Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 10
10
VISIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm)
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson
Blaöamenn: Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteins-
son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur-
veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Símar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Sími 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Sími 86611, 7 línur.
Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi
innanlands.
Verö i lausasölu kr. 80 eintakið.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Hringlandaháttur
Þegar sólstööusamningarnir svonefndu milli Alþýðu-
sambandsins og vinnuveitenda voru geröir í sumar er
leiö, lagði ólafur Jóhannesson viöskiptaráöherra mikla
áherslu á, aö þaö hafi fyrst og fremst verið fyrir hans
atbeina aö samkomulag tókst. Og málgagn hans sá um
að koma boöskapnum til þjóðarinnar.
Rétt er, að ríkisstjórnin stuðlaði meö fyrirheitum um
ýmiss konar opinberar aðgerðir að lausn kjaradeilunnar.
Þetta blað benti hins vegar á, að samningarnir myndu
leiða til nýrrar verðbólguholskef lu. Þau sannindu voru
reyndar flestum augljós. Viðskiptaráðherra fullyrti
þvert á mót, að þeir þyrftu ekki að hafa nein verðbólgu-
áhrif og gagnrýndi Vísi mjög harkalega fyrir að hafa
sagt umbúðalaust það sem lá í augum uppi.
En nú hafa veður skipast í lofti. Verðbólguholskef lan
er riðin yfir, og sýnilegt er, að vandinn fer vaxandi verði
ekkert að gert. Það kveður líka við annan tón í málgagni
viðskiptaráðherra. Þar er dag eftir dag vakin athygli á
þvi, að kjarasa mningarnir haf i komið dýrtíðaröldunni a f
staðá ný. Og i stað þessaðhæla sér af samningunum tal-
ar viðskiptaráðherra um nauðsyn þess, að vísitölukerfi
þeirra verði afnumið, þvi að það sé verðbólguhvetjandi.
Með rækilegri hætti er tæpast unnt að kúvenda í mál-
flutningi. Borgurunum er á hinn bóginn Ijóst, að hringl-
andaháttur af þessu tagi er ekkert gamanmál. Meðan
hann ræður ríkjum er litil von til þess að samstaða verði
innan ríkisstjórnarinnar um skynsamlegar aðhaldsað-
gerðir i efnahagsmálum.
Kauphækkanir umfram aukningu þjóðarframleiðslu,
eins og samið hefur verið um á þessu ári, eru alls ekki
eina orsök verðbólgunnar. Þar koma f jölmörg önnur at-
riði til. En vitaskuld er það rétt, sem viðskiptaraðherra
viðurkennir núna, en neitaði að horfast i augu við í sum-
ar, að þessir samningar settu verðbólguhjólið af stað á
nýjan leik, eftir að verðbólgan var komin niður í 26%.
Kjarasamningarnir standast ekki miðað við rikjandi
aðstæður i efnahagsmálum. Það er þvi rétt, sem við-
skiptaráðherra segir núna, að gildandi verðbótakerfi á
laun er þrándur i götu þess, að veitt verði viðnám gegn
ringulreiðarverðbólgunni. Ólafur Jóhannesson þarf því i
raun og veru að ógilda þá samninga milli launþega og
vinnuveitenda, sem hann hældi sér sem mest af að hafa
komið á fyrir aðeins f jórum mánuðum.
En miklu meira þarf að koma til, ef veita á það aðhald,
sem dugir gegn verðbólgunni. I fyrsta lagi er óhjá-
kvæmilegt að hætta við áform um þær miklu skatta-
hækkanir, sem f járlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Með
öllu eróverjandi að hækka skatta á sama tíma og raska
þarf gerðum kjarasamningum. Við slíkar aðstæður þarf
þvert á móti að lækka skatta, ef sæmilegur friður á að
rikja á vinnumarkaðnum.
Augljóst er því að skera þarf niður framkvæmdir og
þjónustu til samræmis við þá beint skattahækkun,sem
ráðgerð er í f járlagafrumvarpinu. Þá er óhjákvæmilegt
að skjóta vegagerðarbyltingunni á frest og hætta við
áformaða 15 króna hækkun bensingjalds. Hvort tveggja
er slæmt og færa má gild rök að því, aðhagkvæmara sé
að leggja varanlega vegi um landiðen viðhalda vegleys-
unum. Kjarni málsins er hins vegar sá, að það markmið
er mikilvægara að ná jafnvægi i þjóðarbúskapnum. Og
þar til því er náð verður að skjóta ýmsum góðum um-
bótamálum á frest.
Jafnframt þessu er nauðsynlegt að hætta öfugri notk-
un Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Eins og sakir
standa er hann notaður til að viðhalda þenslu i stað þess
að jafna hagsveiflur í sjávarútvegi. Ennfremur er brýnt
að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs i Seðlabankanum i
þeim tviþætta tilgangi að draga úr spennu í f jármálum
og rýra ekki möguleika bankans til lánafyrirgreiðslu við
atvinnuvegina. En bankakerfið er nú í raun og veru
sprungið vegna óraunhæfrar vaxtapólitíkur. Að þessu
þarf að hyggja við þær endurreisnaraðgerðir, sem óhjá-
kvæmilegar eru á næstunni.
Mánudagur 21. ndv
Lögin gefa þeim, sem
það vilja, möguleika
til þess að beita órétti
í greinarkorni, sem
Björgvin Guðmundsson
skrifar í Vísi þ. 7. nóvem-
ber s.l., gerir hann tilraun
til þess að réttlæta fram-
komu sína gagnvart öðr-
um þeim stjórnmála-
flokki, sem hann er full-
trúi fyrir í borgarstjórn
Reykjavíkur þ.e.a.s.
Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna — (J-
list'ann).
Björgvin bregður sér í
gervi uppfræðara um
sveitarstjórnarmál nánar
tiltekið um varamenn í
kosningabandalögum.
Punktakerfi lyginnar
Þaö mætti segja aö hann rök-
styddi þar mál sitt eftir
„punktakerfi hvitu lyginnar”,
þvi aö hann nefnir ekki tilefni
greinar minnar i Visi 2. þ.m. en
það var rangur fréttaflutningur
j sambandi viö prófkjör Alþýöu-
flokksins vegna væntanlegra
borgarstjórnarkosninga. Hann
vitnar sér til verndar i 20. gr.
sveitarstjórnarlaga, sem ekki á
við i þvi sambandi, sem um var
að ræða og enginn hefur verið að
deila um, en þaö mun hins vegar
með vilja gert að sleppa þeirri
málsgrein úr sömu lagagrein,
þeirri er ég vék að:
,,Nú forfallast aðalfulltrúi um
stundarsakir vegna veikinda
eöa annars og er honum þá rétt
að tilnefna þann af varamönn-
um sinum, sem taka skal sæti
hans á meðan”. Hér er kveðið á
um rétt aöalfulltrúa til tilnefn-
ingar varamanna hvar sem er
af listanum, þegar um er að
ræöa forföll um stundarsakir.
Þaö sem ég sagöi: Að lög mæltu
svo fyrir, að þaö sé algjörlega i
hendi hins kjörna borgarfull-
r .
Steinunn Finnboga-
dóttir segir, að þrátt
fyrir ákvörðun Björg-
vins Guðmundssonar
að kalla hana ekki til
vara á borgarstjórnar-
fundi hafi skrifstofa
borgarstjóra ávallt
sent henni sem fyrsta
varamanni öll skjöl
^borgarstjórnar.
trúa að kalla varamenn til
starfa i borgarstjórn, stendur
þvióhaggað.en þennan rétt not-
aði borgarfulltrúinn Björgvin til
þess að útiloka fulltrúa sam-
starfsflokksins frá störfum allt
kjörtimabilið. Það er þvi út i
hött að reyna aö skjóta sér með
þeim hætti, sem hann gerir, bak
við lögin. En hins ber að geta að
þessi lög gefa þeim, sem það
vilja möguleika til þess að beita
órétti eins og berlega sannast
hér og þá leið valdi „jafnaðar-
maöur” Björgvin Guðmunds-
son. Skrifstofa borgarstjóra
sendir ávallt 1. varamanni
hvers lista öll skjöl borgar-
stjórnar og þau hefi ég fengið
send allt kjörtimabilið og segir
það sitt.
Bjarni vildi sjálfur losna
við varamannsskyldurn-
ar
Það má ekki annað skilja af
skrifum Björgvins Guðmunds-
sonar en að ég hafi samið um
það að fulltrúi Samtakanna yrði
útilokaður frá störfum i borgar-
stjórn allt kjörtimabilið aö
kosningum loknum. Þetta er nú
málflutningur, sem borgarfull-
trúanum þýðir ekki að bjóða
eðlilega þenkjandi fólki. Slikri
fjarstæðu trúir enginn. Og mér
er spurn, til hvers heldur
maðurinn að stjórnmálaflokkar
geri með sér kosningabanda-
lög?
Þá lætur Björgvin að þvi
liggja, að ég muni ekki vera
ýkja ólik honum að innræti þvi
ég hafi á sinum tima misnotað
rétt minn gagnvart Bjarna
Guðnasyni. Björgvin veit þaö án
efa, að Bjarni óskaði eftir þvi
sjálfur að vera laus við þær
skyldur 1. varamanns að sitja
borgarstjórnarfundi i forföllum
aðalfulltrúa, svo sem venja er
og samkvæmt tilmælum hans
var annar maður kallaður i
borgarstjórn, i forföllum.
Annars eru þetta tvö óskyld
mál.
Tilraun Björgvins Guðmunds-
sonar til þess að hnekkja þvi,
sem fram kom i minni fyrri
grein þ. 2. nóvember s.l., hefur
þvi með öllu mistekist.
Alkunna er, hversu mjög skort-
ir á það hér á landi, aö þrigrein-
ing rfkisvaldsins i löggjafarvald,
framkvæmdavald og dómsvald sé
i heiðri höfð. Þar koma bæði til
það óhjákvæmilega samspil
Alþingis og rikisstjórnar, sem af
þingræðisreglunni leiöir, tilhögun
sýslumanna- og bæjarfógetaem-
bætta, en þessir embættismenn
eru i senn dómsvald og stjórn-
vald, og loks tilhneiging stjórn-
málaflokkanna og stjórnmála-
mannanna til að gina yfir sem
mestu. Til skamms tima konjust
menn t.d. upp með að gegna
sýslumanns- eða bankastjóraem-
bættum samhliða þingmennsku.
Þau viðhorf hafa sem betur fer
verið aö festa rætur, að slikt fari
ekki saman, menn verði að velja
og hafna. Mig langar hér á eftir
að fara nokkrum orðum um einn
þátt landsstjórnar okkar