Vísir - 14.10.1977, Side 2

Vísir - 14.10.1977, Side 2
c í Reykjavík y } Kemur það sér illa fyrir þig að strætisvagnarnir ganga ekki? Kristján örn Jónsson, járn- smiður: Nei, það kemur sér sannarlega ekki llla fyrir mig. Ég á bil sjálfur og fer allt sem ég þarf að fara á honum. Bergþór Magnússon, verka- maður: Nei, ég á bil og hef ekki farið i strætó frá þvi ég var 10 ára held ég! Ég hef þá heldur notað lappirnar. Þórunn Friöriksdóttir, af- greiðslumaður: Nei, það skiptir engu máli fyrir mig. Ég geng i vinnuna og nota ekkert strætó. Bjarni Stefán llilmarsson, 8 ára: Já. En núna verð ég annað hvort aö labba eða þá að pabbi keyrir mig. Guðjón Sigurösson, múrari: Mér , er nákvæmlega sama. Ég á bil og fer allt á honum. Annars hef ég komið i strætó á árinu. Föstudagur 14. október 1977 VISIR Hugmyndir eru uppi um að stórauka lýsingar á gangbrautum borgarinnar. — Visismynd: JA Ráðgert að stórbœta lýs- ingu á öllum gangbrautum Tveir verkf ræðingar kanna nú lýsingar á öllum garlgbrautum sem liggja yfir umferðargötur borgarinnar. Verða gerðar ráðstafanir til að stórbæta lýsingu við gangbrautir og auka þannig öryggi gang- andi vegfarenda í vetrar- myrkrinu. Guttormur Þormar verk- fræðingur sagði i samtali viö Visi að verkfræðingur frá borginni og annar frá Rafmagnsveitu Reykjavikur geröu nú könnun á öllum gangbrautum borgarinnar. Lýsing á gangbrautum er mjög misjöfn. A sumum stöðum eru ljóskastarar og gul blikkljós og hefurstundum verið kvartað und- an þvi að ljós þessi blinduðu öku- menn ef götulýsingin sjálf væri slæm. „Hugmyndin er sú aö lýsa upp gangbrautir og svæði við þau með sterkari lýsingu 1 öörum lit en venjuleg götuljós. Væri ég mjög ánægður ef þetta kæmist fljótt á áður en bleyta og myrkur leggst yfir af alvöru,” sagöi Guttormur Þormar. —SG HEFUR RIKISSTJORNIN MISST MALIÐ? Þótt seint sé að tala um það nú, þegar rikisfjölmiölarnir hafa hætt starfsemi sinni i bili virðist skorta nokkuð á æskilegt samband milli almennings og ríkisstjórnar. A erfiðleikatim- um, sem raunar hafa varaö flesta daga, sem núverandi stjórn hefur verið við völd, er mikilsvert að ráðamenn snúi sér beint til almennings með vandamáiin og skýri þau fyrir honum. Rikisfréttastofur út- varps og sjónvarps voru sér- staklega áhugasamar um þetta samband ráðherra við almnn- ing, þegar vinstri stjórnin var á dögum, og sjaldan leið svo vika að einn eða fleiri ráðherrar úr þeirri stjórn kæmu ekki fram I fréttatimum. Með tiikomu nú- verandi stjórnar breyttist þetta að mun, og þögn hennar á al- mennum vettvangi vekur spurningu um það hvort ráðherrar hennar hafi yfirleitt misst málið þegar almenningur er annars vegar. Góöir stjórnendur og auövitaö slæmir lika, hafa ailtaf gætt þe ss að samband þeirra og al- mennings rofnaði ekki. Sérstak- lega hefur þessa gætt á hættu- timum og mega menn minnast Winstons Churchilis I þvi efni. (Jtvarpsræður hans á striðs- árunum gerðu meira en nokkuð annað til að stappa stáli I bresku þjóðina. f þessum ræöum skýrði hann eftir mætti stöðuna hverju sinni, en notaöi jafnframt tæki- færið tii að efla kjark mannaog skapa þá trú að yfir þeim væri vakað af stjórnvöldum. Þótt þjóð þreytt á strfði felldi flokk hans frá áf ramhaldandi stjórnarstörfum að strfði loknu, er það enginn vitnisburður um að Churchill hafi mistekist ætlunarverk sitt á striösárun- um, bæöi hvað snertir sam- bandið við almenning og stjórn- sýsluna. Annað gott dæmi um sam- bandið við almenning eru út- varpsræður eða „arinræður” Franklin D. Roosevelt skömmu eftir að hann hóf „New Deal” stefnu sina I Bandarikjunum við hinar erfiðustu aðstæður. Her- bert Hoover næsti forseti á und- an hafði litiö sem ekkert haft við almenning að tala. Hann var iokaður inni i stjórnsýsluturnin- um, en þaðan bárust svo vé- fréttir um, að málefni þjóðar- innar væru i besta lagi alveg þangað til allt hrundi I krakkinu mikla 1929. Eitt af þvi sem Roosvelt vissi að þurfti að gera var aö efla sjálfstraust almenn- ings. Með þvi móti yröi hægt að fá hjólin til að snúast að nýju. Með „arinræðum” sinum sýndi hann að hann var ekki einungis mikill leiðtogi. Hann varð lika smám saman einskonar heimilisvinur milljóna manna, og það hafði ekki svo litið að segja þegar stjórn hans þurfti aö takast á við hin lokuöu kerfi fjármunahyggjunnar. Við islendingar höfum alis ekki verið sneiddir stjórnmála- foringjum, sem bæði hafa þoraö og raunar talið sjálfsagt aö efla sambandið við almenning. Jón- as Jónsson frá Hriflu skrifaöi daglega i viðlesiö blaö á sama tima og Roosevelt hélt „arin- ræður” sinar. Hann skrifaöi einnig þúsundir bréfa og fékk þúsundir bréfa og notaöist við sérstakt starfslið til aö geta haldið haldið þessum bréfa- skiptum uppi a.m.k. um tima. Þaö verður þvi aldrei sagt um Jónas að hann heföi ekki sam- band við almenning. Hinn stjórnmálaforinginn sem skiidi það að sambandiö við al- menning var mikiisvert hverj- um stjórnmálamanni var dr. Bjarni Benediktsson. A heista valdaferli sinum skrifaði hann grein i Morgunblaöiö á hverjum sunnudegi sem fólk las og hug- leiddi. Auk þess tók hann sig stundum til og skrífaði greinar daglega, einkum fyrir kosning- ar, til að koma málum sinum fram við almenning. Núverandi stjórnmálamenn virðast aftur á móti hafa litiö að segja almenn- ingi enda hafa stjórnarathafnir stöðugt veriö aö fjarlægjast hinn almenna mann. Svarthöfði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.