Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 2
VISIR
c
Reykjavík
-----Y----
J
llvaí>a dagar finnst þér
vi*ra lfiðinlfgastir?
l'niiur KinarstlóUir, liúsmóóir
llrllu: Mánudagar. en sunnudag-
ar eru skemnililegastir.
i
l’órflur .lólianiissuii, iiemi: Mánu-
dagar. þá liyrjar skólmn aftur.
sunnudagar eru lejómlegir lika.
/
l.otle Mayliom. kennari: Allir
dagar eur jaln skenimlilegir.
Sigrún l’álsdottir. luismóóir.
IIvolsvelli: l*að er enginn einn
dagur öörum leiöinlegri. Hins
vegar eru sunnudagarnir
skeinmlilegaslir. þa kemur öll
IjidskyIdan saniaii
Kagnar l*ói arinssou, nemi:
Sunnudagai (ru leiöinlegastir,
þeir eru svo lengi aö lita.
Mikið þjark um kröfu Lúðvíks um breytingu ó lögum Alþýðubandalagsins:
Tillögu flokks-
fo rystuimar var
þrívegis hafnað!
Forysta Alþýðu-
bandalagsins gerði
þrjár tilraunir til að fá
landsfund flokksins til
að taka á dagskrá laga-
breytingu, sem Lúðvik
Jósepsson haíði gert
kröfu um vegna for-
mannskjörs hans, en i
öll þrjú skiptin hafnaði
landsfundurinn beiðni
forystumannanna.
Við fyrri umræðu um laga-
beytingar, sem fram fór á laug-
ardagsmorguninn, kynnti Ingi
R. Helgason, formælandi nefnd-
arinnar, breytingatillögu frá
kjörnefndinni — sem þá var að
undirbúa tillögur sínar um
næstu stjórn flokksins — þess
efnis að varaformaður flokksins
fengi það verkefni að kalla mið-
stjórn saman til funda og
stjórna þeim. f tillögunum er
þetta verkefni formanns.
Hjörleifur Guttormsson á
Neskaupstað gerði þá breyt-
ingatillögu, að formaður og
varaformaður hefðu þetta vald,
en ekki einungis varaformaður
eins og tillaga kjörnefndar gerði
ráð fyrir.
Þar sem þessi tillaga var of
seint fram komin samkvæmt
lögum flokksins, þurfti af-
brigði til að leyfa umræðu um
hana. Slik afbrigði þurfa 3/4
hluta greiddra atkvæði til að ná
samþykki. Við atkvæðagreiðslu
náðist ekki slikur meirihluti.
Tekið upp á ný
Siðdegis á laugardag var önn-
ur umræða um lagabreytingar,
og tilkynnti Ingi þá, að kjör-
nefnd hefði ákveðið að óska á ný
eftir afbrigði til að taka tillögu
sina á dagskrá, en þó i breyttu
formi i samræmi við breytinga-
tillögu Hjörleifs. Fundarstjóri,
Guðjón Jónsson vildi kanna
hug fundarmanna, óformlega,
en heimtað var, að atkvæðis-
réttur viðstaddra yrði kannaður
og þeir einir fengju að greiða at-
kvæði, sem slikan rétt hefðu
sannanlega. Varð fundarstjóri
við þessu, og tók könnunin hátt i
klukkustund.
Aður en gengið var til at-
kvæða kvaddi Ragnar Arnalds,
formaður kjörnefndar, sér
hljóðs og hvatti fundarmenn
eindregið til að veita afbrigði.
Hann sagði, aðþessi tillaga væri
i samræmi við samkomulag,
sem þeir Lúðvik og Kjartan
Ólafsson — sem kjörnefnd
myndi bráðlega gera að tillögu
sinni að yrði formaður og vara-
formaður f lokksins — hefðu gert
með sér verkaskiptingu.
„Erfið eru mál hjá okkur”,
sagði Ragnar, ,,ef við getum
ekki takið á dagskrá smá breyt-
ingu, sem er i samræmi við ósk-
ir þessara manna. Ég vil þvi
biðja ykkur öll að hugsa ykkur
tvisvar um áður en þið neitið að
taka þetta á dagskrá”.
Hann upplýsti einnig, að ein-
ungis 60 fulltrúar eða um 1/4
hluti kjörinna fulltrúa, hefðu
verið á fundinum um morgun-
inn, þegar neitaö var um af-
brigði, og þvi eðlilegt að taka
málið upp á ný.
Hafnað i tvigang.
Siðan var gengið til atkvæða,
ogfór atkvæðagreiðslan þannig,
að 131 fulltrúa var með þvi að
veita afbrigðin en 47 á móti. Það
var ekki nægilegur meirihluti,
og beiöni kjörnefndar þar með
hafnað.
Ekki voru allir ánægðir með
þessi úrslit, og var nú ákveöið
að gera enn eina tilraun til að
fá þetta samþykkt. Fundar-
stjóri iét þvi fara fram enn eina
atkvæðagreiðslu en þá fór á
sömu leiö: 134 voru með en 51 á
móti, og afbrigðin ekki veitt.
Þjark um þessa breytingatil-
lögu tók samtals nokkrar
klukkustundir, og mun ýmsum
fundarmönnum hafa liðið svip-
að og Jónasi Amasyni, alþingis-
manni, sem óskaði landsfundin-
um til hamingju með að eyða
klukkustundum i að karpa um,
hver ætti að boða fund. Við það
gekk hann út og tók ekki þátt i
atkvæðagreiðslunum. ESJ
(—SmígÉiHteMía—i
rSTÉTTARSAMBAND SÍS OG FRAMSÓKNARl
Upp fara að vaxa spurningar
um af hve miklum iieilindum
Stéttarsamband bænda vinnur
að kjaramálum þeirrar hrjáðu
stettar.sem annastum stærstan
hluta matvælaöflunar til nevslu
i landinu. Komnar eru tillögur,
sem Stéttarsambandiö er nú að
leggja fyrir bændur til um-
fjöllunar og samþykktar, sem
bera þess vott að forustulið
bænda er haldið biindri skelf-
ingu út af þeim heiniskulega
áróðri að landbúnaöuriim sé
orðinn óþarfur og hagkvæmara
sé að flytja inn kjöt, mjólk og
osta, en væntanlega ekki skyr af
þvi enginn kann að búa það til
nema við. Tillögur Stéttarsam-
bandsins snúast um það að
skattleggja bændur fyrir fóður-
bætiskaup og kjötsölu til að hafa
eitthvað upp i þau ódæmi, sem
landbúnaðurinn þarf nú af rikis-
fé til að standa undir sér.
Stéttarsamband bænda er
angi af Frainsóknarflokknum,
og þá umleið angi af Sambandi
islenskra samvinnufélaga. Þeg-
ar leitað skallausna á fjárhags-
vandræðum landbúnaðarins
kann Stéttarsa mbandið engin
önnurráö en þau, að snúa sér til
bændanna sjálfra með það fyrir
augum aö fá þá til aö sam-
þykkja skattaálögur á fóðurbæti
og kjöt. Aftur á möti dettur
Stéttarsambandinu ekki i hug,
aö athuga um viðskiptakjör þau
sem StS veitirbændum.en þetta
stórveldi innan heildsölunnar i
landinu er fyrir löngu oröiö svo
þungur baggi á bændaverslun-
inni.aö við liggur að halda megi
þvi fram að allur vandi bænda
væri leystur meö þvi að leggja
StS niður. Sambandið rekur
hvert gróðafyrirtækið af öðru
með þær vörur, sem það fær i
gegnum bændaverslunina, þótt
yfirbyggingin sé slik að SÍS sé
stöðugt tjar vant. S.l. ár græddi
það m.a. áttatiu milljónir á
pylsugeröá Kirkjusandi. Þá er
löngu kunnur sá ofsagróði, sem
SÍS og aðrir innflytjendur hafa
baft af fóðurbætissölunni.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Dagblaðsins, hefur á undan-
förnum árum veriö helsti gagn-
rýnandi landbúnaðarins, og hef-
ur þar inargt satt sagt. Hins-
vegar virðist honum fyrirmun-
að að skilja, að mikinn þátt i
verðlaginu innanlands hlýtur
um boðssalinn i bændaverslun-
inni að eiga, en þessi umboðs-
sali keppist við að gera sam-
komulag við aöra innflytjendur
um ákveöið innflutningsverð
ýmissa n.auðsynjavara, eða
a.m.k. gerir engan ágreining
þar um. Má vera að Jónas vilji
ekki um þetta tala af þvi hann
móögar með þvi samvinnuaöiia
umboðssalans og heildsölunnar.
Stéttarsambandið kýs aö fara
sömu leið og Jónas og snúa sér
að bændunum sjálfum i staö
þess aö lcita orsakanna hjá SÍS.
Vegna pólitiskrar samstöðu
sinnar viö Framsóknarflokkinn
og StS neitar Stéttarsambandið
að horfast i augu við sannleik-
ann, og hirðir ekki um aö kynna
sér t.d. hver gróði er aö þvi að
flytja inn fóðurbæti, sem seldur
er á okurverði til bænda. t stað
þess gerir Stéttarsambandið
ráð fyrir þvi að bændur verði
látnir greiða skatt af fóður-
bætiskaupum sinum. Vitað er
um ofsagróða af innflutningi
fóðurbætis til landsins, og munu
dæmi þess að verðlagningu sé
þannig háttað að hún dugi til
fasteignakaupa erlendis. Þetta
gerist á sama tima og hér er allt
að springa af of háu land-
búnaðarverði. Um kjötsöiuna er
það aö segja, að afuröalánin
komast seint og illa til skila,
vegna þess að heildsölufyrir-
tækið StS þarf að nota pening-
ana til að halda við hinni gifur-
legu yfirbyggingu sinni, sem er
orðið eitt gleggsta dæmiö um
Parkinsons-lögmálið á tslandi.
Væri Stéttarsambandið óháð
stéttarsamtök mundi það krefja
umboðssalana um reikninga og
láta jafnframt gera rannsókn á
þvi erlendis hver gróðinn á
fóðurbætissölunni raunverulega
er áður en rokið er til meö tillög-
ur um skatt á fóöurbæti. Þeir
sem eiga aö greiða þennan skatt
eru innflytjendur sjálfir. Og
jafnframt mundu raunveruleg
stéttasamtök sjá til þess að
afuröalánin færu beint til bænda
um leiö og þeir legðu inn vöru
sina.
Svarth öfði