Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 27

Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 27
Endursýnið heldur Vornur- rœðu vitfirrings B.S. Kópavogi, hringdi: Eru forráðamenn sjónvarps ekki fáanlegir til að endursýna þættina Varnarræða vitfirr- ings? Við höfum verið að spjalla um þetta nokkur, þar sem ekki nærri allir hafa haft tök á að fylgjast með þáttunum eða sjá þá á alla á miðvikudagskvöld- um. En þar sem manni skilst nú að þessir þættir séu hinir merkilegustu, og forvitnileg- ustu — enda tók það útvarps- ráð drjúgan tima að taka ákvörðun um hvort sýna ætti þá hér eða ekki, þá vill maður helst ekki missa alveg af þeim. Mér finnst réttara að endur- sýna þennan framhalds- myndaflokk heldur en t.d.' Undir sama þaki, þar sem hver þáttur er sjálfstæður og þó svo menn missi einn þátt eða svo, þá sakar það ekki, þar sem ekki er um efnis- framhald að ræða. öðru máli gegnir um þenn- an ágæta Strindbergsmynda- flokk. Held ég að sjónvarps- áhorfendur yrðu mjög þakk- látir ef þættirnir yrðu endur- sýndir, t.d. siðdegis á sunnu- dögum. Hringið í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavik. Janus Czerwinski (I miðið) ásamt Sigurði Jónssyni t.v. og Axel Sigurðssyni fyrrverandi framkvæmda- stjóra HSt. Opið bréf til HSÍ „...En málið er i raun og veru flókið og viðkvæmt. Það er mögu- leiki að tsland mæti Pólverjum komist þeir áfram upp úr riðli sinum — þá spila Island og Pól- land innbyrðis. Czerwinski þekkir pólska landsliðið eins og sjálfan sig —alla veikleika þess og einnig styrkleika og þær tafir sem orðið hafa á þvi að Czerwinski komi til tslands eiga vafali'tið rætur sinar að rekja til þess..” Þau orð er að framan greinir gat að lita i einu dagblaðanna á dögunum, og eru þau höfð eftir einum af landsliðsnefndarmönn- um okkar i handknattleik, Gunn- laugi Hjálmarssyni. Þetta eru stór orð, og ef maður hugsar mál- ið eru þau ekki bara stór, þau eru mjög alvarleg vægast sagt. Er þetta persónuleg skoðun Gunnlaugs Hjálmarssonar, eða urðu landsliðsnefndarmennirnir einhvers áskynja i Póllandsferö- inni sem gefur ástæðu til þess að ætla að ástæðan fyrir þvi að Janus er ekki hingað kominn sé sú að Pólverjar hafi þar hönd i bagga — með það i huga að reyna að hafa áhrff^á undirbúning is- lenska landsliðsins fyrir HM? Þetta eru spurningar sem vert væri að lá svör við, en að óreyndu getur maður ekki trúað þvi að svo sé að Janus Czerwinski taki þátt i þeim „skripaleik” áem viðhafður er sé það rétt að ástæðurnar fyrir seinkun þess að hann hafi komið hingað, séu þær er Gunnlaugur gefur i skyn. En hvað veldur þá þvi að Gunnlagur segir þetta i fjölmiðli? Við þessu þurfa að fást svör, það þarf að hreinsa Janus Czerwinski undan þeim grun- semdum er framgreind orð gefa til kynna. Siðar i viðtali sinu segir Gunn- laugur: — Nú er það ljóst að óhjákvæmi- lega verða talsverðar breytingar i Islenska landsliðinu eftir þessa ferð. Hún hefur sýnt okkur hverj- ir veiku punktarnir eru i' landslið- inu og verið ákaflega þarfleg, þó að strákarnir séu ef til vill ekki likamlega þreyttir eru þeir and- lega þreyttir og farnir að sakna kvenna og barna. Þessum orðum Gunnlaugs hljótamenn hinsvegar fagna, og er vel að landsliðsnefnd er loksins orðið ljóst að breytinga er þörf á landsliðshópnum. Eða er þetta e.t.v. einnig persónuleg skoðun Gunnlaugs? En það þurfti ekki að í'ara tii Póllands til þess að kom- ast að raun um þetta. Það vita allir að við þurfum á sterkustu mönnum okkar að halda i HM, mönnurn eins og Ölafi Jónssyni, Axel Axelssyni, Gunnari Einars- syni, Einari Magnússyni, Ágúst Svavarssyni að ógleymdum snill- ingnum ölafi Benediktssyni. En að lokum. Vonandi sér Landsliðsneínd HSt eða stjórn þess áslæðu til þess að svara þessari grein. Gyll'i Kristjánsson z/Nýi sjóðurinn" Lesendur eru iðnir við að Æru rýja aðra má senda blaðinu kveðskap. Les- elsku vinurinn góði, andi sem nefnir sig aðeins „A” þvi orðsins páfar pening fá sendi okkur eftirfarandi visu og úr pislarvottasjóði. kallar hana Nýi sjóðurinn. Prófkjör Sjálfstœðismanna í Reykjavík: KOSIÐ í DAG í VAIHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, FRÁ KL. 15:30-20:30. • Atkvœðisréttur Atkvæðisrétt i prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-listans i alþingis- kosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 25. júni 1978 og lögheimili eiga i Reykjavik, einnig meðlimir Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik, sem ná 18 ára aldri 25. júni 1978 eða fyrr og lögheimili eiga i Reykjavik. • Útfylling atkvœðaseðilsins Á atkvæðaseðli er nöfnum frambjóðenda raðað eftir stafrófsröð. Kjósa skal læst 8 frambjóðendur og flesta 12. Skal það gert með þvi að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem viðkomandi óskar eftir að skipi endanleg- an framboöslista. • Athugði... Athugiö að þér þurfið ekki að vera meðlimur i Sjálfstæðisfélögunum i Reykjavik til að geta tekið þátt i prófkjörinu. Allir stuöningsmenn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik við komandi alþingis- kosningar hafa atkvæðisrétt Kjósum okkar eigin frambjóðendur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.