Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 18
NíYSLA OG NÆGJUSmi Aldrei virðumst viö Islending- ar efast um það, að við séum dugnaðar þjóð, fólk, sem getur afkastað miklu á skömmum tima, ef við tökum okkur til. Er- um fær um að afla mikils þegar fisktirinn er fyrir hendi, raka saman miklum verðmætum þegar góð tækifæri gefast. Þetta eru vissulega miklir kostir fyrir þjóð, sem byggir frekar harðbýlt land, eða máske erum svona dugleg og fær um, og tilbúin til að taka til hendinni, éinmitt af þvi að landið okkar er eins og það, misviðrasamt land, sem agar sin börn hörðum veðr- um, löngum vetrum, torsóttum lifsgæöum. Allt þetta erum við að reyna að yfirstiga. I þvi er fólgið mik- ið af lisbaráttu þjóðarinnar, a.m.k. þess hluta hennar, sem vinnur úti á vettvangi hinna gömlu atvinnuvega til sjós og íands. Þeim, sem þar starfa, er raunar sifellt að fækka hlut- fallslega, aðstaðan að batna, lifsskilyrðin betri og öðruvisi en áður voru þau. Þessu hefur þjóðin áorkað, þetta er það, sem við köllum sóknina til betri lifs- kjara þ.e. minni vinna, fleiri tómstundir, meiri ráðstöfunar- tekjur, riflegri samneysla eins og eyðslan er gjarna kölluð nú á timum. Það væri ekki rétt, ef einhver héldi að með þessum orðum, með þvi að minna á þetta hér, væri verið að átelja þessa stefnu. Hitt skal fullyrt, til þess að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að hér er einmitt rétt stefnt ihöfuðdráttum þegar á heildina er litið. Við hljótum að trúa þvi, að höfundur lifsins ætlist til þess, að maðurinn geri sér jörð- ina lifsins ætlist til þess, að maðurinn geri sér jörðina undirgefna i þeim tilgangi og með þvi skilyrði, að hann geri umhverfi sitt fegurra og betra, „hjálpi Guði til að skapa” eins og Þórhallur biskup sagði að ræktunarmaðurinn gerði. Og það mundi þá aftur leiða til þess, að hann yrði sjálfur gæfu- rikari, ferill hans þroskavæn- legri, lif hans auðugra, fegurra og betra. Én hér hljótum við að stan&a frammi fyrir stórri spurn- ingus.s. þeirri, hvort sóknin til -betri lifskjara, ytri lifskjara, og ávinningurinn á þvi sviði, hafi i Æskulýðsblaöið er málgagn unga fólksins i kirkjunni á Norðurlandi. Nýlega er komið út 1. tbl. 27. árgangs. Hitstjóri þess er sr. Jón Baldvinsson á Staöarfelli i Köldukinn. rauninni borið þann árangur, sem vitanlega er hennar til- gangur — að gera manneskjuna aö gæfusamari og þroskaðri einstaklingi? Þessu verður þvi miður ekki svarað nema neitandi. Það er ekkert samræmi milli hinna ört batnandi ytri lifskjara og þess, sem maöurinn nýtur á andlega visu, og ætti að gera hann að gæfunnar barni. Hér stöndum við frammi fyrir þeirri stað- reynd, sem svo er orðuð i krist- inni kenningu: Ekki er lif mannsins tryggt með eigum hans. Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann biður tjón á sinni sál o.s.frv. Loks má vitna i Gamla testa- mentið: Gef mér hvorki fátækt né auðævi en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddurog afneita og segja: Hver er Jahve? Eða, ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs • mins. Gott hefðum við af þvi, að ihuga þessi orð og heimfæra þau til okkar og afstöðu okkar til lifsgæðanna og það óhóf og þá óhugnanlegu kröfugerð, sem uppi er hjá öllum stéttum og á öllum sviðum. — Enginn virðist ánægður með neitt — ólikt þvi, sem var i fyrri daga þegar nægjusemin var dyggð, hófsemi Sr. Gísli Brynjólfsson skrifar: ...... hins rétta lifsregla og sparsemi sjálfsagður hlutur fyrir hvern einstakling, háan, sem lágan. — Hér má minna á frásögn gamallar konu, sem minntist jólahalds i bernsku sinni, þegar skemmtaður var jólamaturinn ,,og öllum fannstsinn biti bestur og ljúffengastur”, bætti hún við. Af þessu gætu þeir sitt hvað lært kröfugerðarpostularnir i hagsmunabaráttu nútimans. — 0 — Ekkert er nú meira rætt held- ur en verðbólgan, orsakir henn- ar og afleiðingar. Óteljandi eru þær greinar og ritgerðir sem fjármálamenn okkar og hag- spekingar hafa um hana ritað, enda höfum við aldrei átt slikan hóp lærðra manna i þeim fræð- um eins og nú. En hvað stoðar það? Aldrei hefur þetta fjár- málamein verið jafn óviðráðan- legt. Þótt hagfræðingarnir komi með margvisleg ráð koma þau ekki að gagni. Hversvegna? Það er vegna þess, að meinið er ekki að finna i tölum kerfisins heldur i sálum mannanna, hið innra með okkur sjálfum. Þetta er að kenna fávisri eftirsókn okkar eftir luxus og lifsþægind- um. Og það harða kapphlaup hefur leitt til þess, að embættis- laun og aflafé margra manna er komin langt fram yfir það sem skynsamlegt og eðlilegt má telj- ast i okkar litla þjóðfélagi. — Þar er um að ræða margfaldar þurftartekjur, sem vissuiega eiga að vera mælikvarði og við- miðun þegar rætt er um ráð- stöfunarfé einstaklinganna. — Þetta er verðbólgumeinsemdin. Hana getur hver og einn fundið hjá sjálfum sér. Hann þarf i rauninni ekki að leita lengra en i sinn eigin barm. Og það sem meira er: Hann getur læknað hana með þvi að eiga sjálfur þann hlut að máli að vera sann- gjarnari i skiptum sinum við samfélagið, hófsamari á kröf- um sinum, nægjusamari i nægt- um neysluþjóðfélagsins. Fara íslensk skip á loðnu við Kanada? Strandar enn á hráefnis- verðinu fíugsanlegt er að fjögur islensk ioönuskip stundi veiöar undan strönd Kanada i júni i sumar og landi afla sinum i Kanada. i fyrra l'óru tvö islensk loönuskip þangaö i mai og júni. Gunnar ólafsson hjá Andra h.f. hefur undanfarna daga veriö úti i Kanada aö semja viö aöila þar. Gunnar er nýkominn heim og sagöi liann i samtali viö Visi i morgun aö samningar heföu ekki tekist ennþá. Það ætti eftir aö ákveöa hráefnisverö og viömiöun viö filuinnihald loönunnar. Enn - bæri nokkuö á milli og sagði Gunnar að linurnar mundu skýr- ast seinna i vikunni. —KS Til sölu Mercedes Benz 280 SE Coupé árg. 1969. Leðurklœðning. Rafmagnsrúður. Fallegur bíll. Til sýnis og sölu hjá Föstudagur 28. april 1978 vísm OKEYPIS myndaþjónusta opið til kl. 7 Opið i hádeginu og d laugardögum kl. 9-6 Lincoln Continental árg. '74, 8 cyl, 460 cub, 4 hólfa, tor, ekinn 33 þús. km. Vín- rauður. Gott lakk. Gullfallegur glæsi- vagn, hefur öll hugsanleg þægindi og tosti. Fæst á mjög hagstæðu verði. Frod Maverick árg. '70, 6 cyl, beinskipt- ur. Blár. Gott lakk. Sumardekk og ný vetrardekk. Útvarp. Verð kr. 1200 þús. Skipti. Bedf ord sendibíll árg. '71 með gluggum, mælir og leyf i. Rauður. Gott lakk. Mikið af góðum dekkjum. Samkomulag. Skipti. Skuldabréf. Bronco árg. '66, 6 cyl. Blár. Gott lakk. Alveg ný gróf dekk. Útvarp. Skoðaður '78. Verð 850 þús. Skipti. Mazda 121 árg. '77, ekinn 13 þús. km. Blár. Gott lakk. Útvarp. Segulband. Verð kr. 3,7 millj. Skipti. Skuldabréf. VW Fastback árg. '73, ekinn 3 þús. km á vél. Blár. Gott lakk. Útvarp. Skoðaður '78. Verð kr. 980 þús. Skipti. Amerískan 8 cyl, sjálfskiptan dýrari. VW Variant árg. '66. drapplitaður. Gott lakk. Verð kr. 250 þús. Útsala? Góð kjör. 50 þús. pr. mán. BÍLASALAN SPYRNAN VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Símcr: 29330 og 29331 V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.