Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 21. nóvember 1977
Bœndurnir töpuðu
botnsmálinu - 5fe™0TN
Bændur sem lönd eiga
að Mývatni töpuðu
málssókn sinni á hendur
rikinu varðandi eignar-
rétt á botni Mývatns.
Dómur hefur verið
kveðinn upp i málinu og
segir svo i dómsorðum
undirréttar:
„Viðurkenndur er eignarréttur
islenska rikisins að vatnsbotni
Mývatns utan netlagna einstakra
jarða ásamt öllum námum og
hvers kyns verðmætum á, i og
undir vatnsbotninum. Máls-
kostnaður fellur niður. Gjaf-
sóknarkostnaður aðalstefnenda
eigenda ogábúenda jarða erlönd
eiga að Mývatni, Dagbjarts
Sigurðssonar og fleiri krónur
3.701.685 greiöist úr rikissjööi. Af
þeirri fjárhæð ber skipuöum tals-
manniþeirra Páli S. Pálssyni hrl.
krónur2,8 milljónir i málssóknar-
laun.”
Siðan er nánar kveðið á um
málsvarnalaun annarra lög-
manna sem nemur lægri upphæð-
um en málskostnaöur er greiddur
úr rikissjóði.
Dómsforseti var Magnús
Thoroddsen borgardómari og
meðdómendur þeir Guömundur
Jónsson borgardómari og Lýður
Björnsson sagnfræðingur.
—SG
„Sadat fer
ánœgður
heim"
— segir Begin.
— Sjá nánar á bls. 9.
Kjaradómur um laun
BHM-manna:
Fengu sömu
prósentu-
hœkkanir
og hjá BSRB
„Kjaradómur hefur tekið
ákaflega litið tillit til könnun-
ar Hagstofunnar”, sagði Jón-
as Bjarnason, formaður
Bandalags háskólamanna I
morgun.
Kjaradómur felldi um helg-
ina úrskurð i máli BHM og
sagði Jónas að i úrskurðinum
væri BHM dæmdar svipaðar
prósentuhækkanir og BSRB
hafði áður samið um, og ýmis
önnur ákvæði væru einnig
svipuð. —ESJ
Sjólfstœðis-
menn taka við
stjórnarforystu
í Sjómanna-
félagi
Reykjavíkur
„Við teljum ekki aö stjórnmál
eigi að vera hér i öndvegi, en þó
sýnir þetta að breyting hefur
orðið á hugarfari manna,” sagði
Guðmundur Hallvarðsson hjá
Sjómannafélagi Reykjavikur
við Visi i morgun, en i gær var
ákveðinn framboðslisti til
stjórnarkjörs i félaginu.
Með þeim lista láta Alþýðu-
flokksmenn af margra ára for-
ystu i stjórn félagsins og Sjálf-
stæðismenn taka við.
Listi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Sjómannafélagsins
var eini framboðslistinn sem
fram korp. En þar er
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður.
Stjórnarkjörið fer fram á
aðalfundi Sjómannafélags
Reykjavikur, sem haldinn
verður i febrúarmánuöi.
Fimm óra dreng bjargað úr snjóflóði í Ölfusi
Rune litli ásamt móður sinni Ullu Hesager, á sjúkrahúsinu á Selfossi. Visismynd: Jón B.
Stefánsson.
„Anœgjulegasta afmœlisgjöf,
sem ég hefði getað fengið
------------- --- -..... t
sagði lögregluþjónninn, sem fann drenginn á lifi einum og hálfum tíma eftir að snjóflóð féll
##
„Það að finna dreng-
inn á lifi i snjónum var
ánægjulegra en nokkur
afmælisgjöf, sem ég
hefði getað fengið”
sagði Heiðar Jónsson,
lögregluþjónn á Sel-
fossi. i samtali við
fréttamann Visis á
staðnum, en hann átti
einmitt afmæli á
laugardaginn, þegar
honum tókst að bjarga
fimm ára dreng úr
snjóskriðu skammt frá
bænum Sogni i ölfusi.
Drengurinn, sem heitir Rune
Hesager er var þar á göngu
ásamt foreldrum sinum og
fleira fólki, grófst undir skriö-
unni, og fannst ekki fyrr en ein-
um og hálfum tima slöar, þá
heill á húfi og þótt furðulegt
megi teljast, ómeiddur.
Um kl. 15 á laugardag barst
tilkynning til lögreglunnar á
Selfossi um atburöinn og þá
þegar var kallað út lið hjálpar-
sveita frá Selfossi og Hvera-
gerði ásamt slökkviliði Hvera-
gerðis. Heiðari Jónssyni, lög-
regluþjóni á Selfossl sagðist svo
frá leitinni: „Er komið var á
staðinn var strax hafist handa
við leitina, og voru bæði notaðar
stengur og skóflur. Skriðan
virðist hafa fallið um þaö bil 150
metra og var um 25-30 metra
breið. Ég gróf i skriðuna með
skóflu og fann fyrst vettling og
síðan stigvél og kom svo niöur á
drenginn en þá var liðinn um
einn og hálfur timifrá þvi skrið-
an féll. Drengurinn var með
meðvitund og virtist óskaddað-
ur en mjög kaldur.”
Rune og móðir hans á
sjúkrahúsi
Rune og móöir hans Ulla Hesag-
er liggja nú á sjúkrahúsinu á
Selfossi, Rune aö jafna sig eftir
volkiö, en Ulla með kal á hönd-
um sem hún fékk við að grafa
eftir syni sinum i snjóinn. Þau
mæðgin eru dönsk og hafa búið
ásamt eiginmanni og föður,
Jennik Hesager, á Sogni i ölfusi
um eins árs skeið.
„Það var gott veður og sólskin
og við fórum sjö saman út að
ganga og héldum upp að fjalli.
Þar sáum við frosinn foss sem
við vildum athuga nánar,”
sagði Ulla Hesager, er frétta-
maður Visis á Selfossi ræddi
hana. „Allt I einu losnaði snjór-
inn og skriöan féll og lenti á
Rune og Jennik, en Jennik losn-
aði strax undan henni. Við byrj-
uðum strax að grafa og krafsa
eftir Rune. Einn úr hópnum fór
þegar heim að Sogni og hringdi
á lögreglu og hjálparlið. Rune
fannst siðan einum og hálfum
tima siðar, heill á húfi.” Þau
mæðgin eru bæði tiltölulega
hress eftir volkið og munu brátt
fá að fara heim af sjúkrahúsinu
á Selfossi.
— JBS,Selfossi.