Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 8
s TÍMINN FIMMTUDAGUR 20. febrúar 19G9. Jón Kr. Kristjánsson, Víðivöllum: „EKKl LÆT Á NEINUM I ÉG NÍÐAST MÍN EYRU“ ÞafS er ef t'ii vLU fyrst og fremst minningin um þessi orð hinnar fá- gætu mannkostakonu, Kristjönu Pé-tursd., skólastýru húsmæðra- ikólans á Laugum, mælt fyrir mörgum árum, er valda því að íg fæ ek-ki orða bundizt vegn-a ummæla um föður hennar, Pétur Jónsson alþingismann á Gautlönd- um. Höfundur þeirra er Þorsteinn Thorarensen, blaðamaður, í ný- útkominni bók sinni: Gróandi þjóð - íf, myndir úr lífi og viðhorfum þeirra sem uppi voru um alda- nótin. Ég mun láta nægja að vé- tengja þau ummæli ein, þó að vissulega sé ástæða til að ræða einkunnir, er ýmsir mætir héraðs- búar aðrir hafa hlotið hjá þess- um málskrafsmikla höfundi. Skylt er að geta þess, að hann segir margt rétt og vel um Pétur, en ég staðnæmdist í lestrinum við klaus- ur eins og þessa: „Pétur var lægri vexti en faðir hans grannur og fyrirferðarlítill. Hann var að vísu ör í lund eins og faðir hans og virðist jafnvel hafa verið ennþá ráðríkari, en á hinn bóginn kunni hann betur að stilla skap sitt. Honum lét það bezt að vinna bak við tjöldin, var stillt ur og prúðmannlegur, en sagður iangrækinn og hefnigjarn og í flestu ólíkur föður sínum ... Hann hefur sjálfsagt rætt við félaga sína um landsins gagn og nauðsynjar í lýðræðisiegum rabb tón. Sn ef um einhvor áhugamál hans var að ræða, hefur hann vafalaust, ef að líkum lét verið búinn að undirbúa jarðveginn og tryggja sér að hans vilji yrði ofaná. Það var hans venjulega starfsaðferð bak við tjöldin, líka þegar hann fór að starfa á Al- þingi. Þannig hefur hann sennilega verið í eðli sínu undirförull, en því var aldrei gefið það naín, því að hann var kurteis í framgöngu og tali. Eru til ýmsar fremur væmnar sunnudagaskólasögur um það, hve göfugur og mannúðar- fullur hann hafi verið.“ Þessar tilvitnanir eru sennilega nægar til þess að eldri Þingeying ar, og aðrir þeir er vita nokkur skil á samtíð Péturs Jónssonar, renni grun í hve traust sé sagn- fræði höfundar, þegar hann hættir sér út fyrir skjalfestar heimildir. „Ég hef reynt að temja mér það að vera ekki minnug á mót- gerðir,“ mælti Kristjana Péturs- dóttir öðru sinni en hin fyrr greindu orð. Skyldi hún hafa tekið svo til orða, ef faðir hennar, sem hún unni heitt og annaðist í ráðherratíð hans, hefði verið hefni gjarn og langrækinn? Af honum hyg-g ég hún hafi mótazt fremur en nokkrum öðrum. Faðir minn, Kristján Jónsson, ólst upp á Arndísarstöðum í Bárð ardal á þeim árurc. er þar lá ie:ð þsirra Gautlandafeðga hjá garð' í þingferðum. Var sá bær gjarna áninga og gististaður þeirra. Minntist hann komu þeirra og viðræðna sem eins hins bezta, er hann hefði notið í menntunarlegu tilliti á uppvaxtarárum. Hitt átti sér þó dýpri rætur: aðdáun hans og væntumþykja í garð Péturs fyrir heiðríkju í hugsun og dreng skap. f bókinni, Sigurður í Yztafelli og samtíðarmenn, segir höfundur inn, Jón Sigurðsson, um Pétur á Gautlöndum: ,Pétur var hár vexti, en ekki sérlega þrekinn röskur og kvikur á fæti. Hann var að vísu fríður sýnum, en meira gætti þó hins, að flestum fannst manngöfgi ljóma af svip hans. Hana var ör í lund, en einlægur og samv.’nnu- þýður. Hann hafði hvorki afburða snjallar gáfur, né var áheyrilegur ræðumaður, en betri rithöfundur. Nokkuð var hann langorður. Bene- dikt á Auðnum segir í bréfi til Sigurðar í Yztafelli: „Þú verður að skrifa um málið. Pétur verður of breiður". Þessi „breidd" Péturs stafaði af hinni alkunnu sam- vizkusemi hans, sem vildi líta hvert mál alhliða. Þessi samvizku semi var hans styrkur og gerði honum oft fært að miðla málum og ráða úr vanda. Vinsæidir Pét- urs voru almennar." Jón í Yztafelli var koni'n,n á fertu-gsaldur, er Pétur íé'zf og þekkti hann vel. Sigfús Bjarnarson, faðir Björns háskólabókavarðar, ritaði um Pét ur í Andvara 1930. Þar er honum lýst og saga hans sögð af gagn- kunnugum manni. Er hér til hennar vísað, en fátt eitt upp tekið. Sig- fús segir meðal annars: „Ekki byggðist kjörfylgi Péturs á því, að hann væri kappsamur eða happadrjúgur meira en í meðal- lagi um fjárfeng úr landssjóði kjördæmi sínu eða einstökum kjós endum til handa. Það einkenndi þingmennsku Péturs frá upphafi, og það auðkenndi alla tíð frammi- stöðu hans og tillögur á þjóðmála fundum í kjördæmi, að hann vildi vera og var þingmaður landsins alls. — Það mat hann skyldu sína og sæmd. Svo hélzt Pétri á þeim skoðunarhætti í liéraði sínu, að Þingeyingar virtu það sem sína sæmd alla þá tíð, sem hans naut við . . . . . . Hann var hreinskilinn vinur og átti hið bezta skilyrði til að gefa holl ráð.“ Sigfús segir að lokum: „Pétur á Gautlöndum fór eitt s:'nn að heiman fi'á sér, sem leið liggur yfir heiði, niður að Reykja dal. Þetta var áliðnu vetrar í mikl- um snjó. Þeir komu seint á kveldi að náttstað í Reykjadalnum og voru þreytulegir. Þeir voru spurð ir hvort þungt hefði verið skíða- færið. „Jú, nokkuð svo.“ „Þið munið hafa verið lengi yf ir heiðina?" „Já — en það var ekki furða,“ bætti fylgdarmaður- urinn við. „Pétur var alltaf að berja snjóinn utan af vörðunum.“ . . . Pétur átti ferð yfir heiðina. Honum var stefnan kunnug, og veður nægilega bjart til þess, að fara mætti greiðfærustu leið að áfangastað . . . Hvernig mundi þeim farnast, sem nú leggði á heiðina og treysti á vörðurnar? . .. Hann hlýðir rödd samvizku sinnar. Hann brýtur snjóinn utan af vörð- unum. Að hlýða rödd samvizku sinnar. — Það var guðsdýrkun Fét urs Jónssonar.“ Þetta síðasta mun Þorsteinn Thorarensen kalla væmna sunnu dagaskólasögu. Ekki hefði Sig- fús Bjarnason birt þá frásögn nema hún væri sönn, enda alkunn í Þingeyjarsýslu. Er ekki lengur viðeigandi að halda á lofti sögum af góðum verkum og göfugri lund? íslendingar hafa átt marga dug andi sögukönnuði. Stöðugt bætist álitlegur liðsauki í þann hóp, menn og konur, er kjósa sér það verðuga starf að varpa Ijósi yfir veg þeirra, er leiddu þjóðina „gegnum þúsund þrautir“ eðli þeirra og afrek. Góður sagnfræð- ingur gerir sér Ijóst hver sú skylda er sem hann tekst á hend ur. Söguleg sannindi er nokkuð út af fyrir sig, — sögulegur fróð- leikur blandaður staðleysisumælgi pennaglaðra manna allt annað. Grafarrónni fylgir viss helgi. Ég fæ ekki varizt þeirri hugs- un, hvað þessi að ýmsu leyti skemmtilega og fróðlega bók Þor steins Thorarensens hefði getað orðið góð bók. En, því miður, — mér finnst þar vissulega mikið á skorta. 2. febrúar 1969. Séra Pétur Magnússon frá Vallanesi: Fáein orð um herstöðvasamningana frá 1951 í gærdag heimsótti mig rosk- nn og virðulegur menntamaður xtan af landi og átti stundarkorn yið mig samtal, er var í aðaldrátt- a-m á þessa leið: „Þú varst, séra Pétur, einn af þeim, sem hvöttu á sínum tíma, bæði í ræðu og riti, til þess, að íslendingar gerðust þátttakendur í Nató. — Nú hefir mér verið sa-gt, að áhugi þinn á því máli muni vera tekinn að dvína.“ „Þar hefir ósannfróður sögu- maður verið að verki.“ J>ví er að minnsta kosti hald- ið i'-'am, að þú hallist að því, að var.-.arsamnin-gurinn frá 1951 verði endurskoðaður.“ „Ég hefi fyrst og fremst áhu-ga á því, að þýðingarmikil ákvæði 1 saminingnum, sem nú er í gildi, og hafa ekki enn komið til fram- kvæmda, verði uppfyllt.“ „Hvaða ákvæði eru það?“ „Ákvæði í 5. gr. þar sem tek- ið er fram, að Bandaríkin skuli framkvæma skyldur sínar sam- kvæmt þessum samningi þannig að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinn ar.“ „Hvað þykir þér aðallega bresta á í því efni?“ „Fyrst og fremst það, að gerð- ar séu ráðstafanir til, að íbúar Reykjavíkur geti i skjótri svipan flúið úr borginni, ef illkynjuð sprengjuárás væri gerð á herstöðv arnar í Keflavík o-g nágrennið. í þessu skyni þyrfti að leggja stein- steypta vegi frá Reykjavík, ann- an um Svínahraun og austur í sveitir, hinn í kringum Hvalfjörð- inn, um Borgarfjörð til Norður- lands. — Einnig þyrfti að gera nokkrar hliðarráðstafanir, svo sem að koma upp bráðabirgðaskýi um í aðliggjandi sveitum fyrir flóttafólk. — Eins og sakir standa, myndi flóttinn stöðvast við Elliða árnar. Þar myndi allt lenda í einni bendu. „Átelur þú Bandaríkjamenn fyr ir að hafa vanrækt að gera um- ræddar ráðstafanir til að sjá, svo sem frekast má verða borgið ör- yggi íbúa Reykjavíkur og ná- grennis, ef um kjarnorkuárás yrði að ræða á herstöðvarnar?“ „í rauninni ekki. Ilver er sjálf um sér næstur, og íslendingar hafa ekki gen-gið eftir því, að þessar eða aðrar öryggisráðstaf- anir verði gerðar. Þvert á móti. Þegar Bandaríkjamenn buðust til að leggja steinsteyptan veg frá Keflavík í kringum Hvalfjörð — sem var þó spor í áttina — af- þökkuðu forráðamenn þessarar þjóðar af konungakyni boðið, og þótti oss varla sæma, að þiggja slíka fyrirgreiðslu. — þess er naumast að vænta, að Bandaríkja menn hafi eftir það boðizt til að leggja steinsteypta vegi um land- ið. „Væri ek-ki, séra Pétur, óvið- felldið, að fara nú að mælast til vegalagningar í stórum stíl, eftir að hafa afþakkað þennan spotta frá Keflavík í Hvalf jörðinn?" „Engan veginn. Ég sé ekki, þó að við höfum fyrir allmörgum ár- um- verið í vitleysiskasti, að við - myndum falla í áliti á því, að láta I nú skína í það, að okkur sé batn- að.“ „Hvað ségir þú'annars. séra Pét! ur, um tillöguna, sem fram er komin um það, að við förum að i dærni Spánverja, og bjóðum upp á nýja herstöðvarsamnin-ga, þar sem tekið sé fram, að íslending- um sé árle-ga goldin allmikil fjár- hæð, sem aðstöðugjald vegna her- stöðvanna. — Ert þú einn af þeim, sem telja, að slík málaleitan sé fráleit vegna þess, að við erum þátttakendur í Nató?“ „Nei. Mér finnst það bera vitni um m-jög slappa heilastarfsemi, að álykta, að ekki sé viðeigandi, þó að einhverjar þjóðir séu í varn arbandalagi, að þær semji um það sín á milli, h-vað hver þeirra ei-gi að leggja fram til sameiginlegra varna, án endurgreiðslu, og fyrir 'hvað beri að taka gjald.“ „Þar er ég vissulega á sama miáli.“ „í sambandi við þetta er rétt að ta-ka fram, að þar sem öllum Orðið er frjálst sem til þekkja, er ljóst, að her- setan hér á stríðsárunum átti sinn ríka þátt í því, að hleypa af stað dýrtíðarflóðinu og gjaldeyr- ishruninu, sem ógnar nú efnahags lífi ísl. þjóðarinnar með algeru hruni, er réttmætt að gera ráð fyrir, að hin voldugu velferðar- ríki, sem standa að Atlantsha-fs- varnarbandalaginu, séu mjög til- leiðanleg að veita íslendingum í einu eða öðru formi fjárhar-sað- stoð, er komi fjármálum þjóðar- innar á réttan kjöl, og bæti henni að fullu þá röskum á efnahags- lífi hennar, sem hún varð tyrir af völdum hersetunnar. — Hvort þessi aðstoð er veitt undii' hei-t- inu „aðstöðugjald" eða undir ein- hverju öðru nafni, er auðvitað ekkert aðalatriði. — en betur kynni ég við þá aðferð, að ákye- ið sé eitthvert árlegt gjald, er okkur beri, heldur en hina, að við förum á stúfana í hvert sin-n, þegar harðnar i ári, og göngum við betlista-f milli grannþjóðanna, með svipuðum tilburðum og seg- ir frá í þjóðsögunni: Leg-g f lófa karls, karls, t karl s-kal ekki til sjá. Hver leggur í lófa?“ „Já. Víst væri sú aðferð við- kunnanlegri. — En að hvaða ráði, sem er horfið, myndi ég leggja til, að ekki sé beðið með að hefj- ast handa, því að fyrirsjáanlegt er, að við höldum ekki lengi sjálf stæðiinu, ef við l'átum það enn u-m hríð fara saman, að ausa ann- ars vegar upp á okkur erlendum skuldum, og hríðfella jafnframt innlenda gjaldeyrinn.“ „Það er hverju orði sannara." „Meðal annarra orða. É-g las ný lega í Morgunblaðinu hu-gleiðing- ar þess efnis, að við gætum vel átt á hættu, ef við færum fram á það, að bætt verði inn í her- stöðvarsamninginn ákvæði um að- stöðugjald. að Bandaríkjamenn kunni að taka saman pjönkur sínar. láta niður og halda heim.“ „Og þá láta Völlinn niður 1-íka? Þetta þykir mér ekki sennileg til- gáta. Fyrst er á það að líta, að við eigum Völlinn, þegar þeir fara — og Bandaríkjamenn vita vel. hvað þeir eiga og hvað aðrir eiga. — En þetta, að við eigum Völlinn — þjóðar-ögn. sem ekk- ert kann til hernaðar — þjóð, Pétor Magnússon sem á stjórnmálamenn, sem hafa oftar en einu sinni stun.gið upp á því, að við létum bandarísku Framhald á bls. 12. Viðbætir. Ég bauð Morgunblaðinu ofanrit- a'ð samtal til birtingar, en það færðist undan, og gaf upp sem ástæðu, að skoðanir, er kæmu þar fram, væru ekki í samræmi við skoðanir ritstjóranna. — Nú vil ég biðja Tíman-n um að stin-ga því, fyrir mig, að ritstjórum Morg unblaðsins — til íhugunar — hvort það sé alveg víst, að kaupendum og stuðningsmönnu-m blaðsins. finnist ritstjórarnlr vei'a svo fjöl- vísir og yfirmáta fimir að álykta, að kaupendurna gæti ekki langað til, þegar stórmá'- eru á döfinni, að heyra lika skoða íir einhverra ann arra — ef ske kfnrai áð í leitirnar kæmu einhver sannleikskorn, sem ritstjórunum hefði sézt yfir. Pétur Magnússon."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.