Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 11
VISXR Mánudagur 21. nóvember 1977
11
Aðstöðuleysi litlu skipafélaganna við höfnina:
Séð yfir eitt geymsluportanna við Sundahöfn. Visismynd: JA.
„GETUM EKKI FLUTT VÖR-
UR TIL REYKJAVÍKUR"
— segjo talsmenn þeirra
„Það þekkist hvergi,
að ekki séu til vöru-
skemmur sem allir geti
haft not af. Erlendis
eru þær taldar eins
sjálfsagðar og flug-
stöðvarbyggingar, ’ ’
sagði Guðmundur Ás-
geirsson, fram-
kvæmdastjóri Nesskips
hf. i samtali við Visi.
Guðmundur sagði að Nesskip
gæti ekki tekið að sér vöruflutn-
inga til Reykjavikur, þótt félag-
iðættiþesskost.útiá landi væri
aðstaðan heldur betri. Þar væru
viða afgreiðslur sém ekki væru
háðar neinu einu skipafélagi.
„Við höfum ekki lagt Ut i
neina orrustu i þessu efni og sjá-
um enga ástæðu til aö byggja
sjálfir vöruskemmur. Til þess
þlarf meiri flutninga en við get-
um verið með”.
A hafnarbakkanum i Reykja-
vik eru engar vöruskemmur
nema þær sem stærri skipafé-
lögin reka, þ.e. Eimskip, Rikis-
skip og Hafskip, sem hefur
vöruskemmu á leigu frá
Reykjavikurhöfn. Þetta að-
stöðuleysi minni skipafélag-
anna sagði Guðmundur að gerði
þeim mjög erfitt fyrir.
Heppilegra að hafa
fleiri félög
Finnbogi Kjeld, fram-
kvæmdastjóri Vikur hf. tók i
sama streng hvað varðaði að-
stöðumun litlu og stóru skipafé-
laganna við höfnina.
Sagði hann að þeir væru
margir sem teldu að ekki sé
heppilegt að einungis eitt eða
tvö skipafélög séu hér starfandi.
Sagði hann að nauðsynlegt væri
fyrir borgarana að eiga völ á
fleiri en einum viðskiptaaðila.
Að undanförnu ■ hefur verið
mikil samkeppni i skipaflutn-
ingum og hefur verið of-framboð
á skipum um allan heim. A sið-
astliðnu ári hafa fjögur islensk
skipafélög lagt upp laupana og
hefur flutningaskipum lands-
manna eitthvað fækkað við það.
Almenn vöruafgreiðsla
ekki á döfinni
„Það er ekki fyrirhugað að
höfnin reki sjálf vöruskemmur.
Sli"k starfsemi ætti fyrst og
fremst að byggjast upp af þeim
aðilum sem hafa þörf fyrir
hana”, sagði Gunnar B. Guð-
mundsson hafnar stjóri, þegar
Visir spurðist fyrir um það
hvort slik þjónusta væri á döf-
inni við Reykjavikurhöfn,
Gunnar sagði að höfnin ætti
hús, sem Eimskip, Rikisskip og
Hafskip leigðu. Onnur starfsemi
með vöruskemmur heföi aldrei
verið rekin af höfninni.
„Erlendis eru það yfirleitt
ekki hafnimar sem reka þessa
starfsemi, heldur eru það ýmist
skipafélögin sjálf eða sérstök
fyrirtæki, sem stofnuð eru I
þeim tilgangi og hafnimar eru
aðilar að.
Eimskip afgreiðir Utlend skip
i sinni skipaafgreiðslu og viða
erlendis er svipaður háttur
hafður á.
Gunnar kvað sjálfsagt vera
þörf fyrir almenna vöruaf-
greiðslu við höfnina og hefði það
komið fram i óformlegum við-
ræðum við ýmsa aðila. Hins
vegar hefði aldrei komið form-
legt erindi til hafnarstjórnar
um að höfnin byði upp á slika
þjónustu. —sj
Stóru skipafélögin eru að mestu leyti með eigin vöruskemmur, en
þó á Reykjavlkurhöfn skemmur við Véstur-höfnina, sem Ieigðar eru
út til ákveðinna skipafélaga. Þessi mynd var tekin við vöruskemmu
Eimskipafélagsins við Sundahöfn. Visismynd:JA
þar sem ég tel að koma þurfi
fram breytingum. Það lýtur að
setu þingmanna i stjórnum,
nefndum og ráðum rikisins.
Troða sér ! nefndir til
þess að gera sig gildandi
Frumkvæði þingmanna að
lagasetningu hefurfarið siminnk-
andi undanfarin ár og áratugi.
Lagabálkar eru i vaxandi mæli
samdir af sérfræðingum utan
þingsins að tilhlutan stjömvalda
og siðan lagðir fyrir Alþingi til af-
greiðslu. Ahrif þingmanna á mót-
un löggjafar hafa þvi minnkað
verulega.Þessuþarf að breyta og
mætti breyta með þvi að auka
sérfræðiaðstoð við þingflokka og
þingmenn. Breytingar þær, sem
orðið hafa á þjóðlifinu hafa jafn-
framt skapað þörf fyrir aukið eft-
irlit með og aðhald að hinum
ýmsu stofnunum, nefndum og
ráðum, sem fara með umtalsverð
völd á mörgum sviðum þjóðlifs-
ins.
Þingnefndir, bæði fastar nefnd-
ir þingsins, og sérstaklega þar til
kjörnar þingnefndir, virðast öðr-
um eðlilegri og æskilegri aðili til
að gæta hagsmuna lands og lýðs i
þessum efnum og hefðu tvimæla-
laust mikið verk að vinna. En í
stað þess að berjast fyrir sterkari
stöðu þingsins, með þvi t.d. að
vinna að auknum aðgangi þing-
manna að sérfræðiaðstoð og efla
þingnefndir til sjálfstæðra eftir-
lits- og rannsóknarstarfa, hafa
þingmenn lent á þeim villigötum
að reyna að vinna gegn minnk-
andi áhrifum sinum sem lög-
gjafaraðili með þvi að troða sér i
sem flestar stjórnir, nefndir og
ráð rfkisins til þess að geta gert
sig gildandi i landsstjóminni.
50 þingmenn i 140
nefndasætum
Ég skal nú útskýra þetta nokk-
uð nánar. I siðasta mánuði kom Ut
á vegum fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar skrá yfir stjórnir,
nefndir og ráð rikisins árið 1976.
Skv. lauslegri athugun á skránni
áttu 50 þingmenn á sl. ári sæti i
einhverri stjórn, nefnd eða ráði
rikisins og átti hver einstakur
þeirra að meðaltali sætiá tæplega
þrem stöðum, þvi alls lögðu þing-
Baldur Guölaugsson
lögfræðingur skrifar
um nefndastörf
alþingismanna og seg-
ir að þeir leggi meiri á-
herslu á að troða sér í
nefndir en berjast fyr-
ir sterkari stöðu þings-
ins
mennirnir 50 undir sig 140 sæti.
Þá eru ekki meðtalin embætti á
borðvið setu tveggjaþingmanna i
embættum kommissara við
Framkvæmdastofnun rikisins.
Skrá fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar skiptist i þrjá flokka. 1
fyrsta flokki eru stjórnir og ráð,
sem Alþingi kýs, þar fylla þing-
menn 35 sæti. 1 öörum flokknum
eru nefndir kjörnar og skipaðar
skv. lögum og ályktunum Alþing-
is, þar skipa þingmenn 39 sæti. í
þriðja og siðasta flokki eru nefnd-
ir skipaðar af stjórnvöldum og
þar er þingmenn að finna I 66
nefndarsætum.
Nefndirnar af ýmsum
toga spunnar
NU skal tekið fram, að þær
stjórnir, nefndir og ráð, sem hér
um ræðir, eru af mjög misjöfnum
toga spunnar og engan veginn
hægt að halda þvi fram, að þing-
menn eigi þar hvergi nærri að
koma. Stundum liggur meira að
segja i hlutarins eðlijið þeir eigi
aðild að nefndum. Sém dæmi um
slikt má nefna/ Stjórnarskrár-
nefnd, Byggðanéfnd, sem kosin
var til að gera tíllögur um mar^k-
mið og leiðir og mörkun almennr-
ar stefnu i byggðamálum, nefnd
um viðnám gegn verðbólgu og
margvislegar nefndir, sem vinna
að endurskoðun tiltekinna laga.
Þá eru ýmis dæmi að þingmenn
séu valdir til setu i stjórnum,
nefndum eða ráðum vegna sér-
þekkingar sinnar eða embætta
annarra en þingmennskunnar.
T.d. er ekki óeðlilegt, að Oddur
Olafsson eigi sætii nefnd til að
auðvelda umferð fatlaðra, Albert
Guðmundsson i nefnd um undir-
búningsathuganir á stofnun fri-
hafnar, Steingrimur Hermanns-
son i tækninefnd Orkustofnunar,
Gylfi Þ. Gislason i Þjóðleikhús-
ráði og formaður fjárveitingar-
nefndar eigi sæti i ráðninganefnd
rikisins og samstarfsnefnd um
opinberar framkvæmdir.
Ennfremur eru sumar nefndir
stjórnir og ráð þess eðlis, að litlu
sýnist breyta hvort til setu i þeim
veljast þingmenn eða aðrir. Sem
dæmi um slikt má nefna Húsa-
friðunarnefnd, Þingvallanefnd,
byggingarnefndir grænfóður-
verksmiffja, Landnámsstjórn,
Landmælinganefnd, Kirkjuráð og
Gufuborsstjórn, en þingmenn
sitja nú i öllum framantalinna
nefnda, stjórna og ráða, ásamt
ýmsum öðrum að sjálfsögðu.
Þingmönnum verði
beint inn á þann vett-
vang, sem þeir eiga
heima á
Að þessu slepptu, má lesa i
framangreindri skýrslu fjölmörg
dæmi um stofnanir, stjórnir
nefndir og ráð, sem þingmenn
hafa tekið sæti i, en telja verður
með öllu óeðlilegt, enda sanna
dæmin, að afleiðingin veröur sú,
að Alþingi verður óhæfara en ella
til að gegna hlutverki sinu sem
augu og eyru almennings i land-
inu gagnvart þessum aðilum, og
getur ekki sem skyldi veitt þeim
það aðhald, sem þörf krefur.
Astæða er til að nefna hér nokkr-
ar nefndir, stjórnir og ráð, sem
óþolandi er með öllu aö alþingis-
menn eigi sæti i:
Hvað eru alþingismenn að gera
i bankaráðum, Útvarpsráði,
Tryggingaráði, Flugráði, Orku-
ráði, stjórnum Landsvirkjunar,
Rafmagnsveitna rfkisins, Járn-
blendifélags, Sölustofnunar lag-
metis, Brunamálastof nunar
rikisins, Fiskimá 1 asjóðs ,
Sementsverksmiðju rikisins, eða
i Aburðarverksmiðjunefnd,
Kröflunefnd og Síldarútvegs-
nefnd? Já, og hvers vegna ættu
alþingismenn að sitja i stjórn
Framkvæmdastofnunar rikisins?
Kröfur um heilbrigðara stjórn-
arfar ættu m.a. að beinast að þvi
að þarna verði snúið við blaðinu
og þingmönnum beint inn á þann
vettvang, sem þeir eiga heima á.