Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 17.11.1977, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 17. nóvember 1977 VISIR Úr fteimi frímerkjanna Umsjón: Hálfdan Helgason 1‘orens Rafn SigurðiH* Pétursson íslonds- samlarna 15 ára Fyrir rúmum 15 árum, þann 16. jánúar 1962, var stofnað i Stokkhólmi i Sviþjóð félag frimerkjasafnara, sem hlaut nafnið ISLANDSSAMLARNA. Naf ngiftin hefur sjálfsagt komið nokkuð af sjálfu sér, þvl félags- menn voru allir áhugamenn um söfnun islenskra frimerkja og með félagsstofnuninni var ætlað að stuöla enn frekar að söfnun og rannsókn íslenskra fri- merkja. Þremur árum siöar var svo stofnuð i Gautaborg sérstök deild úr félaginu og með árunum hefur félaginu vaxiö svofiskurumhrygg (enda engir venjulegir menn, sem eru þar i forsvari) að félagsmenn eru nú hátt á fjórða hundraðinu. Tengsl félagsins viö Islenska safnara hafa frá upphafi verið mikil og góð og er þess skemmst að minnast er fVdagar úr Islandssam larna heiðruðu Félag frimerkjasafn- ara i Reykjavik meö þátttöku i afmælissýningu F.F. á siðast- liðnu sumri. A þeirri sýningu hlaut formaður Islandssaml- arna, Bernhard Beskow, gyllt silfur fyrir frábærlega fallegt safn Islenskra skildingamerkja. Fyrir þá, sem safna Islenskum frimerkjum og vilja kynnast þeim og islenskri póst- sögu náiö, er félagsbréfið Rapport ómetanlegt en það er sent til félagsmanna fjórum til fimm sinnum á ári. Sem dæmi um efnisvalmá nefna aö nýlega skrifuðu þeir félagarnir Tore Runeborg og Per V.A. Hanner, all ýtarlega og skemmtilega grein um eftirstimplanir is- lenskra frimerkja. Einnig má nefna grein Færeyingsins Ing vards Jacobsens um færeysku merkin 1940-1941. Var vel til fundið að birta þá grein, þvi þrátt fyrir nafn félagsins, nær söfnunarsvæði félagsmanna einnig til Færeyja, Grænlands, Dönsku Vesturindla og Slés- vikur. Þó að afmælisdagur félagsins sé 16. janúar eins og áður sagði, hefur verið ákveðið að halda upp á 15 ára afmælið með hátfðasamkomu þann 3. des- ember n.k. Sama dag fer fram veglegt uppboð og hefur upp- boösskrá þegar verið send félagsmönnum. Er uppboðs- efnið hið glæsilegasta enda álit margra að hvergi sé jafn fjöl- breytt og gott úrval islenskra frimerkja og i Sviþjóð. Auk þessa mun svo félagiö standa fyrir frimerkjasýningunni ALLTING77,sem haldin verður á Póstsafninu I Stokkhólmi dag- ana 2. desember til 15. janúar 1978. í sambandi við sýninguna mun sænska póststjórnin nota sérstimpil við mynd af islenska fálkanum sem er nokkurs konar féiagstákn Islandssamlarna. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar i Islandssaml- arna ættu að skrifa til: Föreningen Islandssamlarna, c/o Tore Runeborg, Birger Jarlsgatan 66 II 114 20 Stock- holm, Sverige, en hann mun áreiðanlega gefa allar nánari upplýsingar. JUPHILUX 78 ILuxembourg verðurhaldin 5. alþjóðlega sýning ungra safnara, þ.e. þeirra sem eru yngri en 21 árs. Sýningin stendur dagana 6-10 april 1978 og hefur hlotið nafnið JUPHILUX 78. Þátttakendur eru um 500 talsins frá 41 landi og munu þeir sýna um 500.000 frimerki i 1500 sýningar- römmum. 1 sambandi viö sýn- inguna mun póstmálastjómin i Luxembourg gefa út minn- ingarörk, sem verður til sölu dagana 3.-10. april eingöngu. Verðgildi arkarinnar eru 31 F en verð hennar hinsvegar 60 F, sem mun jafngilda um það bil 360 krónum islenskum. Þeir sem hafa áhuga á að eignast þessa örk geta sent pantanir ásamt greiðslu til: Direction des Postes Office des Timbres, P.B. Luxembourg. Hverri örk fylg- iraðgöngumiðiað sýningunni. JOLAFRIMERKI Póststjórnirf jölmargra landa gefa út sérstök frimerki, sem aðallega eru ætluð á jólapóst- inn. Nú I ár eru Sviar timanlega á ferðinni og i dag (17. nóv.) koma út hjá þeim 6 frimerki með myndum af ýmiskonar jóla- undirbúningi. Þrjú merkjanna eru að verðgildi 75 aurar og þr jú að verögildi 1.10 kr. Þann 7. desember verða gefin út I Liechtenstein fjögur jólafri- merki með verögildunum 10,50,80 og 150 Rp. Myndirnar eru tréskurðarmyndir eftir listamanninn Erasmus Kern, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar og bjó I bænum Feldkirch I Austurriki. Fyrstu jólafrimerkin i heim- inum komu út árið 1897 I Nýju Suður Wales i Astralfu. Þau merki voru s.k. liknarmerki, þ.e. þau voru með umframverði og það all hressilegu. A merkj- unum, sem voru tvö, stóðu töl- urnar 1 og 21/2 Það þýddi að viö greiðslu burðargjalds, giltu þau sem 1 eða 2 1/2 pence en við kaup á þeim varð að borga fyrir þau tólffalt það verð, þ.e.a.s. 1 eða 2 1/2 shilling. Mismunurinn var siðan látinn renna I liknar- sjóð. Arið 1897 kom reyndar einnig út i Canada jólafrimerki en það var ekki liknarmerki frekar en merkin frá Sviþjóð eða Liechtenstein, sem minnst vará hér að framan og verögildi þess var 2 cent. SMÆLKI Löngum hefur verið álitiö að Þjóðverjar séu mestu fri- merkjasafnarar i veröldinni. Talið er aö um það bil þrjár milljónir Vestur Þjóðverja safni frimerkjum en það mun vera þvi sem næst 5% þjóðar- innar. Nú hafa borist fréttir frá Bandarikjunum þess efnis að þar séu tæplega 8% þjóöar- innar, eða nálægt 16 múljónir, frimerkjasafnara. Þar, eins og i Þýskalandi, eru um það bil 90% safnaranna karlkyns. Sagt er að eitt sinn hafi maður nokkur komið inn I fri- merkjaverslun eina (nei, það var hvorki hjá Magna né Bolla) og reynt að selja fri- merki gamalt frá einhverju landanna við botn Miðjarðar- hafs. Hann hélt þvi fram aö það væri mjög verðmætt, þar sem það hafi verið á bréfi Páls postula til Korintumanna. „Aumasta og barnalegasta vitleysa, sem til er”mátti lesa um frimerkjasöfnun árið 18631 ensku siðdegisblaöi árið 1863. Þá varfjöldifólks þegar á kafi ifrfmerkjasöfnun, sem sjá má á þvi að árið 1852 var fyrsta frimerkjasýningin haldin. Þaö var iBrussell i Belgiu og voru sýnd tæplega 100 merki I ein- um ramma. 22. ÞATTUR NÚ ER ÞAÐ DANSKA KRONAN, SEM VELDUR ÝMSUM ÁHYGGJ UM Það var ekki beinlinis giæsi- legur dagur hjá dönsku krón- unni á gjaideyrismarkabinum i gær. Hún seig hægt og varlega niður á við. Það var ekki um stór stökk að ræða en hún lækkaði almennt gagnvart öll- um mikilvægum gjaldmiðlum nema norsku krónunni sem átti enn verri dag en danska krónan þrátt fyrir oliuauðinn. Belgiski frankinn, sem stendur veikt, héit stöðu sinni gagn vart dönsku krónunni — en skandinavisku krónurnar og belgiski frankinn heyra ekki til þunga vigtarflokks gjaldmiðlanna. V* r/J GENGIOG GJALDMIÐLAR Ein af ástæðunum fyrir sígi dönsku krónunnar er sú stað- reynd ab fjármagnsinnflutning- ur einkaaðila tii landsins virðist vera að minnka. Þessi fjár- magnsinnfiutningur hefur veriö veruiegur um lengri tima m.a. vegna þess að vaxtamismunur- inn milli Danmerkur og ná- grannalandanna hefur verið það verulegur, að hann hefur hvatt til fjármagnsinnflutnings. En ■ GENGISSKRÁNING ■ Gengi nr. 219 Gengi nr. 218 16 nóv. kl. 13 15. nóv. kl. 13 Kaup: Sala: Kaup: Sala: 1 Bandarikjadollar •' 211.10 211.70 211.10 211.70 1 Sterlingspund • 383.70 384.80 383.70 84.80 1 Kanadadollar • 190.355 190.85 190.10 190.60 100 Danskar krónur • 3439.65 3449.45 3439.65 3449.45 lOONorskarkrónur • 3855.70 3866.70 3855.70 3866.70 100 Sænskar krónur • 4397.90 4410.40 4397.90 4410.40 lOOFinnsk mörk • 5072.10 5086.50 5072.10 5086.50 100 Franskir frankar • 4344.70 4357.10 4338.50 4350.80 100 Belg. frankar • 597.70 599.40 597.70 599.40 100Svissn. frankar • 9578.70 9605.90 9574.90 9603.10 lOOGyllini • 8696.20 8720.90 8694.80 8719.50 100 V-þýsk mörk • 9399.35 9426.05 9385.35 9412.05 100 Lírur • 24.01 24.08 24.01 24.08 100 Austurr. Sch • 1318.50 1322.30 1317.30 1321.10 lOOEscudos • 519.00 520.50 518.70 520.20 lOOPesetar ■ 254.25 254.95 254.25 254.95 100 Yen • 86.10 86.35 86.10 86.35 umræðan undanfarið um hugsanlega breytingu á afstöðu dönsku krónunnar til gjald- miðlaslöngunnar og v-þ marks- ins getur hafa skapað slika óvissu um gengismálin að hún dragi úr vilja til að taka einka- lán erlendis. Astandiö er reynd- ar þannig að hver helgi kostar þá sem þurfa að eiga viðskipti I erlendum gjaldeyri, svefnlaus- ar nætur. Um næst siðustu helgi var það belgiski frankinn sem áhyggjum olli hg um næstu helgi getur það orðið norska krónan. Þrátt fyrir óróleikann kring- um dönsku krónuna er rétt að taka fram að hún er enn um miðju gjaldmiðlaslöngunnar og hinar „litlu” gjaldmiðlarnir eru fyrir neöan hana en v-þ markið efst. Það er einmitt staöa marksins eins sér í efsta sætinu scm veldur áhyggjum. Ekki urðu umtalsverðar breytingar á hlutfallinu milli „stóru” gjaldmiðlanna I gær. Ýmsir spá þvl að ekki muni veröa verulegar breytingar á næstunni þar sem forráðamenn iðnrikja hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta aö banda- riski dalurinn iækki ekki of mik- ið fyrir OPEC-fundinn I desem- ber. Peter Brixtofte/ESJ. ‘Gjnfavörur Jóluvörur VEGGKLUKKUR VEKJARAKLUKKUR ELDHÚSKLUKKUR Litið við eða hringið. Heildverslun PÉTURS PÉTURSSONAR Suðurgötu 14 Simar 21020 — 25101 Maður fær eitthvað fyrir peningana, þegar maður auglýsir í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.