Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 2
Reglanúmereittíumferðinnieraðsýna varúð svoað svona atvik sjáist ekki. Vísismynd: JA „Slysin verða vegna þess að varúð er ekki sýnd" rœtt við Óskar Ólason yfirlögregluþjón, um slysin í umferðinni / Það er ekki síst skól- anna vegna að haustmán- uðirnir eru þeir verstu í umferðinni", sagði óskar olason, yf irlögreglu- þjónn í samtali við Vísi. MÞá koma 6 ára börn I fyrsta skipti inn i umferðina og börn eru mun meira á ferðinni um umferðargötur en yfir sumartimann. Þau fara á fætur snemma á morgnana til að fara i skólann og einmitt þá er kannski mest ástæöa til að fara að aka varlega um skólahverf- in. En að sjálfsögðu er þó full ástæða til að fara varlega þess utan. Við hjá lögreglunni reynum að mæta þessu með þvi að taka upp aukna gæslu i skólahverf- unum og aukum eftirlitið með þeim stöðum sem okkur finnast hættulegri en aðrir i þessu tilliti. Við erum með hraðamælingar á götum nálægt skólum, og auk þess hefur verið komið upp gangbrautarvörslu á nokkrum stöðum. „Það hefur á undanförnum árum verið mun meira gert af þvi að fara i skólana og kenna börnum þær umferðarreglur sem helst koma þeim að gagni en áður. Það hefur sýnt sig að þetta borgar sig. Ungir öku- menn eru núna mun betur undir það búnir að taka bilpróf en fyrirrennarar þeirra voru fyrir tiu árum siðan. Þeir hafa betri undirstöðuþekkingu á um- ferðarlögunum og betri til- finningu fyrir gangi umferðar- innar. Lykillinn að bættri um- ferðarmenningu er aukin fræðsla. Nú verða mun færri MAL MÁLAiWA SLYSIN í IJMI LHDIAiM Óskar Ólason á skrifstofu sinni i Lögregiustöðinni slys á yngstu ökumönnunum en áður, og það tel ég vera aukinni fræðslu að þakka. En regla númer eitt er að sýna varúð. Umferðarslys i fyrra urðu tæplega 3 þúsund i Reykjavik. Af þeim urðu 42 af völdum manna sem voru rétt- indalausir við akstur. 1 64 tilfell- um reyndist bifreið i ólagi. Nitján sinnum voru slysin mannlausum bifreiðum að kenna. Olvun við akstur'var or- sökin i 176tilfellum. Þegar þetta er frádregið eru kannski eftir um 2700 slys, og þau urðu öll aðeins vegna þess að ekki var sýnd nægjanleg varúð. Það er nefnilega svo sára- sjaldan að utanaðkomandi að- stæður valda slysunum. Það er fyrst og fremst skortur á varúð sem veldur þeim”, sagði óskar að lokum. Lúalegar órósir á ellilífeyrisþego, segir BSRB: Ríkið greiðir milljarða í verðtryggðan lífeyri til annarra stétta en opinberra starfsmanna Ríkiðgreiddi aðeins um 700 milljónir króna í verð- tryggingu á eftirlaun allra fyrrverandi rikis- starfsmanna og ekkna í fyrra, en það er um 4% af heildarlaunaútgjöldum til ríkisstarfsmanna. Talsmenn Bandalags starfs- manna rikis og bæja hafa reikn- að þetta út og benda á, að rikið greiöi I verðtryggingu til ann- arra stórar fjárhæðir. Þess vegna sé fáránlegt að halda þvi fram, að vegna slikra „frið- inda” eigi opinberir starfsmenn að hafa lægri laun. BSRB bendir m.a. á, að á fjárlögum þessa árs séu áætlaö- ar greiðslur úr rikissjóði til elli- og sjúkratrygginga um 19 milljarðar króna. Þessar lif- eyrisgreiðslur og tryggingabæt- ur séu að að sjálfsögðu verð- tryggðar og kosti nú verðtrygg- ing rikið milljarða króna á ári. Til sérstakrar tekju- tryggingar vegna elli- og örorku hafi verið greidddar til septem- berloka i ár um tveir milljarðar króna úr rikissjóði. Þá séu á fjarlögum sérstök fjárframlög til annarra lifeyris- sjóða en opinberra starfs- manna, samtals að upphæð 186.5 milljónir króna. Loks minnir BSRB á, að i fyrra greiddi Atvinnuleysis- tryggingasjóður vegna eftir- launa aldraðra i stéttarfélögum 228miljónirkróna — en 3/4hlut- ar framlaga i þann sjóð koma frá hinu opinbe'ra. Þetta sýnir, segir BSRB, að rikis- og bæjarstarfsmenn sem komnir eru á eftirlaun eru siður en svo nokkrir forréttindamenn i þjóðfélaginu, og árásirnar á þá þvi lúalegar. —ESJ. li ■ Er eitthvert gagn af teikni- ■ myndasögum? Ólafur Hauksson, námsmaður I Já, þvi þær fá fólk til að brosa. Hrefna Guðmundsdóttir, nemi: Já, það er gagn af þeim. Þær eru skemmtilegar og lengja þar af leiöandi lifið. Gunnar Arnason, nemi: Auðvitaö er gagn af þeim — þetta er einn aöalbókmenntalestur stórs hluta fólks. Persónulega hef ég mjög gaman af teiknimyndasögum. Svo eru margir sem lesa bara teiknimyndasögurnar i blööun- um, svo aö þær halda dagblööun- um uppi.... Hrafnkell Guöjónsson, stýrimaö- ■ ur: Það getur verið gagn af ■ teiknimyndasögum eins og Andrési önd, þegar þaö býr ein- ; hver dýpri hugsun á bak viö þær g sem ekki sést i fyrstu. ■ ■ ■ Gisli Sigurðsson, kennari: Þessar teiknimyndasögur sem maður sér i dagblöðum hér, hafa ekkert sér- stakt uppeldislegt gildi. En það má hins vegar segja um ýmsar teiknimyndasögur sem sjá má i erlendum bókum Laugardagur 17. september 1977 VISIR [ i Reykjavík ]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.