Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 23
VISIR Fimmtudagur 13. október 1977. c 23 íffli Hringiöisíma 86611 ciukkan 13 og skrifið tfl Vísis Síðumúla 14, Reykjavík. 3500 óra landnóms tófunnar minnst J u með hótíðahöldum og róðstefnu ff Hiö tslenska Tófuvinafélag hyggst vinna aöþvi m.a. aðstofnað verði tófuminjasafn og að saga tófunnar i landlnu verði skráð hið fyrsta. smáauglýsingahappdrætti Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI átímabilinu 15-9 til 15-10-77 veróa sjálfkrafa þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS Ikkkkmmi Vinningurinn KENWOOD hljómtæki veróur dreginn út 15-10-77 Smáauglýsingamóttaka í síma 86611 alla daga vlkunnar kl. 9-22 nema laugardaga kl. 10-12 og sunnudaga kl. 18-22 (6-10 e.h.) Frá Hinu íslenzka Tófuvina- félagi: Hið islenzka Tófuvinafélag var stofnað i Reykjavik 1. okt. 1977. Félagið hefur að markmiði: 1) að vinna markvisst að út- breiðslu tófunnar um land allt 2) að standa dyggan vörð um fornhelgan rétt tófunnar i landinu 3) að skapa islenska tófustofnin- um viðunandi lifsskiiyrði, eink- um á vetrum, og skal unnið að þvi að afréttir verði eigi jafn samvizkusamlega smalaðir og verið hefur 4) að sporna gegn miskunnar- lausum ofsóknum á hendur tófu- stofninum islenzka 5) að beita sér fyrir að Alþingi Is- lendinga leiði i lög eftirfarandi: a) að islenzki tófustofninn verði alfriðaður b) að tófan fái sinn sess i náttúru- verndarlögum c) að innflutningur á útlendum tófum verði bannaður d) að gömul verslunarákvæði um útflutning á melrakkabelgjum verði numin úr gildi e) að embætti veiðistjóra verði lagt niður f) að áreitni snjósleðamanna við frjálsar tófur verði bönnuð g) að þyrlur verði bannaðar i eftirleit h) að bannað verði að lifláta tófur nema i eftirfarandi undan- tekningartilfellum: 1) að tófa sé sannanlega staðin að þvi að hafa drepið meira en nemi vikuforða 2) að um sannanlega sjálfsvörn gegn árás tófu sé að ræða 6) að stofnaður verði tófugarður i Akrafjalli, Borgarfjarðarsýslu A næstu árum hyggzt Hið islenska Tófuvinafélag einkum vinna að eftirfarandi: 1) að viðurkenndir verði tófudag- ar frá 6. júni til 12. júli eða til hundadaga ár hvert 2) að minnast 3500 ára landnáms tófunnar á tslandi þann 6. júni 1982, m.a. meö margbreyttum hátiðahöldum og þjóölegri ráð- stefnu 3) að komið verði á fórnarviku tófunnar, og verði menn hvattir til að gefa svo sem eitt sunnu- dagslæri eða sauðarkrof og koma þvi á fjöll 4) að saga tófunnar i landinu verði skráð hið fyrsta 5) að gerð verði heimildarkvik- mynd um islenzka tófustofninn 6) að stofnað verði tófuminjasafn 7) að hafnar verði viðtækar rann- sóknir á islenzka tófustofninum og beinist þær einkum að: a) félagslegu atferli og aðlögun- arhæfni b) mataræði c) greindarvisitölu d) „para—psykologiskum” hæfi- leikum e) bitferli f) lyfjagrasaneyslu 8) að gert verði meira að þvi en verið hefur að fólk haldi tófur sem gæludýr 9) að hafin verði útgáfa islenzkrar tófufyndni Þess má geta að félagið hyggst hafa i frammi öfluga útbreiðslu- starfsemi til stuðnings málstað sinum með útgáfu félagsrits, minnispeninga, veggspjalda, hljómplatna og tónbanda. Stjórn félagsins skipa: Sigurður Hjartarson, Akranesi, forseti, Þorsteinn Jónsson, Reykjavik, ritari, Grétar H. Jónsson, Reykjavik, gjaldkeri og endurskoðandi, Arni Hjartarson, Tjörn i Svarfaðardal, útbreiðslu- stjóri (tengiliður við bændur). Pósthólf Hins islenzka tófuvina- félags er nr. 81, Akranesi Heimili og varnarþing félagsins er á Akranesi og sendist umsókn- ir um inngöngu i H.l.T. i pósthólf félagsins, nr. 81 á Akranesi. Smáauglýsing í VÍSI er engin auglýsing Skodaeigendur Vió bjóðum yóur Ijósaskoöun án endurgjalds Ath. ef stilla þarf Ijós eóa framkvæma viðgeró á Ijósabúnaói greióist sérstaklega fyrir þaó Ath. LJÓSASKOÐUN LÍKUR 31. OKT. NK. JÖFUR HF. AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.