Vísir - 14.11.1977, Síða 3
vism Mánudagur 14. nóvember 1977
3
Árni Pétur bregður á leik ásamt dönskum starfs-
félaga sinum úr Kraka-hópnum.
Sexkantað-
ir tómatar
„Þessi tilraun tókst vel, og þvi
er ekki fjarlægur draumur aö á
næstu árum verði sexkantaðir
tómatar á boðstólnum hér á ís-
landi”.
Þetta sagði Einar I. Siggeirsson
kennari og visindamaður er við
spurðum hann um merkilega til-
raun með framleiðslu á sex-
köntuöum tómötum, sem hann
stóð fyrir við rannsóknarstofuna
að Neðri-Asi i Hverageröi i
sumar.
„Astæðan fyrir þvi að ég fór aö
fikta viö þetta var að ég las um
tilraun sem maður i Bandarikj-
unum hefur verið aö gera með að
framleiða sexkantaða tómata.
Hann vildi fá þá sexkantaða til
að þeir væru þægilegri i flutningi
og auðveldara að pakka þeim.
Einnig var hann að gera tilraunir
til að fá þá þéttari i sér — þannig
að auðveldara sé að skera þá.
Allir vita að erfitt er að skera
þá kringlóttu, sem við þekkjum
án þess að safinn fari úr þeim, og
þeir eru vandmeðfamir i flutn-
ingum. Ég skrifaði þvi út og fékk
send til baka nokkur fræ, sem við
gerðum tilraun með i Heragerði.
Um 200 „smakkarar”
voru ánægðir
Við fengum fræin heldur seint
— eða i mai — en samt báru
tuttugu plöntur ávöxt. Fengust
um fjögur kiló að meöaltali af
hverri plöntu, sem telja má gott
miðaö við hvað viö fórum seint af
stað.
Nær tvöhundruð unglingar i
skólanum sem ég kenni viö
Réttarholtsskólanum, fengu svo
að smakka á þessum sexköntuöu
tómötum i haust, og likaði vel.
Hjíöið á þeim er þykkra en á
þeim sem við eigum að venjast,
ogsafinn er minni. En það er gott
að skera þá ofan á brauö og þeir
smakkast að öllu leyti vel.
Við tókum afleggjara af
plöntunum i haust og eigum þvi
að vera tilbúnir að halda þessu
áfram næsta sumar. Ef útkoman
verðurgóð næstu árin er þvi ekk-
ert til fyrirstöðu aö rækta sex-
kantaða tómata hér — það er að
segja ef garðyrkjumenn eru til i
það”.
— klp —
Ránmaur í stað
eiturefna
Spjallað við Sigurgeir
Ólafsson, plöntusjúk-
dómafroeðing
Hver veit nema garð-
yrkjubændur og
gróðurhúsaeigendur
dragi verulega úr að
úða sin hús með eitri,
en dreifi þess i stað
skordýrum um
plönturnar, sem
drepá meindýrin sem
fyrir eru.
Sigurgeir ólafsson,
plöntusjúkdóma-
fræðingur hjá Rann-
sóknarstofnun land-
búnaðarins að Keldna-
holti hefur um nokkurt
skeið unnið að rann-
sóknum á ránmaurum,
en það eru kvikindi
sem lifa eingöngu á
spunamaur, einum
helsta skaðvaldi i
gúrkurækt i N-Evrópu.
Visir heimsótti Sigur-
geir að Keldnaholti og
ræddi við hann um
maurinn.
Ránmaur mikið notað-
ur i Danmörku
„Menn eru nú farnir að leita
að öðrum leiðum til að verja
gróður gegn meindýrum en að
úða hann með eiturefnum”,
sagði Sigurgeir. „Notkun á
eiturefnum hefur alltaf verið
talin heldur óæskileg, og vart
hefur orðið neikvæðra áhrifa af
notkun þeirra. Menn eru nú
farnir aö hugsa um að halda
umhverfisinu sem hreinustu og
að takmarka sem mest notkun á
eitri.
Þess vegna hafa verið teknar
upp það sem kallað er lifrænar
varnaraðgerðir — og f Noröur
Evrópu hefur mest verið um að
ránmaur sé notaður gegn
spunamaur og snikjuvespur
gegn mjöllús. Þetta er komið
mjög langt á sumum stöðum.
Til að mynda er ránmaur verk-
smiðjuframleiddur i stórum stil
i N-Evrópu m.a. er ein verk-
smiðja á Suður-Sviþjóð sem sér
Maurarnir eru örsmáir, vart sjáanlegir með berum augum. Hér er
Sigurgeir með plöntur þær sem hann hefur notað sem orrustuvöll.
Visismynd: JEG.
Sviþjóö og Danmörkp fyrir rán-
maur. 1976 notuðu 85% danskra
gúrkuræktunarmahna ránmaur
i gróðurhúsum sinum og 65%
danskra tómatræktunarmanna
notuðu snikjuvespu á mjöllús-
ina.
Skaðvaldarnir ónæmir
Kostirnir við þessa aðferð eru
margir. Ýmsir skaðvaldanna
öðlast fljótt ónæmi gegn eitur-
tegundum og það hefur gerst
hér á landi að bændur hafa þurft
að ryðja gróðurhús sin vegna
þess að eitur sem þeir höfðu
hafði engin áhrif á spunamauT-
inn. Þá má benda á svokallaðan
úðunarfrest, en i honum felst að
liða þarf ákveðinn timi frá þvi
að eitur er notað og þar til taka
má vöruna til neyslu. Þetta hef-
ur þær afleiðingar að aldin vilja
vaxa úrsér. Einnig má benda á
að úðun getur skaðað plöntuna
þannig að uppskera minnkar og
svoaö neytandinn villgrænmeti
sem ekki hefur komist i tæri við
eitur. Fjárhagslega hefur þetta
einnig komið betur út þar sem
það hefur verið notað.
Ránmaurinn kemur frá Chile,
og hann lifir eingöngu á spuna-
maur og eggjum hans. Hann
þrifst best við um 25 gráðu hita
og þá fjölgar hann sér helmingi
hraðaren spunamaurinn. Hann
getur drepið um 20 spunamaura
á dag eða um 30 egg.
Ránmaurinn getur þó aldrei
útrýmt spunamaurnum, en
heldurhonum i magni sem ekki
gerir neinn skaða hjá gúrku-
ræktendum.
Aðal skaðvaldurinn
Æskilegast er fyrir ræktendur
að setjasjálfir spunamaurinn á
plönturnar, svona á tiundu
hverja plöntu. Siðan er rán-
maurinn settur á sömu plöntur
átta dögum seinna. Þá myndast
jafnvægi.Flestir hinsvegar biða
fyrst eftir einkennum eftir
spunamaurinn en setja svo rán-
maurinn á plönturnar.
Þessi lifræna varnaraðferð
krefst svolitið annarra vinnu-
bragöa en ef úðun er notuð. Það
verðurað flytja til ránmaura og
sýsla dálitið með plönturnar. En
það þurfa menn ekki að setja
fyrir sig.
Þetta getur haft mikið að
segja fyrir gúrkuræktendur
vegna þess að spunamaurinn er
aðalskaðvaldur i gúrkurækt
hérlendis.
Hættulaus maur
Ég teldi æskilegra að við
kæmum okkur upp miðstöð hér
heima þar sem ránmaurinn er
ræktaður frekar en að flytja
hann inn utanlandsfrá. Það
erekkivist að þaö yrði svo dýrt,
einn maður gæti hæglega séö
um ræktun á þeim, jafrivel með
öðrum verkefum.
Svo er lika rétt að það komi
fram að innflutningur á þessu
dýri er hættulaus. Það lifir í
Suður-Ameriku, eina fæöa þess
er spunamaurinn og vegna þess
að hann fer i hiði á haustin deyr
stofn ránmauranna sjálfkrafa
út á hverju hausti. Dýrið lifir
alls ekki utandýra á Islandi né i
öðrum löndum Norður-Evrópu
og i þau fimmtán ár sem hann
hefur verið notaður i nágranna-
löndunum hefur ekkert komið
fyrir sem telja má hættulegt”.
— G A
Þœr „rigna" yfir okkur vörusendingarnar
C 3 _ _ -
“ .O « ., >
— c
K XI — - C 3
i Œ -
“5
IF.IiIí-
liiiisrin
Laugavegi 15 Sími 14320