Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 3
FBBHTUPAGUR 20. febrúar 1969. TIMINN 3 Meó • í ' ' . ' Vinur minn er mikið fyrir allskyns veiðiskap og hann hafði brennandi löngun til að eignast Konan hafði þó röggsamlega tjáð honum að þau hefðu eng- an veginn efni á slíkum bjána- skap. Eitt kvöldið þegar hann kom heim, tilkynnti hann frúnni, að nú hefði hann fest kaup á trillu. Hún rauk á hann eins og gammur «g hellti hraustlega úr reiðiskálum sínum yfir hann. Seinna um kvöldið þegar hann sá, að það versta var af- staðið, labbaði hann út og — keypti trillu! Lítil skemmtisnekkja slitn- aði upp af legu sinni við hafn- arbæ á SuðurEnglandi-. Eigand inn frétti ekkert af bátnum 1 tvear vikur. Þá fékk hanr. mjög kurteislegt bréf frá Selgíu, þar sem sagt var að togbátur hefði fundið skútuna og skilað henni í höfn. Þyrfti hann að- eins að láta sækja hana. En það var nú ekki svo ein- falt. Hann varð fyrst að fá inn- flutningsleyfi frá Innflutnings- nefnd til þess fá eign sína aftur. Þrisvar sinnum í röð var umsókn hans neitað á þeim for sendum að efla bæri brezkan bátaiðnað. Nýtízku heimili er staður. þar sem öllu er stjórnað með staumrofum — nema börnun- um. Hvar liggur Osló? f miðri Tékkoslóvakíu — ? Tékk—osló—vakía. Jíl, já, ég næ í hjálp, en fyrst þarf ég að ná þessum fyndna svip á mynd til minningar um sumarleyfið. Þekktur prófessor sem átti að halda fyrirlestur við háskóla í annari borg, villtist og komst að raun um að hafa lent á geð- veikrahæli. Hann gaf sig tal við dyravörðinn og sagði góð- látlega: — Það er nú kannski ekki svo mikill munur á stofn- unum, þegar öllu er á botninn hvolft. — Og nokkur þó, sagði dyra- vörðurinn. — Hér verða menn að sýna framför áður en þeir útskrifast. Kennslukonan: — Og á sjötta degi skapaði guð manninn. Pétur: — Pabbi minn segir, að við séum komin af öpum. Kennslukonan: — Hér í skól- anum skiptum við okkur ekki af ættfólki ykkar. Framfarir sonur minn jú, það er t.d. þegar maður opnar fyrir útvarpið og hlýðir á veður- fregnir, í stað þess að líta út um gluggann hjá sér. Forstjórinn bauð mér „einn lítinn", Þú veizt, að orð forstjór- ans eru lög. Eftirsóttasti glaumgosi ver- aldar, milljungurinn Arndt von Bohlen und Halbaoh, en hann er sonur þess þekkta þýzka auðjöifurs, Alfrieds heitins Krupp, gekk nýlega í hjóna- band. Og þrátt fyrir það að þessi einkasonur Krupps garnla haifi afsalað sér arfi sínum, þá þurfa ungu hjónin ekki að ótt- ast hungurdauða í framtíðinni, því Arndt von Bohlen er út- hlutað uim það bil fjörutíu milljónum króna úr Krupp- sjóðnuim svo nefnda, en sá sjóð ur var stofnaður eftir dauða þess garnla Krupps. Á undanförnum árum hefur þessi ungi milljónamærimgur eytt ævinni á baðströndnm í fylgd með fögrum konum, eins og t.d. þeim Ginu Lollobrigidu og Soraya, fyrrverandi keisara- ynju af Persíu. Auk milljónanna sinna á Arndt von Bohlen einnig mynd arlegt einbýlishús sem reynd- ar telur ein sjöitíu og tvö her- bergi og veiðihöllinni hans má ekki gleyma, en þar heldur hann einmitt brúðkaup sitt. Eitthvað munu þa-u og eiga af farartækjum. ★ Mikil mótmæl-aganga var far in inn á ráðhústorgið í Kmlh. um daginn og einn lögregluþj. var til þess að halda uppi lög um og reglu gekk að einum göngumanna og klappaði hon- um vingjarnlega á höfuðið, það er alveg rétt! Hann barði hann ekki í höf-uðið með kylfu eins og kann-ski er tíðkað annars- staðar, hann strauk honum ósköp blíðlega yfir kollinn og spurði: Hvað heitir þú vinur? Það voru nefni-lega barn-a- skóla-börnin á aldrinum sjö til tíu ára, sem fóru þessa göngu o-g kröfðust fleiri leikvalla í úthverfum, forsvarsmaður göng unnar var Lars As-trup og hann gekk á fund borgars-tjóra og gerði grein fyrir kröfum sínum og félaga sinna, en borg arstjórinn mátti ekki vera að því að ræða lengi við hann, heldur sagði: „Verið ekki að þessu röfli strákar". Lars stakk up-p á því við borgarstjóran-n að si-tthvað mætti gera við Tívolí að vetr inum til, en borgiarstjórinn svaraði því til, að foreldrar þeirra myndu ekki kæra sig u-m að börnin væru að þvælast í allri forinni sem er í Tívolí í vætunni á veturna. „Þetta er nú bara léle-g afsökun", sagði þá Lars. Borgarstjóri-nn batt síðan endi á fundinn með því að rísa á fætur og segja: „Nú er nóg komið“, en Lars sat Sem fastast og vildi halda áfram að spyrja, en borgar- starfsmenn vísuðu honum brott. ★ Ástæðan til þess að Amor er svo óhittinn nú á dögum er sú, að hann horfir á smyglaða næl- onsokka meðan hann skýtur á hjartað. ★ Kvikmyndastjarnan við vin- konu sína: — Alltaf þegar ég ætla að fara að gifta mig vegna ástarinnar, kemst ég að því, að hann á enga peninga. Arja Rasikari h-eitir hún þessi, en í Pakistan segja þeir að það merki „Vitsmuna Perla“. Reyndar var móðir þessarar vitsmuna perl-u írsk og faðir hennar var spánskur, en þau gáfu henni þetta nafn vegna þess að hún fæddist í Pakistan. Nún-a hyggst hún b-eita vitsmununum til þ-ess að afla sér frama á hvíta tjaldinu, reyndar hefur hún þegar leik ið í sex kvikmyndum, o-g starf- Um daginn var barið nokkuð hastarlega að dyrum hjá bíl- stjóra einum í smábæ í Eng- landi. Þegar hann fór til dyra var bæjarstjórinn þar fyrir ut an og hélt í höndina á litlum snáða, þegar bílstjórinn athug- aði drenginn vel, sá hann að þarna var sonur hans, þriggja ára kominn, hann ætlaði að þakka bæjarstjóranum fyrir að gæta fyrir sig drengsins, en náði varla að opna munninn, því bæjarstjórinn hellti sér yfir ar nú við kvikmynd sem verið er að gera í Róm. Það virðist eitthvað til í þe-ssu með vit-s- munin-a, þvi Arja talar fjögur tungumál og er auðvitað að læra ítölsku um þessar mundir. Þegar þessi mynd var tekin af henni bað Ijósmyndarinn han-a u-m að gefa upp „málin“ en hún neitaði því, þar eð hún kvaðst vera þunguð o-g mittis- m-álið því ekki eins og það oft- ast væri. hann, spurði hvers konar faðir hann eiginlega væri, að láta drenginn vera eftirlitslausan að flækjast út um hvippinn og hvappinn. „Þú ert einn af þeim hópi manna, sem heldur að allt muni verða gert fyrir þá, en það er bara ekki þannig, ef þú setur barn í heiminn, þá áttu nokkrum skyldum að gegna við það“, æpj;i bæjar- stjórinn framan i manninn og strunzaði síðan burt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.