Vísir - 05.01.1978, Side 4
c
Fimmtudagur 5. janúar 1978
VISIR
Umsjón: Guömundur Pétursson
J
Lýðrœðið í V-Þýskalandi
Stenst lýðræðið áhlaup hryðjuverkamanna og
öfgaaflanna, eða neyðast menn til þess að kasta
grundvallarlýðræðisreglum fyrir borð og taka
upp hætti einræðis- og harðstjórnarrikja með til-
heyrandi öryggislögreglu þriðju gráðu yfir-
heyrslum og fangelsunum án dómsuppkvaðninga
til þess að halda uppi lögum og reglu?
Þetta er spurningin sem
brunnið hefur á vörum manna
siðasta ár, þegar mannrán og
morð hryðjuverkamanna
keyrðu úr hófi fram án þess aö
yfirvöld fengju miklum vörnum
við komið. I þvi samhengi
beindist athyglin mest að Vest-
ur-Þýskalandisem harðastvarð
fyrir barðinu á hryðjuverka-
öflunum þetta árið. Ar, sem um
leið var eitt það versta i annars
óhugnanlegri þróun morða og
rána i V-Þýskalandi er gekk i
garð með uppgangi Baader-
Meinhofsglæpaf lokksins og
harðnaði undir áhrifum öfga-
samtaka japanskra rauðliöa og
skæruliða Palestinuaraba.
Hættan
Uppvöösl usem i þessara
stjórnleysingja sem i skjóli
frjálslegs réttarfars og lýð-
ræðisregla til tryggingar mann-
réttindum einstaklinga sam-
félagsins unnu hin verstu
fólskuverk gekk fram af al-
menningi sem krafðist meiri
árangursaf löggæslunni. Ef lýð-
ræðisreglur bundu hendur lög-
gæslunnar i þeirri baráttu, þá
var krafan sú að þau höft yrðu
leyst. Uppræta varð hryðju-
verkaöflin hvað sem það kost-
aði.
Mundu stjórnvöld V-Þýska-
lands standast þetta álag? Sæu
þau sig tilneydd að verða við
kröfunum og vikja til hliðar —
að visu um stundarsakir og að-
eins til bráðabirgða en það er
nákvæmlega sami fyrirvarinn
og hafður hefur verið hjá öllum
einræðisstjórnum, þegar þær
komast til valda, þótt þær svo
riki áratugum saman — helg-
ustu lýðræðissjónarmiðum?
Yfirlýsingar vestur-þýsku
stjórnarinnar sem undir forystu
Helmut Schmidts kanslara sór
að hún mundi ekki láta kúgast
af morðingjunum til örþrifa-
ráöa, megnuðu ekki að sefa
menn. Hitt sýndistof freistandi.
Að láta að vilja fjöldans er ein-
mitt lýðræði, ekki satt? Að
nauðsyn getur brotið lög eru
gömul sannindi ekki satt?
Ný lög
Þvi setti kviða að mörgum,
þegar ný lög voru sett til að tak-
marka réttindi málflutnings-
manna sem annast málsvörn
fyrir hryðjuverkamenn. Nauð-
synin haföi kallað á þessa laga-
breytingu. Það hafði komið á
daginn, að lögfræðingar höfðu
haldið uppi tengslum milli
hryðjuverkamanna sem áttu að
heita einangraðir i fangelsi, og
skoðanabræðra þeirra utan
fangelsismúranna. Orðsending-
Sílasalan
Höfóaturú 10
s.18881 &18870
Bronco 74
Gulur. Allur nýklæddur. 6 cyl. beinsk. Ný dekk.
Verð 2350.000.00. Skipti. Skuidabréf.
Bronco 68
Kauður 8 cyi. beinsk. Góð dekk fullklæddur. Topp-
bfll. Verð 1300 þús. skipti á bil að 600 þús. kr.
Fiat 128/ comfort
Ekinn 11 þús km. Rauður. Snjódekk, sumardekk.
Verð 1750 þús.
Skúffa 72. Blæja 68 vél 318 ekinn 90 þús. Verð 1
milljón. Skipti.
Ath. höfum fjiildabifreiða fyrir skuldabréf opið
alla daga vikunnar frá 9-8
Utanbæjarmenn ath. Opið á sunnudögum.
ar voru bornar á milli, vopnum,
útvarpstækjum, sprengiefni
smyglað inn í fangelsin. I ein-
stöku tilvikum sannaðist að lög-
fræðingur, verjandi hryðju-
verkamanna á sakabekk hafði
tekið þátt i undirbúningi glæpa
ofstækishópanna. — Þingið i
Bonn setti þvi lög þess efnis að
verjendur hryðjuverkamanna
mættu aðeins hafa bréfleg sam-
skipti við skjólstæðinga sina og
að þessi bréfaskipti yröu undir
eftirliti.
Lýðræðisvenjan
1 lýðræðislegum réttarfars-
rikjum er réttur sakbornings til
þess að verja hendur sinar sett-
ur hátt. Honum er tryggður
verjandi og þykir ekki góð
latina að setja nein höft á sam-
skipti þeirra svo að þeir geti
borið saman bækur sinar og
sem bestundirbúið málsvörnina
Það sem þeim fer á milli i slik-
um undirbúningsviðræðum þyk-
irviða algert trúnaðarmál. Lög-
maður getur misst starfsrétt-
t þeim umræðum, sem oröiö
hafa um lýöræði Satnbandslýð-
veldisins Þýskalands, hafa marg-
ir kvatt sér hljóðs. Meðal þeirra
er rithöfundurinn frægi, Gunter
Grass, sem i annan tima hefur oft
verið manna gagnrýnastur á þaö,
sem honum hefur fundist aflaga I
sinu heimalandi. Hann hefur ver-
ið óþreytandi á verði sinum gagn-
vart hverskonar aðför aö frelsi
' mannanna og þá sérstaklega
tjáningarfrelsi listamanna.
1 þetta sinn hefur hann tekið
upp vörn fyrir stjórnvöld sins
heimalands gegn gagnrýni er-
lendis i viðtölum við hin og þessi
erlend blöð.
,,Ég er þeirrar skoöunar, að
dregin hafi verið upp erlendis
mjög bregluð mynd af Sam-
bandslýðveldinu,” sagöi Grass i
viðtali viö Rotterdam-blaðiö
,,NRC Handelsblad”. „Þaö er
mynd, sem oft er hatursfull, llkt
og fólk erlendis vilji ekki taka eft-
ir breytingunum i V-Þýskalandi.”
I hans augum er það „allt i
lagi”, þótt Þýskaland sé haft I
slikum brennidepli erlendis, eins
og hann sagði I viðtali við sænska
indi sin ef hann rýfur trúnað við
skjólstæðinginn. Þar sem lýð-
raeðið þykir risa hæst er sak-
sóknara óheimilt að notfæra sér
við málssóknina upplýsingar
sem fengist hafa i slikum
trúnaðarviðræðum verjanda og
skjólstæðings hans.
Þessi nýju lög virtust ganga á
sveig við þessi sjónarmið og
tálma undirbúning málsvarnar
þegar verjendur hryðjuverka-
manna áttu I hlut. Margir lágu
þinginu i Bonn á hálsi fyrir að
gripa til slikra ráða. Þótt sem
fyrsta skrefið hefði verið stigið
á óheillaveginum.
Samanburður
Þjóðverjar eru sárir þessari
gagnrýni og telja hana mjög
ómaklega. Þeir hafa svarað
henni með þvi að bera saman
þessi nýju lög sin og viðhlitandi
lög nágrannarikja i vesturálfu
þar sem lýðræðið þykir hvað
mest haft i heiðri. Segjast þeir
finna þarsvomargar hliðstæður
að hin nýja lagabreyting fylgi
troðinni slóð og viðtekinni hefð
hinna sem nú séu farnir að
kasta steinum.
Nefnd eru sem dæmi lög niu
nágrannarikja allt frá Dan-
mörku suður til ttaliu og sýnt
framá, að gert sé ráð fyrir að
hömlur geti verið settar á sam-
skipti verjanda og skjólstæðings
hans i fangelsinu. Vakin er at-
hygli á því að viða séu þvi ekki
eins skýr og þröng mörk sett,
hvemær gripa megi til slikra
ráða eins og hin nýju lög Þjóð-
verja gera. Danmörk er i þvi
samhengi nefnd sem dæmi. Þar
er gert ráð fyrir að i einstökum
neyðartilvikum (sem ekki eru
nánarskilgreindhverséu) megi
skera á samskipti verjanda og
Fólk var orðiö þreytt á eilifum
ótta við hver mundi næstur
veröa fyrir barðinu á hryðju-
verkamönnunum.
sakbornings,og á það við um öll
refsilagabrot af hvaða toga
sem þau eru spunnin. I Bret-
landi má banna verjanda að
heimsækja skjólstæðing sinn i
fangelsi ef ástandið innan
veggja fangelsins þykirkrefjast
sliks. ítalskur lagabókstafur
geymir ekkert ákvæði um svona
höft en i framkvæmdinni hefur
stundum verið gripið til þess að
takmarka heimsóknir verjanda
i fangelsið meðan mál er á
frumrannsóknarstigi. 1 Sviss er
dómara i sjálfsvald sett að
fyrirskipa slikt bann um
ákveðinn tima. I Hollandi má
banna slikar heimsóknir i allt að
sex daga samfleytt. Austurriki
gerir ráö fyrir slikum hömlum
ef hætt þykir við að rannsókn
málsins verði spillt.
Þannig segjast Þjóðverjar
finna samskonar ákvæði hjá
lýðræðisrikjum án þess að þau
þyki þar neitt sérstakt tiltöku-
mál. Eruþau hvergi eins og i V-
Þýskalandi, einskorðuð við
stórhættulega glæpamenn eina
likt og hryðjuverkamenn.
Hryðjuverk öfgaaflanna kölluðu
fram háværar kröfur um ab yfir-
völd létu til skarar skriða.
„Bri ttfli íngluð mAu
my rnQ |
segir Giinter Grass um þœr umrœður,
sem spunnist hafa um V-Þýskaland
blaðið „Expressen”. Meira að
segja finnst honum það „mikil-
vægt” I viðtalinu viö hollenska
blaðið. — „Þegar á allt er litið,
hefur Þýskaland hrundið af stað
tveim heimstyrjöldum og ber
ábyrgðina á moröum sex milljóna
gyðinga.” En að nýta slika sam-
viskubletti „til þess aö draga upp
mynd af vaxandi fasisma,” segir
hann I Expressen, „þvi verð ég aö
mótmæla.”
„A þeim 30 árum, sem liðin eru
frá stofnun Sambandslýðveldis-
ins, hefur lýðræöið vaxiö hérna úr
grasi,” heldur hann áfram. Telur
Grass það einmitt vott um lýð-
ræðiskennd sinnar þjóöar, að hún
skuli enn halda við tilhugsuninni
um þá sök, sem hún ber af
Hitlerstlmanum. Það telur hann
mjög mikilvægt og nefnir til
samanburðar: „En þau fjölda-
morö, sem drýgð voru á fyrir-
striðsárunum á Madagaskar, I
Indó-kina og Alsir, hafa Frakkar
ýtt út úr minningu sinni. Þvi spyr
ég mig stundum, hvaðan þeir
finni siðferðislegan styrk til þess
að dómfella Þjóðverja?”
Hann telur ótta manna erlendis
fyrir -ýjum uppgangi fasista I
V-Þýskalandi ekki hafa við neitt
að styðjast. Hann segir forsendu
allrar gagnrýni vera þá, aö menn
gaumgæfilega grandskoöi hlutina
fyrst. Hann segir það ekki grannt
skoöað, ef menn sjá ekki, hvernig
fylgi eina hægri öfgaflokksins I
V-Þýskalandi, Þjóðernissinna-
flokksins, hefur hrapaö niður I
„aum 1,2%” á slöustu árum.
Grass telur, ao margir mistaki
sig á „ákafri þörf Þjóðverjans
fyrir öryggi” og ætli hana fasista-
hyggju. Hann skýrir þessa
„öryggisþörf” landa sinna sem
afleiðingar þess aö þeir hafi upp-
lifað tvær heimstyrjaldir og tvö
ofboðsleg krepputimabil, sem
hafi brennt sig svo I þjóðarsálina,
að þeir bregðist „af og til móður-
sýkislega við”, ef þeim finnist
efnahagslegu öryggi þeirra eða
tilveru stefnt á einhvern hátt I
hættu. — „Sjálfir erum við þessa
meðvitandi og gagnrýnum sjálfir
þennan þátt i okkar fari. En ég
held ekki, að unnt sé aö saka
Þjóðverja um nasisma. Þaö þarf
að fara til annarra landa að leita
að honum,” segir Gunter Grass.