Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 19
VISIR Laugardagur 17. september 1977 C Hringið í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14/ Reykjavík. J Hœg leið til Hér birtist seinni hluti bréfsins frá Kristjáni Sigurjónssyni: Veikindi Loks fór mér svo auövitaö eins og svo mörgum drykkju- manninum, að ég hafði eðlilega engan tíma til þess að vera að hugsa um svo smásálarlegan hlut sem að hafa fastar tekjur, það leyföi minn fársjúki likami alls ekki að eigin mati og þvi til árétt- ingar fór ég nú að hrella læknana hvern á fætur öðrum til sönnunar máli mlnu. Læknirinn sem ég svo að slðustu leitaði til kom mér fljótlega af sér oggaf mér tilvlsun á magasérfræðing sem tókst aö lokum að finna það út, eftir aö hafa troöið ofan I mig heilli myndavél og pumpað mig sundur og saman, aö ég væri með smá- vægilegar bólgur i magaopinu, hvlllkt lán fyrir fáveikan mig, þetta var sjálfsagt krónlskt, þótt hann hefði ekki nefnt það, sem engin meðul dygðu við. Með þá fullvissu sveif allt meðalagumsiö, sem hann hafði gefið mér, bein- ustu leið I klósettið. Þar sem læknar eru frekar þekktir fyrir það að draga úr sjúkdómslýsingu, þegar um al- varlegan sjúkdóm er að ræöa en hitt að þeir segi sjúklingi undan- bragðalaust að hann sé dauöa- dæmdur, rann það auðvitað smátt og smátt upp fyrir mér að ég væri sjálfsagt með blæðandi magasár eða jafnvel krabba og ég væri ábyggilega eitthvert læknisundur og ætti mannlega séð að vera steindauðurfyrir löngu. Einhvern veginn tókst mér þó að halda mér saman um þessar læknisfræði- legu hugmyndir minar um sjálfan mig við aðra, en það var tæpast að furða þótt mér sviði sárt, dauösjúkum manninum, þegar ættingjar voru sifellt að freta þvi á mig að ég væri ekk- ert annað en andlegur og llkaleg- ur aumingi sem ætti hvergi ann- ars staðar að vera en á þar til Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi.. C~ varahlutaþjónusta. r cO Þ. ÞORGRIMSSON & CQ Armúla 16 • Reykjavik* simi 38640 0 0. HOFim OPNAÐ AÐ REYNIMEL 34 Bjóðum viðskiptavini okkar velkomna á nýja staðinn og vekjum athygli á því, að nú seljum við einnig snyrtivörur í „Snyrtihorninu" snyrtihornið há rg reiðsl ustofa HELGU JÓAKIMS Reynimel 34, simi 21732. gerðu hæli. Ég brást auövitað viö á sama háttogaörir alkóhólistar og mót- mælti þessu af öllum kröftum og lofaði bót og betrun þegar reynt var að útskýra fyrir mér, með takmörkuðum árangri, á hvaða leið ég væri en það var auðvitað hvorki fyrsta né siðasta loforðið i þá áttina. Ekki fyrir það að ég vildi það ekki heldur vegna þess að ég bara gat alls ekki staðið við það né heldur nokkuð annað er ég lofaði að standa við. Að lokum kom auðvitað að þvi að ættingjar minir tdku til sinna ráöstafana með mág minn framarlega i flokki (Hann þorði ég eiginlega aldrei að tæta I mig þótt aðrir meðlimir fjölskyldunnar fengju það óþvegið) Hann og móöir min I sameiningu komu mér svo góö- fúslega I skilning um þaö að ef ég færi’ekki á sjálfviljugur á deild 10 a Kleppsspltalanum yrði gripið til örþrifaráöa. Brengluð hugsun mln eftir langvarandi drykkju (þá staddur I vistlegum fanga- klefa er lögregla staðarins hafði fengið mér til umráöa) var ekki upp á marga fiska en mér skildist þóað mér væri heppilegra að láta umyröalaust aö vilja þeirra og þaö gerði ég loks með hjartað I buxunum. A deild 10 var ég svo fluttur daginn eftir og innskráður. Ég vissi auðvitað áður aö þarna voru ofdrykkjumennirnir afvatnaðir á viku til 10 dögum svo að mér fannst að ég hlyti að geta haldið þetta Ut eins og þeir og hugsaði með mér að reyna aö sofa allan timann. En ekki varð mér kápan úr þviklæðinu. Égfékk að vísu að sofa fyrstu nóttina I friði en strax um morguninn var mér skipað á lappir og I morgunmat ásamt öðrum vistmönnum og þaðan I 1. gráðu yfirheyrslu hjá lækni deild- arinnar sem ólmur vildi vita hvers vegna ég væri hingaö kom- inn og hvað ég ætlaöist fyrir að lokinni dvöl minni hérna. Ég gaf honum auðvitaða svipaða skýrslu fyrir steinsteypu. og ég hafði saumað saman og not- að árum saman og gaf hann mér þá fyrirheit um pláss á Vífilsstöð- um, en þar er rekin endurhæf- ingarstöð fyrir alkóhólista. Ég skildi auövitað strax að mér var vænlegastað taka þessu boði með þökkum þótt þær þakkir næðu tæpast til hjartans þá stundina. Eftir nokkrurra vikna bið var ég sem sé kominn þangað og átti þar fyrir höndum 4 langar og kveljandi vikur, að mér fannst, enda fór þaö svo að á 18. degi var ég búinn að útskrifa mig alheil- brigðan sjálfur. Heilbrigði min var þó ekki meiri en það að ég fór heim til pabba og mömmu aftur og fór að gera ekki neitt, mér til afþrey- ingar. Það lá næstum I augum uppi hvernig þaö myndi enda en mér tókst þó að halda mér þurr- um i heila 29 daga áður en ég sprakk. Það fylliri varð þó ekki ýkja langt vegna þess að ég fór sjálfur fram á það I ölvimunni aö mér yrði útvegað pláss á Kleppi að nýjú og var ég þar tekinn á orðinu, bæði af aðstandendum, læknum og lögreglu. Átak En nú var komið að mér að geraeitthvaö meira en bara vilja. Þann stutta tlma, er ég gisti nú deild 10 að nýju notaöi ég að mestu I það að finna mér vinnu og húsnæöi fjarri foreldrum mtnum. Að visu varð ég að fara heim til foreldranna að nýju, þar sem ég hafðiifá önnurhús aö venda, en nú haföi ég þó þetta til þess aö hugsa um og framkvæma. Líka var það nú nýjung fyrir mér að taka antabus inn á hverjum degi án þessaö nokkur segði mér að gera það eða fylgdist á nokkurn hátt með þvl. Ég er nú farinn að llta bjartari augum á lifið, vinnan og húsnæöi er hvort tveggja kom- ið. Kanoríeyjar sumri og sól ☆ Vikulega — alla föstudaga. 1. 2. 3. 4. vikna ferðir. Hótel — ibúöarhótel — sumarhús Playa Ingles Las Palmas Tenerife ☆ tslenskir fararstjorar. Þotu- flug. Bókanir eru þegar hafnar. Ekki missir sá er fyrstur fær. Innborgun við sta ðf estingu. Barnaaf- sláttur. Hópafsláttur. ☆ Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Skólavörðustlg 13A Reykjavik. Pétur Vignir Jón Múli Vigni í morg- Magnús ólafsson skrif- ar: Hvernig væri að auka aðeins fjölbreytnina I morgunútvarp- inu góða? Þeir Pétur Pétursson og Jóni Múli Arnason eru ágætir svo langt sem þeir ná, en þeir hafa verið einir um hitunina I morgunútvarpinu i fjölda ára. Það má fara aö breyta til.Gjör- völl þjóðin þekkir oröiö tón- listarsmekk þeirra kumpána og veit á hverju hún á von á morgnana. Ég er með þá hugmynd i koll- inum að fá eins og einn eða tvo þuli til viðbótar og láta þá skipt- ast um að sjá um morgunút- varpið. Með þvi ykist fjöl- breytnin um helming, ef svo má taka til orða, þvi auk þess aö röddunum fjölgaði, þá breyttist tónlistin. Vafalaust eru margir hæfir til þessara starfa, en mér datt Vignir Sveinsson I hug þegar ég var að velta þessu fyrir mér. Hann er vanur útvarpsmaöur með mikla þekkingu á tónlist, og gæti þá höfðað meira til ungu kynslóöarinnar en þeir Jón Múli og Pétur, sem mundi þá losna við allt „bítlagargið” eins og ’ hann kynnir það. Vignir hefur að undanförnu verið með þátt á sunnudagsmorgnum og sýnt sig mjög hæfan útvarpsmann. Morgunútvarpið er alls ekki þaö leiöinlegasta I útvarpsdag- skránni, en þó svohún þætti þaö skemmtilegasta þýöir það ekki að viö þvi megi ekki hrófla. Það er nauösynlegt að hrista annað slagið upp f hlutunum. Ég fer hinsvegar ekki frammá svo mikiö aö sinni. Ég bið bara um aukna fjölbreytni. Þaö getur varla verið mikið mál fyrir jafn úrræðagóða menn og þá sem stjórna útvarpinu. * Lærið & ^ $A dansa Innritun hefst mánudaginn 19. september. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar simi 41557 kl. 19-22 Dansskóli Sigvalda simar 84750 kl. 10-12 og 13-19 52996 Og 76228 kl. 13-18 0 Dansskóli Heiðars Ásvaldssonar simar 20345 76624 38126 74444 24959 21589 KL. 10-12 og 13.-19. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS * % * & TRYGQING fyrir réttri tilsögn í dansi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.