Vísir - 14.11.1977, Page 26

Vísir - 14.11.1977, Page 26
30 VXSIR fffl Leiguíbúðir W fyrir aldraða Borgarráð Reykjavikur hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um leiguibúðir við Furugerði. íbúðir þessar eru 74, sér- staklega ætlaðar öldruðu fólki, 60 ein- staklingsibúðir og 14 hjónaibúðir. Áætlað- uB afbendingartimi er 1. mars n.k. Um úthlutun ibúða þessara gilda eftirtald- af reglur: 1. Þeir einir koma til greina, sem náð hafa ellilifeyrisaldri. 2. Leiguréttur er bundinn við búsetu með lögheimili i Reykjavik s.l. 7 ár. 3. íbúðareigendur koma þvi aðeins til greina, að húsnæðið sé óibúðarhæft eða þeir af heilsufarsástæðum geti ekki nýtt núverandi ibúð til dvalar. 4. Að öðru leyti skal tekið tillit til heilsu- fars umsækjenda, húsnæðisaðstöðu, efnahags og félagslegra aðstæðna. Umsóknir skulu hafa borist húsnæðisfull- trúa Félagsmálastofnunar Reykjavikur- borgar Vonarstræti 5 á þar til gerðu eyðu- blaði, eigi siðar en mánudaginn 12. desember n.k. Óskað eftir tilboðum í bifreiðar, sem hafa skemmst í umferðaróhöppum Chevrolct Vega árg. 1973 Landrover disel árg. 1971 Ford Kalkon árg. 1965 Opel Kadett árg. 1976 Trabant árg. 1974 Hilnian Hunter árg. 1970 Peugoct 504 árg. 1970 Chevrolet lmpala árg. 1970 Taunus 17 M. st. árg. 1968 o.fl. Bifreiöarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26 Kópavogi, mánudaginn 14/11 1977 kl. 12-17. Tilboöum sé skilað til Samvinnutrygginga Bifreiðadeild fyrir kl. 17 þriöjudaginn 15/11 1977. Laus Laus er til umsóknar staða læknis við1 heilsugæslustöð á ísafiröi. Staðan veitist frá 1. janúar 1978. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 10. desember 1978. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 9. nóvember 1977. staða Útboð Stjórn verkamannabústaöa i Reykjavik óskar eftir tilboðum i byggingu 18 fjöl- býlishúsa (216 ibúðir) i Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlið 4. Reykjavik gegn 100 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 6. desember 1977 kl. 14. Helgi Sæmundsson Fjallasýri Islensk bókmennta- saga Fimmta útgáfa af Islenskri bókmenntasögu 1550-1950, er komin út. Það er bókagerðin Ask- ursem stendurað Utgáfu hennar. Bókin er eftir Erlend Jónsson og er 225 blaðsiður að stærð. Hún skiptist i 10 kafla: Lærdómsöld, Fræðslustefnan, Rómantiska- stefnan, Alþýðuskáld, Upphaf skáldsagnaritunar, Raunsæis- stefnan, Sýmbólismi og ný- rómantík, Brautryðjendur i leik- ritum, Ljóðlist frá 1918, Laust mál frá 1918. Nýjasta verk Heinesens komið út ó íslensku Fjallasýn Helga komin út Helgi Sæmundsson hefur sent frá sér ljóðabókina „Fjallasýn”. Þetta er fjórða ljóðabók Helga og i henni eru tæp fimmtiu ljóð fjöl- breytt að formi og efni. Bókiner ilitlu brotiog prentuð i Skákprenti. Helgi Sæmundsson er þjóökunnur maður, ekki einungis fyrirskáldskap sinn heldureinnig fyrir margskonar trúnaðarstörf. —GA Nýkomin er út hjá Mali og menningu skáldsagan Turninn á heimsenda eftir færeyska rithöf- undinn William Heinesen. Undir- titillinn er: Ljóðræn skáldsaga i minningabrotum úr barnæsku. Þetta er nýjasta skáldsaga Heini- sens og hefur Þorgeir Þorgeirs- Skókþjólfun „Skákþjálfun, leiðin til fram- fara” heitir nýútkomin bók eftir Rússann Alexander Koblenz. Bókin er eins og nafnið bendir til fyrir skákáhugafólk og þykir hentug fyrir þá sem aðeins eru komnir að stað i skáklistinni. Höfundur hennar er þekktur skákþjálfari i heimalandi sinu. Það er timaritið Skák sem gefur bókina út,enþýðandi er Jörundur Hilmarsson. —GA ALEKANDER fOS£KK Skákþfálfun . ISLENSK BOKMENNTA SAGA 1550-1950 BOKAGERÐIN ASKUR Bókina prýða fjölmargar myndir, af höfundum og lista- verkum. —GA son þýtt bókina á islensku. Sagan geristi Þórshöfná fyrstu áratugum aldarinnar og fjallar um skynjun ungs drengs á um- hverfi sinu og þær breytingar er verða á heimsmynd hans á ung- lingsárum. Þessi bók er fyrsta bindið i rit- safni þeirra sagna eftir William Heinesen sem enn hafa ekki komið út á islensku. —K.S. Frú Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur Hér getur að lita Raily-Cross bll aö ameriskri fyrirmynd. Hann er að vlsu eilltið frábrugðinn þeim evrópsku, en þeir eiga að halda upprunalegum útiinum að mestu leyti. Fundur í kvöld Þaö er oröið lýðum ljóst, að Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja- vikurer ört vaxandi félagsskap- ur og er sifellt að færa út kvi- arnar. Ekkert sem viðkemur bilaiþróttum er látið óáreitt og vist er að Bifreiðaiþróttaklúbb- urinn linnir ekki látum, fyrr en Islendingar fá að njóta þeirrar skemmtunar sem býðst öllum siðmenntuðum þjóðum, rall — Rallycross —isakstur, ofl. og að lokum alvöru kappakstur, Formula 1, 2, og 3 o.s.frv. Klúbburinn telur það fásinnu aö Islendingar eigi að vera 100 ár- um á eftir öðrum menningar- þjóðum i þessum efnum. Auð- vitað göngum við ekki i gegnum margra ára þróun i einu vet- fangi, en með þvi að koma þess- um íþróttum af stað i réttri röð verður sett af stað skriða, sem „100 húsmæður úr Vesturbæn- um” ná ekki aö stöðva. Rall- iþróttin hefur nú þegar öölast nokkurn sess, og þvi telur klúbburinn timabært að koma fleiri akstursiþróttum af stað. Rally-Cross hefur þegar oröið fyrir valinu, og við látum ekki sitja við orðin tóm, þvi að braut- in sem nota á fyrir þetta sport er þegar tilbúin. Undanfarnar helgar hafa starfssömustu félagarnir unnið að brautargerð á Kjalarnesi svo nú er óhætt að fara að útbúa bfla i Rally-Cross. Rally-Cross regl- ur fást hjá F.I.B. að Skúlagötu 51.1 kvöld kl. 20,00 verður hald- inn almennur félagsfundur að Hótel Esju, þar sem rætt verður m.a. um framtið Rally-Cross- iþróttarinnar. A fundinum veröa einnig seldir miðar á árs- hátið klúbbsins, sem verður 2. des. Stjórninni er nokkur nauð- syn að vita væntanlega þátt- töku, og þvi er æskilegt að sem flestir mæti. Stjórn klúbbsins vill að lokum benda öllum þeim sem áhuga hafa á þvi að koma bifreiða- iþróttum á hér á landi, að BIKR er vettvangur slikra manna, sameinaðir getum við allt. „Félagar” mætum allir á fund- inn, nýir félagar ávallt vel- komnir. Athygli skal vakin á þvi að BIKR. hefur opnað skrifstofu að Laugavegi 166. 2 hæð, og eru all- ir áhugamenn velkomnir á Mið- vikudagskvöldum milli 8 og 10. Ennfremur þykir af ofangreind- um ástæðum nóg að félags- fundir séu einu sinni i mánuði, en þeir verða þvi framvegis fyrsta mánudag hvers mánaðar héðan i frá.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.