Vísir - 14.04.1978, Qupperneq 18
Hvernig á sú kennsla a6 vera?
Þvi er auövelt aö svara.
Meö þvi að vera þeim góð fyr-
irmynd.
Með þvi að þeir fullorðnu —
þeir, sem eiga að hafa vit fyrir
börnunum og kenna unglingun-
um gefi þeim meö lifi sinu það
fordæmi, sem hollt er að breyta
eftir i sjálfsafneitun, hófsemi,
trúmennsku og öðrum góðum og
göfugum dyggðum kristilegrar
siðfræði.
Að sýna hinum ungu þetta i
breytni hins daglega lifs. bað er
besta fermingargjöfin — i raun
og veru sú eina gjöf sem máli
skiptir og getur gert út um
framtið fermingarbarnsins —
barnsins þi'ns. — Með þvi getur
þú átt rikan þátt i þvi að leiða
barnið þitt á gæfunnar braut og
beðið fyrir þvi og framtið þess,
ekki aðeins með orðum heldur
einnig i verki:
Guð verndi verndi þig, en vak
og bið.
og varðveit, barn, þinn
sálarfrið.
Á Herrans traustu hönd
þig fel.
Ef hann er með, þá farnast
vel.
Guð leiði þig.
Þegar maður sér, að heilar
opnur i blöðunum eru fullar af
nöfnum barna, sem eiga aö
fermast á morgun , þá fannst
Kirkjusiöu Visis ekki nema
sjálfsagt og eðlilegt að helga
fermingarbörnum þessa siöu
kirkjunnar i dag.
Þegar' Kirkjusiðan sá, aö
Fermingarbarnablaö i Keflavik
og Njarövik var komið út var
ekkert sjálfsagðara en að gera
að umræðuefni þetta stórmynd-
arlega framtak prestanna i
þessu mikla og ört vaxandi þétt-
býli Suðurnesja. Þeir eru
ábyrgöarmenn blaðsins og
skrifa ávarp, þarsem þeir velta
vörngum fyrir gildi fermingar-
innar og þvi hver áhrif hún hef-
ur á börnin. Þeir segja, aö
vissulega gangi mörg börnin
sefjuð og hálfsofandi gegnum
Ii/ fylgdar þig
hann krafði
ferminguna og undirbúning
hennar. Það sé „hrikaleg stað-
reynd”, sem kirkjan verði að
horfast i augu við, og þá vænt-
anlega að gera allt, sem i henn-
ar valdi stendur til að bæta hér
úr. Hinsvegar fullyrða þeir
prestarnir, að mörg fermingar-
börn taki undirbúning þessarar
hátiðlegu athafnar og mikils-
verða dags i lifi sinu mjög al-
varlega, sinni honum af alúð og
alvöru. Þeir sem stýra slikum
undirbúningi, kynnast i mörg-
um tilvikum óvenju-málefna-
legri og heiðarlegri leit hinna
ungu, sem þvi miður er næsta
fátið i heimi hinna fullorðnu.
Þannig farast þeim orð kenni-
mönnunum i Keflavik og Njarð-
vik. Og vissulega má segja að
Fermingarblaðið sanni orö
þeirra. I blaðinu eru smágrein-
ar eftir 18 fermingarbörn, sem
mörg a.m.k. virðast gera sér
grein fyrir hinni hátiðlegu al-
vöru þessarar fögru athafnar.
Hvað gera svo hinir fullorðnu
til að beina ahrifum fermingar-
innar i hollan og heillavænlegan
farveg?
Margir kosta miklu — já alltof
miklu til fermingarinnar i
veislum og gjöfum. Ekki skal
það lastað að halda þessi tima-
mót i lifi táningsins verulega
hátiðleg. En dýrasta fermingar-
gjöfin og veglegasta veislan
verður aldrei virt eða metin til
fjár. Hún er fyrirmynd þeirra
fullorðnu.
1 heilögu orði segir: Kenn
þeim ungu þann veg, sem þeir
eiga að ganga og á gamals aldri
munu þeir ekki af honum vikja .
Séra Gisli Brynjólfs-
son skrifar
11" ™ M ■ iii-
3
FÉLAG FARSTÖÐVAEIGENDA
Síðumúla 22 - 105 Reykjavík - Sími 34100 - Pósthólf 196
FÉLAGSFUNDUR
Félagsfundur FR-deildar 4. verður hald-
inn að Domus Medica, föstudaginn 14.
april, kl. 20.30. Gengið inn frá Egilsgötu:
Fundarefni:
1. Deildarmál.
2. Húsnæði deildarinnar.
3. Stofnun unglingadeildar.
4. önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
-----—......................... .....
Lauk doktorsprófi í USA
Jón Bragi Bjarnason, efna-
fræöingur, hefur lokiö doktors-
prófi frá rlkisháskólanum i Colo-
rado, en ritgerð hans fjallaöi um
einangrun og greiningu á
enzym-blæðingaþáttum úr eitri
ameriskrar landslöngu — en
slöngubit valda um 50.000 dauðs-
föllum i heiminum á hverju ári.
Jón Bragi er þrítugur að aldri
og kennir nú lífenfafræði við Há-
skóla islands. Ilann hefur hafið
rannsóknir á enzymum úr þorski.
— ESJ.
Föstudagur 14. april 1978 visndR
OKEYPIS myndaþjónusta
opið til kl. 7
Opið i hódeginu og d iaugardögum ki. 9-6
Blazer K5 árg. 73 8 cyl, 307 cub.
Sjálfskiptur. Blár, gott lakk. útvarp og
segulband. Skoðaður 78. Traustvekj-
andi bíll. Verð kr. 3 millj.
Willy's árg. '63 B18. Volvo-vél. Rauður
og hvítur. Góðdekk. Skoðaður 78. Verð
kr. 650 þús. Skipti. Allt kemur til greina.
Hanomag Hanchel F 76 Diesel árg. '71.6
cyl, 5 gíra. Brúnn og drapplitur. Gott
lakk. Litur mjög vel út. Oll dekk ný,
tvö varadekk. Sá besti í bransann. Verð
kr. 4,3 millj.
Chevrolet Impala Haraiop, 4ra uyra
árg. '65, 6 cyl, sjálfskiptur. Grár með
svörtum röndum. Skemmtilegur bíll.
Verð kr. 600 bús.
Cortina 1300 árg. '71, 4ra dyra. Brúnn,
gott lakk. Vetrardekk. Útvarp. Verð kr.
750 þús. Skipti á amrískum 2ja dyra eða
japönskum á 1.500 þús. til 2 millj.
Toyota Carina árg, '74. Brúnn, gott
lakk. Sumardekk og vetrardekk. Fall-
egur bíll í toppstandi.
Datsun 120 A árg. '73. Ljósgrænn. Gott
lakk. Góð dekk. útvarp. Verð kr. 1.250
þús. Skipti á Saab 99 72-74 eða
ameriskum 72-73.
BÍLASALAN SPYRNAN
VITAT0RGI
milli Hverfisgötu og Lindorgötu
Simar: 29330 og 29331