Vísir - 20.10.1977, Blaðsíða 11
n
vism Fimmtudagur 20. október 1977
Sinnum skil-
yrðislaust
öllum beiðn-
um um aðstoð
og þörfin
síðan metin
— segir Páil Eiriksson aðalvarðstjóri
„Viö sendum skilyrðis-
laust á staöinn þegar beðið
er um aðstoð. Lögreglu-
menn meta það síðan þeg-
ar þeir hafa kynnt sér
málavexti hvort ástæða er
að hefjast handa"# sagði
Páll Eiríksson aðalvarð-
stjóri á Lögreglustöðinni
við Hlemm í samtali við
Vísi.
Við litum inn hjá Páli á þriðju-
daginn og forvitnuðumst um störf
lögreglunnar i verkfallinu. Allir
fastráðnir lögregluþjónar mæta
til vinnu utan þá sem vinna skrif-
stofustörf. Þeir sitja heima kaup-
lausir og þykir að vonum súrt i
broti.
Páll Eiriksson sagði að öllum
beiðnum sem þeir teldu að
þörfnuðust afgreiðslu væri sinnt,
til dæmis slysum og ölvunartil-
fellum þar sem kemur til kasta
lögreglu. Hins vegar væri ekki
sinnt ýmsu kvabbi, til dæmis að
opna bila þegar varalykill hefði
Gisli Björnsson
m----------->-
gleymst heima og þar fram eftir
götunum.
Ekki er haldið uppi umferðar-
stjórn, en Páll sagði að það hefði
verið áberandi á fyrstu dögum
verkfalls hvað mikil ró var yfir
umferðinni. Hins vegar hefði hún
aukist til muna eftir að borgar-
starfsmenn hófu vinnu á ný og þá
um leið fjölgað slysum og
árekstrum.
Varðandi róstur og ólæti, sagði
Páll Eiriksson að ástandið hafi
verið slæmt við Hallærisplanið
aðfaranótt sunnudags. Þá voru
bekkir teknir af svæðinu sem
gamli kirkjugarðurinn var,
dregnir á Hallærisplanið og
brotnir. Einnig var brotin rúða i
Ferðamiðstöðinni. Lögreglan
Páll Eiriksson
afskipta lögreglu, eins og stund-
um hefur komið fyrir i verkföll-
um”, sagði Páll að lokum.
Færri árekstrar
Hjá Slysarannsóknadeild lög-
reglunnar fengum við þær upp-
lýsingar hjá Gisla Björnssyni, að
útkallafjöldi vegna slysa og
árekstra hefði verið um 14.7 á
Sólarhring siðan verkfall hófst.
Þetta er nokkru lægri tala en tvö
sambærileg timabil fyrir verkfall
sem Gisli gerði athugun á.
Ekki var Gisli reiðubúin að
samþykkja þá tilgátu að
árekstrum fækkaði þegar lög-
reglan hyrfi af götunum. Hann
benti á að akstursskilyrði hefðu
verið mjög góð umferð minni og
ef til vill væri meira um að menn
gerðu upp sjálfir sin á milli litil-
fjörlega árekstra.
—SG
Margir eru nú gleymnir á boð og bönn
sendi mikið lið á staðinn til að
kveða ólætin niður.
Stöðumælaverðir borgarinnar
eru nú komnir á stjá og festa
miða á bila sem standa við mæla
þegar timinn er útrunninn. Hins
vegar tekur lögreglan ekki við
greiðslum vegna þessa gjalds en
hefur bent fólki á að það geti sleg-
ið utan um greiðsluna og sett i
póstkassa lögreglustöðvarinnar.
Það fær þó ekki neina kvittun með
þvi móti, en getur að likindum
sótt hana siðar.
„Varðandi framkvæmd á verk-
faílinu sjálfu hefur ekki komið til
Lögreglumcnn stytta sér stundir við tafl.
(Vfsism. J.A.)
NOKKRUM SINNUM HAFA MINN LtlÐST TIL AÐ
LÁTA í LJÓS HUGMYNDIR UM BORGARSPJÖLL
Frumvarp til fjárlaga fyrir
árið 1978 er nánast tiikynning
frá fjármálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins um að hann ætli
að hafa að engu stefnu flokks-
ins, þá sem sett var fram á sið-
asta landsfundi. Er nú komið i
slikt óefni, að bregðast verður
harkalega við.
Haraldur Blönda?
skrifar um húsnæöis-
mál stjórnarráösins og
segir aö þaö sjáist ekki
á stefnu rikisstjórnar-
innar í þeim efnum, aö
í henni sitji tveir fyrr-
verandi borgarstjórar^
t fjárlagafrumvarpinu verður
hvergi vart við sparnað. Hvergi
er þar merki um samdrátt eða
um að minnka eigi rikisbáknið.
Þvert á móti á að rjúka nú til að
kaupa húsnæði handa þremur
ráðuneytum, — þar af einungis
tilgreint eitt sérstakthús: Viðis-
húsið, — sem á að veröa næsta
menntamáiaráðuneyti.
Gegn skipulagi Reykja-
víkurborgar
Ég hef fyrir stuttu sett fram
þá skoðun mina, að stjórnar-
byggingar eigi að vera við
Arnarhól. Þessi skoðun er jafn-
framt skoðun Sjálfstæðismanna
i Reykjavik og þeir hafa sam-
þykkt aðalskipulag i þessa átt.
Samkvæmt þvi eiga stjórnar-
byggingar að vera við Lindar-
götu og þar i kring.
Tillaga rikisstjórnarinnar um
kaup á Víðishúsinu undir
Stjórnarráð islands brýtur þvi I
bága við stefnu Sjálfstæöis-
manna i skipulagsmálum
Reykjavikur. Það sést ekki af
stefnu rikisstjórnarinnar að i
henni sitji tveir fyrrverandi
borgarstjórar Reykjavikur.
Verðum að vernda mlð-
bæinn
Slikur flótti er úr Miðbænum
að eðlilegt borgarlif á sér þar
ekki lengur stað. Hressingar-
skálinn lokar klukkan niu á
kvöldin og kaffihúsum og
veitingahúsum i Miðbænum fer
fækkandi. Að sumu leyti má
rekja þetta til gifurlegrar fólks-
fækkunnar i gamla bænum, en
eins til þess, að fyrirtæki og
stofnanir hafa flutt starfsemi
sina úr Miðbænum.
Miðbærinn má hreinlega ekki
við þvi að fleiri stofnanir séu
fluttar þaðan. Það verður að
snúast til varnar og vernda Mið-
bæ Reykjavikur.
Byggja þarf stjórnar-
ráðshús.
í siðmenntuðum rikjum er
lögð áhersla á útlit opinberra
bygginga. i menningarrikjum
væri menntamálaráðuneyti
aldrei flutt i gamla trésmiðju,
heldur yrði ráðuneytinu annað-
hvort fengið virðulegt hús eða
nýtt byggt, sem hefði á sér svip
þeirrar menningar, sem ráðu-
neytið á að vcrnda.
Aform rikisstjórnarinnar um
að flytja menntam álaráðu-
neytið i Viðishúsiö er jafnframt
ákvörðun um aö fresta til lang-
frama öllum áætlunum um nýtt
Stjórnarráðshús. Gegn þeirri
ákvörðun verða Reykvikingar
að bregðast hart.
Menn hafa áður unnið vel
Nokkrum sinnum hafa menn
leiðst til þess að láta i ljósi hug-
myndir um borgarspjöll. Seðla-
bankinn ætlaði aö byggja hús I
Hallagarðinum og rifa hús
Thors Jensen. Gegn þeirri hug-
mynd snerust Reykvikingar
einhuga og var þeirri áætlun þar
með komið fyrir kattarnef.
Skömmu siðar reyndi sami
banki að byggja hús sitt full-
nærri Arnarhól. Þeirri
ákvörðun var frestað vegna
mótmæia og er mér sagt, að
hugmyndir séu nú um að rifa
sænska frystihúsið og flytja
bankahúsið þangað.
Þannig hafa Reykvikingar
unnið vel, þegar þeir töldu vegið
að borg sinni með húsbygging-
um og jafnframt verður að
þakka Seðlabankanum fyrir það
að hann hefur orðið við óskum
borgarbúa. Er slikt til fyrir-
myndar.
Svipuð barátta
Hugmyndir rikisstjórnarinn-
ar um kaup á Viðishúsinu snerta
Reykvikinga með svipuðum
hætti og byggingaráform Seðla-
bankans. Þess vegna er rétt að
beita svipuðum aðferðum til
varnar. Þess vegna eiga
borgarbúar að mynda með sér
samtök til þess að hvetja ríkis-
stjórn og Alþingi til að láta af
húsakaupahugmyndum sinum
en snúa sér i staðinn að þvi að
reisa myndarlega stjórnarráðs-
byggingu i Miðbænum, — eöa
kaupa hús i grennd við Arnar-
hvol undir stjórnarráð.
Söfnum undirskriftum.
Ég hef þess vegna látið fjöl-
rita litið áskorunarskjal til Al-
þingis með þessum texta:
„Við undirritaöir kjósendur I
Reykjavik skorum á Alþingi og
rikisstjórn að hverfa frá fyrir-
huguðum kaupum á Viðishúsinu
undir Stjórnarráð. Jafnframt
skorum við á Alþingi og ríkis-
stjórn að fylgja fram hugmynd-
um um stjórnarráð i Miðbæn-
um.”
Ég mun tilkynna fljótlega
hvar menn geti skrifað undir
skjaliö.