Vísir - 22.10.1977, Page 10

Vísir - 22.10.1977, Page 10
10 Laugardagur 22. október 1977 vism VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guómundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Ðragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Öskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Ölafsson, Óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: SiÖumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö ; Ritstjórn: Siöumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Hvað um jafnvœgismarkmiðið? Allan þennan áratug hefur efnahags- og fjármála- stjórn ríkisins verið með þeim hætti, að jafnvægi i þjóðarbúskapnum hefur í reynd vikið fyrir öðrum markmiðum. Af leiðingar þessa eru löngu komnar fram í efnahagslegri ringulreið, sem erfitt er að hemja. Að visu er það svo, að allar ríkisstjórnir hafa í orði kveðnu stefntað auknu efnahagslegu jafnvægi, en þeg- ar til kastanna hefur komið hafa önnur markmið setið i fyrirrúmi. A vinstri stjórnar timanum keyrði um þvert bak i þessu efni og sannleikurinn er sá að við búum enn við þá efnahagslegu upplausn, er þar af hlaust. Fjármálastjórn ríkisins er veigamikill þáttur í jafn- vægispóiitíkinni. A síðustu tveimur árum hefur náðst nokkur árangur í þá veru að lækka hlutfail ríkisút- gjalda miðað við þjóðarframleiðslu. Þetta hlutfall var komið upp í rúmlega 31% árið 1975 en er á þessu ári komið niður í rúmlega 27% samkvæmt þeim áætlunum, er fyrir liggja. Fjárlagafrumvarp það, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi gerir ráð fyrir, að þetta hlutfall ríkisútgjalda miðað við þjóðarframleiðslu haldist óbreytt á næsta ári. Er þá ekki reiknað með þeim hækkunum, sem hljótast af nýjum kjarasamningum við opinbera starfsmenn og þeirri hækkun á útgjaidaliðum, sem ævinlega á sér stað í meðförum þingsins. Miðað við fyrri reynslu er ekki fráleitt að ætla, að frumvarpið eigi eftir að hækka um allt að 15 milljarða króna áður en það verður að lögum. Að öðrum forsend- um óbreyttum má því reikna meðað fjárlög næsta árs leiði til hækkunar á hlutfalli ríkisútgjalda miðað við þjóðarframleiðslu. Er það sannarlega ógnvekjandi því að sæmilegur árangur hef ur náðst á þessu sviði undan- gengin tvö ár. Þær jákvæðu breytingar hafa einnig orðið að því er f jármálastjórnina varðar að ríkissjóður var ekki rek- inn meðteljandi halla á síðasta ári og menn binda vonir við að svo verði einnig í ár. Þessi atriði er lúta beint að f jármálastjórninni, hafa því færst til betri vegar, þó að mjög alvarlegar blikur séu á lofti, er leitt geti til nýrrar upplausnar í ríkisf jármálum. Fjármálastjórnin endurspeglar einnig hina almennu ef nahagspólitík ríkisstjórnarinnar. Orkufram- kvæmdirnar hafa þannig sett mark sitt á ríkisf jármál- in bæði að því er varðar bein útgjöld og lántökur. A þessu sviði hefur verið böðlast um án tillits til arðsemi- sjónarmiða og þar liggur ein af rótum efnahagsupp- lausnarinnar. Við höfum einnig rekið landbúnaðarpólitík árum saman án tillits til arðsemisjónarmiða. Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir 64% hækkun útflutningsuppbóta á næsta ári. Þessi efnahagsstefna setur fjármála- stjórninni veruleg takmörk og þess er ekki að vænta að árangur náist i fjármálastjórninni meðan ekki eru gerðar ríkari arðsemiskröfur en raun ber vitni um. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 5% minni opin- berum framkvæmdum að magni til árið 1978 en á þessu ári. Þessi samdráttur byggist hins vegar ekki á minni útgjöldum, heldur fyrst og fremst á minni erlendum lántökum. A þessu sviði hefur því ekki verið stigið nægjanlega stórt skref í aðhaidsátt. Hin mikla aukning á f járveitingum til vegagerðar er um margt skynsamleg. óhjákvæmilegt er að gera stór- átak í varanlegri vegagerð. A hinn bóginn er mjög vafasamtað auka svo mjög óbeina skattheimtu til þess að standa undir þessum framkvæmdum eins og ráð- gert er. Við ríkjandi aðstæður var aukinn samdráttur á öðrum sviðum eina færa leiðin í þessu efni. Fjárlög næsta árs munu því ósennilega hafa mikil áhrif til aukins jafnvægis í þjóðarbúskapnum. Fangelsið við Síðumúla er oft nefnt í fréttum dagblaðanna þegar fjallað er um afbrotamál. Þetta hús sem upphaflega var byggt sem bila- geymsla fyrir lögregluna á nú að gegna hlutverki gæsluvarðhaldsfangelsis. Þegar húsið var inn- réttað var það gert sem fangageymsla lögreglu og til geymslu á ölvuðum mönnum og hefur ekki verið breytt siðan. Einangrun er alls ófullnægj- andi og hefur margoft verið rofin eins og fram hefur komið í fréttum. allar þessar sendingar. Við spyrjum Gunnar hvað fangar aðhafist i klefum sinum til að drepa timann. „Menn lesa mikið hér. Við fáum bókakassa frá Borgarbókasafninu sem fangarnir velja sér bækur úr og þyrfti það úrval að vera fjöl- breyttara og meira. Þá fá sumir lesefni sent og eru þess dæmi að menn hafi lesið hér kennslubækur og notað timann til að mennta sig.” sagði Gunnar. — Fá menn dagblöð til lestrar? „Almennt fá menn ekki dagblöð i hendur, en þó eru til undantekning- HEF OFT FUNDIÐ TIL ÞESS AÐ ÞURFA AÐ LOKA MENN INNI KLEFA" — segir Gunnar Marinósson varðstjóri í fangelsinu við Síðumúla Þessi mynd er tekin i þverganginum fyrir framan klefaálmurnar. (Visism. j.a.; I fangelsinu eru 18 klefar og mun meðalstærð hvers klefa vera um fimm fermetrar. I klefunum er rúm, borð og stóll svo gólfrými er nánast ekkert. Langtimavist i svo þröngum klefa hlýtur að vera þrúg- andi svo ekki sé meira sagt. Það eru þó fáir sem þarna dvelja lang- timum saman þar sem þetta er ekki afplánunarfangelsi. Þó hafa sumir orðið aö sitja mánuðum saman i Siðumúla meöan mál þeirra eru rannsökuð og nú hefur einn hinna ákærðu i Geirfinnsmálinu dvalið þar i nær tvö ár, aö undanteknum smátima sem hann gisti Hegningarhusið við Skólavöröustig. Til þess að forvitnast örlitiö um lifið innan veggja fangelsisins fóru Visismenn i heimsókn þangaö á fimmtudaginn og ræddu við Gunn- ar Marinósson varðstjóra fanga- varða sem jafnframt gegnir nú störfum fangelsisstjóra i forföllum Gunnars Guðmundssonar. Mikill bókalestur Fyrst er Gunnar Marinósson spurður um daglegt lif i fangelsinu. Hann sagði að fangarnir fengju morgunkaffi og brauösamloku á morgnana upp úr klukkan hálf niu. Hádegismatur er sendur frá Múla- kaffi og ræður matsölustaðurinn matseðlinum á hverjum degi. Sið- an er kaffi seinnihluta dags og kvöldverður siðar. Kvöldkaffi án brauös er uppúr klukkan 20. Til viðbótar þessu hafa fangar möguleika á að fá matarsendingar utan úr bæ svo og tóbak, sælgæti og ar á þvi. Þá hafa þeir ekki afnot af útvarpi eða sjónvarpi. Eins og ég tók fram áðan lesa menn mikið enda hafa þeir við litiö annað aö vera. Sumir eru þó að teikna eða mála.” Samband við umheiminn Ekki er ætlast til að fangar hafi yfirleitt samband við umheiminn sjálfir. En sjálfsagt þurfa margir sem lenda i Siðumúla að gera hinar og þessar ráðstafanir oft og tiöum. Hvernig fara menn að þegar þeir sitja i einangrun? „Þeir biðja okkur fangaverðina að reka erindi sin, hafa samband við aöstandendur, prest eða lög- fræðing og útvega eitthvaö sem þá vanhagar um ef slikt er leyft,” seg- ir Gunnar. Texti: Sœmundur < Guðvinsson Myndir: Jens Alexandersson og Bragi Guðmundsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.