Vísir - 28.04.1978, Qupperneq 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprenth/t
Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfullfrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson,
Jon Einar Guðjonsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son. Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjártan L.
Pálsson. Ljósmyrtdir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson
Auglýsingar og skrifstof ur: Siðumúla 8.
símar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Jiitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald erkr. 2000 á
mánuði innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 100 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Betra er seint
en aldrei
Ekki verður annað sagt en ríkisstjórnin sé á elleftu
stundu að koma fram ýmsum þeim umbótamálum sem
fyrirheit voru gefin um í stefnuyfirlýsingu hennar i
byrjun kjörtimabilsins. En stjórnin hefur það að sjálf-
sögðu sér til af sökunar að betra er seint en aldrei.
Þannig er þessu farið með verðmyndunarfrumvarpið,
sem óneitanlega er eitt af þýðingarmestu málum, er
fram hafa komið i þinginu síðustu vikur. Það hef ur legið
lengi í skrifborðsskúf f u uppi í viðskiptaráðuneyti sem
eins konar tákn um það hversu smeykir menn eru við að
hverfa frá ríkjandi haftakerfi í verðlagsmálum.
En við umræður á Alþingi um þetta mál hef ur það vak-
ið athygli að tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar
hafa Ijáð frumvarpinu fylgi sitt. Þetta eru þeir Magnús
Torfi Olafsson og Gylfi Þ. Gíslason. Afstaða þessara
tveggja stjórnarandstæðinga hlýtur að vekja athygli af
tveimur ástæðum.
í fyrsta lagi sýnir hún að þingstörfin eru ekki alltaf
sandkassaleikur eins og stundum vill brenna við. Þar eru
þrátt fyrir allt menn sem risa upp fyrir meðalmennsk-
una og taka afstöðu eftir málefnum. í annan stað bendir
þessi afstaða til þess að trú manna á álagningarhafta-
kerfið fari minnkandi. Sú visbending er ekki hvað síst
mikilvæg.
Þingmenn Framsóknarflokksins ætluðu að styðja
mjög svipað frumvarp í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Á
siðustu stundu komust þeir hins vegar að þeirri niður-
stöðuaðþeir mættu fyrir enga muni styðja ríkisstjórnina
i svo veigamiklu máli. Þeir fóru því eftir leikreglum
sandkassans.
Viðreisnarstjórnin stóð þó ekki betur að málinu en svo
að einn af ráðherrum hennar brá fæti fyrir framgang
þess við atkvæðagreiðslu í efri deild. Þessar samverk-
andi ástæður fyrir falli frumvarpsins á sínum tima
leiddu til þess að í heilan áratug hefur ekkert gerst í
þessum efnum.
Gylfi Þ. Gislason sem bar frumvarpið fram á sínum
tíma sem viðskiptaráðherra, hef ur í engu breytt afstöðu
sinni þó að hann sitji nú í stjórnarandstöðu. Og afstaða
Magnúsar Torfa Ólafssonar er enn eitt merki þess að
hann er öðrum þingmönnum fremur hafinn yfir sand-
kassaleikreglurnar sem æði oft ráða málflutningi og
niðurstöðum mála á Alþingi.
Þrátt fyrir afstöðu Gylfa Þ. Gíslasonar er Alþýðu-
flokkurinn sem fyrr klofinn í afstöðu sinni til málsins.
Þar krystallast sú erf iða aðstaða sem Alþýðuf lokkurinn
er i um þessar mundir. Hann er bæði að höfða til frjáls-
hyggjufylgis sem telur ríkisstjórnina hafa tekið á efna-
hagsmálunum of miklum vetlingatökum og kjósenda Al-
þýðubandalagsins. Að þessu leyti er Alþýðuflokkurinn
milli steins og sleggju og það kemur f ram í máli eins og
þessu.
Kjarni málsins er þó sá að fordómarnir gagnvart
frjálsri verðmyndun fara minnkandi. Ýmsir stjórn-
málamenn hafa i gegnum tiðina alið á oftrú fólks á
álagningarhaftakerfið. En nú sýnist fólk almennt hafa
meiri áhuga á að fara inn á nýjar brautir sem eru reynd-
ar orðnar gamlar og viðurkenndar i öllum grannríkjum
okkar. Einmitt þess vegna sýnist verðmyndunarfrum-
varpið nú eiga greiðari leið i gegnum þingið en fyrrum.
Þó að frumvarpið sé á margan hátt gallað, er það
skref í rétta átt. i sjálfu sér gegnir furðu, að Alþingi
skuli leyfa sér að framselja ákvörðunarvald um frjálsa
verðmyndun i hendur verðlagsráðs. Að réttu lagi ætti Al-
'þingi sjálft að taka af skarið i þessu efni en ekki opna
heimildir fyrir minniháttar stjórnvald til þess að taka
endanlegar ákvarðanir.
Föstudagur 28. april 1978
vísm
Franska
þjóðin
mœtti
ekki á
sitt
sögulega
stefnumót
Um úrslit frönsku þingkosning-
anna
Sambandi franskra kjósenda og
vinstri flokkanna hefur verið likt
við trúlofun, sem aldrei nær þvi
að verða að giftingu. Þótt Frakk-
ar séu með hjartað vinstra meg-
in, reynist seðlaveskið þyngra á
metunum hægra megin, þegar á
hólminn er komið.
Er úrslit seinni umferðar þing-
kosninganna voru gerð heyrin-
kunnug sunnudagskvöldið 19.
mars, i sjónvarpssal,brugðust og
margir talsmenn stjórnarand-
stöðunnar við eins og illa svikinn
---------------------\
Viðar Víkingsson skrif-
ar frá París fyrstu grein
eftir úrslit frönsku þing-
kosninganna i siðasta
mánuði.
kærasti og hörmuðu það, að
franska þjóðin hefði ekki mætt á
sitt sögulega stefnumót. Og þeir
máttu trútt um tala, þar sem til-
hugalifið hafði átt sér langan að-
draganda með að þvi er virtist si-
fellt vaxandi ástriðuhita. En eftir
að hafa kastað fjölda rósa ofan af
svölunum i héraðskosningum,
bæjarstjórnarkosningum og
skoðanakönnunum, hljóp franska
brúðurin frá altari þingkosning-
anna með slæðuna aftur af sér
eins og klippt út úr Hollywood-
mynd.
Hver fékk jáyrðið?
Margir eru þeirrar skoðunar,
að þrátt fyrir aðdráttarafl tilvon-
andi brúðguma, sósialistans Mitt-
erands, sem vafalaust hefði orðið
forsætisráðherra i vinstri stjórn,
hafibrúðurin skelfst svaramann-
inn, þ.e. kommúnistann
Marchais, og þvi flúið i faðm
pabba, þe. forseta lýðveldisins,
Giscards d’Estaing.
Það er ekki svo litil þversögn i
þvi fólgin, að Giscard, sem fyrir
skömmu var talinn dæmigert
fórnarlamb kosningakerfis
fimmta lýðveldisins vegna óljóss
hlutverks forsetans, skuli nú vera
borinn á lárviðarsveigum sem
sigurvegari einmitt i krafti þessa
kerfis. Skoðanakannanir höfðu
O
Sólkonungur í $
Allt fram á þennan dag hefur
það verið trú manna, aö þing-
meirihluti væri nóg til aö koma
við nauðsynlegri stjórnun á þjóð-
Neðanmóls
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar: Með því að
virða ekki ákvarðanir
Alþingis er fólk að kalla
yfir sig breytingar, sem
það hefur siðar meir
enga stjórn á... Stjórn-
mál verða að mótast af
réttsýni. Þau þola ekki
fjölda sólkonunga og
ekki einn slíkan.
r
félaginu. Mikill þingmeirihluti
eða litill skipti ekki ýkja miklu
máli i þessu tilfelli, þótt það hafi
þótt bera vott um styrk stjórnar
að hafa mikinn þingmeirihluta á
bak við sig. Nú hefur slik meiri-
háttar meirihlutastjórn setið að
völdum i landinu i fjögur ár, en þó
hafa helztu einkenni hennar verið
einskonar skortur á fram-
fevæmdavaldi. Skýringanna á
þessum skorti er m.a. að leita i
skrifum um stéttasættir og ný-
sköpunarstjórn, aö svo miklu
leyti sem slik skrif höfða til úr-
lausna vegna minnkandi fram-
kvæmdavalds.
Visir og nýsköpunar-
stjórnin
Hér i Visi hafa verið skrifaðar
nokkrar forustugreinar, þar sem
bent hefur verið á nýsköpunar-
stjórn sem hugsanlega leið út úr
eínahagsvandræðum þeim, sem
nú steðja að þjóðinni, og frestað
hefur veriðað leysa til frambúðar
þangað til aö kosningum loknum.
Til grundvallar þessum skrifum
liggur sá þanki, að með þvi að
kalla svonefnda verkalýösflokka
til þátttöku i stjórnarsamstarfi
verði hægt að ná haldbetra sam-
komulagi um nauðsynlegar úr-
lausnir en nú liggja fyrir. Þessu
er haldið fram þrátt fyrir efna-
hagsvandann, sem vinstri stjórn-
in skildieftirsigá vordögum 1974.
Skorti þá ekki á að pólitisk sam-
staða hafði staðið um stund milli
verkalýðsflokks og flokks, sem
-ilefur m.a. mikið með samvinnu-
verzlunina í landinu að gera.
Þeir eru margir sólkon-
ungarnir
Lúðvik fjórtándi lét nefna sig
sólkonung, en þótt hann kenndi
sig viö sólina virtist skorta tölu-
vert á að maðurinn risi undir
nafni, Þegarliða tóká stjórnartíð
hans varð Frakkland um þaö bil
gjaldþrota. Átti sólkonungurinn
við fáa aö skaast um þau mála-
lok, þvi hann var aöeins einn sól-
konungur i riki sinu. Oðru máli
gegnir um hinn þráláta islenzka
efnahagsvanda. Hannstafar m.a.
af þvi að hér eru þeir margir sól-
konungarnir. Ogdæmin hafa sýnt
að erfitt er að þjóna þeim öllum,
og varla yrðu þeir heppilegri
viðureignar,þóttþeim væri öllum
steypt i einanýsköpunarstjórn.
Stéttastriðið og sólkon-
ungar verkalýðsins
Svo vikiðsé nokkrum orðum að
stéttastriðinu, þá er þess að gæta,
að i engú landi i veröldinni eru
greidd laun, sem launþegum
þætti ekki ágætt að væru hærri.
Hvergi fyrirfinnst neinn mæli-
kvarði, hvorki i sósialistiskum
löndum né i löndum kapitalista,
sem kveður á um það, að laun
skuli almennt vera einhverrar
sérstakrar upphæðar. Talað er
um þjóðarframleiðslu og fjár-
festingarhiutfall af þjóðartekjum
og fundnar prósentutölur, sem
mættu eftir atvikum ákvarða
launin frá ári til árs. Kannski er
þetta skynsamlegasta leiðin. Þó
er enginn friður um hana vegna
þess að tölur eru búnar til með
ýmsum hætti og ekki sama hver