Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. febrúar 1969. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fratmkvæmdasti6rt: Krtstjan Benediktsson Kitstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón tlelgason og mdriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstiómar Tómas Karlsson Auglýs ingastióri: Steingrímur Gíslason Ritstiómarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur Bankast.ræt1 7 Af greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofui sími 18300 Askriftargjald kr 150.00 á mán innanlands — f lausasölu kr 10,00 eint — Prentsmiðjan Edda h.l Verðtrygging launa í viStali, sem birtist í Tímanum í gær, lagði Ólafur Jóhannesson, formaSur Framsóknarflokksins, áherzlu á þaS, að verðtrygging launa væri nú óhjákvæmileg. Dag- kaupið hrykki ekki fyrir lífsnauðsynlegum útgjöldum heimilanna og niðurfelling verðlagsbóta á kaupgjald 1. marz, eins og væri yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar myndi aðeins bjóða heim nýjum ófriði og átökum á vinnumarkaði. Ólafur sagði m.a. um stefnu Framsóknarflokksins: Meginstefna Framsóknarflokksins hefur verið og er sú, að vinna beri að því að sætta fjármagn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er að hver og einn beri réttan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Við teljum að sú stefna, sem við höfum lýst yfir í efnahags- og atvinnu- málum, muni stuðla að slíkum sáttum, því að kjarni hennar er aukið samstarf aðila vinnumarkaðarins, laun- þega og atvinnurekenda. Við teljum óhugsandi að bæta gjaldeyrisstöðuna og leysa þau miklu vandamál, sem nú er við að glíma eftir þeirri leið fyrst og fremst að hefta kaupgetu almenn- ings, því að það mun aðeins skrúfa okkur niður á við í átt til meiri kreppu. Það þarf að vinna að lausn vanda- málanna eftir jákvæðum leiðum og m.a. halda uppi eðli- legri kaupgetu í landinu. Án hæfilegrar kaupgetu almennings er t.d. alveg víst, að fjör færist ekki í rekstur þeirra fyrirtækja, sem framleiða fyrir innlendan markað, en það er höfuðatriði í sambandi við lausn þeirra at- vinnuvandamála, sem nú er við að stríða. Við erum ekki talsmenn þess að grunnkaup sé hækk- að eins og nú er ástatt, en það er stefna Framsóknar- flokksins að greiddar verði verðlagsuppbætur á laun. Sú var líka krafa síðasta Alþýðusambandsþings og þar stóðu launþegar úr öllum flokkum að þeirri einróma ályktun, að það væri algert grundvallaratriði og „prinsíp mál“ verkalýðshreyfingarinnar, að full verðtrygging launa fengist. Það er því vitað, að niðurfelling verðlags- uppbóta á kaup mun bjóða heim nýjum og stórfelldum ófriði á vinnumarkaði með tilsvarandi tjóni fyrir þjóðar- búið. Það er yfirlýst stefna verkalýðshreyfingarinnar, að hún muni láta til skarar skríða fáist ekki greiddar vísitölubætur á kaupgjaldið. Það er óðs manns æði, að bjóða nú heim auknum átökum og tjóni með því að standa þar gegn, því að þetta eru sanngjarnar kröfur eins og nú er ástatt. Það verður að greiða hér þau laun, að menn geti á þeim lifað og ráðast á aðra kostnaðarliði atvinnuveganna til lækkunar en kaupið og um það fjalla frumvörp Framsóknarmanna á Alþingi. Það er háskalegt til langframa við dýrtíðarþróun, að greiða aðeins vísitölubæturnar á lægstu grunnlaunin eins og gert hefur verið undanfarið. Það mun setja allt launakerfið úr böndunum áður en langt um líður og gæti t.d. haft í för með sér landflótta tæknimenntaðra manna, sem þjóðfélaginu ríður nú á að nóg framboð verði á í íramtíðinni, ef við ætlum að auka hagvöxtinn og bæta lífskjörin. Ef fórnir eru óhjákvæmilegar verða þó þeir að færa þær, sem aflögufærir eru. Takmörkuð vísitölu- greiðsla getur því verið réttlætanleg, þegar sérstaklega stendur á, en ekki til langframa. Þetta eru nokkur höfuðatriði úr viðtalinu við Ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, um stefnu flokksins í kaupgjalds- og kjaramálum. Ríkisstjórnin ætti ekki að skella skollaeyrum við þess- um viðvörunum. ERLENT YFIRLIT ‘C'i 't! Kosningaúrslit í Vestur-Bengal mikill hnekkir fyrir Indíru Fylgismenn kínverskra kommúnista styrkja stöðu sína í Indlandi INDIRA GANDHI UM FYRRI helgi fóru fram kosningar til fylkisþinga í fjór- uim fylkjnm Indlands. Úrslitin urðu ekki endianlega kunn fyrr en nokkrum dögum síðar, en þeirra var beðið með talsverðri eftirvæntingu víða um heim. en þó vafalaust hvergi meiri en í Moskvu, Peking og Was- hington. Kosningarnar þóttu líklegar til að vera vísbending um, hvort Kongressflokkurinn, seim verið hefnr hinn ráðamli flokkur landsins, héldi velli undir forustu Indiru Gandhis eða hvort kcmmúnistar, sem hallast einkum að Kínverjum, væru í sókn. Síðan Kínverjar hertóku nokkur landamæra- héruð, sem höifðu lotið Indverj um, fyrir. nokkrum árum, hef- ur ríkt mjög víðsjárvert ástand í saimbúö þessara stóru ná- grannaþjóða. Indverjar haifa mjög eflt vígbúnað sinn og not- ið helzt aðstoðar Rússa í þeim efnuim. Samvinna Indverja og Rússa hefur mjög eflzt síðan þessi átök Indverja og Kín- verja áttú sér stað. Bandiarík- in hafa líka veitt Indlandi ýmsa aukna aðstoð síðan og látið það meira óátalið en áður, þótt Indland fylgdi hlutleysisstefnu. Indverjar hafa ekki heldur pre- dikað hlutleysisstefnuna eins á'kveðið seinustu árin og þeir gerðu áður en þeir urðu fyrir árás Kínverja. ÚRSLIT áðurnefndra kosn- inga urðu þau, að Kongress- flokkurinn bætti aðstöðu sína í Uttar Pradesh, sem er fjöl- mennasta fylki Indlands og þar er höfuðborg samríkisins, New Delhi. Hinsvegar hélt flokkur- in,n tæpast velli í Punjab og Bihar, en þar unnu ýmsir þjóð ernissinnaðir flokkar verulega á. f þessuim þremur fylkjum töpuðu kommúnistar talsverðu fylgi, en hinsvegar unnu þeir stórfelldan sigur í Vestur-Ben- gal, en Kongressflokkurinn beið þar mikinn ósigur. í Vest- ur-Bengal fékk samifylking ýmissa flokka, sem er undir forustu þeirra kommúnista, sem helzt hallast að Kínverj- um, mikinn sigur og mun þvi mynda nýja fylkisstjórn. Kommúnistar munu því á næst unni fara með fylkisstjórn í tveimur fylkjum landsins. Þeir hafa að undanförnu farið með fylkisstjórnina í Kerala, sem er syðst í Indlandi. At- hyglisvert þykir það i sambandi við þessi tvö fylki. að i Kerala er mest alþýðumenntun í Ind- landi og eru þar fleiri menn lesandi en í nokkru öðru fylki tandsins. í Vestur-Bengal er hinsvegar lang'mesta iðnaðar- fylki Indlands og þar er stsersta borgin, Calcutta. SIGUR kommúnista í Vest- ur-Bengal hefur vakið mikla athygli. Það þykir líklegt, að kommúmstar muni hér eftir leggja kapp á að treysta fylgi sitt i vissum landshlutucn og skapa sér þannig traustar bæki stöðvar, sem þeir geta sótt frá. Það þykir víst, að þetta muni auka sundurlyndi í landinu og auka mjög óvissuna um fram- tíð Indlands, sem er eina ríkið í Asíu, sem enn reynir að búa við vestrænt lýðræði. Fyrjr Indiru Gandhi er það nokkur raunabót, að Kongress- f!okkurinn _ vann á í Uttar Pradesh. Ýmsir telja, að hún muni draga þær ályktanir af úrslitunum, að nauðsynlegt sé að breyta bæði stefnu og starfs háttum flokksins. Hún muni þoka hinum eldri leiðtogum til hliðar og tefla fram yngri mönnum. Þá verði starfshátt- um flokksins breytt. Gömlu foringjarnir hafa t.d. verið and vígir samvinnu við aðra flokka þótt Lítið bæri á milli, en nú þyikir líklegt, að Indira hverfi frá þeim starfsháttum. Þá hef- ur Indira gefið i skyn, að breyting geti orðið á utanrík- isstefnunni og vel geti komið til mála að semja við Kínverja um ágreiningsmál þessara Fylkin, þar sem kosið var, eru sýnd með dökkum llt. þjóða. Ýmsir telja það geta verið vísbending um, að Ind- ira ætli ekki að láta lenda hér við orðin ein, að hún lét í seinustu viku af embætti utan- ríkisráðherra, en því hefur hún gegnt síðan hún varð forsætis- ráðherra. Hinn nýji utanríkis- ráðherra er Dinesh Singh, 43 ára gamall, en hann var áður verzlunarmálaráðherra Singh, er talinn vinstri sinnaður og fremur andstæður vestrænu ríkjunum. í innanlandsmálum þykir líklegt að Indira hallist hér eftir að meiri vinstri stefnu en áður en hún til- heyrði vinstra armi flokksins áður en hún varð forsætisráð herra. Margir ráða úrslitin í Vest- ur-Bengal þannig, að bæði Rússar og Bandaríkjamenn muni verða fúsari í stuðningi við Indland eftir en áður, og það mun engu breyta í þeim efnum. þótt Indira breyti eitt- hvað um stefnu. sem sé stjórn unum í Moskvu og Washington ekki að öllu leyti geðþekk. Bæði Rússar og Bandarikja- menn munu mikið til vinna, ef það getur orðið til að hnekkja kínverskum áhrifum í Indlandi. ÞÓTT mikið hafi áunnizt síðan landið varð sjálfstætt, virðast verkefnin samt enn vera Lítt viðráðanleg. Fólks- fjölgun á sinn þátt í því. Ind- verjar eru nú taidir um 520 millj og fjölgar þeim um 13 milljónir á ári. Aukin fram- leiðsla landbúnaðarvara hefur því tæplega nægt tii að full- nægja fólksfjölguninni. Efling landbúnaðarins strandar mjög á stórfelldum áveitufram- Framhal'’ á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.