Tíminn - 16.02.1969, Page 9

Tíminn - 16.02.1969, Page 9
jSTNNUDAGUR 16. febrúar 1969. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frannkvæmdastjóri: Knstian Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Lndriöi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstjómarskrifstofur t Eddu- búsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.l Utanríkismálin Kappræðufundur ungra Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna um utanríkismál, sem var háður fyrir rétt- um hálfum mánuði, hefur vakið verulega athygli og þó einkum eftir að birtar hafa verið framsöguræðurn- ar. Samanburður á þeim, leiðir í ljós, að ungir Fram- sóknarmenn hafa lagt aðaláherzlu á rökræður, en ungir Sjálfstæðismenn á hártoganir og upphrópanir. Það er líka nær einróma dómur þeirra, sem sóttu fundinn, að málflutningur ungra Framsóknarmanna hafi borið af, og breytir það ekki neitt þeirri staðreynd, þótt Heimdall- ur safnaði klappliði unglinga á fundinn. Bersýnilegt er líka, að hinir eldri Sjálfstæðismenn eru lítið hreyknir af framkomu hinna ungu talsmanna sinna, því að Morgunblaðið gat hans að litlu þangað til í fyrradag, að það birti um hann lengstu forustugrein, sem komið hefur í blaðinu, en hún fyllir nær fjóra dálka blaðsins, þegar kaflafyrirsagnir eru meðtaldar. Það getur hver sagt sér sjálfur, að Mbl. hefði ekki dreg- ið leiðaraskrif um fundinn svona lengi, ef ungir Sjálf- stæðismenn hefðu fafið einhverja frægðarför. Þá hefði slík forustugrein birzt í blaðinu a. m. k. 10 dögum fyrr. Hin langa forustugrein Mbl., sem birtist eftir dúk og disk, er bersýnilega til orðin vegna þess, að gömlu mönnunum finnst nauðsynlegt að reyna að rétta hlut hinna yngri, þótt seint sé. En þótt hinum ungu fulltrúum Sjálfstæðismanna heppnaðist miður að rökræða málin á fundinum, tekst leiðarahöfundi Mbl. það enn verr. Greinin er lítið ann- að en stóryrtar fullyrðingar um snjalla framkomu ungra Sjálfstæðismanna og hártoganir og útúrsnúningar á ýmsum gömlum og nýjum ummælum og ályktunum Framsóknarmanna, bæði hinna eldri og yngri. Hvergi er gerð minnsta tilraun til að rökræða málið, heldur reynt með hártogunum og útúrsnúningum að gera það að þrætumáli milli flokka, þar sem helzt sé deilt um orðalag og aukaatriði. Utanríkismálin eru of stór og niikilvæg til þess, að rætt sé um þau á þennan hátt. Það er óhugnanlegt, að stærsta blað landsins skuli ekki geta rætt um utanríkis- mál þjóðarinnar á annan veg. Ef mögulegt er, á að reyna að halda utanríkismálum utan og ofan við deilur um innanríkismálin. Þau á að ræða með rökum og reyna frekar að hvetja menn til samstöðu en sundurlyndis. Ræður ungra Framsóknarmanna voru 1 þessum anda. Þeir reyndu að halda umræðum innan þess ramma, sem var utanríkismálum þjóðarinnar samboðinn. Því miður tókst ungum Sjálfstæðismönnum þetta ekki nógu vel. Ræður þeirra voru þó hátíð í samanburði við fjögra dálka fyrirsögn Mbl., sem einhver af eldri leiðtog- um Sjálfstæðisflokksins hefur skrifað. Á þessu. ári eru liðin 20 ár frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins, en eftir þann tíma geta þátttökuríkin sagt sig úr bandalaginu með eins árs fyrirvara. Miklar breyt- ingar hafa orðið að undanförnu á hernaðartækni, sem hafa vafalaust mikil áhrif á hernaðarlega þýðingu ís- lands. N> eru því tímamót, sem gera allsherjarendur- mat naiicfeynlegt, ekki aðeins á afstöðunni til Atlants- hafsbandalagsins, heldur einnig og öllu heldur á af- stöðunni til varnarsamningsins. Það virðist hafa komið fram, að flokkarnir allir séu slíkri athugun sam- þykkir. Skrif eins og forustugrein Mbl. á föstudaginn var, greiða ekki fyrir því, að þessi mikilvægu mál séu athuguð hleypidómalaust. WALTER LIPPMANN ritar um alþjóðamál: Nixon verður að víkja frá hinni of þöndu utanríkismálastefnu Hann tekur við völdum í lok ákveðins tímaskeiðs Í>A fáu daga, sem ríkis- ' stjórn Nixons forseta hefur set iS að völdum, hefur enginn verið þess uimkominn að segja fyrir utn, hvað gerast muni næstu fjögur ár. Þetta þarf engum að koma á óvart. Ég get ekki upphugsað neinn blaðamann, sem fær var um það þegar á valdatökudaginn að segja fyrir um, hivað þeir myndu gera í raun og veru Hoover, Roosevelt, Kennedy eða Johnson. Milli orða fram- bjóðanda í kosningabarótt- unni og gerða hans sem for- seta eftir að hann er fluttur í Hvíta-Msið, eru erngin ör- ugg og bindandi tengsl. Síðasta kosningaræða Frank líns Roosevelts var áköf og ein- dregin endurteknmg þess, sem Hoover forseti hafði verið að segja og kom ekkert við „hinni nýju gjöf“ (New Deal). Af þeim orðum, sem Johnson forseti lét sér um muhn fara í kosningabaráttunni árið 1964 um Vietnam, var gersamlega ómöguiegt að draga þá álykt- un, að hann hæfi sína eigin eyðileggingu með afskiptunum þar örfáum mónuðum síðar. SAMKVÆlVfT því, sem sagt var hér að framan, get ég ekki vitað, hvað Nixon forseti kunni að gera. En ég hef ákveðið hutgboð um, hvaða kröfur hið raunverulega á- stand í Bandaríkjunum hlýtur að gera til hans. Hann tekur í arf mjög mikla verðþólgu bæði í fjármólum, siðferðileg- um efnum og stjórnmólum, þar sem eytt er fé, sem ekki er búið að afla, lofað hefur verið miklu meiru en unnt er að efna og öxluð hefur verið miklu þyngri byrði ábyrgðar og skuldbindinga en nokkur þjóð fær undir risið, bversu auðug og öflug. sem hún kanu að vera. Vegna hins hlutlæga ástands fær Nixon það hlutverk í hend ur að lækfca kúfinn á verð- bólgunni í efnahagsmólunum, draga úr stjórnmólaloforðun- um og færa niður skuldbind- ingarnar til samræmis við veru leikaan og mannlegan mæli- fcvarða. Hlutverk þess, sem dregur úr, hefur aldrei verið sveipað neinum dýrðarljóma. Hefur nokfcur heyrt talað um „glæst- an“ úrdráttarmann? Að iáta renna af sér að morgni er aldrei neitt svipað því eins gaman og gleðskapurinn kivöld ið áður. En það er einmitt hlutskipti Nixons að gerast for seti „morguninn eftir“. og mik ilvægasta spurning er þvl, hvort hann gerir sér grein fyr ir þeim örlögum og sættir sig við þau, eða skýtur sér undan því eins og allir~ fyrirrennarar hans á þessari öld hafa gert. ÚRDRÁTTUR Nixons verð- ur að hefjast í utanrtkismál- unum, því að á því svijðl hef- ur verðbólgan haldið stöðugt áfram alla tíð síðan að Wilson forseti lýsti yfir því, að þátt- NIXON taka okkar í fyrri heimstyrjöld inni væri ekiki við það eitt mið- uð að verja okkur sjálfa og samfélag Atlianítshafsins gegn órás, heldur . einnig og mildu fremur að gera heiminn — allan heiminn — öruggan ból- stað lýðræðisins, sem hafði aldrei borizt til Ásíu, Afríku, mikils hluta Evrópu eða meg- inhluta Ameríku. Franklín Roosevelt hélt þess ari verðbólgu Wilsons áfram. Hann lofaði ekki einungis að bera sigurorð af nazistum og Japönum, heldur að frelsa heiminn undan „óttanum“. Trumann jók á þessa verð- bóLgu með því að helga vörn- um andkommúnista hvar sem væri og hvarvetna allar auð- lindir Bandaríkjanna og lif bandarískra þegna. Kennedy tók öllu þessu fram í valda- tökuræðu sinni. Lyndon John- son lagði allt sitt í hættu til þess að reyna að standa við þessi loforð, sem hann tók bókstaflega. Á ÞVÍ leifcur vitaskuld eng- inn vafi, að samkvæmt skróð- um heimildum hefur Nixon forseti verið virkur stuðnings- maður utanríkisstefnunnar, með allri hennar verðbólgu. Vandi hans sem forseta stafar fyrst og fremst af þeirri stað- reynd, að ástandið krefst nið- urfærslu hinna villtu loforða, og hann hlýtur að ana beint í eyðilegginguna ef hann hlýð- ir ekki hinum hlutlæga sann- leika ástandsins. Hann getur ekki endurtekið leik Johnsons forseta frá 1965, að leyna þeirri hernaðarlegu útfærslu, sem verðbólga utanríkisstefn- unnar óhjáfcvæmilega krafðist. Mjög verulegur hópur Banda ríkjamanna er þeirrar skoðun- ar, að við séum svo auðugir og öflugir, að unnt sé að standa við öll hin verðbólgnu loforð með því einu að berj- ast meira og eyða meiru. AI- varlegasti háski Nixons sem forseta er i því fólginn, að hann freistist til að skirrast hjöðnunina og koma sér hjó þeim óvinsældum, sem hún hlýtur nálega ávallt að hafa f för með sér. HVER er þess megnugur að vita fyrir, hvort Nixon forseti reynist þeim vanda vaxinin að verða við hinni illu nauðsyn ástandsins? En hitt getum við verið viss um. að ef hann hliðrar sér hjá hjöðnuninni og hvarfinu frá hinni útþöndu ut- anrikisstefnu hlýtur hann að komast að raun um, að ástand- ið innan lands verður æ óvið- ráðanlegra. Hjöðnun verður einmig að fara fram heima fyr- ir, ekki aðeins úrdráttur þess, sem eytt er, heldur einuig hins sem heitið er. En hin hóflausa útþennsla utanríkisstefnunnar kæmi ekki til væru innlendar þarfir þjóðarinnar sennilega viðráð- anlegar — svo fremi þó, auð- vitað, að sú stjórnmiálalega eft irvænting, sem þær vekja, verði færð niður til samræmis við veruleikann og mannlega möguleika. ÞEIR, sem renna augum til Nixons og bera hann saman við Wilson, Roosevelt, Truman, Kennedy og Johnson, ættu að minnast þess, að milli hans og þeirra er breið gjó og djúp. Hann tekur við forsetatign ein mitt, þegar ákveðnu tímasfceiði er lokið. Fyrirrennarar Nixons gátu gefið loforð og gert jafinan ráð fyrir, að til væri afl, auð- ur og góðvild til þess að upp- fýlla þau. Richard Nixon get- ur ekki lengur gengið út fró þessu sem gefnu. Hann veit H meira að segja mieð vissu, að “ loforð fyrirrennaiv hans voru útbiásin og ofþanir. Þetta er beizkur sannleifcrur og af honum stafar enginn ljómi. Snúi forsetiinn sér að því í raun og veru að takast á við veruleikann geta þeir ein ir hrifzt, sem í raun og sann- leifca fagna því, að horfið sé að nýju inn á þá braut.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.