Vísir - 14.04.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1978, Blaðsíða 8
 0M§ —. V :'J i ' Ég skal leyfa þér að sjé, hvernig hún virkai^s Líbanir vantreysta gœsluliðum r Israelar óónœgðir með seinagang gœslusveitanna Annar áfangi brottflutn- ings israelska herliösins í S-Libanon hefst i dag um ieiö og gæslusveitir Sam- einuðu þjóöanna taka sér stööu á fimm km kafla meðfram Litani-ánni. Kurt Waldheim er væntanlegur til Israel á mánudag og mun lsraelsstjórn gera honum þá grein fyrir óánægju sinni. Fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna mun kanna lið gæslusveit- anna i S-Libanon að lokinni heim- sókninni i lsrael. Vafaiaust mun Waldheim leggja að lsraelsstjórn að hraða brottflutningnum, sem Israels- menn segja vera algerlega þvi háð, hversu fljótt gæsluliðið geti leyst þá af hólmi. Francis Rizak, talsmaður kristinna manna i S-Libanon, hef- ur æ ofan i æ iýst áhyggjum sins fólks af þvi, að gæsluliðið sé ekki þess megnugt að halda aftur af skæruliðum Palestinuaraba. Rizak sagði i israelska útvarpinu i gær, að það væru nú fleiri skæruliðar á þessu svæði, en voru fyrir innrás israelsmanna. Japanskar jórn- brautir stöðvast Hermenn frá Noregi, Nepal og lran taka sér stöðu á niu hernaðarlega mikilvægum stöð- um (aðallega við brýr yfir ána) um leið og israelsku hermennirn- ir hörfa i átt til landamæranna. Yigael Yadin, aðstoðarfor- sætisráðherra Israels, sagði i gærkvöldi, að lsraelsstjórn væri ekki ánægð með, hversu seinar gæslusveitirnar væru að taka sér stöðu. Sagði hann það skapa is- raelska herliðinu nýjan vanda, þvi að það þyrfti að gæta þess, að skæruliðar Palestinuaraba not- uðu ekki tækifærið til þess að hrifsa i sinar hendur stöðvarnar, sem israelska liðið yfirgefur. Járbrautarkerf ið í Japan lamast algjörlega í dag, þvi að i morgun hófst eins sólarhrings verkfall járnbrautarstarfsmanna, sem krefjast launahækk- ana og bættra vinnuskil- yrða. Um 80% þeirra 1.500 lesta, sem fylgja fastri áætlun, munu stöðv- ast af völdum verkfallsins. En Japanir eru mjög háðir járn- brautunum sem samgöngutæki til þess að komast^r <gg-i vinnu, og mun þvi verkfallið hafa áhrif viöa á vinnustöðum. Verkamannoflokkurinn naut óvœnts fylgis í Glasgow Breski Verkamanna- flokkurinn náði sín- umbesta árangri úr kosn- ingum síðustu fjögurra ára, þegar gengið var til aukakosninga í Gars- cadden í Glasgow i gær. Hlaut Verkamanna- f lokkurinn öllum að óvör- um auðveldan sigur yfir skoska Þjóðernisf lokkn- um í þessum kosningum sem flestir höfðu spáð Þjóðernisf lokknum miklu fylgi, ef ekki sigri í. Litið var á þessar aukakosn- PAPPÍRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappírsliig sem taka mikla vætu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxur eru því ávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. ingar af mörgum, sem uppgjör milli Verkamannaflokksins og skoska Þjóðernisflokksins, sem berst fyrir sjálfstæði Skotlands undan bresku krúnunni. Við talningu atkvæða kom i ljós, að skoski þjóðernisflokkurinn hafði að visu aukið fylgi sitt, en ekk- ert nálægt þvi eins mikið og spáð hafði verið. Þykja þessi úr- slit mikill ósigur fyrir sjálf- stæðisstefnu Skota. Þetta óvænta brautargengi Verkamannaflokksins þykir um leið liklegt til að freista James Callaghan forsætisráðherra að efa til almennra þingkosninga fyrr en ella — og þá hugsanlega i október. Donald Dewar, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hlaut 16,507 atkvæði. Keith Bovey frambjóðandi Þjóðernisflokks- ins fékk 11,955 atkvæði. Iain Lawson, frambjóðandi Ihalds- flokksins, fékk 6,746 atkvæði. Hinir þrir frambjóðendurnir komu langt á eftir. Skotland á 71 þingmann á breska þinginu, og hefur Verka- mannaflokkurinn meira en helming þeirra, enda hefur hann jafnan gengið að visu miklu fylgi i Skotlandi. En stefna Þjóðernisflokksins og sjálfstæðisbaráttan þótti likleg til fylgisöflunar, og þvi bjuggust menn við tvisýnni kosningum. Til aukakosninganna i Gars- cadden var efnt vegna fráfalls Willie Small, þingmanns Verka- mannaf lokksins. Þetta eru fyrstu aukakosningarnar i Skot- landi siðan Verkamanna- flokkurinn komst i stjórn 1974, og er þetta besti árangur hans i aukakosningum i Bretlandi siðan. Verkamannaflokkinn vantar nú 7 þingsæti upp á meirihluta i þinginu, en hann styðst þar við jringmenn Frjálslynda flokks- ins, sem stutt hafa stjórnina i mikilvægum málum. Framund- an eru fjó’-ar aukakosningar, og hefur Verkamannaflokkurinn ekki miklar sigurlikur nema i einu þeirra. Viðrœður um Ródesíu Utanríkisróðherrar Bretlands og USA komnir til Tansaníu til milligöngu við leit að framtíðarlausn Ródesíumálsins Stjórnir Bretlands og Bandarikjanna beita sér i dag fyrir nýjuifífc til- raunum til þess að ýta að samningaborðinu hinni nýju rikisstjórn Ródesiu og leiðtogum skæruliða blökku- manna, sem berjast gegn henni. Cyrus Vance, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, kom i morgun til Dar Es Salaam til fjögurra daga viðræðna við leið- toga skæruliðahreyfinganna og fimm utanrikisráðherra land- anna, sem iiggja að Ródesiu, en það eru Tanzania, Zambia, Mósambik, Botswana og Angóla. Vonir manna um að takast mætti að koma á samningaráð- stefnu skæruliðaeliðtoganna og fulltrúa hinnar nýju stjórnar Ródesiu eru heldur daufar. — Ian Smith, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, hafnaði i siðustu viku þessari hugmynd. En liklegt þykir, að Vance utanrikisráðherra fái betri undir- tektir hjá hinum, sem komnir eru til Dar Es Salaam. David Owen, utanrikisráðherra Bretlands, var væntanlegur til höfuðborgar Tanzaniu i morgun til fundar við hina utanrikisráð- herrana, en hann og Vance ætla til Suður-Afriku á morgun og þaðan til Ródesiu á sunnudag. Shevchenko mel bók í smíðum Arkady Shevchenko, að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum — sem neitað hefur að snúa heim tii Sovétrikjanna — undirritaði fyrir þrem árum samning við bandariskan bókaútgefanda, og er sagður hálfnaður með hand- ritið, sem hann hefur i smiðum. Samningurinn er við Aifred Knopf-útgáfufyrirtækið i New York, og hefur Ashbel Green, forstjóri fyrirtækisins, staðfest blaðafréttir um þetta. Green hefur þó ekki viljað segja, um hvað bókin fjalli, en gaf þó til kynna, að Shevchenko skrifaði um reynslu sina sem háttsetts diplómats Sovét- stjórnarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.