf reynslunni hvað gerðist ef þessir þættir efnahagslífsins væru van- ræktir. I greininni sagði Þráinn meðal annars, að oft væri haft eftir þjóðkunnum skörungum hérlendis að starf- semi verslunar og framleiðsiustofnana jaðraði við þjófnað, mergsigi hina raunverulegu framleiðslu- starfsemi eða væri dýr munaður þegar vel léti. Sú fullyrðing, að þarna væri um mikilvægan þátt fram- leiðslunnar að ræða hljómaði furðulega I eyrum f jölda landsmanna. I þeirra hugum ætti framleiðsla sér að- eins stað í fyrirtækjum, sem byggju til áþreifanlega hluti. Sumir skynjuðu aðeins það, sem þeir gætu þukl- að. Hitt væri svo annað mál, að bankar og verslunar- fyrirtæki gætu skilað litlum afköstum, rétt eins og verksmiðjur, ef illa væri staðið að rekstrinum. Vísir telur brýna þörf á að vekja landsmenn til umhugsunar um þessi mál og hvetur til aukinnar fræðslu um viðskiptahætti og skipulegrar baráttu fyrir frjálsu markaðshagkerfi, sem er þegar allt kemur til alls eina lýðræðislega hagkerfið, sem völ er á. Þriðjudagur 13. september 1977. VISIR „Sjónvarp segir veöur hafa veriö kyrrt og fagurt á reisu Þorbjarnar hins sænska fyrir austan fjall, en....” MUNN Vikan sem leið var sú langkaldasta siðan þessir þættir hófust, og er kannski ekki að undra vegna árstimans. En einnig miðað við árstima var hún köldust, svo að munaði nærri fjörum stigum. Úrkoma var heldur I meira lagi, aðailega á nóttunni, en sólskin var hins vegar riflegt. Til þess að bæta nokkuð upp fjarveru mina I tvær vikur skal ég nú birta yfirlitstöflu um þær 12 vikur sumars, sem liðnar eru siðan veðurbókin byrjaði. Dálkarnir merktir með „Vik” tákna frávik frá meðallaginu árin 1931-1960. Stundum er frávikið hagstætt, stundum ekki, og meðaltalið er heidur dapurt, kalt, rakt og sólarlftið. En þarna geta menn séö hvernig sumarfrflð þeirra var samanboriö við sumarfri annarra, og eitt aðalatriði lifsins er sem kunnugt er að manni liði ofurlitið skár en náunganum. Félag skólastjóra og yfirkennara: BÝR SIG UNDIR HARÐA Framhaldsstofnfundur Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi, sem haldinn var um siöustu helgi var settur af As- geiri Guðmundssyni formanni fé- lagsins. Siðan flutti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra ávarp áður en fundarstörf hófust. Fundurinn samþykkti meðal annars ályktanir um kjaramál, sem fara hér á eftirj Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við þá baráttu sem op- inberir starfsmenn eiga nú i og framundan er fyrir bættum kjör- um þeirra. Fundurinn bendir á að stjórnunarstörf eru stórlega van- greidd innan launakerfis opin- berra starfsmanna. Má I þvi sam- bandi benda á að samanburður á launum skólastjóra og sambæri- legra stjórnenda á almennum launamarkaði leiddi i ljós minnsta kosti 80 þús. kr. mun á Asgeir Guömundsson formaður mánaöarlaunum miðað við laun i jan. s.l. Fundurinn telur að stjórnendur eigi fullan rétt á af- mörkuðum vinnutima og fullum greiðslum fyrir þann tima sem þeir vinna umfram dagvinnu. Fundurinn skorar á alla skóla- stjóra og yfirkennnara aö fylgjast náið með framvindu kjarmála og búa sig undir harða baráttu fyrir bættum kjörum. Fundurinn telur stjórnvöld eiga meginsök á hinum geigvænlega kennaraskorti undanfarin ár meö allt of lágum launum kennara og skólastjórnarmanna og ófull- nægjandi starfsaðstöðu. Fundurinn mótmælir eindregiö þeirri lausn vandans, er stjórn- völd beita i sivaxandi mæli, að ráöa fólk til kennslustarfa án full- Reykjavikurveöur vikuna 4. til 10. september 1977 Dagur Úrkoma. Hiti, Sólskin, S 4. mm C 5.2 7.7 klst. 8.9 M 5. 0.3 5.0 8.5 Þ 6. 0.0 5.3 7.1 M 7. 6.7 5.4 7.4 F 8. 7.0 4.5 10.2 F 9. 0.0 4.6 1.1 L 10. 0.0 6.9 0.0 Meðaltal 2.7 5.6 6.2. 1931-1960 2.3 9.5 4.0 Tólf vikur sumars 1977 i Reykjavik úrk. .. Hiti Sólsk Vika mm.Vik. oc VU kist. Vik 19/6-25/6 3.0 -1.6 9.4 -0.6 2.4 -3.8 26/6-2/7 4.4 3.0 9.6 -0.8 6.6 0.5 3/7-9/7 4.4 2.9 11.1 0.2 0.4 -5.5 10/7-17/7 2.0 0.5 11.0 -0.3 3.3 -2.5 17/7-23/7 3.6 2.0 11.8 0.3 5.6 0.0 24/7-30/7 1.5 -0.2 10.6 -0.9 4.6 -0.9 31/7-6/8 0.8 -1.1 9.2 -2.1 10.5 5.1 7/8-13/8 1.8 -0.2 11.9 0.8 3.8 -1.4 14/8-20/8 0.7 -1.4 13.2 2.4 3.0 -2.0 21/8-27/8 1.0 -1.2 9.8 -0.6 3.0 -1.8 28/8-3/9 3.8 1.6 6.5 -3.4 5.8 1.4 4/9-10/9 2.7 0.4 5.6 -3.9 6.2 2.2 Meðaltal 2.5 0.7 10.8 -0.7 4.6 -0.7 UR VEDURBÓK VIKUNNAR --------------------\ Páll Bergþórsson tekur nú að nýju til við að skrifa verðurbókina fyrir lesendur Vísis,eft- ir tveggja vikna sumar- leyfi og kemur víða við að venju.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.