Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 13
FTMMTUDAOTR 20. ftíbrúar 1069. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓ?TIR 13 Ritstjóei síðnimar hefnr farið þess á leit við mig, að ég taiá við knattspyrnniagaþætti Guðbjörns Jónssonar, en hann getur ekM sinnt honum áfram vegna anna. Ekki treysti ég mér að rita hann svo vel sem Guðbjörn, og mun því breyta formi bans mér til hagræðis. Mun ég í framtíðinni leitast við að gera grein fyrir atvikum, sem ske í leikjum á líðandi stund, um atríði og dómsúrskurð einstakra dómara, þar sem um vafaatriði er að ræða. Skora ég á lesendur síðunnar að senda mér stutt- orð brff um einhver atvik í ieik, þar sem þeir hafa ekki verið sammáia úrskurði dómara og hefðu áhuga á að fá nánari skýringu á. — Væri æskilegt, að þeir nefndu nafn dómarans, svo ég gæfi rætt við hann um brotið. — Verður þáttur þessi vikuiega. — Þeir, sem viidu senda honum bréf með fyrirspum- um ,skulu senda það fil Íþróttasíðu Tímans, Edduhúsinu við Eindargötu, Reykjavik. Grétar Norðfjörð. Lugi sigraði toppliðið: Jón Hjaltalín skoraði 6 mörk —klp—Reykjavík. Jón Hjaltalín Magnússon sem leikur með 2. deildar liðinu LUGI í Svíþjóð, lék annan leik sinn með liðinu um síð- ustu helgi, en þá mætti LUGI sterkasta iiðinu í 2. deild ÍFK MALMÖ, sem leikur í sama riðli og LUGI. Leikurinn var mjög spennandi og skemmtileg ur, og segja sænsku blöðin, að sigur LUGI 23:20 hafi komið á óvart. Um 1000 áhorfendur voru á leiknum, en það er metaðsókn sem LUGI hefur fengið á heimavelli sínum í vetur. Jón fær góða dóma í blöðunum, og undir mynd af honum stend ur, að hann hafi verið einn af „risunum" í leiknum, skorað sjálfur 6 mörk, en sent marga bolta á línuna sem gáfu af sér annan eins fjölda marka. Þau segja einnig ,að hann vaxi með hverjum leik og hafi átt sinn bezta leik með Iiðinu í þetta sinn. Landsliðsmarkverði Svía, Ulf Johanson, var vísað af leik- velli, en hann leikur með LUGI. Hann sparkaði í aftur- endann á einum leikmanna ÍFK MALMÖ. — LUGI á eftir að leika tvo leiki í 2. deildinni, og er nú í 4. sæti, en hefur möguleika á að sigra í riðlin- Jón Magnússon — í leiknum gegn Malmö. um. í 2. deildinni leika 60 lið í 6 riðlum og er reiknað með að ÍFK MALMÖ komizt í l'. deild úr keppninni á milli sig- urvegaranna í riðlinum. — LUGI á að leika forleik í vik unni í KB-höllinni í Kaupmanna höfn ,en þá á HG að mæta KARVÍNA frá Tékkóslóvakíu. LUGI mun leika við VIBEN sem er eitt af efstu liðunum í 2. deildinni dönsku. ÁrsjDÍng U.M.S.K. Viljum hafa ákveðinn stíganda í æfingaundirbúningi okkar — segir Ellert Schram, fprmaður Knattspyrnudeildar KR Nú mun vera ákveðið, að fyrsti leikurinn á milli KR og Vest- mannaeyja í „Meistarakeppni KSÍ“ fari fram í Vestmannaeyj- um á laugardaginn. Talsverð blaðaskrif hafa orðið út af þessum leik og hefur mátt is'kilja á þeim, að KR-ingar hafi verið ósamvinnuþýðir og erfitt fyrir Vestmannaeyinga að semja við þá um leikdaga. En það er aðeins önnur hlið málsins. Sneri fþróttasíðan sér til Ellerts Schram formanns knattspyrnudeildar KR og spurði hann um málið. — Ég verð að segja, að ég er hálf leiður yfir þessum blaða- skrifum, sagði Ellert. — Við höf- um staðið í samningum við Eyja menn út af þessum leikjum. Ástæð an fyrir því, að við vildum ekki leika strax, er sú, að við viljum hafa ákveðinn stíganda í æfinga- undirbúningi okkar og miða hann við aðalkeppnistímabilið, sem hefst um mánaðamótin apríl-maí. Þess vegna töldum við réttara, að leikirnir færu heldur fram í marz og apríl í stað þess að Ijúka þeim af strax og vera verkefnalausir í þessum mánuðum. Enda liggur ekki svo óskaplega á, því að mið að er við, að keppninni eigi að vera lokið fyrir 1. maí. — Það hefur mátt skilja á ýms- um að þið.KRi.ngar væruð- hálfrag- ir við að tora út í kcppni strax? — Ég veit ekki hvers vegna við ættum að vera hræddir. Það Svíar vilja eldri leikraenn Danir unnu Svía í landsleik í handknattleik nýlega 18:17. Eftir þennan leiik létu forustumenn sænsks handknattleiks þau orð falla, að nauðsynlegt væri að fá eldri og leikreyndari menn í sænska liðið til að skapa meira jafnvægi innan þess. V-Þjóðverjar sigruðu Frakka Vestur-Þjóðverjar halda enn áfram sigurgöngu sinni í hand- knattleik. Um síðustu helgi léku þeir gegn Frökkum og unnu þá með. miklum yfirburðum, en leikn um, sem fram fór í Frakkiandi, lauk 23:11 Vestur-Þjóðverjum í vil. Mikil grózka í frjálsíþrótta sambandsins Áríþing Uiigmennasanibands, Kjalarnesþings það 46. í röðinni1 var haldið að Garðaholti í Garða- hreppi 8. des. s.I. í boði Umf. Stjarnan. | Þingið sóttu 35 fulltrúar, auk gesta sem voru Valdimar Óskars- son gjaldkeri UMFÍ, Gísli Hall-, dórsssön ' forseti ÍSÍ, Hermann Guðmundsson framkv.stjóri ÍSÍ, og Sveinn Björnsson stjórnarmað- ur ÍSÍ. Valdimar Óskarsson og Gísli Halldórsson fluttu ávörp á j þinginu. Gestur Guðmundsson sambands- formaður setti þingið með stuttu ávarpi, bauð hann fulltrúa og gesti velkomna til þingsins. Þing- forsetar voru kosnir beir SigUrður Geirdal og Pálmi Gíslason, og ritarar Jón Leví Tryggvason oa Eggert Ólafsson. F.iölrituð ársskýrsla sambands- ins lá fyrir. sem afhent var full- trúum í upphafi þingsins. Pálmi Gíslason framkvæmda- stjóri sambandsins skýrði ítarlega frá íþróttastarfsemi sambandsins á árinu, en sambandsformað.ur Framhald a bls. 12. Ellert Schram. ætti fremur að vera hagur fyrir okkur að leika strax, því að marg ir af liðsmönnum okkar hafa tek ið þátt í leikjum „landsliðsins“ að undanförnu og ættu af þeim sökum að vera ágætlega undir búnir. — Telur þú rétt, að stjórn KSÍ taki að sér að ákveða leikdaga? — Eins og málin standa í dag, er framkvæmd keppninnar diálítið óljós. Stjórn KSÍ hefur ekki skýrt okkur enn frá því, hvernig fram- kvæmdin er hugsuð í smáatriðum. Það er t.d. ekki vitað, hvaða aðili á að útvega dómara. Persónulega held ég, að betra væri, að KSÍ sæi um framkvæmd keppninnar og hefði með því úrslitavald, þeg ar leikdagar eru ákveðnir. Félög- in geta haft mismunandi skoðanir á leikdögum, eins og nú hefur komið fram. Annars verð ég að segja það, að ég er mjög ánægo- ur með, að þessari keppni hefur verið komið á. Þarna fáum við aukin verkefni og möguleikar eru á tekjuöflun. — Að lokum, Ellert. Þið KR ingar farið til Eyja á laugardag- inn? — Já. Það hefur náðst sam- komulag um, að fyrsti leikurinn fari fram í Vestmannaeyjum á laugardaginn ,svo framarlega sem flugveður verður. — alf. Rvík sigr- aði VLmenn með 75-56 Alf—Reykjavík. — í gærkvöldi fór fram körfuknattleikskeppni milli Reykjavíkurúrvals og úrvals liðs Bandaríkjamanna af Keflavík urflugvelli, um svokallaðan sendi hemabikar. Lei'knum lauk méð sigri Reykjavíkurúrvals, sem skor aði 75 stig gegn 56 st. vamarliðs- mannanna. Sérstök skíöa- fargjöld Flugfélagsins Um páskana verður mikið um að vera hjá skíðamönnum á i Akureyri og á ísafirði. Af Jiessu tilefni hefur Flugfélag íslands ákveðið að setja upp sérstök S'kíðafargjöld frá Reykjavík til þessara staða. Skíðafargjöldin, sem eru 25% ódýrari en venjuleg fargjöld á þessum flugleiðum munu gilda frá Reykjavík fré 1. — 5. apríl og er gildistími farseð- ils 7 dagar. Auk skíðafargjald- anna eru í gildi sérstök fjöl- skyldufargjöld á öllum flug- leiðum félagsins innanlands. Þar sem fjölskylda ferðast sam an greiðir aðeins forsvarsmað- ur fjölskyldunnar fullt gjald en aðrir fjölskylduliðar hálft gjald. Til að fyrirbyggja mis- skilning skal tekið fram að fjölskyldufargjöld gildia þó að- eins að hjón eigi í hlut eða annað hjóna og börn. Á undanförnum árum hefur aðstaða til skíðaiðkana verið stórbætt hér á landi. Með til- komu Skíðahótelsins í Hlíða- fjalli við Akureyri og bygg- ingu. þriggja skíðalyfta þar og lýsingu skíðabrauta er iðkend- um skíðaíiþróttarinnar sköpuð mjög góð skilyrði. Margar hóp- ferðir hafa verið farnar frá Revkjavii um helgar í vetur til skíðaferða. í Hlíðafjalli. Skíðabótelið tekur, sem kunn- ugt er, gesti til venjulegrar hóteldvalar og einnig hefur það yfir góðu svefnpokaplássi að ráða. Þar er framreiddur maitur og drykkur daglangit. Góð böð eru í kjallara bæði fyr ir dvalargesti og aðra, sem not- færa sér skíðalyftur og aðra aðstöðu á staðnum. Auk þeirra, sem búa á sjálfu skíðahótelinu dvelur fjöldi skíðafólks á gisti húsinu á Akureyri, enda eru tíðar, hentugar ferðir upp að Skíðahóteli. ísfirðingar eiga því láni að fagna að eiga eitt bezta skíða- land hér á landi, aðeins stein- snar frá bænum, það er í Selja landsdal. í Seljalandsdal er mjög góður skíðaskáli, sem á undanförnum árum hefur tek- ið gesti til dvalar og skíðaiðk- ai.a. Skálinn sem er hinn vist- legasti er vel hitaður og rúm- góður og er í um_ 4 k-m fjar- Ia»gð frá bænum. í Seljalands- dal hafa ísfirzkir skíðamenn komið upp ágætri lyftu svo nú nýtist skíðamönnum tíminn bet ur en áður. Á ísafirði er-u tvö gistihús. Gistihúsið Mánalcaffi o' gistihús Hjálpræðishersins. Vuk skíðafargjalda Flugfél- agsins selja ferðaskrifstofur í Rieykjavik _ hagkvæmar skíða- ferðir til ísafjarðax og Akur- eyrar, þar sem flogið er báðar leiðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.