Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 5
VÍSIR Föstudagur 13. ianúar 1978 ítalskir kommúnist- ar œfír í garð Carters forseta Kommúnistaf lokkur italíu veittist í morgun að Bandarík jastjorn fyrir það/ sem kallað var /,ódul- in og frekleg afskipti" af stjórnarkreppu ítalíu# sem Jðrð og móni Þessi ljósmynd er ekki af tunglinu vaðandi i skýjum, hcldur af sjálfri móður jörð (með mánann i baksýn, efst á myndinni). Myndin er tekin úr gervihenttinum Voyager I. þegar hann var i 7,25 milljón milna fjarlægð frá jörðu. Þótt ekki sjáist hér, gátu vis- indamenn áttað sig á eintakinu, sem gervihnötturinn sendi til jarðar, að myndin sýnir Austur- Asi'u, vesturhluta Kyrrahafs og hluta af Suðurskautslandinu. Voyager I hefur verið beint fyrir ofan Mount Everest, þegar hann tók myndina. Annar gervihnöttur Voyager II er á sveimi um geiminn, en báðir þessir stefna til Jiipiters og Satúrnusar. Þeir eiga að kom a til J úpit ers á árinu 1979 og SatUrnusar 1980 og 1981. þykir likleg til þess að knýja Giulio Andreotti, forsætisráðherra, til af- sagnar í næstu viku. KommUnistar hafa, með þvi að sitja hjá i mikilvægum atkvæða- greiðslum i þinginu, eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar, séð til þess að minnihlutastjórn Andre- ottis og Kristilegra demókrata hefur tollað við völd. En nú hafa þeir krafist ráðu- neyta i neyðarstjórn, sem mynd- uð verði til bráðabirgða. Leiðtog- ar Kristilegra demókrata hafnað Jarðarför Pedro Joaquin Chamorro, rit- stjóra, var gerð i Managua, höfuðborg Nicaragua, í gær að undangengnum götu- óeirðum, þar sem um 30 þúsundir manna g ngu berserksgang um götur höfuðborgarinnar. þeim kröfum. Utanrikisráðuneytið i Washing- ton lét frá sér fara yfirlýsingu i gær þess efnis, að Bandarikja- stjórn væri andvig hlutdeild kommúnista i rikisstjórnum Vestur-Evrópulanda og vildi helst sjá áhrif kommúnista þverra. Dagblaðið „L’Unita”, málgagn italska kommúnistaflokksins, skrifaði iforsiðuleiðara imorgun, að þarna væri um aö ræða óþol- andi afskipti af innanrikismálum Italiu. —Málgagn italskra sósial- ista tók i svipaðan streng i sinum leiðara i morgun. Um 20 þúsund manns fylgdu Chamorro til grafar, veifandi fánum og syngjandi þjóðsönginn. Að beiðni fjölskyldunnar var jarðarförinni flýtt um þrjár klukkustundir til að afstýra frek- ari óeirðum. Frá þvi á þriðjudag, þegar Chamorro ritstjóri var myrtur úr launsátri á leið heim til sin úr vinnu, hefur logað i uppþotum i höfuðborginni. — Þjóðvarðliöið segisthafa fundið morðingja hans og eru f jórir menn háfðir i haldi, grunaðir um morðið. Öeirðir í Managúa Heyerdahl siglir enn á „ Tigris" Norski könnuðurinn Thor Heyerdahl lagði i gær upp frá Muscat i hæjtulegasta áfanga siglingar sinnar á sefbátnum,,Tigris”, en hann ætlar að sýna fram á, að hinir fornu Súmerar frá Mesópótamiu hafi get- að siglt til Indlands og Afriku. „Við viljum reyna að sigla eins langtog við komumst, áður enbáturinn sekkur eða gliðnar i sundur”, sagði prófessor Heyerdahl, áður en hann lagði upp frá Muscat með tiu manna áhöfn þar sem engir tveir eru af sama þjóðerni. Heyerdahl lagði af stað i leið- angurinn 23. nóvember frá Suð- ur-lrak. Hann telur, að Súmerar hafi siglt um Indlandshaf og Rauða hafið, og ætlar sjálfur um sömu slóðir. En báturinn „Tigris” er algerlega á valdi strauma og vinda. Hann a- gerður Ur sefstráum frá mýrum i Irak við fljótið Tigris. Hann er smiöaður að fyrirmynd 5.000 ára gamalla báta, eftir þvi sem fræðimenn þekkja best. Thor Heyerdahl ræöir við samstarfsmenn um siðasta undirbúning Tigris:feröarinnar, en sefbáturinn sést i baksýn. Nýbyggingar í Sinaí Siöustu fréttir af viöræöum tsraela og Egypta um Sinaískag- ann herma, aö nú hylli undir sam- komulag um brottflutning is- raelsks herliös af skaganum. Um tima horföi til þess, aö þessar viö- ræöur strönduöu strax i upphafi vegna frétta um, aö ísraelsstjórn ætlaöi aö leyfa aukiö landnám Gyöinga iSinaieyöimörkinni. — A myndinni hér sjást arabiskir verkamenn frá Gazasvæöinu vinna að nýjum byggingum viö Yamit i Sinai. Danir fá íþróttafréttir á ný Danskir íþróttafréttamenn út- varps og sjónvarps ákváðu i gær að hefja að nýju störf eftir mán- aðarlangt verkfall. Til verkfalls- ins kom, þegar þeir mótmæltu ráöningu ólærðs manns i starf, sem blaðamaður hafði áður innt af hendi. Auk þessara ellefu iþrótta- fréttamanna fóru aðrir frétta- menn útvarps og sjónvarps i samúöarverkfall, sem stóð i tvo daga. Deilan hefur ekki enn verið leyst, en samningar eru hafnir. Einn af hverjum tuttugu kaupendum okkarhlýtur kr 200.000.oo í verðlaun Fasteignasalan Afdrep Skúlatúni 6/ símar 28644 & 28645. Seljendur, látið AFDREP annast söluna. Þorsteinn Thorlacius viðskiptafræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.