Vísir - 22.10.1977, Síða 3
VISIR Laugardagur 22. október 1977
3
i.4-» V . k , *,
Eina vandamálið sem svona út-
varpsstöðvar hafa við að glima er
að eiga nóg af hljómplötum og
kasettum. Hitt er barnaleikur að
koma upp útbúnaði til útvarps-
sendinga og kostar sáralitið.
Tæki það sem tengja má við
sendinn i Matthildarstöðinni til að
hægt sé að senda út i stereo er á
stærð við blaðsiðu i venjulegri
bók, nánast litið spjald með
nokkrum leiðslum og allt þetta
getur laghentur unglingur útbúið
á dagsstund með efni sem hann
kaupir hér i búð.
Eins og Visir hefur áður skýrt
frá hefur einnig verið starfrækt
leyniútvarpsstöð i Breiðholti. Þá
má geta þess að auk stöðvarinnar
i Hafnarfirði sem við sögðum frá i
gær hefur heyrst i einni eða
tveimur stöðvum þar til viöbótar.
—SG
Plata Matthildinga gaf útvarps-
stöðinni nafn
Útsendingum hætt til að forðast kæru
Jóhann Hafstein
dregur sig í hlé
Jóhann Hafstein/ al-
þingismaöur, hefur ákveð-
ið að hætta þingmennsku
viðnæstu kosningar. Hefur
hann tilkynnt kjörstjórn
Sjálfstæðisf lokksins í
Reykjavík þessa ákvörðun
sína en prófkjör um val
framboðslistans fer fram
síðla í nóvember.
Jóhann hefur setið á Alþingi
samfleytt i 32 ár, auk ýmissa ann-
ara trúnaðarstarfa sem hann
gengdi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Jóhann var varaformaður flokks-
ins árið 1965 til 1970, og formaður
frá 1970 til 1973.
Jóhann var forsætisráðherra
Islands um skeið, og gengdi
einnig embætti dóms- og kirkju-
málaráðherra, iönaöarráðherra
og heilbrigðisráðherra.
Auk þess gengdi Jóhann fjölda
trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, en þar starfaði hann i
nær 40 ár.
Jóhann Hafstein hefur ekki
gengið heill til skógar undanfarin
ár og er það ástæða þess aö hann
hættir nú þingmennsku. —AH I
Hjúkrunarfélogíð
gof BSRB miljjón
Hátt á þriðju milljón króna hef-
ur safnast I verkfallssjóð BSRB.
Mest munar um framlag
Hjúkrunarfélags islands sem gaf
eina milljón króna og stórar fjár-
hæðir hafa borist frá flugmála-
starfsmönnum, flugumferöar-
stjórum, lögreglu, starfsmönnum
rikisskattstjóra, starfsmönnum
Vélskóians ogþá gáfu starfsmenn
Þjóðviljans ein daglaun.
Auk þessa hefur fjöldi einstakl-
inga látið fé af hendi rakna f verk-
fallssjóðina. Framiögum má
skila á skrifstofu BSRB að
Laugavegi 172 eða inn á ávisana-
reikning numer 53 þúsund I Múla-
útibúi Landsbankans.
Launamálaráð ríkisstarfs-
manna innan BHM hefur sam-
þykkt að gangast fyrir fjársöfnun
til stuðnings við félagsmenn
BSRB sem eru i verkfalli.
—SG
Sigríður syngur
verðlaunalögin
Sigriður E. Magnúsdóttir kom Snape um síðustu mánaðamót.
til landsins frá London I gær
með undanþáguflugi til aö
syngja á fyrstu Háskólatónleik-
um vetrarins. Tónleikarnir
verða I Félagsstofnun stúdenta
kl. 15 i dag.
Sigriður syngur við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar lög
eftir Haydn, Schubert, Strauss,
Britten og Sibelius. Efnisskráin
er að mestu leyti hin sama og
þau fluttu á samkeppni I Eng-
landi fyrir unga einsöngvara, en
þar hlaut Sigriður önnur verð-
laun sem kunnugt er.
Keppni þessi var i tengslum
við tónlistarhátið i Aldeburgh og
Þar komu fram ýmsir þekkt-
ustu listamenn heims, t.d.
Sviatoslav Richter, Dalton
Baldwin, Peter Pears, Her-
mann Prey og Janet Baker.
Lokaþáttur hátiðarinnar var
tónleikar þeirra fjögurra söngv-
ara af f jörutiu sem komust i úr-
slit i keppninni. Sigriöur hlaut
önnur verðlaun, sem eru eitt
þúsund sterlingspund. Vakti
frammistaða hennar verð-
skuldaða athygli og væntanlega
fellur söngur hennar islenskum
áheyrendum jafn vel i geð og
hinni vandlátu erlendu dóm-
nefnd. —SJ
Komst til londsins
ó síðustu stundu
með undanþóguflugi
Sigriöur hlaut önnur verölaun á
samkeppni ungra einsöngvara i
Englandi fyrir flutning sinn á
þeim lögum, sem hún syngur á
Iláskóla tónleikunum.
Visismynd: JA
1. DES. KOSNINGAR STÚDENTA í DAG
MENNTUN OG MANNRÍTTINDI
EÐA KVENFRELSISBARÁTTA?
Stúdentar velja i dag það efni
sem þeir vilja að 1. desember-
hátið þeirra verði helguð. Kosn-
ingin fer fram I Sigtúni við Suöur-
landsbraut og stendur frá kl.
15-17.
Vaka, félag lýðræöissinnaðra
stúdenta, villað þessu sinni helga
1. desember efninu: Menntun og
mannréttindi. Telja Vökumenn
brýna þörf á aö standa vörð um
frelsi mannsandans nú á timum
kúgandi rikisstjórna og hótandi
öfgahópa. Þá vilja þeir vinna
gegn f jöldatakmörkunum i náms-
brautum og leggja á það megin
áherslu að menntun einstaklings-
ins sé vegna hans sjálfs.
Veröandi, félag vinstrisinnaðra
stúdenta, býður fram umræðu-
efnið: Kvenfrelsisbaráttan.Vilja
Veröandimenndraga umræðu um
þetta efni frá þeim laga- og
formsatriðum sem hún hafi mest
snúist um aö undanförnu.
Efstu sæti Vöku listans skipa
eftirtaldir: Anna Sverrisdóttir 2.
Auðunn Svavar Sigurðsson, 3.
Einar Orn Thorlacius 4. Kristinn
Arnason 5. Otto Guðjónsson 6.
Stefán Jónsson og 7. Sveinn Geir
Einarsson.
Listi Verðandi er þannig skip-
aður: 1. Aðalheiður Steingrims-
dóttir, 2. Guðrún Pálina Héðins-
dóttir, 3. Jón Ingi Sigurbjörnsson,
4. Mörður Arnason, 5. Svava Guö-
mundsdóttir, 6. Þðrunn Reykdal
og 7. Orn Daniel Jónsson.
Fundur um baráttumálin
veröur i Sigtúni i dag og hefst
klukkan 14, en kosning stendur
yfir milli klukkan 15 og 17.
Stúdentarþurfa aöhafa stúdenta-
skírteini meðferðis.
—SJ/AH
Litli veiðimaðurinn
í Vísisbíói í dag
Myndin sem sýnd verður i
Visisbióinu i dag klukkan þrjú
heitir Litli veiðimaðurinn og er
sögð mjög skemmtileg barna-
og unglingamynd. Ætti þvi
engum að leiðast i Laugarásbiói
á þessari Visissýningu i dag.
Aðgöngumiðarnir hafa runnið
út eins og heitar luinmur, enda
hafa sölu og blaðburðarbörn
Vísis aldrei verið fleiri en nú
undanfarið.
allf er
þegar
þrennt er