Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 2
Föstudagur 13. janúar 1978 VISIR í Reykjavík ..."V "" Lestu einhver erlend blöö? Guðmundur Tómasson, hótel- stjóri Sauðárkróki: Ég geri frekar litiB af þvi. Svavar Benediktsson, bifreiðar- stjóri: Nei, þaö geri ég ekki. HVENÆR VERÐUR ALMENNA FISKVERÐIÐ ÁKVEÐIÐ? - HVENÆR VERÐUR ALMENNA ## Ákvörðun hefur oft dregist fram í miðjan janúar" — segir Jón Sigurðsson oddamaður í yfirnefnd verðlagsróðs ,,Þaö er fátt að frétta af því máli", sagði Jón Sigurðsson oddamaðurí yfirnefnd verðlagsráðs er ákvarðar almennt fiskverð við Vísi í gær. ,,Annars er fundur í yfir- nefndinni í dag en það er ekki líklegt að það verði úrslitaf undur." Jón var aö þvi spuröur hvort ekki færi aö sjást fyrir endann á fundahöldum varöandi ákvörö- un fiskverös. Jón kvaöst ætla þaö, en ekkert væri hægt aö segja um það aö svo stöddu. Þá voru borin undir Jón ummæli sem höfö eru eftir Kristjáni Ragnarssyni framkvæmda- stjóra Landssambands is- lenskra útvegsmanna i Morgun- blaöinu annarsvegar aö ákvörö- Jón Slgurösson un fiskverðs væri komin i sjálf- heldu og hinsvegar i Þjóðviljan- um þess efnis að öngþveiti rikti i yfirnefndinni vegna þess aö engar ráöstafanir hafi komiö frá stjórnvöldum. Sagöi Jón aö hann kannaðist ekki viö þessa lýsingu á ástandi i yfirnefnd- inni, enda ekki vist aö rétt sé eftir Kristjáni haft. Almennt fiskverð á að liggja fyrir um áramót samkvæmt lögum um verðlagsráð. Jón var inntur eftir þvi hver yrði fram- vinda mála ef ekki fengist niöurstaða i yfirnefndinni innan skamms. Sagði Jón að ákvörðun um fiskverð hefði oft veriö tekin um og eftir miðjan janúarmán- uö. Æskilegast væri að verðið lægi fyrir um áramót en sá dráttur sem orðið hefði á ákvörðun yfirnefndar nú ætti sér mörg fordæmi. — KS Eyjólfur bfeld „Strandar ó stjórn- völdum" — segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson fulltrúi ## ENGINN BOTN I ÞESSU MÁLI ## segir Kristjón Ragnarsson fulltrúi seljenda í yfirnefnd ,,Ég held aö ég hafi ekki oröað þaö þannig aö þaö rikti öng- þveiti I yfirnefndinni en hver maöur getur séö aö þaö er eng- inn botn I þessu máli eins og stendur,” sagöi Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Landssambands fslenskra tit- vegsmanna viö VIsi er borin voru undir hann ummæli er voru höfö eftir honum I Þjóö- viljanum. Kristján er fulltriil seljenda I yfirnefnd verölags- ráös. Jafnframt sagöi hann aö þaö væri ekki. rétt eftir sér haft aö frystihúsaeigendur vilji lækkun fiskverös. „Ég sagöist ætla”, sagöi Kristján, ,,aö þeir gætu ekki einu sinni samþykkt óbreytt fiskverö miöaö viö af- komu þeirra”. Kristján vildi ekkert segja um þaö hvort fiskverö yröi ákveöiö nú á næstunni. — KS. Krlstján Ragnarsson kaupenda í yfirnefnd „Það strandar á því aö það vantar yfirlýsingar frá stjórn- völdum”, sagöi Eyjóifur isfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumið- stöövar hraðfrystihúsanna og fulltrúi fiskkaupenda i yfirnefnd verðlagsráðs. „Almenningur heldur að það séu kaupendur og seljendur sem séu að semja um fiskveröiö”, sagði Eyjólfur, „en einsogmálin standa núna þurfa aö koma að- geröir af hálfu hins opinbera. Fiskvinnslan er rekin með tapi og getur ekki tekiö á sig hækkanir. Þaö er báöum aöilum ljóst og því er þetta ekki lengur samningar milli kaupenda og seljenda”. Eyjólfur sagöist ekkert geta sagt um það hvenær ákvörðunar væriaö vænta enþetta væri baga- i legur dráttur fyrir alla aðila. — Asta Pálsdóttir, afgrelöslu- maður I Frlhöfninni: Já, ég les dönsku blööin: Familie Journal, Hjemmet og Se og Hör. * 1 Karen Jónsdóttir, afgreiöalu- stúlka: Já, ég les norsk og dönsk dagblöö og eitthvaö af tlmarit- um. Lilly Magnússon, smurbrauös- dama: Já, Familie Journal, Burda og fleiri. I Þegar gleymdist að spyrja Birgi Fyrirsögn á viðtaii I Timan- um viö Vilhjáiin Iljálmarsson, menntamálaráðherra, s.l sunnudag hefur vakið nokkra athygli, enda hljóðaði hún svo „Samdráttur er fögur hugsjón fámennri þjóö”. Svavar Gests son, ritstjóri Þjóðviljans, gamn ar sér svoiltið viö þessa fyrir sögn I blaöi sinu I gær, og veltir fyrir sér i hvaöa merkingu sam drátturinn er notaöur i fyrir sögninni. Um þrennskonar sam drátt gæti veriö aö ræöa. Sam drátt miili kynja, samdrát byggöar i Mjóafirði og sam dráttarstefnu hjá núverandi rikisstjórn. Viihjálmur sjáifur leiörétti þessa fyrirsögn i blaöi sinu á sinum tima, og sagði að enn ætti þó Timinn gamalt met I þessum efnum, en það var þegar blaðiö setti fyrirsögnina: Múiaþing, á minningargrein eftir Viihjálm um iátinn sæmdarmann eystra. Vandamál menntamáíaráö- herra i samskiptum við Timann eru sjálfsagt mörg og erfiö. Hann fékk ráöuneyti viö mynd- un núverandi rikisstjórnar, aö tilhiutan Þórarins Þórarinsson- ar, þar sem bekkurinn var cinna þéttsetnastur, fyrir. Mætti raun- ar segja sem svo, að nú aö fjór- um árum liðnum væri Vilhjálm- ur varla kominn inn I ráðuneytiö nema meö annan fótinn, enda hefur hann tamið sér að taka engar ákvarðanir sem ráöherra öðru vis}en spyrja Birgi Thorla- cius, ráöuney tisstjóra. Hin venjulegu svör ráöherrans, þeg- ar fólk kemur tiihans til að leita ásjár, eru ýmist: Ég skal spyrja Birgi, eða: Ég hef taiað um það við Birgi. Llklegast er sá einn galli á viðtali Timans við ráð- herrann, aö hann spurði ekki Birgi áður en hann lét gossa. Nú er það vitaö mál, að Birgir Thorlacius er duglegur og ötull maöur. Hann mun þó ekki vera Framsóknarmaöur og ekki Sjáifstæöismaöur heldur, og þess vegna getur ýmislegt farið á skjön i störfum menntamála- ráöuneytisins, sem ekki er I neinu samræmi viö stefnu og sjónarmið núverandi rikis- stjórnar, þegar um jafn valda- mikinn ráðuneytisstjóra er að ræða og Brigi. Nú standa fyrir dyrum um- ræður um gerð kennsiubóka I bókmenntum fyrir grunnskóla- stigið. Allt hefur þar veriö unnið a,f „réttum” aðilum enda má segja aö tillögur einna þriggja nefnda, sem flestar eða aliar voru skipaðar i tíö vinstri stjórnarinnar, beinist i farvegi sem svo mjög hafa verið ein- kennandi fyrir menntamáia- ráðuneytiö undir stjórn Birgis Vilhjálmur Hjálmarsson Birgir Thorlacíus Thorlacius. Vilhjálmur Hjálm- arsson fær eflaust aö sjá tiilög- urnar, en að lausiegu yfirliti loknu mun hann spyrja Birgi. Þannig er t.d. tryggt að það verður núverandi rlkisstjórn sem kemur fram sjónarmiöum vinstri stjórnarinnar i mennta- málum. Þótt Vilhjálmi hafi oröiö þaö á, aö halda þvi fram að sam- dráttur sé fögur hugsjón, tekur enginn mark á þvl. Setningin ber þaö meö sér aö hann hefur ekki borið hana undir Birgi, og þá er raunar engra leiðréttinga þörf. Og raunar standa störf þeirra ráðuneytismanna i tið núverandi hægri stjórnar fyrir þvi, að þar hefur engum dottið samdráttur i hug. Heppilegum kennslugögnum er puörað út og skólarannsóknardeiidin vinnur samkvæmt óbreyttri stefnuskrá allt frá þeim tlma, þegar kommúnistar komust að þeim gullvæga sannleika aö hvar- vetna sem öfgastefnur hafa náð einhverjum árangri hefur verið byrjaöá börnum og unglingum. Skólarannsóknardeiidin og aör- ar þær deiidir innan mennta- máiaráðuneytisins, sem með kennslumál hafa að gera, hafa unnið ötullega að þvi að mat- reiða námsefni, sem þjónar stefnumiöum Alþýðubandalags- ins, Marx/ieninistum eða hvað sem það nú heitir þetta fiðurfé, sem alltaf er að frelsa heiminn. A þessum öfgahrauk situr svo Vilhjálmur og spyr Birgi. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.