Vísir - 20.10.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 20.10.1977, Blaðsíða 13
i f 'i í Fjögur meistoralið í Hagaskólanum l>aö er lltiö um hvild hjá körfuboltamönn- um okkar i þessari viku. Leikir á hverju kvöidi, og I kvöid verður leikiö I Hagasköla. Þar hefst keppnin kl. 18 en kl. 18.45 leika is- landsmeistarar KK og Norðuriandameist- arar ÍS i kvennaflokki, lcik sem sennilega er úrslitaleikur hjá kvenfólkinu. Aöþeim leik loknum, eöa um kl. 20.15 leika svo tslandsmeistarar ÍR 1 karlaflokki gegn bikarmeisturum KR. Veröur aö reikna meö auöveiduin sigri KR-inga i þeim leik, enda þeir taplausir i mótinu en ÍR hefur tapaö öll- um sinum leikjum. ■ | ★ ★ ★ - I H United steinlá í Portúgal! £ Manchester United fékk heldur betur skell crliðiö lék gegn Porto frá Portugal í Evrópu- keppni bikarhafa i Oporto i gærkvöldi. Leik- menn United áttu enga möguieika i leiknum, og cr yfir lauk haföi Porto skoraö fjögur mörk án svars frá United. Duda skoraöi 3 af mörkum Porto, Oliveira þaö fjóröa. Vafasamt verður aö teljast aö Manchester United nái ab vinna þetta upp i heimaleik sin- um. Brann frá Noregi mótherji Akraness úr fyrstu umferöinni, iék gegn Twenty í Hoi- landi, og tapaöi aöeins 2:0 sem veröur aö telj- ast mjög gott hjá liðinu. Af öörum leikjum má nefna: Vcjle Dan- mörku: Paok Salonika Grikklandi 3:0 — Hamborg V-Þýskalandi: Anderlecht Belgiu 1:2, Austria VVien: Lokomotiv, 1'ékkóslóvakiu 0:0, Dinamo Mosvu:Universitea Kúmeniu 2:0, Lokomotiv, A-Pýskalandi:Reai Betis Spáni 1:1, og Diogsgyoer, Ungverja- landi:Hajduk Split, Júgóslavfu 2:1. ★ ★ ★ Öruggur sigur hjó Liverpool Evrópumeistarar Liverpool sigruöu Dyna- mo Drcsden örugglega 5:1 I Evrópukeppni meistaraliöa i knattspyrnu I Liverpool I gær- kvöldi og virðist liðiö þar meö öruggt um aö komast áfram I átta liba úrslit keppninnar. Liöiö sem Liverpool mætti i úrslitum keppn- innar i fyrra — Borussia Mönchengladbach, vann lika sætan sigur —libib sigraöi Red Star frá Júgóslaviu i Belgrad 3:0 og ætti þvi lika að vera öruggt um að komast áfram i keppn- inni. Mörk Liverpool í gær skoruöu þeir Hansen, Case sem skoraöi tvö, Neal úr vitaspyrnu og Kenncdy. ÍVIark Dynamo skoraöi Hefner. Ahorfendur voru 39.835. Borussia lék stórvei i Belgrad og haföi yfir i hálfleik 2:0 meö mörkum Schefer og Heyn- ckes og i siðari hálfleik bætti Daninn Simon- sen þriöja markinu viö. Ahorfendur voru 90 þúsund, en þaö virtist engin áhrif hafa á ieik- inenn Bourussia. Celtic, lið Jóhannesar Eövaldssonar, sigr- aöi Innsbruck frá Austurríki 2:1 i Glasgow og á liðið þvi, aö er viröist, erfiöan leik i vænd- uin I Austurríki. Mörk Celtic I gær skoruöu þeirCraig og Burns. Ahorfendur voru 30.000. Glentoran frá Norður-írlandi sem sló Vals- menn út úr keppninni, lék gegn Juventus frá ítalfu í Belfast aö viðstöddum 30.000 þúsund áhorfendum og stóö liðið sig framar öllum vonum og tapabi aðeins meb eins marks mun. Af öörum úrslitum má nefna aö Ajax, Amsterdam sigraöi Levski Spartak frá Búl- gariu i Sofiu 3:1, aö viöstöddum 70 þúsund áhorfendum- skoruöu þeir Geeis og Erkens mörk Ajax. FC Bruges frá Belgiu sigrabi Panathinaikos frá Grikklandi i Belgiu 2:0 með mörkum Davis og Lambert, Benfica frá Portúgal sigraöi 1903 Kaupmannahöfn frá Danmörku i Lissabon 1:0 og Nantes Frakk- iandi og Atletico Madrid frá Spáni geröu jafntefli 1:1 I Nantes. —BB Framarar „jarðaðir" strax í upphafi! KR-ingar sigruðu þá með 97:78 í Reykjavíkurmótinu í körfubolta — komust i 17:2 í byrjun — ÍS vann Ármann 104:80 KR-ingar hafa nú tekiö forust- una i Reykjavikurmótinu í körfu- knattleik. Þeir sigruðu Fram i gærkvöldi meö 97 stigum gegn 78 I mjög skemmtilegum leik lengst af, og eru enn eina liöiö i meist- araflokki sem hefur ekki tapað leik. 1 > f Kolbeinn Pálsson átti mjög góöan leik gegn Fram i gærkvöldi. Hér geysist hann inn i vörn Framara og stuttu siðar hafnaöi boltinn i körf- unni. — Visismynd: Einar. Það var heldur betur „gefið I” hjá KR-ingunum strax i upphafi leiksins i gær. Vörnin var leikin allan völlinn (pressa) og boltinn hvað eftir annað hirtur af undr- andi leikmönnum Fram sem hreinlega vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Sóknarlotur KR-inga voru stuttar en hnitmiðaðar og innan skamms var staðan orðin 17:2 og ljóst hvert stefndi. En það mega Framarar eiga, að þeir gáfust ekki upp við þetta eins og mörg önnur lið hefðu sennilega gert. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin með Simon Ólafsson sem lang- besta mann, og raunar besta mann vallarins i gærkvöldi. En það dugði þó ekki gegn KR. 1 hálf- leik var staðan orðin 52:31 fyrir KR og ljóst að það var aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Það sást greinilega á leik KR i siðari hálfleiknum að sú var og hugsun liðsstjóra KR-inga. Innan skamms i siðari hálfleiknum var allt varaliðið komið inná og lék alveg framundir lok leiksins að aftur var farið aö skipta inná. Hörkuleikir í Höllinni Einu taplausu liöin I 1. deild ts- landsmótsins f handknattleik, Vikingur og FH. munu mætast I Laugardalshöliinni kl. 20 I kvöld. Sennilega munu flestir hallast að sigri Vikings I þessari viöur- eign, ekki hvað sist vegna þess aö liðið hefur sýnt mjög góöa leiki i mótinu, og eins vegna þess aö FH er nú i talsverðum vandræðum vegna meiösla leikmanna. Þann- ii£ er óliklegt aö þeir Auöunn Óskarsson og Guðmundur Magnússon veröi meö i kvöld. En menn skyldu samt ekki afskrifa FH, þeir hafa sýnt þaö Hafnfirð- ingarnir að þeir eiga eitt og annaö til þótt; illa liti út hjá þeim. Síöan leika svo nýliöar KR gegn Fram, og má fastlega búast viö spennandi leik þar einnig. KR-ingar hafa sýnt góða leiki i mótinu og unnu m.a. iR-inga létt á dögunum, en Framarar sem eru nú með ungt lið hafa hlotiö eitt stig, jafntefli gegn Haukum. gk — Ásgeir skoraði fyrir Standard í Grikklandi Standard Liege og AEK Aþenu gerðu jafntefli 2:2 í fyrri leik liðanna i UEFA-keppninni Það má telja mjög miklar líkur á þvi aö Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Standard Liege séu búnir að tryggja sér rétt til aö leika i 3. umferð UEFA-keppn- innar, en þeir léku i gærkvöldi gegn AEK Aþenu og geröu jafn- tefli 2:2. Standard lék mjög vel i fyrri hálfleiknum og náði þá tveggja marka forustu. Og auðvitað var það enginn annar en snillingurinn Asgeir Sigurvinsson sem kom Standard á bragðið, skoraði fyrra markið, en ekki var hægt aö sjá það i fréttaskeyti Reuters hver skoraði hitt markið. — En i siðari hálfleiknum tókst leikmönnum Aek að jafna metin. — 2:2, og Standard ætti þvi að komast áfram á heimaleiknum sem liðið á eftir. Ensku liðunum Ipswich og Ast- on Villa gekk vel. Ipswich vann Las Palmas á heimavelli 1:0 með marki Gates, en hvort það nægir liðinu er ekki gott að segja til um. Aston Villa lék á heimavelli gegn Gornik frá Póllandi og sigraði 2:0. Mörk Villa skoraði McNaught. Af öðrum úrslitum i UEFA-keppninni mé nefna að AZ’67 frá Hollandi og Barcelona frá Spáni gerðu jafntefli 1:1 i Hol- lando og skoraði Neskens mark Barcelona. — Start frá Noregi mótherjar Fram i 1. umferð, léku heima gegn Eintracht Brunswick frá V-Þýskalandi og unnu 1:0. — Bayern Munchen sigraði Marek Stanke frá Búlgariu heima með 3:0 og skoruðu þeir Muller og Rummenigge (2) mörk Bayern. Molenbeek frá Belgiu og Cartl Zeiss Jena frá A-Þýskalandi gerðu jafntefli 1:1. gk— Þetta nægði Fram til þess að minnka muninn talsvert frá þvi sem verið hafði, en sigur KR var samt sem áður aldrei i hættu, lokatölur 97:78. Það er ljóst að KR-liðið er að koma mjög mikið til, og byrjun- arliðið Piazza — Einar — Kol- beinn — Bjarni og Jón Sigurðsson sem lék nú sinn fyrsta leik með KR er geysisterkt og verður ekki auðsigrað i vetur. Framan af fyrri hálfleiknum lék liðið besta körfubolta sem sést hefur i mót- inu til þessa, og Framararnir voru hreinlega kafsigldir. Það er erfitt að gera upp á milli leikmanna KR eftir þennan leik, en þeir sem hafa verið nefndir voru allir mjög góðir, og einnig má nefna Gunnar Jóakimsson sem aldrei gefur neitt eftir. Þjálf- arinn Piazza lék sinn besta leik, og þótt hann hitti enn ekki eins vel og hann á að geta, þá er hann klettur i vörninni og rekur menn miskunnarlaust áfram. Framarar standa sem fyrr frammi fyrir sinu bakvarðar- vandamáli, og það er dýr lausn fyrir þá aö þurfa að nota Simon Ólafsson sem aðaluppbyggjara i sókninni þótt hann geri þaö mjög vel, staða hans er fyrst og fremst undir körfunni. En stóru menn Fram eru geysisterkir og efnileg- ir og þetta vandamála sem minnst hefur verið á, mun örugg- lega leysast áður en langt um lið- ur hjá félaginu. Bestu menn iiðsins i þessum leik voru þeir Simon og Þorvaldur Geirsson, báðir mjög sterkir. Stighæstir KR-inga voru Einar Bollason með 25 stig, Piazza með 24 stig Jón Sigurðsson 14 og Kol- beinn og Bjarni 10 hvor. Hjá Fram var Simon stigahæst- ur með 24 stig, Þorvaldur Geirs- son 19. IS — Ármann 104:80 Það var aðeins framan af leikn- um sem Armenningar héldu i við stúdentana. Sjá mátti á töflunni 21:20 fyrir Armann, en i hálfleik var staðan orðin 53:38 fyrir ÍS. í siðari hálfleiknum bar fátt til tiðinda. tS hélt sinum hlut, en leikurinn var ekki skemmtilegur á að horfa. Mjög gróf brot sáust, sérstaklega frá Ármenningum sem virtust á stundum hugsa sem mest um það að klekkja á and- stæðingum. Hvar boltinn var skipti minna máli. Stigahæstir hjá IS voru þeir Steinn Sveinsson og Kolbeinn Kristinsson sem lék sinn besta leik með 1S til þessa. Þeir voru með 22 stig hvor. Þá var Jón Héð- insson góður og skoraði 18 stig. Hjá Armanni var Atli Arason besti maður, en Björn Christ- enssen var einnig góður. Þeir voru einnig stigahæstir, Atli með 18 stig Björn 17. Bandarikjamað- urinn Wood var vægast sagt slak- ur. Hann skoraði 14 stig, en notaði mikinn fjölda skottilrauna til þess. Staðan i mótinu er nú þessi: KR Valur IS Fram Ármann tR 3 3 0 247:207 6 4 3 1 299:274 6 4 3 1 363:288 6 523 398:412 4 4 1 3 379:330 2 404 241:345 0 Næsti leikur er i kvöld. Þá leika KR og ÍR i Hagaskóla kl. 20.15. Sk-- VISIR Fimmtudagur 20. október 1977 13 Kópavogsliðin og íþróttahús Hafnarfjarðar: Sönn orð til sátta betri Þaö sannast á iþróttasiöum Visis I dag, aö auöveldara er aö gera úifalda úr mýflugu, en mý- flugu úr úlfalda i meöferö mála. Þar á ég viö grein BB um erfiö- leika handknattleiksfólks i Kópavogi varöandi keppnisstaö fyrir heimaleiki meistaraflokka karla og afstööu Handknatt- leiksráös llafnarfjaröar til beiðna um afnot af iþróttahúsi Hafnarfjaröar I þessu sam- bandi. Þar scm Handknattleiksdeild UBK (Ungmennafélagsins Breiöabliks i Kópavogi) er blandaö i málflutning BB, án samráös við mig eöa aöra for- ráðamenn deildarinnar, og mál- flutningurinn ekki aö okkar skapi, og eins vegna þess, aö þetta er aö okkar mati stærra mál en sýnast kann í fljótu bragöi, vil ég freista þess aö bera klæöi á vopnin. Til að byrja meö veröur ekki hjá þvi komist aö vikja ögn aö upplýsinga- og fréttaflutningi um handknattleiksmál i Kópa- vogi, sem af og til hefur skotib upp kollinum i Visi siðustu misseri. Ógerningur hefur veriö aö horfa fram hjá þvi, aö á bak við þcnnan annars fátíöa áhuga á okkar málum — þ.e. hand- knattleiksfólks almennt I Kópa- vogi — hefur staöiö umgetinn BB, sem öörum þræöi er leik- maöur i meistaraflokki karla I HK, en annars iþróttafrétta- maður Visis. Fréttamennskan hefur óneitanlega borið keim af þessum persónutengslum. Ætla ég þó ekki aö halda þvi fram, aö Handknattleiksfélag Kópavogs hafi ekki vcriö vel aö þvi komið að vera getið á iþróttasiöum Visis. Siöur en svo. Og um þetta mun ég ekki hafa uppi frekari meting. Hitt er öllu lakara, aö upplýs- ingar og fréttir, sem BB eöa Björn Blöndal hefur flutt af starfi sins eigin félags hafa ver- ið í ónákvæmara lagi og stund- um studdar meiri andagift en staöreynduin. Vil ég aðeins visa I þessu sambandi til fréttar I Visi sl. vor eftir aö HK haföi unniðsæti i 2. deild karla, en þar var farið alrangt með einfaldar staöreyndir um félagiö sjálft. Og svo er einnig nú i grein BB. Þessu til áréttingar vil ég geta þess BB til fróðleiks, að HK var stofnað I janúar 1970, og er þvi komiö vel á 8. áriö. Þótt þetta félag hafi i upphafi veriö drengjafélag i handknattleik, er það ekki iengur neitt sérkenni þess, nema siður sé, og hefur meistaraflokkur þess raunar veriö byggöur i kring um menn, sem telja verður með aldursfor- setum fremur en drengjum. Þá hefur HK ekki aðeins hand- knattleik á stefnuskrá sinni, heldur einnig blak. Og fleira mætti tina til. Ekkert af þessu er sagt HK til rýröar, heldur aðeins til þess aö undirstrika, aö svo ónákvæmar upplýsingar og fréttir, sem blandast hafa i frásagnir BB i VIsi af starfsemi þessa félags, sem hann starfar sjálfur i, eru ekki traustvekjandi grundvöllur að þvi, aö hann gerist nú sér- stakur talsmaöur handknatt- leiksfólksins i Kópavogi al- mennt. Enda er þar likt uppi á teningnum. Vona ég aö BB taki ekki óstinnt upp, þótt ég láti þessa getib i tilefni af grein hans i VIsi i dag, sem hver maður sér að er liklegri til þess að hafa sömu áhrif og þegar otiu er aus- ið á eld en aö slökkva bál, sem i þessu tilfelli er þó i raun ekkert bál, nema þaö hafi kviknaö meö greininni. Læt ég svo þætti BB lokiö meö bestu framtiöarósk- um. Vik ég þá aö handknattleiks- strandaö vegna mistaka og mis- skilnings, sem stafi af jafn-mannlegum orsökum og hugsanleg lausn þess. Máliö er einfaldlega ekki útrætt aö minu mati og allar ásakanir á meöan þvi byggöar á röngum forsend- um. Og það er einlæg von min, aö ásakanir út af þessu máli fái aldrei stoð i veruleikanum um- fram þær, sem hljóta aö fatla á fljótfærnislegan málarekstur BB. 19.10.1977 Herbert Guömundsson form. Handknattleiksdeildar UBK Stutt at- hugasemd Herbert Guðmundsson, for- inaöur handknattleiksdeildar Breiöabliks, ritar snarlega sneiötil min vegna greinarinnar um iþróttahús Hafnarfjaröar og Kópa vogsliðin i þættinum: „Þegar aö er gáö” I Visi I gær, en þessi þáttur veröur framveg- is á hverjum miðvikudegi og þá fjallaö um ýmis mál innan i- þróttahreyfingarinnar. i þættinum i gær var fjallaö um neitun Handknattleiksráös Hafnarfjaröar viö beiöni Hand- knattleiksfélagss Kópavogs og Breiöabliks um aö fá aö leika sina heimaleiki i Hafnarfiröi , og þess um leib getiö ab þessir sömu menn sem sögbu nei viö Kópavogsliöin, heföu á slnum tima notiö gestrisni Reykvik- inga — fyrst i Hálogalands- bragganum og síðan i Laugar- dalshöllinni. Formaöur handknattleiks- deildar Breiöabliks byrjar grein sina meö miklum reiöilestri um mig og skrif niin um HK á siö- astiiðnum vctri. Þessu visa ég heim til fööurhúsanna. Einu greinina sem ég skrifaöi um HK á siöastliðnum vetri var um vel heppnaði Færeyjaferö sem fé- lagiö fór á siöastliönu vori. Herbert talar um upplýsinga — og fréttaflutning um hand- knattieiksmál i Kópavogi sem af og til hafi skotiö upp kollinum i Visi. Vil ég eindregiö biöja þann ágæta mann aö uppiýsa betur þau skrif. Siöan reynir Herbert að bendla mig viö skrif i Visi á sið- asta vcri þegar HK vann sér sæti i 2. deild. Vona ég aö ef Herbert ætlar aö eigna mér fleiri greinar hér á iþróttasiö- unni framvegis aöhann reyni þá aö byggja upplýsingar sinar á traustari grunni. Vel má vera aö IIK hafi blak á stefnuskrá sinni i dag, en þaö er ekki mergur málsins, eöa hvort HK var stofnað 1970 eöa 1971. Hvaö formaður mótanefndar sagöi viö Herbert Guö- mundsson. og hvaö Herbert hélt sjálfur eftir samtal sitt viö i- þróttafulltrúa Hafnarfjaröar, er heldur ekkert aöalatriöi. Mergur málsins er aö Kópa- vogsliðunum var synjaö um aö leika heimaleiki sina i Hafnar- firöi og tel ég mig ekki þurfa neina heimild frá Herberti Guö- mundssyni til aö skýra frá þvi. Þaö hefur löngum rikt rigur á milli iþróttafélaga, sérstaklega ef þau eru fleiri en eitt I litlum kaupstööum og er þar sjálfsagt komin dulbúin reiöi Herberts i minn garö og HK. Ekki nenni ég aö tina til fleira sem fyrrgreindur Herbert ritar til min, enda ritsmiöi hans svo barnaleg aö hún þarfnast ekki svars. — BB Einn af efnilegri handknattleiksmönnum á ísiandi I dag — Hilmar Sigurgisiason úr HK og einn af stofn- endum félagsins. I leik með liöi sinu. (Vísismynd: Einar) málunum i Kópavogi og hinum sérstaka vanda varöandi heimaleiki meistaraflokkanna, þar sem Handknattleiksráö Hafnarfjaröar kemur m.a. til sögunnar. Handknattleiksdeild UBK starfar nú ineö 10 keppnis- flokka, þ.e. alla flokka islands- móts, og hafa ekki önnur félög en Fram og Valur svo umfangs- mikla handknattleiksstarfsemi á sinum snærum. Handknatt- ieiksfélag Kópavogs rekur 7 flokka. Oll þessi handknatt- leiksstarfsemi hefur ekki aðra aðstööu I Kópavogi en einn sal af minni gerðinni til æfinga utan skólatima, og deilir salnum meö mörgum öðrum iþróttagrein- um. Alla keppnisaöstööu eiga féiögin undir velvilja forráða- manna iþróttahúsa á öörum stööum að sækja. A hinn bóginn er hafin bygging íþróttahúss i Kópavogi, sem kapp er lagt á aö veröi nothæft til kappleikja- halds haustiö 1979 eöa fljótlega upp úr þvi. Siðustu vetur hafa allir keppnisflokkar handknattleiks- fólksins I Kópavogi fengið af- drep meö heimaleiki sina i iþróttahúsinu Ásgaröi I Garöa- bæ og notiö þar velvilja og um- burðarlyndis forráöamanns þess húss og forráöamanna Stjörnunnar, iþróttafélags þeirra Garöbæinga. Þó varð á þessu sú undantekning i fyrra- vetur, aö HK fékk aö ieika heimaleiki meislaraflokks karla i tþróttahúsi Hafnarfjarö- ar, annað ár i tilveru þess flokks, en fyrsta áriö fóru heimaleikir hans fram f As- garði. Astæðan fyrir þvi, aö HK sótt- ist eftir þvf aö fá aö leika þessa leiki f ÍH var sú, aö salurinn I Asgarði er of litill og þröngur til þess aö handknattleikskeppni i elstu flokkunum gcti notiö sfn cins og i stærri sölum. Af sömu ástæöu hugöum viö i Hand- knattleiksdeild UBK á sömu lausn nú fyrir þennan vetur vegna meistaraflokks karla. Aö tiivisun formanns móta- nefndar HSÍ leitaði ég þvi til iþróttafulltrúans i Hafnarfiröi, sem tjáöi mér, aö f framkvæmd væri ckkert þvi til fyrirstööu aö verða viö ósk okkar. Mótanefnd HSl fengi tiitekna leikdaga i iþróttahúsi Hafnarfjarðar og ekki skipti máli hvort saman- lagöur leiktimi væri tveim stundum lengri eöa skemmri, þar sem sami kostnaöur félli á rekstur hússins hvort eö væri. Taldi ég að við heföum orðiö sammála um, aö framkvæmd málsins væri nánast i höndum mótanefndar HSÍ af þessum sökum. Með þetta I veganesti lagði ég inn beiöni til formanns móta- nefndar HSÍ uin aö meistara- flokkur karla UBK fengi aö leika heimaleiki sina í iH. Lagöi ég jafnframt rikt á viö formann mótanefndar aö gera mér þegar aövart, ef Ijón risu á veginum, enda reiöubúinn til þess að gera nánari grein fyrir ósk okkar og á annan hátt aö tryggja þessa úrlausn á meban viö biöum eftir aö fá inni i eigin húsi. Þar sem. form. mótanefndar HSÍ lét ekkert frá sér heyra um málið, taldi ég þaö einfaldlega komiö i höfn. Af tilviljun barst þetta svo næst i tal, þegar ég átti erindi út af öðru á skrifstofu HSt nokkrum vikum siðar, þegar mótaskrá islandsmótsins i handknattleik var u.þ.b. aö koma út. Varö þá ljóst, aö beiöni okkar haföi verið til meöferöar hjá ráöamönnum iþróttamála i Hafnarfiröi, án okkar vitundar og án allra frekari skýringa okkar, og veríö hafnaö þar. Augljóst var, aö málsmeb- feröin var röng af hálfu móta- ncfndar HSt og ekki í samræmi viö margltrekuð tilmæli min til formannsins um aö gera mér þegar viövart, ef ætluö niöur- staöa min af viöræðum viö iþróttafulltrúa Hafnarfjaröar reyndist ekki fullnægjandi. Þaö er þvi fyrst og fremst mistökum við málsmebferð um aö kenna, aö málið fór i hnút, enda kemur mér ekki til hugar aö ætla for- ráöamönnum Iþróttamála I Hafnarfiröi, aö þeir heföu ekki verið tii viöræöu um beibni okk- ar, ef allar ástæöur heföu legiö fyrir þeim og fyrst þeir þurftu um beiðnina aö fjalla. Eg hef aö visu ekki fengiö ná- kvæmar skýringar á synjun þeirra, en svo langt sem þær ná, sýnist inér að þeir hafi taliö i fyrra, aö HK hafi ekki þá meö réttu lagi — eöa eftir réttum leiöum — fengiö inni I ÍH og aö bæöi HK og UBK hafi nú ætlað aö pota sér inn á ská enn á ný. Sllkt haföi okkur i Handknatt- leiksdeild UBK vissulega ekki komið til hugar og heföi þaö komiöiljós, ef viöheföum feng- iö tækifæri til þess aö flytja mál okkar. Þegar er séð varð hvernig komiö var, þótt seint væri, ósk- aði ég eftir þvi viö formann aðalstjórnar UBK, aö hann kannaöi inálavexti og leitaöi úr- lausnar. Það hefur þó tafist, vegna verkfalla. Mergurinn málsins er sá, aö bæöi forráöamenn Handknatt- leiksdeildar UBK og Hand- knattleiksfélags Kópavogs eru aö leilast viö eftir aðstæðum ab byggja upp frambærileg meistaraflokksliö meö öörum liöum á sinum vegum, án þess aöhafa til ráöstöfunar fullnægj- andi keppnisabstööu I bili, en með það fyrir augum, aö hún er á næstu grösum. Um sinn er okkur sá einn kostur tiitækur aö leita til nágranna okkar um lib- sinni.eins og flest félögin eöa öll á þessu svæöi hafa orðið ab gera einhvern tiina lengur eöa skem- ur. Til þessa hafa forráöamenn iþróttamála á hverjum staö fremur cn hitt lagt sig 1 fram- króka aö hjálpast að i þessu efni i hinum ýmsu iþróttagreinum frá tima til tíma. Ég lit þvi á stööu okkar i þessu máii þeim augum, aö þaö sé I augnablikinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.