Vísir - 14.11.1977, Síða 15
, ^-------------------------------------1
visir Mánudagur 14. nóvember 1977 15
Mjög góður á slæmum
vegi.
Einn helsti ókostur Fiat 124 var,
að hann var lágur að framan og
fjöðrunin svo stutt, að alltaf var
hætta á að fjaðrirnar lemdust
saman i snöggum, slæmum hol-
um.
A Fiat 124 var ekki hægt að
setja stærri dekk að framan,
vegna þess, að þau rákust utan i
hjólskálarnar. Sovétmenn hafa
leyst þetta vandamál með þvi að
breikka bilið á milli hjólanna að
framan og færa'þau utar, setja á
bilinn stærrí dekk og
lengja gormahtieyfinguna og
styrkja hana. Þetta gerir þaö að
verkum, að Ladan fer alveg ein-
staklega vel á okkar vegum,
fjöðrunin er allt að þvi eins mjfik
og á frönskum bíl og gleypir hol-
urnar alveg ótrúlega vel, þótt
hægt sé að láta hana „slá sam-
an”.
A Lada Í500 og 1600 er vélar-
krafturinn auk þess rikulega úti
látinn, þannig, að þeir bilar hafa
eiginleika á slæmum vegum, sem
gefa margfalt dýrari bilum litið
eftir.
Einn er þó sá ókostur, sem
Rússarnir hafa ekki getað ráðið
bót á, en það eru skvetturnar á
afturendanum i holóttum beygj-
um og á þvottabrettum.
Raunar hoppar billinn einnig
litillega til að framan á slikum
vegi, og i þessu tilliti stendur
hann að baki framhjóladrifnu
Fiötunum itölsku.
Stýriseiginleikar eru ágætir á
ferð, en nokkuð er billinn þungur i
stýri á hægri ferð, t.d. þegar lagt.
er i stæði. Einnig er beygjuhring-
urinn óþarflega viður 11,4 m.
Hávaði er minni en i mörgum bil-
um i þessum verðflokki, 81-83
Fótpláss og hæð til lofts la la
breiddin 1,34-1,38 m
PIÚS
Mikið afl, miðaö við verð
(Lada 1500 og 1600)
Ríkulegur búnaður.
Góður á slæmum vegum.
Hár undir (Lada 1200 og 1300)
Gott farangursrými
Minus:
Skvettir til afturenda i þvotta-
bréttum.
Vföur beygjuiiringur.
Fremur þungur i stýri á hægri
ferð.
Bensineyðsla í meira lagi
(Lada 1500 og 1600)
desibel á 70 kilómetra hraða á
meðalgrófum malarvegi.
Það er hátt undir flestar gerðir
af Lödu. 21 sentimetri er undir
Lada 1200 og 1300, en á Lada 1500
og 1600 þurfti að hafa sérstakan
hljóðkút undir miðjum bil, og er
hann 18 sentimetra frá jörðu á
Lada 1500 en 17 sentimetrar á
Lada 1600. Frá öllum þessun.
málum má draga um fimm senti-
metra fyrir fullhlaðinn bil, þann-
ig, að vélaraflið á dýrari gerðun-
um kostar mun lægri hæð undir.
Agætlega hátter þó undir allar
Lödurnar að framan og hlíf undir
vélarpönnu, auk þess sem mun
auðveldara er aö láta grjót og
ójöfnur fara undir bllinn sitt
hvorum megin við pönnuna en á
framhjóladrifnu Fiötunum
itölsku, þar sem vélin er þverstæð |
og nær langleiðina á mifli fram-
hjólanna.
Ég hef fjölyrt hér nokkuð um
eiginleika Lödunnar á malar-
vegi, ög stafar það af þvi, að þessi
bill hentar þeim best, sem þurfa
að aka um misjafna vegi. Lada
1200 er tæplega hundrað kilóum
þyngri en hinn upprunalegi Fiat
124, og þvi sterkbyggður bill. Vél,
girkassi og drif, þetta kram er
allt byggt upp á þrautreyndan
hefðbundinn hátt, án þess þó að
vera stirt i vöfum, nema þá stýrið
i þrengslum, eins og áður
sagði. Lada 1200 og 1400 svipar
mjög til Fiat 124, hvað snertir út-
búnað, mælaborð og innra sem
ytra útlit.
Tópasinn, eða Lada með 1500 og
1600 vél er alltannar handleggur.
Þessir bilar eru i sem skemmstu
máli rikulegar útbúnir en aðrir
bilar i þessum verðflokki, og
minna að þvi leyti á japanska
bila. Allt klætt i hólf og gólf,
meira aðsegja ljós i dyrum þegar
opnað er!
Vélarkraftur er einnig meiri en
á flestum bilum i þessum verð-
flokki, en á móti kemur, að
bensineyðslan er heldur meiri,
svona um einum til tveimur litr-
um meira á hundrað kilómetra en
á bilum af svipaðri stærð. Það er
þvi spurning um smekk og þarfir,
hvaða gerð af Lada menn kaupa.
Lada 1200 og 1300 er hærri frá
vegi og þola stærri holur en Lada
1500 og 1600, og þeir eru spar-
neytnari og ódýrari, en ekki eins
vel útbúnir og fallegir.
Rúmgóður miðað við stærð
og verð.
Rými, miðað-við stærð, og góðir
aksturseiginleikar, þetta voru
þeirkostir, sem færðu Fiat 124 tit-
ilinn „bill ársins” i Evrópu fyrir
tiu árum.
Nú hafa margir bilar farið fram
úr á þessu sviði.
í Fiat 128 er t.d. meira rými
fyrir fætur og betri setstaða undir
stýri en á Lada, þótt innanbreidd-
in sé meiri á þeim rússneska.
Engu að siður er Lada rúmgóð-
ur bíll, miðað við stærð og verð,
og farangursgeymslan er ágæt.
Bensintankurinn er ekki undir
bílnum, heldur úti i hliðinni. Hann
er þvi ekki i hættu, vegna grjót-
kasts, en svuntan aftast fær á sig
smásteina, sem spýtast undan
hjólunum og heggst með timan-
um.
Og meðan ég man, má nefna
smá-ókost, en það er, hve aftar-
lega bensingjöfin er, þannig að
erfitt er að finna stöðu á ekilssæti,
sem hentar bæði höndum og fót-
um. Arfur frá itölum, sem eru svo
fótstuttir.
Bilasiðan hefur verið gagnrýnd
nokkuð fyrir það, að sinna ekki
meira hinum dýrari bilum og
reynsluaka þeim. Skal viður-
kennt, að t.d. bandarískir og
sænskir bilar liggja enn óbættir
hjá garði i þessu efni, þótt ætlunin
sé að bæta sem fyrst úr þvi.
Það er hins vegar svo, að lik-
lega geta flestir fundið bil, sem
hæfir þeim meðal hinna svoköll-
uðu smábila og ódýrari bila.
Lada 1600: 17 sm undir hljóðkút.
Nú, fremur en nokkru sinni
fyrr, búa þeir yfir ýmsum kost-
um, sem venjulega eru tengdir
dýrari bilum, og valkostir eru
furðu margir i þessum verðflokki.
Vitanlega eru frágangur, ending
og þægindi ekki eins og best gerist
i lúxusbilum, en á einstökum
sviðum standa margir þessara
ódýru bila framarlega.
1 verðflokki með Lada eru t.d.
Autobianchi, Mini, Fiat 127 og
128, pólski Fiat og dýrasta gerð af
Skoda.
Fyrir þá, sem litið fara út á
malarvegi, og það er reyndar
meirihluti þjóðarinnar, bjóða
keppinautar margir hverjir upp á
meiri lipurð, léttleika og spar-
neytni, og rýmiðiþeim sumum er
betra og þægilegra, þótt litlu
muni þar á.
En fyrir þá, sem þurfa sterkan
og einfaldan bil, sem lætur sér
holur, grjót og möl vel lika, er
Lada valkostur, sem er vel þess
virði, að honum sé gaumur gef-
inn. Og hvað dýrustu gerðir Lada
snertir, er óhætt að segja, að það
er ótrúlega mikill bQl fyrir pen-
ingana. Ætlunin var að gefa hér
tölulegan samanburð við aðra
bila i verðflokknum en vegna
plássleysis, verður það að biða
betri tima.
Lada 1600: 78 hö, 15 sek i 100 km.
Rúmgóð far
ómar Ragnarsson
skrifar um bíla:
DAIHATSU — TOYOTA
1. Rafgeymir mœldur
2. Geymasambönd yfirfarin
3. Slit a viftureim ath.
4. Frostlögur mœldur
5. Hreinsuð loftsia
6. Olia ó stýrisvél ath.
7. Oliur ó drifi og gírkassa ath.
8. Olfa á vél endurnýjuð
9. Skipt um oliu-síu
10. Stillt kúpling
ventill hf
ÁRMÚLA 23 - SÍMI 30690 - REYKJAVÍK