Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 3
3 VÍSffi Föstudagur 28. apríl 1978 Siglingar um sundin blá — ný fjölskylduíþrótt til að stunda heilbrigt útilíf, náttúruskoðun og fiskveiðar. Sundin og vogarnir og Flóinn bjóði upp á óteljandi möguleika. Jón lagði áherslu á að smábáta- siglingar væru holl og friskandi tómstundaiðja fyrir alla fjölskylduna því fólk á öllum aldri hrifist af þessari iþrótt. Á svæð- inu frá Akuréy og um 12 mllur vestur eru gjöfúl mið fyrir hand- færaveiðar. Væri hægt að veiða þar ýsu og þorsk og viða fengist lúða, til dæmis út af Kjalarnesi. „Reykvíkingum sem vilja stunda útilíf kemur ef til vill fyrst I huga Bláfjöll eða Heiðmörk en við eigum náttúruundur út á Fló- anum sem gefur þeim ekkert eft- ir”, sagði Jón Ó. Hjörleifsson umboðssali i samtali við Visi en hann flytur inn fjölskyldubáta fyrir þá sem vilja stunda sigling- ar sér til skemmtunar og heilsu- bótar. Jón sagði að allt I kringum sig .hefðu Reykvlkingar nóg tækifæri ~&~>éf£fcL£.i6r? Sonur Jóns Hjörleifur M. Jónsson sýnir fjöiskyldnbátinn á sýningunni Auto '78. Vfsismynd JA. Mesta sportið er að láta reka og dorga i soðið. Hér eru Snarfaramenn lagðir frá landi við Keili að sigla út á sundin biá. Þá væri ekki nema um klukku- stundar sigling út á Garðsskaga en þar fyrir utan væri eitt hið besta fiskisvæði fyrir handfæraveiðar eða sjóstanga- veiði. Það tæki örskamma stund að bregða sér upp I Kollafjörð og til dæmis væri 15 mlnútna sigling upp á Akranes. Þá væri hægt að stunda fuglaveiðar á Flóanum og beir sem hefðu aðstöðu til stund- pðu eggjatöku á vorin I eyjunum I grennd við borgina. Jón sagði að til fyrirmyndar værisú aðstaða sem Æskulýðsráð hefði búið unglingum til siglinga og bátasmlða I Nauthólsvlk. Hins vegar snerist dæmið alveg við I sambandi við^fullorðna þvl að- staðan til að stunda þessa Iþrótt I dag væri i algjöru lágmarki. Væri svo komið að þeim væri sem þvl næst úthýst úr borginni. Sagði hann að Snarfari, félagsskapúr sportbátaeigenda hefði farið fram á aðstöðu I Elliðavogi og um það hefði náðst samstaða i borg- arráði. A sýningunni Auto ’78 sýnir Jón einn enskan 19 feta fjölskyldubát. Báturinn er yfirbyggður að fram- an og i káetunni er rúm fyrir fjóra til fimm. Hann er úr trefjagleri með trélistum á byrðingnum, og honum fylgja ýmis siglingatæki eins og dýptarmælir og áttaviti. Sjötíu og fimm hestafla vél er i bátnum og kemst hann með um 35 milna hraða á klukkustund. Verö bátsins er um þrjár milljónir. „Reykvikingar þurfa ekki aö leita langt yfir skammt til aö komast I heilnæmt útiloft að minnsta kosti ekki eftir rykugum vegum. Sundin eru útivistarperla sem heilla alla sem komast I kynni við þau”. —KS Nýr garð- yrkjustjóri ráðinn á Akureyri Einn umsækjandi var um stöðu garðyrkjustjóra á Akureyri þegar staðan var auglýst laus til umsóknar. Sá sem sótti um stöð- una var Arni St. Jóhannsson sem búsettur er I Kaupmannahöfn. Skrúðgarðanefnd Akureyrar lagði til að Arni yrði ráðinn i starfið og hefur það verið sam- þykkt I bæjarstjórn. Mun Árni taka við starfinu um næstu ára- mót. —SG. Ólíkir skoðanahópar stofna félag: Búast mó við fjörugum fundum í Manneldisfélaginu Hópur manna sem áhuga hefur á manneldismálum stofnaði formlega i gær- kvöldi Manneldisfélag tslands. t þessu félagi eru margir sem hafa hart deilt um fæöu og neysluvenj- ur I ræðu og riti og þvi vaknar sú spurning hvort andstæðingar fall- ist nú I faðma og hætti öllum deil- um um hvað sé hollt og hvað sé ekki hollt. „Það er nú ætlast til þess að menn geti deilt um hlutina á þess- um vettvangi heldur en I f jölmiðl- um. Eftir er að sjá hvernig til tekst og hvort félagsstofnunin veröi til þess að menn hætti að rlfast opinberlega um þessi mál” sagði dr. Björn Dagbjartsson sem mikið hefur starfað að stofnun félagsins. Björn var spurður hvort ekki mætti vænta fjörugra félagsfunda og taldi hann það liklegt enda væru skoðanir skiptar I þessum efnum. Undirbúningsfundur að félags- stofnuninni var haldinn fyrir nokkru. Þar kom fram aö meðal helstu markmiða félagsins skyldi vera að auka skilning Islendinga á þýðingu fæðunnar fyrir velliðan og góða heilsu, og skapa vettvang til skoðanaskipta fyrir alla sem áhuga hafa á hollum neysluvenj- um. Einnig að veita fræðslu og koma á framfæri upplýsingum um næringargildi og hollustuhætti meðal þeirra sem vinna að framleiðslu eða vinnslu matvæla og að stuöla að nýtingu innlendra hráefna til manneldis. öllum áhugamönnum er heim- iluð þátttaka I þessu félagi. —SG. Við opnum #• í dag opnum við nýjar dyr til fjaríægra landa. Dyr nýrrar söluskrifstofu okkar í Hótel Esju. Þar er greið aðkoma hvaðan sem er úr bænum og næg bílastæði. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.