Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 28.04.1978, Blaðsíða 5
5 vism Föstudagur 28. apríl 1978 Samningur um lánaviðskipti rikissjóðs við Seðlabankann Seðlabankinn og rikissjóður hafa endurnýjað samning um ýmis fjármálaleg samskipti þessara aðila. í þessúm samn- ingi skuldbindur Seðlabankinn sig til að veita á hverjum tima nauðsynlega árstiðabundna fyr- irgreiðslu i samræmi við greiðsluáætlun rikissjóðs. Verði skuldamyndun rikis- sjóðs umfram það sem gert er ráð fyrir i greiðsluáætlunum munu þær skuldir jafnaðar af hálfu rikissjóðs annað hvort með fjármálalegum aðgerðum. eins og það er orðað i frétt frá fjármálaráðuneytinu, innan hvers f járhagsárs eða með lán- töku utan Seðlabankans og i samræmi við lánsfjáráætlun næsta ársá eftir. Þá eru i samn- ingi þessum itarleg ákvæði um vaxtakjör er gilda skulu um innistæður rikissjóðs og skuldir við Seðlabankann. —KS. EINU HUNDRAÐI OFAUKIÐ í fyrirsögn i Visi við frétt um rafmagnsverð Landsvirkjunar nú fyrir skömmu læddist inn meinleg prentvilla. Þar var sagt að raforkuverð til Álversins i Straumsvik væri um 370% hærra en til almenningsveitna á siðasta ári,en þar átti að standa um 270%. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Verðtil almenningsveitna var að meöaitali 319,1 eyrir á kwst. árið 1977. En til Alversins 85,6 aurar. Rétt er að geta þess að Áburðarverksmiðjan i Gufunesi kaupir raforkuna frá Lands- virkjun á sama verði og Alverið iStraumsvik. —KS. Höklorttir þrír enn ófundnir Höklarnir þrir, sem teknir voru úr Frikirkjunni í Reykja- vik þann 20. mars sl., hafa enn ekki komið i leitirnar. Hafa höklar þessir ómetanlegt gildi fyrir kirkjuna Einn þeirra hefur verið notaður af prestum safn- aðarins frá upphafi, annan gaf Hjalti Jónsson, skipsstjóri og útgerðarmaður Fríkirkjunni ár- ið 1949. Ekki verður séð að unnt verði að koma höklunum i verð, og heitir safnaðarstjórnin á fólk aðhafa augun opin og láta rann- sóknarlögregluna vita ef það gæti gefið einhverjar upplýsing- ar um hvar þeir séu niöur komnir. Mmm ■ VUWIC .. . HUSBONDAHOLLUR TÆKIFÆR1SSINNI Golfinn er vakur vagn sem rvotar hvert tœkifæri til aö sanna húsbónda sínum getu sína og hollustu. Jafnvel þó það kurmi að valda öfund og afbrýði. Hann mœtir hverri þraut með lipurð og léttleika eins og fólksvagns er von og vísa. BORGARBILL Betri borgarbíl finnurðu varla. Golf er léttur og lipur í umferðinni - bílastæðisvandamálum þarftu vart að kvíða - finnirðu smugu kemurðu Golfinum inn - hann er sniðinn fyrir þröng 8tœði. KmmliiÁlfiilriftnn Úti á landi stendur Golfinn sig, þægilegur í akstri og liggur vel. Hugvit8amleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt, bœði fyrir farþega og farangur. Farangursrýmið er 379 t. en með þreföldun á því verður Golfinn ... _ ••• FLUTNINGABILL fjölskyldunnar á augnabliki, með 1100 l. flutningsrými. ÞRENNTI VIÐBÓT Golfinn er sparneytinn og þú getur valið um bensín eða dieselvél. Og svo er það hin landsfrœga varahluta- og viðgerðarþjónu8ta Heklu - ekki má gleyma henni - því það er eitt að kaupa bíl - annað að reka hann. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 —EA AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.