Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 4
f;. r~ Föstudagur 21. október 1977 VISIR „00 MUN ÉG HVERGI FARA" — Jimmy Carter setur þingið upp að vegg vegna orkumálanna Carter, Bandaríkja- sókn slna til niu landa, i forseti, hefur stillt þing- næsta mánuði ef þingið inu upp við vegg, ef svo samþykkir ekki áætlun má að orði komast, og hans um að minnka hótar að hætta við heim- orkuneyslu i landinu. HÁVAÐI ER HELSTA ORSÖK A TVINNUSJÚKDÓMA Hávaði er ekki bara óþægilegur heldur einnig skaðlegur. /»Sá tími kemur að við verðum að berjast gegn hávaða af jafn mikilli al- vöru og við berjumst nú gegn kóleru og plágum," sagði þýski visinda- maðurinn Robert Koch/ árið 1910. Þessi spá hans er nú aö ræt- ast, ekki sist i hans iönþróaða heimalandi. Annarhver ibúi Þýskalands kvartar nú yfir ein- hverskonar lasleika sem hann eöa hún .rekur til of mikils hávaða. Um tvær milljónir manna vinna á stööum þar sem hávaöinn er svo mikill aö heilsu þeirra er hætta búin. Hávaði er oröinn helsti atvinnusjúkdómur i Vestur-Þýskalandi og þeim fjölgar stöðugt sem fá skerta heyrn eöa veröa jafnvel alveg heyrnalausir. Sömu sögu er aö segja viöa annarsstaðar i heiminum. 1 hin- um þróaöri rikjum er öryggis- gæsla nú orðin svo ströng aö vinnuslysum hefur fækkaö verulega. Atvinnusjúkdómatilfellum hefur hinsvegar fariö fjölgandi með hverju ári. Um fjóröungur þeirra sem teknir eru til með- feröar vegna atvinnusjúkdóma, þjást af heyrnarskerðingu og lækning fæst engin ennþá. Það eina sem læknavisindin geta gert fyrir þetta fólk er aö segja þvi að fá sér heyrnartæki. I Vestur-Þýskalandi hafa stjórnvöld nú loks tekið viö sér. Þar er þaö Verkalýös- og félags- málaráðuneytið sem hefur með höndum reglugerðir fyrir vinnustaði. Og i mai 1976 voru settar fyrstu reglurnar um leyfilegan hámarkshávaða á vinnustöðum. Bæöi stjórnskipaöar rann- sóknarnefndir og einkaaðilar innan iðnaöarins vinna nú að þvi að finna leiöir til aö minnka hávaða á vinnustööum. . Verður ferðataskan ekki tekin fram? Carter sagöi fréttamönnum aö hann vilji fá á skrifborð sitt, frá þinginu, orkusparnaöaráætlun sem hægt veröi aö sætta sig viö, áður en hann leggur af staö frá Washington í næsta mánuöi. Fréttaskýrendur i Washington segja að meö þessu sé forsetinn aö beita þingið miklum þrýstingi: Annaðhvort taki það snarlega ákvörðun strax eða þá að þaö taki ásigsökina af þviaðhindra utan- rikisstefnu landsins og skapa stórfellda orkukreppu. En á bandarikjaþingi eru menn ekkert óvanir þrýstingi og fyrstu viðbrögöin voru þau aö Carter skyldi þá ekkert vera aö pakka niöur, þvi það væri alveg eins vist aö fjallaö yröi um orkumálin fram i desember. „Og mun ég hvergi fara” Oldungadeild þingsins hefur valdiö Carter miklum vonbrigö- um, i orkumálum. Fulltrúadeild- insamtykktiorkuáætlun hanslit- ið breytta strax i april siöastliön- um og þaö var talinn mikill sigur fyrir forsetann. öldungadeildin var hinsvegar ekki svo elskuleg. Hún hefur gert hverja breytinguna af annarri á áætlun forsetans og þær margar hverjar svo stórar aö þaö veröur erfitt fyrir Carter aö kyngja þeim. Sérstök nefnd hefur nú verið sett á laggirnar og er hlutverk hennar að reyna að samræma skoðanir forsetans og þingsins i þessu stórmáli. Og svona eins og tii aö leggja áherslu á hve mikla áherslu hann leggur á að þetta mál leysist, sagði Carter viö fréttamenn: , ,Ég álitþetta svo mikilvægt aö ef þingið hefur ekki lokiö umfjöll- un sinni um máliö þegar að þvi kemur aöég leggiupp I ferðmina til niu landa, þá mun ég taka lausn þessa máls framyfir ferð mina og fara hvergi. Heldur mun ég vera kyrr i Bandarikjunum og vinna með þinginu að nýrri orku- löggjöf.” Carter kvaöst vongóöur um að hann þyrftiekkiað hætta við ferð- ina. Og jafnvel þótt þingmenn hafi svaraö honum hvatskeyts- lega þegar þeir fréttu um þessi orö, er enginn vafi á þvi aö press- an á þá er gifurleg. Þetta er önnur heimsóknin sem Carter leggur upp I (ef hann þá fer), siðan hann tók viö embætti. Siöasta feröhans þótti takast frá- bærlega velog styrkja mjög stööu Bandarikjanna i Evrópu. í þessari ferö ætlarforsetinn aö heimsækja ýmis lönd sem Banda- rikin þurfa aö ná góðu sambandi viö.Feröaáætlunin hljóöarupp á: Venesúela, Braziliu, Nfgeriu, Saudi-Arabiu, Indland, Iran, Frakkland, Pólland og Belgiu. Þingiö vill áreiöanlega ekki láta kenna sér um aö eyöileggja þessa ferö. MMCA ÍÖUÖ U1 og JDUIXjJb, ASPEN bílamir sem tóku þátt Reykjavíkur 9. október 1977 sigruðu í sínum flokki: 3. flokkur: 1. SIMCA 1508 GT ók 82.52 km 2. Austin Allegro ók 80.05 km 3. Audi 80LS ók 70.11 km 7. flokkur: DODGE ASPEN 6 cyl ók 46.62 km Chev. Concours 8 cyl ók 39.56 km Chev. Impala 8 cyl ók 35.39 km sparaKsturskeppm Bitreiðaiþrottaklub eyðsla: 6.06 1./100 km eyðsla: 6.25 1./100 km eyðsla: 7.131./100km eyðsla 10.73 1./100 km eyðsla 12.64 1./100 km eyðsla 14.13 1./100 km SIMCA 1508 bíllinn er samskonar bíll og sigraðu næturrallið 1. og 2. okt. ‘77 með glæsibrag. Þetta sýnir enn einu sinni að bílar frá CHRYSLER eru bæði neyzlugrannir og hagkvæmir í rekstri. Sparið dýrmætt eldsneyti og akið á bíl frá CHRYSLER. Hrökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 ENNEINN SKjUR!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.