Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 13.01.1978, Blaðsíða 12
Föstudagur 13. janúar 1978 vism c j^»ilfurí)úöun Brautarholti 6, III h. Simi 76811 Móttaka á gömlum munum: Fimmtudaga kl. 5-7 e h Föstudaga kl. 5-7 e.h. ^ Bílaleiga Kjartansgötu 12 — Borgarnesi Simi 9:1-7395. Volkswagen Landrover r já Nýr umboðsmaður okkar ú Húsavik GRÉTAR BIRG HALLSSON Baugholti 23 Simi 96-41558 Húsavik. VISIR r -Hótei Borgarnes Ráðstefnuhótel Gisti- og matsölustaður Sendum út heitan og kaldan mat. Ennfremur þorramat. 30% fjölskylduafslúttur af herbergjum frá 1/12 '77 - 1/5 78. Odýrt og gott hótel i sögulegu héraði. (Sovgamet 'lpröttír V Körfubolti eins og hann gerist bestur — Troðfullt hús áhorfenda sá KR sigra ÍS með 107 stigum gegn __ 104 í „þrumugóðum" leik í gœrkvöldi „Þessi leikur sýndi vel^ að það er geysileg breidd i KK-liðinu og þótt við misstum tvo hæstu menn okkar útaf, annan á slysavarðstofuna, þá tókst okk- ur að halda i horGnu. Það eru góðir körfuboltamenn á varamannabekknum hjáokkur, menn sem sýndu að þeir geta komið inná í erfiðum leikjum og staðið sig af prýði. Þetta var sigur alls KR- iiðsins” sagði Andrew Piazza þjálfari KR eftir að Uð hans hafði borið sigurorð af IS i 1. deildinni i körfubolta f Kenn- araháskólanum i gærkvöldi 107:104. Leikurinn var geysilega spennandi og vei leikinn, einhver sá besti sem hér hef- ur sést f langan tima. Enn ein sönnun þess i hversu mikilli framför körfubolt- inn er hér á landi. Já, þeir fengu ýmislegt fyrir aurana sina þeir,sem sáu þennan leik. Geysileg- ur hraði var í leiknum á báða bóga, og þrátt fyrir sterkan varnarleik á köflum voru skoruð alls 211 stig. Það var þvi fyrst og fremst sterkur sóknarleikur, enda hittni leikmanna stórgóð á köflum og erfitt að stöðva þá. Stúdentarnir byrjuðu leikinn á þvi að komast i 6:2, en það jöfnuðu KR-ingar strax ogkomustyfir 11:8. Menn fylgdust sérstaklega með þeim Jdni Sigurðssyni og Dirk Dunbar hinum bandariska hjá tS, og var oft stdrkostlegt að sjá viður- eign þeirra. Jdn i sinum besta ham og gaf Dunbar ekkert eftir nema siður væri og þar eigum við sannarlega snilling. Eins var Andrew Piazza þjálfari KR góður, sterkur í vörninni og hitti vel. KR-ingar sigu framiir og náöu mest 9 gtiga forustu i fyrri hálfleiknum, en stúdentar sigu á og i hálfleik munaði aðeins einu stigi, 52:51 fyrir KR. KR-ingarnir héldu þessari forustu sinni i siðari hálfleiknum og um miðjan hálfleikinn munaði þd aðeins tveimur stigum 78:76. KT-ingar náöu nú mjög góðum kafla og komust yfir 13 stig og virtust með gjörunninn leik. Þeim tdkst þó illa að nýta sér þessa yfirburði, voru á stund- um fullfljdtir á sér i sókninni. Þetta voru IS menn og þó einkum Dunbar fljótir að nýta sér, og undir lokin var spennan i hámarki. ÍS fékk 2 viti^r stað- an var 107:103 fyrir KR og 20 sekúndur eftir en aðeins annað þeirra nýttist, 107:104. Hefðisfðaraskotið einnig farið i körfu KR-inga er ekki gott að segja hvernig farið hefði, þvi að um leið og leiktiminn rann Ut var Dunbar kominn i skotfæri undir körfu KR-inga, en hitti ekki. En sigur KR var verðskuldaður, um það eru flestir sammála. Sá sigur vannst fyrst og fremst á mikilli baráttu ogmikilíi breidd iliðinu, þótt þeir væru bestir Andrew Piazza, Jdn Sigurösson, Bjarni Jóhannesson og Einar Bollason. Einar var Utaf á löngum kafla i siðari hálfleik vegna meiðsla, en þá tók Bjarni við og var óstöövandi. Þá meiddist Kristinn Stefánsson fljótlega i leiknum og varð að sauma sár hans saman á slysavarðstofunni, en Kristinn haföi byrjað leikinn mjög vel. En breiddin hjá KR er mikil, og hún átti stóran þátt i að fleyta liðinu yfir þennan leik. Þótt 1S hafi tapað þessum leik er liðið enn með i baráttunni um titilinn, en mötherjarnir voru of sterkir að þessu sinni, þótt liðið ætti mjög góðan leik. Andstætt við KR, þá er breiddin ekki mikil i liðinu. Má segja að þar séu 6 jafngóðir menn, hinir allmiklu slakari. Langbesti maður þeirra i þessum leik var Dirk Dunbar, en Kolbeinn Kristins- son átti einnig goðan leik. Stighæstir KR-inga voru Andrew Piazza með 26 stig, Jón Sigurðsson með 25, Bjarni Jóhannesson með 24 og Einar Bollason með 16, en hjá IS Dirk Dunbar með 42 stig, Kolbeinn Kristinsson 21 og þeir Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson með 11 hvor. Sérstök ástæða er til að minnast á þátt dómaranna Kristbjörns Albertssonar og Erlends Eysteinssonar. Þeir dæmdu erfiðan leik mjög vel, voru ekki of áber- andi í leiknum og ávallt sjálfum sér samkvæmir. gk—. Andrew Piazza, þjálfari KR, átti mjög góðan leik I gærkvöldi. Hér er hann aðbrjóta sér leiö framhjá þeim Bjarna Gunnari og Steini Sveinssyni. Visismynd: Einar. VISIR Föstudagur 13. janúar 1978 tprþttir Árgerö 1978, verömæti um 2 millj. kr. VERÐLAUNIN 1. FEBRÚAR. FORD FAIRMONT Argerö 1978, verömæti 3,4 millj. kr. VERDLAUN'IN 1. APRIL. 0 SIMCA 1307 Argerö 1978, verömæti 2,3 millj. kr. VERDLAUNIN 1. JUNl. EKKI EINN—HELDUR 1..2..3.. BILAR I ASKRIFENDAGETRAUNINNI VISIR Simi 866II VISIR Simi 82260 VÍSIR Simi 86611 VÍSIR Simi 82260 VÍSIR Simi 86611 VISIR Don Quarrie sigraði „tvöfalt" Don Quarrie frá Jamaica sigr- aði bæöi i 100 og 200 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsiþróttamóti sem fram fór i Melbourne i Astra- liu I gær. Hann hljóp 100 metrana á 10.4 sekúndum og 200 metrana hljóp hann á 20.05 sekúndum. Annar i 100 metra hlaupinu varð Paul Narracott frá Astraliu sem hljóp á 10.6 og þriðji varð Guy Abrahams frá Panama sem hljóp á sama tima. I 200 metra hlaupinu varð Colin McQueen frá Ástraliu annar á 20.8 og þriðji varð Paul Narracott á 21.1 sek- úndu. Olympiumeistarinn i 1500 metra hlaupinu John Walker frá Nýja-Sjálandi, varð að gera sér annað sætið að góðu i 800 metrun- um^sem hann hljóp á 1:47.7 minút um — Þar sigraði John Higham frá Astraliu — hijóp á 1:47.1 min- útu. Lasse Viren frá Finnlandi sem sigraði i 5000 og 10.000 metra hlaupunum i Montreal keppti i tveggja milu hlaupi og varð hann næst siðastur i hlaupinu — hálfum hring á eftir sigurvegaranum, Eamonn Coghlan frá trlandi, sem sigraði i hlaupinu. Ný-Sjálending- arnir Red Dixon og Dick Quax urðu svo i öðru og þriðja sæti. Frá leik Fram og landstiösins i gærkvöldi — Janus Guðlaugsson er kominn frir inná linu, en Pétur Jóhannsson brýtur illilega á honum og vltakast dæmt sem Jón Karlsson skoraði slðan ur. Visismynd: Einar. Annegret Richter frá Vest- ur-Þýskalandi sigraði í 100 metra hlaupi kvenna hljóp á 11.3 sekúndum — Realene Boyle frá Astraliu sigraði i 200 metrunum á 23.1 og þar varð Irena Szewinska frá Póllandi þriðja — hljóp á 23.9 sekúndum. —BB Landsliðið tapaði fyrir Fram Fram sigraði islenska landslið- ið i handknattleik i Laugardals- höilinni með 29 mörkum gegn 28 i gærkvöld, og ef marka má eitt- hvað leik landsliðsins, má liðið taka sig verulega á ef ekki á illa að fara i Danmörku. Geir Hall- steinsson og Axei Axelsson léku að vlsu ekki með, en það afsakar ekki þennan siaka leik. Það voru Framarar sem skor- uðu fyrsta mark leiksins og höfðu siðan ávallt forystuna eftir það. Axel Axelsson sem lék meö sinum gömlu félögum var potturinn og pannan i leik Fram og hefur hann sennilega aldrei verið eins góöur og i dag. Hvað eftir annaö átti Ax- el glæsilegar linusendingar sem gáfu mörk, eða þá hann skoraði með hnitmiðuðum skotum. Hjá landsliðinu var það fyrir- liðinn — Jón Karlsson sem bjarg- aði þvi sem bjargað varð og skor- aði hann hvorki meira né minna en 15 mörk. Þar af voru sjö úr vitaköstum og sýndi Jón mikið öryggi i þeim, þar til i lok leiksins að honum mistókst á siðustu sek- úndunum. Eins og fyrr sagði höfðu Fram- arar ávallt frumkvæðiö i leikn- um, þeir komust i 11 : 7 og i hálf- leik var staðan 15 : 12 — hreint ótrúlegar tölur sem segja sina sögu um slaka vörn og mark- vörslu landsliösins. I siðari hálfleik héldu Framar- ar svo lengstum þessu forskoti, eða þar til tiu minútur voru til leiksloka að Viggó Sigurðssyni var vikið af leikvelli fyrir fullt og allt — og uröu þvi landsliðsmenn að leika einum færri það sem eftir var. Um brottrekstur Viggós er það að segja — að sá dómur var nokkuð strangur, en réttlætanleg- ur. Hann vildi fá dæmt aukakast, en fékk ekki — og mótmælti svo kröftulega við annan dómarann, að hann sá sitt óvænna og sendi Viggó i „bað”. Eftir að landsliðsmenn voru orðnir einum færri var eins og þeir geröu sér grein fyrir þvi að alvara var á feröum og meö ágætum leik tókst þeim að jafna 27 : 27 og siðan var aftur jafnt 28 : 28. Framarar komust i 29 : 28, þegar ein minúta var eftir — og á. lokasekúndunum fékk landsliðið möguleika á að jafna úr vitakasti sem Jóni Karlssyni mistókst aö skora úr. Framarar léku vörnina nokkuö framarlega og setti þaö allan sóknarleik þeirra landsliðsmanna úr böndunum — og furðar maöur sig á að liðið skyldi nánast ekkert svar eiga við þessu. Flestir landsliðsmennirnir áttu slakan dag að þessu sinni að Jóni Karlssyni undanskildum — og virtust margir leikmannanna hreinlega ekki vera með sjálfum sér. Hjá Fram var Axel Axelsson besti maðurinn, en auk hans átti Birgir Jóhannsson mjög góðan leik og gerði margt laglegt. Mörk Fram: Axel Axelsson 9 (3), Birgir Jóhannsson 3, Jens Jensson 2, Arnar Guðlaugsson 2, Arni Sverrisson 2, Gústaf Björns- son 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Ragnar Hilmarsson 2, Atli Hilm- arsson 2, Pétur Jóhannsson 2 og Jóhannes Helgason eitt mark. Mörk landsliðsins: Jón Karls- son 15 (7), Gunnar Einarsson 4, Bjarni Guðmundsson 2, Viggó Sigurðsson 2, Björgvin Björgvins- son 2 og Arni Indriöason, Ólafur Einarsson og Þorbjörn Guð- mundsson eitt mark hver. — BB Staöan 11. deild lslandsmótsins I körfuknattleik er nú þessi: ÍS— KR 104:107 UMFN 7 6 1 651:545 12 KR 7 5 2 556:459 10 Valur 7 5 2 515:566 10 1S 7 5 2 610:598 10 ÍR 7 3 4 576:623 6 Fram 7 2 5 558:614 4 Þór 7 2 5 465:503 4 Armann 7 0 7 546:683 0 Næstu leikir eru á morgun, en þá leika Fram og UMFN —Kæru- mál er i gangi milli KR og Þórs, og er á töflunni hér að ofan reikn- að með sigriÞórsí þeirri kæru, en KR-ingar munu áfrýja þeim úr- skurði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.