Vísir - 20.10.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 20.10.1977, Blaðsíða 24
VlSIR 'gftiiftafflnj Slys í Keflavík Slys varð á Ilafnargötu í Keflavlk um miönætti i nótt. Fjórtán ára piltur á skellinöðru lenti fyrir bil og slasaðist pilturinn talsvert. Hlaut hann m.a. opiö beinbrot. — EA Vitað um f jögur inn- brot í nótt Þrjú innbrot voru framin I nótt i fyrirtæki við Ártúns- höfða, Þá var brotist inn i smurstööina við Hafnarstræti, en ekki var vitað um að brotist hcfði verið inn á fleiri stööum, þegar Visir haföi samband við lögregluna i morgun. Ekki var þá heldur komið i ljós hvort miklu var stolið á fyrrnefndum stöðum eða hvort skemmdir voru unnar, en unnið var að rannsókn. t gærdag var veski stolið úr verslun og munu 40-50 þúsund krónur hafa verið í veskinu. Virðist sem innbrotum og þjófnuðum hafi fjölgað upp á siðkastið.en i fyrri nótt var t.d. brotist inn á fimm stöðum. — EA Verkfolli aflýst í Hafnarfirði Verkfalli starfs- mannafélags Hafnar- fjarðar var aflýst um klukkan 19.30 í gær- kvöldi að aflokinni at- kvæðagreiðslu um hinn nýgerða k ja ra- samning. 149 manns eða 90% félags- manna tóku þátt i atkvæða- grciðslunni. 78 greiddu at- kvæði með en 71 á móti. — GA SMAAUGLYSINGAHAPPDRÆTTI VISIS! 17 okt — Eín öre,(í<* smáauglýsing og þó átt vinningsvon. 20. nóv. @ SAINIYO 20" litsiónvarpstœki fró GUNNARI ÁSGEIRSSYNI er vinningurinn að þessu sinni. simi 86611 Opiö virka daga tii kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Samkomulag í gœrkvöldi m.a. um málefni kennara og leikara: Fara aftur að rœða // stóru málin" í dag ,,Á fundinum í dag verður farið að ræða um stóru málin, sem eftir eru, svo sem launaliðinn og endurskoðunarréttinn, en þetta er hvort tveggja mjög mikilvægt atriði fyrirokkur", sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, í morgun. ,,Sú afstaða BSRB, að launa- liður Reykjavikursamkomu- lagsins sé óviðunandi, er ó- breytt”, sagði Kristján ennfremur. Sáttafundur stóð til miðnættis i nótt, en þá var ákveðiö að gefa fundahlé til kl. 14 I dag. I gærkvöldi var að sögn Kristjáns og Haralds Steinþórs- sonar, framkvæmdastjóra BSRB, gengið frá ýmsum atrið- um. M.a. var fundin lausn á þvi launamisræmi, sem verið hefur milli þeirra kennara, sem hafa próf frá Kennaraskólanum gamla, og þeirra sem hafa Kennaraháskólapróf. Munu kennarar, sem i dag eru i 10, 11 og 12. flokki hækka um einn launaflokk frá 1. júli 1977. Þeir kennarar, sem þá hafa ekki náð þeim launaflokki, sem aðilar á- kveða i sérsamningi fyrir kenn- ara meö Kennaraháskólapróf flytjist i þann launaflokk 1. janúar n.k. Lausn fannst einnig á vinnu- timamálum leikara, sem nú fá einn fridag i viku og ákvæði um, að hámarksvinnutimi megi ekki fara fram úr 45 stundum á viku. Nokkrar aðrar breytingar voru gerðar, og auk þess orða- lagsbreytingar og leiðréttingar á átta atriðum samningsins. Stóru málin eru hins vegar eftir, bæði launin og endurskoð- unarrétturinn, og aukakröfur, sem tengdar eru launaliðnum að einhverju leyti. —ESJ Prófkjörsslagur að hefjast í Sjólfstœðis- flokknum Prófkjör sjálfstæðism anna I Reykjavik vegna alþingiskosn- inganna i vor fer fram dagana 19., 20. og 21. nóvember næstkom- andi. Visir leitaði til Jóhanns Haf- stein, alþingismanns, og spurðist fyrirum hvort hann hygðistfara i prófkjör aö þessu sinni. Jóhann vildi ekki tjá sig um málið, en kvaðst mundu tilkynna kjörnefnd flokksins ákvöröun sina þegar þar aö kæmi. Auk Jóhanns Hafstein sitja nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavik Geir Hallgrimsson, Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helgadóttir, Albert Guðmunds- son, Pétur Sigurðsson, Ellert Schram og Guðmundur H. Garöarsson. Friðrik Sophusson lögfræðingur og fyrrum formaður SUS hefur á- kveðið að gefa kost á sér í próf- kjörinu og I samtali við Vfsi sagö- ist Aslaug Ragnars, blaöamaöur á Morgunblaðinu, ákveöin i að taka þátt i prófkjörinu. Elln Pálmadóttir borgarfulltrúi kvaöstbúast við aðhún yrði með. Visir hafði einnig samband við Baldur Guðlaugsson lögfræöing, og sagðist hann ekki neita þvi að þessi möguleiki heföi komið til umræðu og væri enn til umræðu. Haraldur Blöndal kvaðst vera að hugsa málið og Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri sagöist ekki hafa tekið ákvörðun i mál- inu. Björn Þórhallsson viöskipta- fræðingur sagði að ef menn leit- uöu til sin varðandi þátttöku myndi hann gefa þeim svar. Fleiri nöfn hafa verið nefnd að undanförnu og ættu málin að skýrast næstu daga. Rétt til að kjósa I prófkjörinu hafa allir flokksbundnir sjálf- stæðismenn 18 ára og eldri, og auk þess allir stuðningsmenn flokksins I Reykjavík sem hafa kosningarrétt i vor. —AH/—SG I ATHUGUN AÐ KOMA BRAGGA mtllt í ÁRB/TJARSAFNI ,,Það er rétt, að viö höfum löngun til þess að koma bragga fyrir hér meðal húsanna i Ar- bæjarsafni”, sagði Nanna Her- mannson, safnvörður i Arbæ, er Visir innti hana eftir þvi hvort til stæði að flvtja bragga upp i Árbæ. Nanna sagði þó, að ekkert væri ákveðið i þessu skyni, en sér virtist það fyllilega eiga rétt a sér að koma þar fyrir bragga. Þessi hús væru þáttur I sögunni, braggar væru sögulegar byggingar, og benda mætti á, að um tima hefðu fimm hundruð braggar verið I Reykjavik einni. Þá hefðu einnig verið margir braggar út um landið, en hús þessi komu hingað til lands með hernámsliði Breta I seinni heimstyrjöldinni sem kunnugt er. Nanna sagði að enn væri búið I nokkrum bröggum i Reykjavík, og sér hefði verið sagt aö mikið væri til af þeim úti á landi, til dæmis á Austfjörðum. Að lokum kvaðst Nanna Her- mannson vilja nota tækifærið til að biðja fólk sem ætti til myndir innan úr bröggum að gera sér viðvart, þvi safnið i Arbæ ætti lítiö af slikum myndum. —AH Einn fárra bragga i Reykjavik. Þeir munu hafa verið um 500 þegar flest var, en eru nú aðeins örfáir eftir. Þó er enn búið I nokkrum þeirra. Ljósmynd: JA Lögbannsmálið tekið fyrir i morgun: Páll S. Pálsson undirskrifar málsskjölin I morgun, en þá hafði lög- bannsmáliö verið tekið til úrskuröar. Málið hefur forgang, og verð- ur kveðinn upp dómur rétt fyrir hádegi i dag. „Maður spyr nú ekki að karlmennskunni” sagði Páil, og likaöi þessi skjóta málsmeðferð greinilega vel. — Ljósm.: JA Fyrsta sem fer fyrir dómstólana Lögbannsmálið vegna verk- fallsvörlsu við Hafrannsókna- skipið Árna Friðriksson var tek- ið fyrir hjá borgarfógetanum i Reykjavik klukkan niu i morg- un,Þá hafði Björn Jónsson lagt fram skriflega greinargerð i málinu, en hann var mættur fyrir Guðmund Yngva Sigurðs- son, sem fer með málið fyrir BSRB. Páll S. Pálsson, hrl. fer meö málið fyrir Sjávarútvegsráðu- neytiö, fyrir hönd Hafrann- sóknastofnunarinnar. Það er ólafur Guðgeirsson, fulltrúi sem dæmir I málinu, og kvaðst hann vænta þess að úr- skurður lægi fyrir rétt fyrir há- degi i dag, en málið fór i úrskurð áp munnlegs málflutnings, — AH Heimsmeistaraeinvígið: Skáksambandið vill fá Höllina nœsta sumar Skáksamband Islands hefur rit- að borgaryfirvöldum bréf þar sem óskað er eftir þvi að Skák- sambandiö hafi forgang þegar til þess kemur að ieigja Laugardals- höllina út á næsta sumri.. Skáksambandiö hefur sem kunnugt er boðist til að haida ein- vigið um heimsmeistaratitilinn I skák hér á landi næsta sumar, og hefur óskað eftir leigu á Laugar- dalshöllinni frá 20. júni og fram i september. Menn frá sambandinu hafa ver- ið erlendis á ráðstefnu þar sem fjailað var um framkvæmd einvigisins. Miklar breytingar voru gerðar á henni, frá þvi sem áöur var, en ekki er vitað hvort þær hafa áhrif á tilboö skáksam- bandsins islenska. —GA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.