Vísir - 22.10.1977, Page 5
VISIR Laugardagur
22. október 1977
c
5
SOKN OG SOFNUÐUR
▼ ■ ■ ^
1 Séra Gisli Brynjólfs-
1 son skrifar:
V. J
T
Okkar dagar eru taldir dagar
hinnar riku félagshyggju. Það
kemur m.a. fram i ákaflega
miklum fjölda félaga og sam-
taka um hin margvislegustu og
fjarskyldustu málefni. — Sum-
um þessum félögum gengur illa
aðhaldaisérlifinutil lagframa,
þótt þau vilji vinna að næsta
þörfum málefnum. Þessvegna
er það ihugunarefni hvort ekki
sé timabært að taka það til at-
hugunar að gera kirkjusóknina
— söfnuðinn að virkari einingu i
félagsstarfi en nú er. En þess
ber að geta og gæta, að hvaða
starfsemi, sem söfnuðurinn
vildi vinna að eða efla á ein-
hvern hátt, þá er og verður höf-
uð hlutverk hans eitt og hið
sama: að safnast saman i kirkj-
unni til bænargerða, tilbeiðslu
og sameiginlegrar ihugunar og
fræðslu i orði Guðs.
Hér i borg munu nú vera 11
prestaköll með 16 prestum. Auk
þeirra 2frikirkjusöfnuðir. Hvert
prestakall i borginni (utan eitt)
er bara ein sókn eins og eðlilegt
er i þéttbýlinu, mótsett þvi, sem
er viða i sveitum þar sem
prestaköllin eru allt upp i 5-6
sóknir, sökum þess hve presta-
köllin eru viðlend.
Starfsaðstaðan margnefnda
er þvi næsta ólik fyrir kirkjuna
hvort um er að ræða strjálbýli
eða þéttbýli. — En hvað sem um
það má segja, þá er hitt vist, að
starf og samlif fólksins sem
söfnuður er allt of litið og ekki
nema brot af þvi, sem vera ætti.
1 eðli sinu og samkvæmt upp-
runa sinum er söfnúður krist-
innar kirkju það samfélag, sem
ekkert mannlegt er i rauninni
óviðkomandi. 1 þvi samfélagi
eru allir þátttakendur, ungir
sem gamlir, háir sem lágir,
fjáðir sem fátækir, visir sem fá-
visir, eða svo vitnað sé til orða
Páls i bréfi hans til Galata-
manna: Þér eruð allir einn
maður i samfélaginu við Krist
Safnaðarblað Qarðaprcstakalls á Akrancsi
1896 — 1976
80 ÁRA
AFMÆLISBLAÐ
akraneskirk.il'
LáliS uppbyggjasí sem lif-
andi steinar i andlegt hús“.
(I. Pét. 2.5.) "
Eitt af þvi sem getur verið gagnlegt til að vekja safnaðarvitund hjá
fólkinu og styrkja innbyrðis tengsl er safnaðarblaðið. Hér birtist
mynd af forsiðu safnaðarblaðsins á Akranesi.
HÚSBYGGJENDUR-Einanpnarplast
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæöiö frá
mánudegi-föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
stað, viðskiptamönnum
að kostnaðariausu.
Hagkvæmt verð
og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi
Borqörplq»t| *
^^^orflTTiccl
Jesúm”. Hér er þvi fyrir hvern
og einn hið ákjósanlegasta tæki-
færi til að mætast og blanda geði
saman, reifa áhugamálin sam-
eiginlega og skiptast á skoðun-
um.
Um eðli og erindi guðsþjón-
ustunnar skal að öðru leyti visaö
til ummæla, sem prentuð eru
hér á eftir um það hversvegna
menn fara i kirkju. Þau eru tek-
in úr Safnaðarblaði Dómkirkj-
unnar i Reykjavik fyrir nokkr-
um árum en þau eiga erindi til
reykviskra safnaða enn i dag,
þvi að andinn er hinn sami,
drottinn hinn sami og Guð hinn
sami, sem öllu kemur til leiðar i
öllum, (I. Kor. 12,4-6.)
Hvers vegna fór ég i
kirkju?
Það er fróðlegt að kynna sér,
hversvegna menn fara i kirkju.
Hér fara á eftir nokkrar ástæður
fyrir þvi, að þeir telja kirkju-
rækni veigamikinn þátt i trúar-
lifi sinu. Við skulum hlusta á
þessa vitnisburði:
1. Ég fer i kirkju til þess að
lofa Guð og þakka honum fyrir
handleiðslu hans og blessun.
Þetta geri ég meðal annars með
þvi að fylgjast með bænum og
lofsöngvum guðsþjónustunnar.
2. Ég fer i kirkju, til þess að
heyra, hvað Guð vill við mig
tala i orði sinu.
3. Ég fer I kirkju, til þess aö
sækja mér styrk i daglegu lifi,
svo að gleði min verði hreinni og
fyllri og ég eignist innri frið og
verði hæfari að mæta erfiðleik-
um og freistingum, sem á veg-
inum verða i lifinu.
4. Ég fer i kirkju til þess að
styrkja safnaðarlif kirkju minn-
ar og til þess að auka áhrif fagn-
aðarerindisins i samfélagi
minu.
5. Ég fer i kirkju til þess að
minna mig á þann æðsta sann
leika, að frá Guði fyrir hann og
til hans eru allir hlutir, og að lif-
ið er eilift i hans hendi, og að
takmark þess er að þroskast i
samfélagi við Guð til eilifs lifs.
riml 93-7370
kvBM ofl hatflarafanl 93-T3S9-