Vísir - 21.11.1977, Page 8

Vísir - 21.11.1977, Page 8
Örvhenti hœgri- maðurinn Einn af löstu greinarhöfunduni norska ritsins „Farmand” — Gunne Hammarström — er meðal þeirra, sem sárnar að sjá áróðri vinstri-manna ósvarað, meðan hægri-menn veigra sér við að verja sinn málstað — þótt þeir telji hann góðan. ÞVkir honum litið til málsvara hægrisinna koma, meðan þeir verða að gjaiti fyrir vinstri-tiskufrömuöum, eins og speglast i grein hans i ,,Far- mand” fyrir skömmu, sem endursögð er hér, þvi að höfundur er hnyttinn- oröur vel, og gætu Visis-lesendur haft gaman af. Maöur sér þá í sjónvarpinu. Þeim skýtur upp i blöðunum, gjarnan i viötölum. Nokkrir hægri-menn, kunnir af þvi einmitt að vera hægri-menn. t seinni tiö sýnast þeir orðið litið eitt örv- hentir. Hafið þið tekið eftir þeim? Þaö sópar að þeim iviðtölum. Svo fá þeir óþæginda spurningu, eitthvað um hégóma mannanna og tilverunnar, og um leið má sjá þá skreppa saman, eins og slegna svipu. Hvers vegna? Hafa þeir verið heilaþvegnir siðasta áratuginn til þeirrar tnl- ar, aö þeir — hægri-menn — beri sökina á öllum vesaldómnum? Eða eru þeir einungis illa upp- lýstir? Tökum dæmi: Eitt frjáls- lyndari blaðanna, sem hefur orð á sér fyrir að „segja, þegar aðrir þegja”, átti viðtal fyrir skömmu viö einn þessara hægri-manna. Blaðamaðurinn segir: ,,Já,þér skiljið vist ekki mikiö i uppreisn æskunnar á árunum upp úr 1960?” Og hinn svarar. Litið skjálf- raddaður, og likt og gæti kviða i rómnum. Er þaö sem manni heyrist hann verða að biðja fyrir- gefningar? „Jú, reyndar geri ég þaö. Min börn, sem eru sósialistar, segja, að mig vanti i rauninni lítið upp á það að vera góður sósialisti, ha ha. Það skoöa ég sem traustsyfir- lýsingu.” „Hvað segið þér? Þá skiljið þér kannski einnig, að uppreisnin var nauðsyn?” „ö, já!” örvhenti hægrimaðurinn er nú mjög áfjáður að fá það skýrt fram, að hann er ekki alveg svo heimskur, sem spyrillinn kannski heldur. Og hann skýrir þetta út: „Uppreisn er alltaf nauðsyn- leg.” „Þetta hljómar ekki tiltakan- lega lfkt þeim hópi sem þér til- heyrið,” segir spyrillinn, og þeg- ar í staö fatast örvhenta hægri- manninum. Maöur skynjar að það blikar ekki á neitt sverö i þeirri hendinni sem hann ber fyrir sig. „Hvaö?” spyr hann felmtri sleginn, „teljið þér dæmigert fyrir minn hóp?” „Úrþvi að þér spyrjið: Þaö er hóipurinn, sem ávallt hefur staðið röngu megin. Sem ofsótti Ibsen, Kielland, Munch og Ossietzky, Mykle óg Axel Jensen. Sem varði Franco i spænsku borgarastyrj- öldinni og Nixon i Vietnam. Sem finnur sterkari tengsl til Nato er fóst ur j arðarinnar! ’ ’ Þetta er langt viðtal, helgarvið- tal, eins og þaö er kallað, og örv- henti hægri-maðurinn skreppur meira og meir saman. Má hann allra auðmjúklegast frábiðja sér að þurfa að svara til saka fyrir misgiörðirskoðanabræöra sinna? Sjálfur er hann jú i mörgu eiginlega, já raunar — ekki satt? — róttækur, þegar allt kemur til alls. Hefur hann ekki til dæmis tekið opnum örmum hinni opin- skáu meöferð kynferðismála, sem hinir róttæku hafa knúið fram? Svo að hr.. spyrill getur séð: Jafnvel ihaldsmaður getur breyst! Hrópum húrra og látum oss skála fyrir þvi! ★ ★ ★ Og það hafa þeir sjálfsagt gert þessir tveir, en þarna lauk text- anum. Raunalegur texti fyrir les- anda, sem er hægri-maður. Þaö endur Auglýsingadeild Timans - Síðumúla 15 Hœgri...vinstri? Með leyfi að spyrja herrann, hvað ó hann við? var svo margt, sem örvhenti hægri-maðurinn hefði getaö sagt, ef hann hefði viljað. Hann hefði getað sveigt samtal- ið inn á að minna spyrilinn á það sem skeði 1956, og spurt hann, hvort hann nokkru sinni hafi hug- leitt, hve stórkostlegt það var. Þegar Krúsjeff í rauninni — já i rauninni— settihinendanlegu og óútmáanlegu mörk þeirra, sem ávallt hafa vitað, og hinna, sem sáu þá allt sitt lif hrynja i rúst. Og svo hefði hann getað spurt hæstvirtan spyril — ef hann heföi verið þá nógu gamall — að, hvaöa hópi hann tilheyröi i sinu hjarta á þeirristundu — þeirra.sem vissu, eða hinum? I sinu hjarta, að segja. Já, þvi að spyrlar hjá frjáls- lyndum dagblööum, sem hafa orð á sér fyrir að skafa ekki utan af þvi, heyra helst til þeim hópi, sem Arthur Koestler skilgreindi fyrir mörgum árum. Sá, sem telur, aö Sovétrikin séu slæm, en að Bandarikin séu einnig slæm, og heldur sig þvi helst á einskis- mannslandi. Eða hvernig er það herra spyr- ill, hefði örvhenti hægri-maðurinn getað spurt.... Og hann hefði getað bent á það i viðtalinu að það eru ekki viö hægri-menn, sem viljum hrinda af stað byltingu. Það eru vinstri- mennirnir. Þvi erum viö hægri- menn til eilifðar dæmdir til þess að liggja i vörn. Það er að segja, aö sjaldan og þá i litlum mæli get- um viö skipulagt okkar aðgerðir fyrirfram, heldur verðum að biöa eftir fyrsta leik hinna. Og þá venjulegast notast viö þá máls- vara, sem eru tiltækir. Málið er, herra spyrill (heföi örvhenti hægri-maöurinn getaö sagt): „Viö erum absalútt meö því aö taka til og gera hreint f okkar húsi. En við erum ekki á þvi aö rifa það niður. Eins og vinstri- menn.” Og þegar rekst á tvennt illt, getum við aldrei haldið okkur i einskismannslandi, eins og spyrl- ar frá frjálslyndum blöðum gera gjarnan... Skiljiö þér, herra spyrill? Af og til veröum við að velja á milli, og veljum þá það, sem við teljum illskárra. Og hvað Franco viðkemur, hefðum við auðveldlega getað valið eitthvað verra. Litiö bara til Austur-Evrópu, sem söguskoðar- ar marxista segja, aö hafi verið frelsuö frá rotnum ihaldsstjórnum afturhaldsins. Sjáið i hverjum járngreipum hún nefur lent. Ber- ið það saman við Spán — i dag. Einsog þér skiljið, herra spyrill, hefði örvhenti hægri-mað- urinn getað sagt, þá er ekki svo auðvelt að velja til framtiðar, ef manni leyfast engin skekkju- mörk. Það er nokkuð til i þvi, aö i ein- stökum tilvikum hafa einhverjir hægri-menn verið helst til örv- hentir. En þó ekki allir. Þeir voru ekki allir hægri-menn, sem völdu Franco. Og hvað Hitler og Stalin varðar, þá sáu nokkrir hægri- menn i gegnum báða. En langt fram á fimmta áratug höfðu vinstri-menn ekki orð á öðrum en Hitler. ★ ★ ★ Og ef við snúum okkur að skáldunum,þá mættibera saman viöbrögð hægri-manna við t.d. Böll hinum þýska, sem lýst hefur samúð með hryöjuverkamönnum til vinstri, eða viðbrögðum vinstri-manna við t.d. Solsjen- itsyn. ★ ★ ★ Þannig hefði örvhenti hægri- maðurinn getað haldið áfram og áfram, þvi að hann hefur málstað að berjast fyrir, sem er ekkert minna göfugur en hvers annars. Hann þarf ekkert að lúta höfði, eða láta löðrunga sig. Og ef spyrill hefði skotið þvi inn, að honum fyndist slikar sam- likingar fáránlegar og út i hött, þá hefði örvhenti hægri-maðurinn getað brýnt róminn og sagt með þunga: Aö hugsa sér! Ég skil, að þér takið þessa afstöðu, herra spyrill. Þar sem þér takið ekki afstööu, sem skuldbindur yður til eins eöa neins, en hafið einungis skoðun til þess að hafa skoðun og fylgja straumnum, þá getið þér ávallt verið óhultur i einskismannslandi og haldið uppi þaðan þeim skæru- hernaði, sem nú er i tisku. Það þýðir i reynd til dæmis þaö, aö þar sem Vietnamstriðið er á enda, þá er allt gott. Þar hættið þér að taka eftir. Eins og fyrir 20 til 30 árum, þegar trúbræður yöar tóku sér ferðirá hendurtilSovéttil að lita augum sósialismann, sjálfan roð- ann i austri. Þar ferðuðust þeir um (einsog við vitum idag) undir ógnarstjórn Stalins, en sáu ekk- ert. Heyrðu ekkert. Byltingin hafði sigraö. A þeirri stundu hættu þeir að taka eftir. Sjáið þér, herra spyrilL Maður getur hvergi veriö óhultur — eig- inlega ekki. Jafnvel ekki i einskismannslandi. Fyrr eða siðar verðum við að hlita dómi sögunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.