Tíminn - 20.02.1969, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. febrúar 1909.
TIMINN
11
DENNI
DÆMALAUSI
— Allt í lagi, allt í lagi, ef
þú heldur að hann sé í rúminu,
farðu þá og athugaðu þaðí
J.O. Curwood:
Lárétt: 1 Fljót 6 Hress 8 Hjarir
10 Veiðitæki 12 Titill 13 Friður
14 Landnámsmaður 16 Flet 17
Dauður 19 í gegnum og inn fyrir.
Krossgáta
Nr. 246
Lóðrétt: 2 Tek 3 Titill 4
Bára 5 Logar 7 Sæti 9 Fugl
11 Ólga 15 Fljót 16 Lyfting
18 Utan.
Háðning á gátu nr. 245
Lárétt: 1 Helft 6 Lóa 8
Eld 10 Tál 12 Fæ 13 La
14 Uss 16 Gap 17 Öra 19
Glápa.
Lóðrétt: 2 Eld 3 Ló 4 Fat
5 Sefur 7 Slapp 9 Læs 11
Ála 15 Söl 16 Gap 18 Rá.
Minnlngarspjölú Rauða Kross Is-
lands
eru afgreidd i Peykjavíkur Apó-
tekl og S skrifstofu RKl. Öldugötu 4
simi 14658
+ Mir.oingarspjöld líknarsj. As-
laugar K. P Maack fást S eftir
töldurr stööum: Helgr Þorsteins
dóttur. Kastalageröi 5. Kópavogi
Sigriði Gisladóttur Kópavogs-
braut 45. Sjúkrasamlagi Kópa
vogs Skjólbraut 10. Sigurbjörg
Þórðardðttur Þingholtsbraut 72
Guðríðl Arnadóttm Kársnesbraut
55, Guðnlnu Emilsdóttur BrtSar
ósi. Þuriði Einarsdóttui Alfhóls
veg 44. Verzl Veda. Digrar»"’Pgi
12. Verzl Hlið vi? Hli?an’eg
Minningarspjöld félags ísl. leik-
ara fást hjá dyraverði Þjóðleik
hússins, Lindargötumegin, siml
11206.
GENGISSKRÁNING
Nr. 18 — 18. febrúar 1969.
einnar
16
1 Banúai aoliai 47.0(1 48 10
1 SberlingspuTid 210,35 210,85
1 Kanadaðollai tn.w 42.i 4
100 danskar kr. 1.167,94 1.170,60
100 norskai kr. 1.228.95 1.231,75
100 Sænskar kr. 1.703,28 1.707,14
100 (lnnsB tnörk 2.101.87 2.106.65
700 Franskli tl L775.00 1.77« .02
100 Belg. frainkar 175,06 175,46
100 Svlssn fraukar 2.033.80 2.038.46
100 Gyllini 2.423,60 2.429,10
IW rékkn tr IJÍ20 u 1.223 W
100 v-þýzk mörik 2.1®5,71 2.190,75
100 Lírur 14,05 14,09
100 Austun. sch. 339.70 341, 48
100 oesetai 126,27 126,66
100 Retkmneskrönui —
1 RetknlngsdoUai —
V irusklrtalönd 99,86 100^4
Vörusklptalönd 87,90 88J(
Vðraskintalönd 210,95 211.45
Minnlngarspjöld
Hallgrimskirkju
fást i Hallgrimskirkju (Guðbrands-
stofui opið kl 3—5 e b. sími 17805.
Blómaverzluninm EDEN Egilsgötu 3
(Domus Medica Bókabúð Braga
Brynjólfssonar Hafnarstræti 22,
Verzl Björns Jónssonar, Vestur-
götu 28 og Verzl Halldóru Ólafs-
dóttur, Grettisgötu 26.
l Relknlngspund —
sjOnvarp
Föstudagur 21. febrúar.
20.00 Fréttir,
20.35 Þjóðlög frá Mæri.
Tékkneskt listafólk
í Reykjavík leikur og
syngur.
20.50 Chaplii. í nýju starfi.
21.15 Dýrlingurinn.
„Sannut íþróttamaður’*.
Þýðandi:
Jón Thor Haraldsson.
22.05 Erlend málefnL
22.25 Dagskrárlok.
Hann hefur dvalizt hálfa öld hér
í fjallaihéruðunum. Harnn heitir
fullu nafni Dónald McDonald.
Mér finnst stundum, að hann sé
eitis og sagan og hljóti að hafa
lifað hér öldum saman. Ég hef
þrisvar reynt að skrifa sögu hans
í bók, en ætíð orðið að gefast
upp við það. Hann er andi þessara
fjalla, vættur þeirra. Það muntu
skilja, þegar þú hittir hann.
Hún lagði höndina á handlegg
hans og lét ihana hvíla þar. Augu
hennar höfðu á ný öðlazt þann
ljóma, sem hann hafði séð þar
dagiinn áður.
— Villtu ekki segja mér þetta
ævintýri, sagði hún hlýlega. —
Þú hefur verið mér svo undur-
góður, og ég ætti að segja þér
meira af mínuim hö-gum. En ég
bið þig að bíða um sinn. Ég
skal segja þér allt, þegar við höf-
um fundið þessa gröf.
Hann þagði en hönd hans leit
aði ósjálfrétt handar hennar, og
hún þrýsti hana fast, áður ein
hann sleppti henni. Síðan sagði
hann allt í einu:
— Metur þú auðævi mikils? Ef
svo er, þykir þér vafalaust nokk-
uð koma til ævintýris míns, bætti
hann síðan við hraðmæltur.
Hún hló skærum hlátri. — Nei,
mér stendur alveg á sama um
öll auðævi. Pabbi sagði ætíð, að
einu fjármunirnir, sem eitthvert
gildi hefðu, væri hamingjan, og
hún yrði ekki keypf fyrir allt gull
heimsins. En láttu þetta viðhorfi
ekki valda þér vonbrigðum. Ég |
skal hlusta á gullævintýri þitt'
imeð vakandi eftirtekt.
Aldous varð allt í einu ákafur
eins og drengur. — Þú ert gim-
steinn, Jóhanna. Ég hélt, að . . . j
Hann leitaði í vösum sínum og;
fann loks blaðsnepilinn, sem Stev-
ens hafði hirt og fengið honum.
— Þú týndir þessu, sagði hann.l
— Við ímynduðuim okkur, að
þessar tölur snertu auðævi þín og
umhyggju fyrir þeim. Það er
reikningsskekkja þarna í öðrum
dálki Fimm og fjórir eru ekki
sjö heldur níu. Það gerir þig þrjá-
tíu og tvö þúsund og fimm hundr
uð dölum ríkari en þú hélzt.
— Þakka þér fyrir, sagði Jó-
hanna og leit niður meðan húnj
reif miðann í agnir. — Verða það j
þér mikil vorubrigði, er ég segi1
þér, að þessar tölur tákna fjár-
muni annarra. Og reiðstu mér nú
ekki, er ég minni þig á það, að
við erum komin nokkuð langt frá
umræðuefninu.
— Nei, ekki mjög langt. Við er
um einmitt á slóð þess. Gerum
ráð fyrir, að þú látir þig auðævi
litlu skipta. Það geri ég líka. Þá
getum við átt samleið. Ég sækist
ekki eftir lystisnekkjum eða gim-
steinum. Mér líður bezt, þegar ég
reika um skóginn með byssu á j
öxl. Ég kann að matreiða handa!
sjálfum mér, og ég hef ekki far-
ið í hvíta skyrtu síðasta árið Út-
gefendur mínir ausa peningum
yfir mig, en ég veit ekkert, hvað
ég á að gera við þá. Mér finnst
ekkert jafn fráleitt og hlægiligt
og að sjá fólk varpa sér í duftið
vegna eins dals. Og Dónald er
enn minni peningaþræll en ég. j
Þess vegna er leiðangur okkar
harla undarlegur. Hvorugur okk-
ar vill sjá peninga, en þó . . .
Hann þagnaði sem snöggvast
Og leit á Jóhönnu. sem hlustaði
forvitin á sögu hans með hönö-
ina á handlegg hans.
— Og þó, hélt hann áfram, —
ætlum við á stað, þar sem gullið
liggur í svo þybkum flekkjum, að
hægt er að moka því saman með
skóflu. Það er hið hlægilega við
ferð okkar.
— Mér finnst það ekkert hlægi
legt. Það er afbragð. Hugsaðu þér,
hvað maður eins og þú getur gert
méð ótakmörkuðum auðævum.
Hugsaðu þér öll góðverkin og
framfarirnar, sem þú getur stutt,
þjáningarnax, sem þú getur linað.
— Já, ef þú vissir nú um öll
þessi svokölluðu góðverk, sem ég
hef unnið, Ladygray. — Ég í-
mynda mér stundum, að ég hafi
gert fjölda fólks hamingjusaman.
Það er einmitt hlutskipti mitt í
lífinu að veita aðstoð, og aldrei
virðist þurrð á þeim verkefnum.
Ég hef stutt saltnámugröft, járn-
brautarlagnir, koparnámugröft og
gufuskipafélög, og eins og ég
sagði áðan, þá virðist mér þessi
hjálp oftast hafa komið að gagni.
— En hve mörg góðverk hef-
ur þú gert svipuð hjálpinni við
Stevens?
— Hver hefur nú. . . byrjaði
hann hvasst en þagnaði í miðri
setningu.
— Gátuð þið keypt gott úthald
af Roper?
— Hver hefur sagt þér þetta?
Hún hló glaðlega. — Það skal
ég segja þér. Frú Otto er litla
syni hans Stevens eins og móðir,
og þegar hann heyrði þig bjóða
Stevens þessa hjálp, hljóp hann
auðvitað eins og fætur toguðu
heim til hennar og sagði henni
það. Hann flýtti sér síðan heim
aftur, því að hann sagði einnig,
að þú vildir alls ekki, að neinn
vissi um þetta.
— Hvflíkur lausmælgisgepill.
Hann er þá búinn að hrópa þetta
út um allt. En nú skal ég játa
það fyrir þér, að ég óskaði þess
með sj'álfum mér af öllu hjarta,
að þú fréttir um þetta góðverk
mitt. En ég gat varla farið að bá-
súna þetta sjálfur fyrir þér. Gæti
nú ekki verið, að ég hefði mútað
stráknum til þess að flytja fregn-
ina réttum aðiljum með þessum
hætti? En þess var auðvitað ekki
þörf, þvi að hann hefði ekki gert
það neitt betur fyrir borgun en
hann gerði ókeypis. Jæja, nú er-
um við komin að húsinu, og ég
vona að þú fyrirgefir mér það, að
ég verð að láta þig hér eina um
stund, meðan ég tek saman far-|
angur minn til ferðarinnar.
Jóhanna settist á trébekk við
húsvegginn, en hann gekk inn. j
Hann var varla lengur en fimm
mínútur inni, og þegar hann kom
út aftur, hélt hann á litlum en
úttroðnum bakpoka. j
— Þú sérð, að ég hef ekki mik-j
inn fyrirbúnað við brottför mina,
sagði hann, er þau gengu aftur
áleiðis að tjaidi Ottós. — Ég þvæ
upp, þegar ég kem heim aftur ein
hvern tíma í október.
Eftir fimm mánuði, sagði Jó-
hanna. — Ætlarðu að láta ..?
— ... uppþvottinn bíða svo lengi,
lauk hann spurningunni fyrir
hana. Já, ég er því vanur, þegar
ég fér í ferðalög. Mér leiðist að
þvo upp matarilátin. Um regn-
tímann er það þó vinnandi verk,
því að þá læt ég diskana aðeins
út á stein og gúð annast þetta
fyrir mig, en á þurrktímanum
verð ég að gera það sjálfur.
Jóhanna hló að lýsingu hans.
Nú var hún orðiu rjóð og bros-
hýr, og hönd hennar lá enn á
handlegg hans og færði honum
BÚNAÐARBANKINN
er bankl fólkslns
unað, sem hann þekkti ekki áður.
Hann minritist ekiti á Té*~ Jaune
fyrr en þau voru nærri komki að
tjaldinu, og þá var það aðeins tfl
þess að minna hana á, að hann
mundi sækja ha-na hálfri klukku-
stund áður en lestin færi.
Þegar hún var horfin inn í tjald
ið, hraðaði hann sér til símstöðv-
arinnar og sendi McDonald langt
skeyti. Hann bað hann meðal ann
ars að búa bjálkahús þeirra svo
úr garði, að þangað mætti bjóða
konu tii gistingar. Hann vissi vel,
að gamla fjailafaranum mundi
bregða í brún við þessi tíðindi,
en hann vissi það einnig, að boði
hans mund verða hlýtt. Það voru
svo sefn nógu margar konur í
Téte Jaune, til þess að ekki þyrfti
að verða fjaðrafok af því, þótt
ein bættist við. Þessar konur voru
af ýmsu tagi. sumar giftar starfs-
mönnum þar, og hann þekkti sum
ar þessar fjölskyldur og gæti béð
ið um gistingu handa Jóhönnu
hjá þeim. En eins og málum var
háttað áleit hann bezt að þeir
Dónaldi veittu henni gistingu í
eigin húsi, að minnsta kosti þang
að til bann hefði sagt Blackton
og konu hans, hverng í pottinn
væri búið. Að sjálfsögðu yrði
hann að hitta þau að máli þegar
sama kvöldið sem hann kæmi tii
Téte Jaune.
Hann gekk brott af símstöð-
inni hálfkvíðinn. því að hann var
ekki fullkomlega ánægður með
þær varúðarráðstafanir, se:n
hann hafði gert. — Væri það af-
sakanlegt að fara með Jóhönnu
út í bjálkahúsið? Hann vildi um
fram allt gera það einkum vegna
hættunnar af Quade. Bjálkahús
HLJÓÐVARP
Fimmtudagur 20. febrúar.
7.00 Morgunútvarp: Veðurfregn-
ir. Tónleikar. 7.30 Fréttir.
Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00
Morgunleikfimi. Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp: Dagskráin.
Tónleikar. Tilkynningar. —
12.25 Fréttir og veðurfregn
ir. Tilkvnningar.
13.00 Á frívaktinni: Eydís Eyþórs
dóttir stjórnar óskalaga-
þætti sjómanna.
14.40 Við. sem heima sitjum:
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. Til
kynningar. Létt lög:
16.15 Veðurfregnir. Klassísk tón-
list:
16.00 Framburðai-kennsla f frönsku
og spænsku.
17.00 Fréttir. Nútimatónlist: Verk
eftir Igor Stravinsky. —
17.40 Tónlistartími barnanna: Þur
íður Pálsdóttir flvtur.
18.00 Tónleikar Tilkvnningar. —
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Tilkvnningar.
19.30 „Glataðir snillingar" eftir
William Heinesen.
20.45 Sinfóníuhliómsveit fslands
heldur hljómieika f Háskóla
bfði.
21.30 Á rökstólum: Björgvin Guð
mundscoi’ viðckintnfræðing-
ur varnar fram spuming-
unni: .JEi- æskilegt að
breyta Ifjördæmaskinun-
inni?“ Til svars verða óttar
Yngvason lögfræðingur og
Tómas Karlsson, blaðamað-
ur.
22.15 Veðnrfregnir Fréttir. Lest-
Ur Pasci”.-<|mn < 15>
22.30 f hcsðfara heimi Maðut óg
slðgæði:
23.00 Kammertónlistt
23.35 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.