Vísir - 28.04.1978, Síða 6
Kinverskir fiskibátar: Ekki alitaf svo friðsælir.
SKRÍTIN SJÓORUSTA í KÍNAHAFI
Matrósar japönsku
strandgæslunnar trúðu
vart sínum eigin augum#
þar sem þeij: voru á eftir-
litssiglingu við Senkakus
-r- fimm smáeyjar i
austurhluta Kinahafs — í
siðustu viku. Að þeim
dreif heill floti kín-
verskra fiskibáta, 140
talsins/ sumir vopnaðir
þungum vélbyssum.
1 gegiium hátalarann vöruðu
Japanirnir kinversku „fiski-
mennina” við því, að þeir væru
komnir inn í tóif milna land-
helgina. Kinverjarnir svöruðu
með þvi að bregða upp timbur-
bör„ðum, sem á var ietrað:
,,Tiaoyutai tilheyrir Kina.”
Eftir þvi sem sjóorrustur ger-
ast, þá var þessi árekstur næsta
ómerkilegur. Enda býst enginn
við þvi, að þessi ögrun fiskibát-
anna i siðustu viku leiði til
styrjaldarmilli Kina og Japans.
Um tima var þó loft lævi bland-
ið, meðan Kinverjarnir hömp-
uðu vélbyssum sinum, og vist er
um þaö, aö eftir hann ristir
heldur grynnra grannskapur
þessara tveggja Asiuvelda. Og
svo rak þetta aö einmitt i sama
'mund, sem taka átti upp
samningaviöræður um friöar-
og vináttusáttmála Japans og
Kina.
Deilan um Senkakus, (eða
Tiaoyutai eins og Kinverjar
kalla smáeyjarnar, en það þýðir
„Fiskaveröndin”) er siður en
svo ný af nálinni. Kina og Japan
— og reyndar Taiwan lika (eða
Formósa eins og hún hét þá) —
gerðu tilkall til eyjanna fyrir
mörgum áratugum. Hvorugur
gaf þessum útskerjum hrjóstug-
um og óbyggilegum eins og
eyjarnar eru, mikinn gaum, þar
til 1969 að birtist skýrsla á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, sem
gaf til kynna, að iandgrunnið
umhverfis eyjarnar væri eitt
„efnilegasta oliuvinnslusvæði
heims”. Þá kom annaö hljóð i
strokkinn. Þessi tvö riki tóku að
skipast á móðgandi ummælum
ogyfirlýsingum varðandi eigna-
og umráðaréttinn yfir Senkakus
á nefndarfundum hjá Samein-
uöu þjóðunum, þar sem fjallað
var um friösamlega nýtingu
hafsbotnsins. Mestu öldurnar
lægðu svo, og 1972 urðu Peking
og Tokyo ásátt um að vera frið-
samlega ósammála en reyna að
bæta sambúöina.
Það vefst fyrir mönnum að
skilja, hvað vakir fyrir Kinveri-
um með þvi að ýfa upp þessar
gömlu væringar I siðustu viku.
Engum kom það meir á óvart en
Japönum sjálfum, sem voru
furðu lostnir. Sunao Sonoda,
utanrikisráöherra Japans, kann
að hafa getið nærri um réttu
skýringuna, þegar hann hélt, að
Kinverjar hefðu sett atburðinn á
svið til að sljákka ögn i ihalds-
sömustu öflum Frjálslyndra
demókrata, sem situr i stjórn i
Japan. Frá þeim armi flokksins
hefur veriö mikil andstaða við
friðar- og vináttusáttmálann
milli Japans og Kina. Mörgum
öðrum þótti samt sem Kinverj-
ar hefðu meö þessu gefiö þess-
um andstæðingum sáttmálans
bestu trompin á hendina. —
„Þetta var heimskulegt og mun
einungis sameina Japani i and-
stöðunni við sáttmálann,” eins
og einn þeirra sgði i viðtali við
fréttamenn, Newsweek”.
Hvað, sem fyrir þeim hefur
vakað, þá virðast Kinverjarnir
hafa slökkt alla vonarneista um,
að samningar um vináttusátt-
málann nái fram að ganga um
næstu framtið. Sonoda utan-
rikisráðherra kunngerði sjálfur,
að leiða yrði þessa deilu til lykta
og binda endi á yfirgang Kin-
verja i japanskri iandhelgi, áð-
ur en viðræður yrðu teknar upp
aftur.
Kinverjar hafa ekkert látið
frá sér heyra um málið annað
en lofa að rannsaka tildrög
flotasiglingarinnar. Eftir fyrstu
mótmæli Japans lét bátaflotinn
kinverski undan siga út fyrir
tólf milurnar strax daginn eftir,
og hélt sig þar i sólarhring við
landhelgismörkin. Siðan hefur
kyrrð komist yfir.
197
BUÐIRNAR
Óðinsgötu 5
Laugavegi 20 B
Móttaka á gömlum
munum:
T7>:___^ 1,1 r 7 a U
Utankjörfundaratkvœða-
greiðsla
i Reykjavik vegna sveitarstjórnarkosn-
inga 1978 hefst sunnudaginn 30. april n.k.
Kosið verður i Miðbæjarskólanum alla
virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22, sunnu-
daga og helgidaga kl. 14-18.
Mánudaginn 1. mai n.k. verður aðeins
kosið kl. 10-12.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ
í REYKJAVÍK.