Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1977, Blaðsíða 4
iTíYí Laugardagur 17. september 1977 VISIR Umsjón: Óli Tynes • Maria Callas á sviöinu, brosandi viö aödáendum sinum. MARÍA CAUAS LÁTIN Maria Callas, sem jagnrýnendur kölluðu stórkostlegustu sópran- söngkonu síðari tíma, lést á heimili sínu i París í gær fimmtíu og þriggja ára gömul. Talið er að banamein hennar hafi verið hjartaslag. Maria Callas var ekki aöeins stórkostleg söngkona, hún var mjög litrikur persónuleiki og var ekki siður þekkt fyrir geysi- legt skap sitt, en sönginn. Meðal umboðsmanna var hún kölluð „Tigrisdýrið” og það kom fyrir oftar en einu sinni að aflýsa þurfti sýningu vegna þess að Callas rauk upp útaf einhverju. En röddin var slik að henni fyrirgafst allt og henni stóðu allar dyr oppar. Leikhæfileikar hennar stóðu röddinni heldur ekki mikiö að baki. Þegar hún söng hlutverk hinnar sjúku Violettu i La Traviata, var leikur hennar svo eðlilegur aö margir áhorfend- anna óttuðust aö hún væri i rauninni veik. Siðasta áratug, eða svo, sást Maria Callas ekki oft á sviðinu, en hún var mikið i fréttunum engu að siður. Vinátta hennar og griska milljónamæringsins Aristoteles Onassis varð slúður- skribentum ótæmandi brunnur og þegar hann kvæntist Jacqueline Kennedy fór Callas i mál 'viö blöð sem héldu þvi fram að hún hefði reynt að fremja sjálfsmorð. Aldrei önnur eins og hún „Ari er vinur minn, besti vin- ur minn og það verður hann alltaf,” sagöi hún. Hún vann málið gegn blöðunum og fékk háar skaðabætur. „Við sjáum aldrei neinn lista- mann á borð við hana aftur” sagði Rudolf Bing, fyrrverandi framkvæmdastjóri Metropolit- an óperunnar, þegar hann frétti um dauða songkonunnar. Bing og Callas lenti nokkrum sinnum heiftarlega saman og einu sinni að minnsta kosti setti hann hana i bann. En hann vildi ekkert um það tala þegar Reuter fréttastofan hafði samband við hann: „Það skiptir ekki máli lengur”, sagði hann. Hún var erfið, en hún hafði lika fétt til að vera það. „Hún var stórkostleg leikkona” Sópransöngkonan Victoria de Los Angeles, brast i grát, harmi lostin, þegar henni barst fréttin um lát Mariu Callas. „Það getur ekki verið satt, ó nei, ó nei” sagði hún. „Heimur- iirn hefur misst stórkostlegan listamann. Ég get ekki sagt meira, ég er að gráta”. tJlfynja með ylfinga sina. Átök milli mól- úkka og lögreglu i Hollandi verða sifellt tiðari. Hér eru slökkviliðsmenn að reyna að ráða niður- lögum elds i barna- heimili. Ekkert barn var þar þegar ungir öfgasinnaðir mól- úkkar kveiktu i. Úlfurinn er að verða út- dauðurá Norðurlöndum og sænska náttúruverndar- ráðið er nú búið að setja í gang áætlun til að reyna að koma í veg fyrir það. Það hefur fengið nokkra ylfinga frá Dýragarðinum í Kaupmannahöf n og ætlar að reyna að koma þeim út í sitt náttúrulega umhverfi svo að stofninn geti aftur vaxið. Þetta er þó ekki auðvelt því að eru ekki allir hrif nir af hugmyndinni, sérstak- lega ekki Samarnir sem vilja ekki sjá á eftir hrein dýrunum sínum í úlfskjaft. Náttúruverndarráðið verður því að fá samþykki yfirvalda fyrir þessari á- ætlunsinni. Ef lagaleg hlið málsins verður úlfunum í hag í Svíþjóð hefur norska náttúruverndarráðið á- huga á að reyna líka að fá „lán í úlfabankanum". Gamli Ford Meö stráhatt I hendinni situr Henry Ford viö stýrið á „Model A” bifreiö frá 1903, en þaö var fyrsta tegundin sem verksmiöj- urnar settu á aimennan mark- aö. Verksmiöjurnar eru nú aö halda upp á 75 ára afmæli sitt og I tilefni af þvi eru þær aö reyna aö finna ■ eins mörg ,,A Model” og mögulegt er. Elsta bifreiöin sem hingaö til hefur fundist ber raönumeriö tuttugu og átta og er i eigu safns I Texas. Alis voru smiöaöar 1.708 bifreiöar af þessari gerö á fyrstu fimmtán mánuðum verk- smiöjunnar. Frægasti Fordinn er þó gamla T-módeliö. Nokkrir þeirra eru enn I gangi og dag- iegri notkun. Þetta eru sex af Vestur-þýsku hryðjuverkamönn- unum ellefu sem ræningjar Schleyers heimta að verði látnir lausir i skiptum fyrir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.