Tíminn - 20.02.1969, Síða 6

Tíminn - 20.02.1969, Síða 6
6 TIMINN FIMMTUDAGUR 20. febrúar 1969. ÚTSALA Ullar og Terylene síðbuxur ★ Buxnadragtir f telpna og dömustærðum ★ Terylene kápur unglinga ★ Barnakjólar ★ Barnakápur ★ Peysur — Pils — Dömuslár o fl. o. fl ISjádié LJÓSAPERUR Úrvalið er hjá —— trulofunarhringar Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður. Bankastræti 12. OKUMENN! Látið stilla I tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. Simi 13-100. Hafnarstræti 23 léft og slétt með Husqvarna Suðurlandsbraut 16. Laugavegí 33. - Síml 35200. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slipum bremsudælur. Límum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir. HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14. Simi 30135. JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun Fleiri og fleiri nota Johns Manville glerullareinangrun- ína með álpappanum. Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álfka fyrir 4” J-M gleruli og 2Y4 frauð- plasteinangrun og fáið au'k þess álpappír með! Sendum um land allt — iafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Sími 21344. Hringbraut 121 — Simi 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. James Fox sem Peter Marlove og George Segal í „King Rat" eftir Forbes. Rottukóngurinn í fangabúð- unum á frummálinu King rat. Leikstjóri: Bryan Forbes, handrit eftir hann byggt á samnefndri sögu eftir James Cladwell. Tónlist: John Barry, kvik- myndari: Burnett Cufley. Bandarísk frá 1965. Sýningarstaður: Stjörnubíó, íslenzkur texti. Fyrir nokkrum árum sýndi Háskólabíó fyrstu mynd Forb es- „Whistle down the wind“ (ekkert nafn sett á myndina) seinna kom „Seance on a wet afternoon" (Miðilsfundur á rigningarsíðdegi) og var helzt talið til tekna í auglýsingum að líkjast Hitchcockmyndum. Stjörnubíó sýndi svo „The L- shaped room“ og nú þessa frá 1965. Forbes dregur strax í upp- hafi skýrar myndir af lífinu í fangabúðunum þar sem hver einstakur berst við að halda tórunni í sér og hlúa að dauf- um vonarneista að einhvern tíma linni. Einn fanganna, King (George Segal), lifir kóngalífi, til hans safnast þeir peningar og annað fémætt, sem fangamir eiga. Þegar hann er spurður um leyndarmálið, svar ar hann: „ég er bara heppinn". Hann er hataður leynt og ljóst, sérstaklega er Gray (Tom Cour tenay) í nöp við hann og spáir honum illum endalokum. Þarna eru Bretar, Banda- ríkjamenn, Kanadamenn og Ástralíubúar og margt verður ásteitingsefni. Veigalítil smáat riði magnast í óleysanleg vanda mál og lrfsbaráttan sýnir hvað í mönnum býr. Margir bugast algerlega, verða andleg reköld, aðrir t. d. King eflast og fær- ast í aukana. Hann einn hefur nóg að borða og reykja, stund um deilir hann af birgðum sín um til þeirra, sem hann ætlar að hafa not af seinna. Brask hans við Japani gefur góðan skilding í aðra hönd og þegar hann kynnist Englendingi, Pet- er Marlove (James Fox), sem talar malajisku, tekst með þeim vinátta, sem er ekki ein- göngu bundin við þörf Kings fyrir túlk. Þar sem þá skortir fæðu til- finnanlega, kemur King á rottu eldi og selur vel. Þegar Mar- love slasast undir tré og kol- brandur kemst í handlegginn, lítur út fyrir að verði að taka hann af, en þá koma peningar sér vel, því að þrátt fyrir skört inn fæst margt fyrir þá. f fyrsta skipti prúttar braskarinn mikli King ekki, hvað sem það kost- ar skal handlegg vinar hans bjargað. Það tekst og dagarnir líða, rétt fyrir uppgjöf Japana finna þeir útvarp í fangabúð- unum og í stað hefndarráðstaf anna eru elztu foringjarnir kvaddir til að hlýða á boðskap keisarans um uppgjöfina. Þetta er mjög áhrifamikið atriði í myndinni þegar Japanirnir lesa annar á japönsku en hinn þýð ir jafnóðum á ensku og andlitin greipt í stein. Þegar King lætur þjón sinn laga kaffisopa til að fagna sigr inum, brýzt niðurbælt hatrið út og þrátt fyrir spár yngri kyn slóðarinnar í kvikmyndahúsinu sem endurtók margoft „það fer illa fyrir honum þessum" berja fangarnir King ekki einu sinni. Nokkrir dagar líða þar til her Bandamanna kemur að búðunum en þá eru allir svo miður sín að enginn talar orð við manninn sem sendur er á undan nema King. Brátt hefj- ast heimflutningar og King fer með löndum sínum Bandaríkja mönnum áleiðis heim og Mar- love hleypur árangurslaust á eftir bílnum til að kveðja King sem vin en hann hefur áður afneitað vináttu þeirra og talið hana 10% sem hann greiðir Marlove af gróðanum. Myndir Forbes eru allar mjög ólíkar að efnisvali og „Seance of a wet afternoon“ mjög sérstæð, en alls staðar skín í gegn mikil þekking á viðfangsefninu og frábærlega góð stjórn á leikurum. Myndin er aldrei ömurleg þó að hún sé átakanleg lýsing á mönnum sem berjast um hvern matar- bita eins og rottur og hrynja niður úr blóðkreppusótt og hvers konar hörgulsjúkdómum. Forbes bregður upp góðum myndum af daglegum störfum og afþreyingum fanganna, hann fer nærfærnum höndum um það viðkvæma efni þegar tæpt er á kynvillu. Sérstaklega þeg- ar Gray reynir að reita Marlove til reiði. hljóðlátri gleði „rottu mannanna“ yfir fögnuði hinna að fá kjötið er lýst með örfá- fáum myndum. Ég hef því miður ekki lesið bók Cladwells og veit því ekki hvort söguþræðinum er fylgt kvæmlega í kvikmyndinni, en það er ekki hjá því komizt að halda að höfundurinn hafi gert King enn djöfullegri en hann er í myndinni. Falslaus vinátta hans og Marloves á að vera það eina sem gefur til kynna að hann sé mannlegur. Ódulið hatur Grays á honum er vel skiljanlegt þar sem allar til raunir hans til að góma King mistakast. Þetta er heiðarleg stríðs- mynd, mennirnir ekki um- vafðir hetjuljóma, óraunveru- legir ,við sjáum niðurlægða menn af aðstæðum sem eng- inn þeirar ræður við. Forbes er mjög alhliða leikstjóri hann skrifar iðulega handritin að myndum sínum og fjallar um margvísleg efni. The wrong box sem hann gerði 1966 hef- ur hlotið metaðsókn og nýj- asta mynd hans með Dame Ed ith Evans í aðalhlutverkinu The whisperer (Kjaftatífurn. art sömuleiðis mjög rómuð sem vel gerð og sérstapð mynd. Brvan Forbes er einn af fáum sem leg.aur til við ólfk viðfangs efní og gerir þau eftirminni- leg hverjum sem sér myndir hans. RAFSUÐUVÉLAR Óskum eftir að kaupa rafsuðuvélar, með benzín, eða diesel mótorum. Uppl. í síma 13728. Áhaldaleigan. Barna- og kvenfata- verzlun til sölu Á góðum stað, — í einu af nýrri hverfum borgar- innar. Vönduð innrétting, ásamt góðum lager. Uppl. í síma 24647, kvöld- og helgarsími 41230. Aðalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar, kl. 2 e.h. í Kvenfélags- húsinu (uppi) — Venjuleg aðalfundarstörf. Jón Skaftason, alþingismaður, mætir á fundinum. Fjölmennið og takið með nýja félaga. Stjórnin. P.L.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.