Vísir


Vísir - 02.02.1978, Qupperneq 5

Vísir - 02.02.1978, Qupperneq 5
VTSIR Fimmtudagur 2. febrúar 1978 V-Þýski varnarmálaráðh. segir af sér vegna: Persónunjósna leyniþjónustu hersins Leiðtogar stjórnar- flokkanna i V-Þýska- landi hittast fyrir lukt- um dyrum i dag til að hlýða á skýrslu Georg Lebers varnarmálaráð- herra um hleranir leyni- þjónustu hersins, en ljóstrað hefur verið upp, að þær hafa verið við- tækari en ráðherrann hefur. áður viljað kann- ast við, og hefur hann sagt af sér embætti. Leber afhenti Helmut Schmidt kanslara afsagnarbeiðni sina i gær, en kanslarinn bað hann að ihuga og endurskoða þá afstöðu og hefur Leber ekki ákveðið enn, Eitruðu appelsínur hvort hann stendur fast við af- sögnina. Varnarmálaráðherrann er yfir- maður og ábyrgðarmaður leyni- þjónustu hersins. í síðustu viku svaraði hann fyrirspurnum i þingi um hleranir leyniþjónust- unnar, en þær eru ekki löglegar. Kvað hann leyniþjónustuna án hans vitundar hafa hlerað ibúð einkaritara hans 1975 vegna gruns um að hún væri njósnari kommúnista. Lét Leber á sér skilja, að þar hefði verið um að ræða undantekningartilfelli. V-þýska sjónvarpið hélt þvi fram i gærkvöldi, að leyni- þjónustan hefði gripið til óleyfi- legra hlerana i að minnsta kosti 20 tilfellum siðan Leber tók við ráðherraembætti fyrir fimm ár- um. Leber mun hafa skýrt meðráð- herrum sinum frá þvi að hann gæti ekki staðið við fyrri fullyrð- ingar si'nar i þinginu. ísraelsmenn hafa nú aukið eftirlit sitt með út- flutningi á Jaffa-appel- sinum sinum, og biða með öndina i hálsinum eftir viðbrögðum á er- lendum mörkuðum, eftir að eitur fannst i appel- sinum þeirra i Hollandi og V-Þýskalandi. Samtök, sem kenna sig við mál- stað Palestinuaraba, segjast i bréfi til heilbrigðisráðuneyta átjan landa hafa eitrað appelsin- urnar. Jaffa-appelsinur eru ísrael það sama og sjávarafurðir eru Islandi — aðalútflutningur og gjaldeyris- lind. Eitrið, sem fannst i tuttugu appelsinum, reyndist vera kvika- silfur i óuppleysanlegu formi, ekki banvænt en liklegt til þess að valda ógleði. tsraelsk yfirvöld telja full- yrðingu bréfritara um, að appel- sinurnar hafi verið eitraðar á hernumdu svæðunum, ekki eiga við neitt að styðjast, þvi að Jaffa- appelsinur séu ekki framleiddar utan ísraels. Zvi Keinan, for- stöðumaður útflutningsráðs ísraels, telur, að öryggisráðstaf- anir heima fyrir séu svo öflugar að útilokað sé, að hermdarverka- menn Araba hafi getað komist til að eitra appelsinurnar. Þó verður eftirlitið aukið enn frekar, að gefnu þessu tilefni. Fimm börn i hollenska bænum Maastricht veiktust og voru lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa borðað eitraðar appelsinur. Njósnuðu í tvö ár fyrir Vfetnam Bandarisk yfirvöld ihuga i dag að visa úr landi einum af sendi- fulltrúum Víetnams hjá Sameinuðu þjóð- unum, eftir að viet- namskur námsmaður og einn embættis- manna stjórnarinnar urðu uppvisir að þvi að njósna fyrir Hanoi. Námsmaðurinn og embættis- maðurinn voru handteknir á þriðjudag og ákærðir fyrir stuld á leyniskjölum, sem þeir af- hentu fulltrúum Vietnams hjá Sameinuðu þjóðunum i New Yorkog I Paris. Báðir héldu fast fram sakleysi sinu fyrir rétti i gær, þar sem ákæran var birt þeim. Talsmaður utanrikisráðu- neytisins bandariska sagði fréttamönnum i gærkvöldi, að ekki hefði enn verið ákveðið hvort sendifulltrúanum hjá Sameinuðu þjóðunum yröi visað úr landi eða ekki. Sendinefnd Vietnams hjá Sameinuðu þjóðunum hefur borið af sér allar ásakanir um hlutdeild i njósnasamsæri. Sagði nefndin, að ásakanirnar hefðu ekki við neitt að styðjast, heldur væri þær sprottnar upp af fjandsemi Bandarikjastjórn- ar I garð Hanoi.. Njósnararnir tveir, sem handteknir hafa verið, eru 32 ára gamall námsmaður, Truong Dinh Hung að nafni, og Ronald Humphrey, 42 ára starfsmaöur hjá Upplýsingaþjónustu USA. Þeir eru bornir sökum um að hafa stundað þessar njósnir sið- ustu tvö ár. — Hung er sonur Trung Dinh Dzu, sem tapaði forsetakosningum S-Vietnam fyrir Nguyen Van Thieu 1967 og Thieu lét siðar varpa i fangeldi. Roman Polanski nýtur nú franska vegabréfsins til þess að sleppa undan réttvísinni i Bandaríkjunum. Polanski flúinn til Frakklands? Mœtti ekki fyrír rétt, en sást á Lundóna- flugvelli i gœr. Hvergi finnanlegur í London Kvikmyndaleikstjór- inn Roman Polanski, lét sig hverfa i stað þess að mæta fyrir rétti i Kaliforniu og hlýða þar á dómsuppkvaðn- ingu vegna ólöglegra kynmaka hans við 13 ára stúlkubarn á heim- ili Jack Nicholsons leikara. Dómarinn gaf út handtöku- skipan á Polanski, sem hinsveg- ar sást bregða fyrir á Heatrow- flugvelli I London undir hádegi i gær. Hann hvarf mönnum þar strax sjónum aftur. Polanski hefur franskt vega- bréf og þykir möguleiki á þvi, að hann hafi skipt um flugvél i London og flogið til Parisar, en enginn hefur orðið hans var þar. — Hús Polanskis I Belgravia- hverfi i London virðist standa autt. Hjá British Airways hefur verið staðfest, að Polanski hafi flogið undir eigin nafni frá Los Angeles til London i gær. Verjandi leikstjórans skýrði réttinum frá þvi að hann héldi að Polanski hefði farið frá Bandarikjunum, en vildi ekki láta uppi hvert, og bar fyrir sig lögfræöingsskyldu sina gagn- vart skjólstæðingnum. Lög- fræðingurinn sagði dómaran- um, aö hann rriundi reyna að telja skjólstæðing sinn á að snúa aftur og koma fyrir réttinn. Fréttamenn leituðu Polanskis um alla London til að leita hjá honum skýringar á þessum flótta, en fundu hvergi. Breska lögreglan segist enga vitneskju hafa um ferðir hans, enda hafi hann ekkert brotið af sér i Bret- landi og engin beiðni borist frá bandariskum yfirvöldum um afskipti af honum. Polanski hefur nýlokið 42 daga gæsluvarðhaldi, meðan hann gekkst undir geðrannsókn, sem dómarinn ætlaði að hafa til hliðsjónar við uppkvaðningu dómsins. Hafði verið mælt með þvi, aö látið yrði sitja við þetta gæsluvarðhald, og sækjandi málsins hafði látið á sér heyra, að hann mundi ekki krefjast þyngri refsingar. Brotið, sem Polanski játaði á sig, varðaði þó allt að 50 ára fangelsi. Niðurstaða geðrannsóknar- innar hafði verið mjög mildandi fyrir Polanski, og samúðarvekj- andi. Sagt var, að morð Man- son-fjölskyldunnar á Sharon Tate, eiginkonu hans 1969, hafi haft djúpstæð áhrif á Polanski, sem allar götur siðan hefði verið að leita ástarinnar. Polanski átti að leikstýra endurgerð kvikmyr.darinnar „Hurricane” fyrir italska fram- leiðandann, Dino de Laurentis. En framleiðslan hefur tafist vegna þessa máls, og tilkynnti de Laurentis i siðasta mánuði, að hann neyddist til þess að láta Polanski hætta. Saksóknarinn i máli Polansk- is lét eftir sér hafa i gær, að hann teldi að Polanski fengi þyrgri dóm fyrir þetta tiltæki en hann ella hefði fengið. En hann bjóst ekki við, að Polanski mundi afplána þann dóm. ,,Ég býst ekki við, að hann snúi nokkurntima aftur hingað til lands”, hélt saksóknarinn. Ef Polanski notfærir sér frönsk borgararéttindi sin og kemst til Frakklands, verður hann ekki fremseldur þaðan. Borpallurínn strandaði Breskar herþyrlur hafa bjargað 24 mönn- um af 33, sem voru á norska oliuborpallinum, sem rak i ofsaveðri upp á land i nótt. Þrem var svo bjærgað um borð i björgunarskip. Flestir þessara manna eru Norðmenn, og voru þeir fluttir til St. Peter Port i Guernsey og út- veguð gisting á hóteli. Borpallurinn, Orion, var i slefi á leið til Rotterdam, þegar hann slitnaði aftan úr vestur-þýskum dráttarbát og rak fyrir straumi og vindum. Strandaði hann um 4 milur frá St. Peter Port. — Bor- pallurinn hefur verið seldur til Brasiliu. Var strax hafist handa við aö bjarga mönnunum af pallinum, enhætta varð um tvö-leytið Inótt, I hafrótinu. Atti að byrja björg- þegar borpallurinn tók að snúast I | unaraðgerðir aftur með birtingu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.